Tíminn - 09.11.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.11.1986, Blaðsíða 11
Sunnudagur 9. nóvember 1986 Tíminn 11 þurftum viö að moka sundur skaflana langa vegu á heiðinni, svo bíllinn kæmist leiðar sinnar á vetrum. En nú stóð til að fara að lækka kaupið í þessari atvinnubóta- vinnu úr 1,36 krónu á tímann niður í eina krónu. Þettagat alls ekki gengið, því nógu lélegt var kaupið fyrir. Það var búið að þrefa heilmikið um þetta í bæjarstjórninni, en lokaákvörð- unina átti að taka á bæjarstjórn- arfundi 9. nóvember 1932. Menn söfnuðust saman við Gúttó um morguninn, bæði til þess að fylgjast með og að veita Héðni og þeim hinum sem þarna voru á móti íhaldinu stuðning og hvatningu, en ég held að mjög fáir hafi búist við neinum slags- málum. Fundarsalnum hafði verið lokað fyrir áheyrendum um morguninn, en lögreglu- stjórinn, sem var Hermann Jón- asson, hét því aftur á móti að eftir hádegið skyldu menn fá að fylgjast með því sem fram færi inni. Við bræðurnir fórum heim og vorum nú ekki lengi að borða, því það var ekki mikið á borðum og fórum svo niður eftir aftur. Þegar við komum niður eftir var þar mikill mannfjöldi. Lög- reglan hleypti nokkrum mönn- um inni í húsið, þeim sem kom- ust fyrir á bekkjum í fundarsaln- um, en stæðin fyrir aftan þá voru auð. Þetta hleypti gremju í menn og það gerðist mikill troðningur framan við dyrnar, þar sem við bróðir minn stóðum. Lögreglan opnaði nú dyrnar aft- ur og ætlaði víst aö bægja mönn- um frá, en ýtingurinn var svo mikill að við sem fremstir stóð- um fórum sjálfkrafa inn fyrir. Það skipti þá engum togum aö lögregluþjónarnir byrja undir eins að-berja mcnn eins og óðir væru, þótt maður hefði farið óviljandi inn fyrir. Nú, ég neita því ekki að ég barði frá mér. Annað var ekki hægt. Eftir á að hyggja held ég að það hafi verið mikil mistök hjá lögreglunni að hefja þessar barsmíðar, hefðu þær ekki orðið býst ég við að það hefði ekki orðið neinn Gúttóslagur. Lögreglan mátti líka vita að þeir hefðu aldrei bolmagn til þess að ráða við svona mikinn fjölda. Ég man að í þessum svifum kom Héðinn út úrfundarsalnum og segir við Hermann: „Gafstu skipun um að berja á verkalýðn- um?“ Ekki ntan ég nú hverju hann svaraði. Ég fór upp á loft í húsinu, því ég var orðinn alblóð- ugur, og þvoði þar framan úr mér. Eftir það gekk ég niður og komst út og þá var slagurinn í algleymingi. Mér ofbauð margt sem ég sá þarna, svo sem þegar þeir börðu gamlan mann með sítt skegg yfir bringspalirnar með kylfunni svo hann hneig tvöfaldur niður í götuna. Já, það var ljótt að sjá það. Ég fór yfir til Ólafs Þorsteinssonar, læknis og fékk hann til þess að binda um höfuðið á mér. Hann var að fara í vitjun og var kominn í aðra frakkaermina en hætti við það nú og var auðvitað stein- hissa að sjá mig svona. En ég sagði honum hvað um væri að vera og að hann mætti eiga von á fleirum, enda var hann enn að klemma sárin saman og binda um höfuðið á mér, þegar komið var inn með einn af lögreglu- þjónunum. Ég fór nú út aftur og þá var lögreglan á flótta úti við Austur- völl og allt vitlaust. Þarna var lögreglan yfirbuguð, enda vonlaust að þessir fáu menn réðu við slíkan skara. Ég man að Sigurður Gíslason, lögreglu- þjónn, stóð þarna uppi við grindverkið sem þá var kring um völlinn og sagði: „Blessaðir ver- ið þið ekki að þessu strákar!“ Ég er viss um að hann hefur ekki barið neinn með kylfunni, því hann var slíkt ljúfmenni. Það skipti engum togum að ég lcnti aftur í slagnum og var fyrr en varði kominn inn til Ólafs læknis á ný, því uinbúðirnar höfðu verið rifnar af mér í látunum. Ég barst svo mcð fjöldanum upp að Arnarhvoli, þar sem lögreglu- stöðin var þá og man að þar stóð Erlingur Pálsson og hélt ræðu yfir mönnum, sagði eitthvað í þá átt að það væri að brjótast út borgarastyrjöld. Þegar ég kom heim var móðir mín orðin dauð- hrædd. Hún hafði frétt að ég væri dauður og síðan að ég væri kominn á spítala og taldi mig nú úr helju heimtan. Nú, það urðu heilmikil eftir- mál af þessu. Ég og fleiri vorum dæmdir fyrir þessi átök. Ég man að ég var að koma af sjó á togara og sé þá þegar við komum inn í höfnina, að lögreglubíllinn stendur á hafnarbakkanum. fremst verkalýðssinni. Maður þekkti fátækt og erfiðleika frá barnæsku og hlaut því að vera það. En ég þekkti auövitað marga al' kommúnistum og kom á fundi hjá þeim. Þeir ætluðu einu sinni áð scnda ntig til Rússlands, sem fulltrúa hafnar- verkamanna og ég hafði svosem ekki á nióti því. En ég sagði að þeir yrðu þá að sjá fyrir heimil- inu á meðan. Þess treystu þeir sér ekki til og þar með