Tíminn - 09.11.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.11.1986, Blaðsíða 9
YAMAHA VELSLEBA Úrval varahluta á lager - hagstætt verö. Félagsmenn L.Í.V. fá 10% staðgreiðsluafslátt. 3 I BUNADARDEILD ÁRMULA3 REYKJAVÍK SiMI 38900 YAMALUBE-2 olían frá YAMAHA Sunnudagur 9. nóvember 1986 Sunnudagur 9. nóvember 1986 0L0GLEG YERSLUN Dr. Wilhelm Weiss- garber. MEÐ BORN TIL ÆTTLEIÐINGAR - arðvænlegri en tannlækningastörf í Vestur-Þýskalandi . _ ... .nSau»a,,éY 50,0 að® savTí£V SINGER 8618: Frjáls armur Rafeinda fótstig Lárétt spóla Sjálfvirk hnappagöt Beinn saumur Zig-zag Blindfaldur Stungu Zig-zag Styrktur saumur Teygju saumur Overlock Vöfflusaumur Tvöfalt overlock Fjöldi nytja- og skrautsauma aniaóv Auðvitaðhefirsvonafullkominvélfrjálsan arm og rafknúið fótstig. Við notkun tvö földu nálarinnar fást ýmsar skemmtilegar áferðir og auk þess saumar SINGER 8618 öll efni, mjúk sem hörð. SAMBANDSINS ÁRMÚLA 3, SÍMAR 68 79 10 - 68 12 66 Fæst á eftirtöldum stöðum: Rafbúð Sambandsins, Miklagarði og Domus og Kaupfélögum um landallt Tannlæknirinn drýgir tekjurnar í símskeytinu sem barst undir- réttinum í Hanau í Vestur-Þý- skalandi sagðist sendandinn því miður ekki sjá ’sér fært að mæta sem ákærður fyrir réttinum, þar sem hann væri sem stæði önnum kafinn við fílaveiðar og hefði þar að auki greitt fyrirfram 20.000 dollara fyrir þessa ævin- týraferð. Skeytið var sent frá Súdan. Fimm dögum síðar til- kynnti dr. Wilhelm Weissgarber tannlæknir formlega að hann hefði ekki í hyggju að mæta fyrir réttinum. Þessi atburður átti sér stað í maílok í vor. Síðan hefur ekkert til tannlæknisins spurst. Fyrir réttinum liggja ákærur á hann fyrir að hafa veitt forstöðu glæpaflokki, sem stundaði „stór- þjófnaði“ og þykja nægar sann- anir liggja fyrir til að sakfella doktorinn ef til hans næst. Það er ekki svo ýkja langt síðan dr. Weissgarber rak vin- sæla tannlæknastofu í glæsilegu úthverfi Hanau. Þangað lögðu leið sína knattspyrnustjörnur, söngstjörnur og iðnjöfrar í svo miklum mæli að alls þurfti 12 manns til að þjóna þeim. Ár- sveltan árið 1984 var tæpar tvær milljónir marka. Sem tómstund- agaman verslaði hann með forn- gripi. Á hans nafni standa jarð- eignir í Vestur-Þýskalandi, Sviss, Bandaríkjunum og Suður- Ameríku. Og farartækið hans bar auðnum vitni, ekki óæðra en Aston-Martin, sams konar bíll og James Bond ekur um í. Nú heldur lögreglan því fram að dr. Weissgarber hafi drýgt tannlæknislaunin með því að ráða 4 innbrotsþjófa til að brjót- ast inn til viðskiptavina hans þegar hann vissi að vel stóð á, og ræna því sem þar var verðmætt. Innbrotsþjófarnir sitja nú á bak við lás og slá og hafa verið dæmdir í fangelsi allt frá þrem til tíu ára. En tannlæknirinn var horfinn. Nýtt líf á Sri Lanka Hafi Weissgarber tannlæknir haldið að það væri einfalt mál að týnast í mannfjölda þriðja heimSins, átti hann eftir að kom- ast að raun um annað. Ekki leið á löngu þar til blaðamenn viku- ritsins Stern höfðu haft uppi á honum á Sri Lanka þar sem hann var að byrja nýtt líf. Og nú hefur hann tekið til við nýja atvinnugrein, sem að sjálfsögðu gefur mikið í aðra hönd. Hann uppfyllir óskir barnlausra hjóna i Vestur- Þýskalandi, Hollandi og Sviss um að eignast loks börn. Undanfarin 10 ár hefur Sri Lanka verið alþjóðleg miðstöð verslunar með börn. Á Vestur- löndum er eftirspurnin mikil og lest er ólíkt með lífí Falmennings í hinum fá- tæka þriðja heimi og þess fólks sem býr við allsnægtir iðnvæddu og auðugu þjóðfélaganna. Eitt er þó það sem þróunarlöndin eru auðugri af en ríku þjóðirnar en það eru börn sem föl eru til fósturs. í auðugum vestrænum lönd- um eru þúsundir hjóna sem bíða þess að röðin komi að þeim þegar eitt og eitt barn kemur til ættleiðingar eftir lög- legum leiðum. Og sú bið er löng og næsta vonlítil. Það færist þess vegna í vöxt að þetta fólk leiti til landa þar sem meira framboð er af börnum. Og sumir reka sig á að þar er ekki alltaf við vandaða að eiga. Johannes K. 42ja ára gefur Yordi pelann. Hann sótti barnið ásamt konu sinni til Sri Lanka. Foreldrarnir vilja sem minnst um þetta ræða, því ættleiðing gegn gjaídiier ólögleg. Tíminn 9 Ungu mæðurnar hafast við í þessum óvistlega skála, uns Dawn de Silva er meðal ríkustu kvenna í Sri Lanka. barnið er komið í hendur foreldranna. þarna er því um mjög arðvænleg viðskipti að ræða. Weissgarber er öllum hnútum kunnugur á svarta og gráa markaðnum þar sem þessi viðskipti fara fram og þegar hann var búinn að brenna allar brýr að baki sér í Vestur- Þýskalandi lá leiðin beint til Sri Lanka. Þar beið hans vinkonan Dawn de Silva sem hefur komið ár sinni vel fyrir borð í barna- versluninni og er sögð ein af ríkustu borgurum landsins. Weissgarber hófst þegar handa þegar hann var kominn til Sri Lanka. Hann byggði hótel fyrir foreldrana sem komnir voru að sækja börn sín og þar er ekki allt í hefðbundnum hótel- stíl. Sumum finnst það reyndar mest líkjast fangelsi, untlukið tveggja metra háum múrveggj- um með ásteyptum glerbrotum, og 4 einkennisklæddir og vopn- aðir verðirgæta stálsleginna inn- göngudyra, sem alltaf eru læstar. Skýringin á þessurn viðbúnaði er sú að verið sé að vernda hótelgestina gegn óvinveittum þorpsbúum! Fæstir hótelgestanna komast hins vegar að því að á lóð hótelsins er annað húsnæði. Þar kúra allt að 20 ungar konur hverju sinni í gluggalausu báru- járnsklæddu hreysi í hitabeltis- hita." Húsmunir eru cinfaldir, rúni kvennanna og fyrir framan hvert þeirra barnarúm. Dags- birtu sjá konurnar aðeins þcgar þeim er hleypt út á smáskika í hvarfi við hótelið. Konurnar eru þarna komnar til að ala börn sín og annast þau þar til „foreldr- arnir" veita þeim móttöku. Fyrir viðvikið eru þeim greidd 100 vestur-þýsk mörk, scm samsvara tvennum mánaðarlaunum verkakvenna á Sri Lanka. Reiknað er með að Wcissgarbcr stingi í eigin vasa 7.000-15.000 mörkum fyrir hvert barn sem hann “selur" cn af skiljanlegum ástæðum eru „foreldrarnir" ekk- ert óðfúsir að"skýra frá því hvað þcir hafa greitt. Það er nefnilega ólöglcgt í þeim löndum sem hann hefur viðskipti við að ætt- leiða börn gegn greiðslu, nema í Hollandi. En til vitnis um það að við- skipti með börn til ættleiðingar eru umtalsverð í Vestur-Þýska- landi má nefna það að af þeini 1000 börnum fr;í þróunar- löndunum sem þar voru ættleidd á síöastliðnu ári, komu aðcins 300 cftir löglegum leiðum. SU NYJA 0G GLÆSILEGA IBREIÐH0LTI Hefur þú prófað Súperstöð ESS0 við Skógarsel? Þar leggjum við áherslu á mjög fjölbreytt vöruúrval og alla venjulega þjónustu bensínstöðva, auk sjálfsalaþjónustu allan sólarhringinn. En það er líka sitthvað annað í boði: • Bílaþvottur í fullkominni þvottastöð. Völ er á 13 mismunandi þvottakerfum. • Þjónustuskýli. Þar er vatn, loft, olíusuga og ryksuga undir einu þaki, bíleigendum til hægðarauka. • Opnunartilboð og afsláttur á ýmsum vörum í eina viku, til 15. nóvember. Það er enginn krókur að koma við á Súperstöðinni - það er þér og bílnum í hag. Olíufélagið hf Skógarseli 10 - Sími 75233

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.