datt þetta upp fyrir. Já, manni fannst það hart að það skyldi eiga að lækka kaupið í atvinnubótavinnunni. Samt reyndust vera til nógir peningar til þcss að halda úti heilu herfylki af hvítliðum, mönnum sem voru samtímis á kaupi annars staðar. Það voru einkunt trésmiðir og ýmsir iðnaðarmenn sem gáfu sig fram í hvitliðasveitina og auðvit- að var verkamönnum ekki vel við þá og þeir fengu á sig ýmsar glósur á götunni. að koma sjö skip og einn bað mig að hafa samband fyrir há- degi, því þá vantaði mann. En þegar ég kom aftur var búið að ráða nranninn. Loks var það svo að Bergur heitinn á Hafsteini, sem síðarfórst mcð Sviða, lofaði aö hafa mig í liuga og það stóð hann við. Eg komst á Hafstein í næsta túr. Ég var þarna fjóra túra í mokfiskiríi, cn fór þá yfir á gamla Kára, þar sem Karl Auðunsson, síðar í Slippnuin, var skipstjóri. Þar var ég svo í níu ár. Árið 1942 hét ég því á mig að ef ég hefði vel upp um sumarið skyldi ég fara í Sjómannaskól- ann. Þetta gekk eftir og ég fer í skólann um haustið og lauk honum 1944. Árið 1947 bað mig Ólafur Magnússon á ísólfi að koma til sín sem stýrimaður og því tók ég. Margir voru hissa á að ég skyldi fara til Ólafs, því mcnn sögðu að hann hefði engan „praxis", en það var ekki alveg rétt, því hann hafði veriö með ”ftrstóð Erlin9urPálsson, ut borgarastyrjöld." „Það skuluð þið bóka að nú er verið að sækja mig,“ sagði ég. Það stóð heima. Lögregluþjón- arnir sögðu að ég ætti að mæta í réttarhald upp á Skólavörðustíg 9, mín væri beðið þar. Það skipti engum togum að ég varð að fara eins og ég stóð, fékk ekki einu sinni að hafa fataskipti. Þegar upp á Skólavörðustíg kemur, þá sitja þar ekki færri en átján vitni og Kristján Kristjáns- son, dómari. Sumir voru lög- regluþjónar í einkennisbúningi, en aðrir borgaralega klæddir. Þessir menn vitnuðu nú gegn mér hver af öðrum og þótt margt væri rakalaus uppspuni, þá þagði ég aðeins, vissi að ekki mundi þýða fyrir mig að segja neitt. Samt blöskraði mér svo framburður eins af þeim, að ég spurði hann hvort hann treysti sér til þess að sverja það sem hann sagði. Dómarinn hafði yfir eiðstafinn, en þá setti þessi mað- ur undir sig hausinn og gekk út. Lokin urðu þau að ég fékk á mig níu mánaða biðdóm, eða sama dóm og Héðinn Valdemarsson fékk. Ég var talinn ógurlega róttæk- ur og kommúnisti eftir þetta, en sannleikurinn er sá að ég hef aldrei verið kommúnisti, heldur Alþýðuflokksmaður og fyrst og yfirlögregluþjónn, og hélt ræðu, sagði að það Sú saga komst á kreik nokkru eftir þetta að ég hefði verið beðinn að koma í lögregluna og fannst víst mörgum skrýtið. Það var nú ekki rétt, en mér datt þetta samt .í hug. Það var lítið um vinnu og þetta var þó fast starf. Ég spurði lögreglustjór- ann, Jónatan Hallvarðsson, hvort það yrði haft á móti mér að hafa kontið við sögu 9. nóv- ember og hann sagði það alls ekki vera. Ég hætti samt við þetta, því ég er fæddur með gallaða fætur og hefði átt erfitt með allan þann gang sem þá var í lögreglunni. Eg gekkst undir uppskurð á fótum sem ungur maður og við það löguðust liða- mótin, en góður varð ég aldrei. Ég kaus sjóinn heldur." Sjómennska „Það var ekki hlaupið að því að komast á sjóinn. Ég reyndi fyrst fyrir mér aðfaranótt skír- dags árið 1934 því þá vissi ég að það var von á níu togurum til hafnarafsaltfiskveiðum. Enþað var ekkert pláss að fá. Viðkvæð- ið hjá stýrimönnunum var alltaf það sama: „Ertu vanur?" Ég sagði sem var að ég væri vanur að hausa, sem var gott og blessað, en vanur gat ég ekki kallast. Á föstudaginn langa áttu væri að brjótast (Tfmamynd-Sverrir) togara hjá Hellierbræðrum í Hafnarfirði og kunni á þetta. En hann var þó fyrst og fremst góöur síldarmaður. Eg var á Isólfi til 1949, en gerðist þá skipstjóri á bátum, var með Sæhrímni í Keflavík og Reyni uns ég hætti sjómennsku. Eftir það vann ég á netaverkstæðum, - var í fjögur ár hjá Billa í Aliance og þá hjá Marco. Nú, maður var tekinn að lýjast og ég gerðist nú sundlaugavörður í Vesturbæjarlauginni, uns ég varð að hætta þarsjötugur, þótt ég hefði ágæta hcilsu og gæti vel verið þarna enn. Það eru ólögað láta fólk með góða starfsgetu hætta við þessi aldursmörk. Þeir hjá ríkinu mega vera fram að áttræðu, en svona hafa þeir það nú hjá borginni. Það hafði ákaflega vond áhrif á mig að verða að hætta að vinna. Ég fór inn í sjálfan mig og konan mín og sonur minn höfðu áhyggjur af mér. Ég hafði búið á Hagamelnum í 34 ár, en flutti nú austur á Selfoss þar sem sonur minn býr. En ég kunni ekki við mig nema í Reykjavík og varð afskaplega feginn þegar mér bauðst pláss á Hrafnistu og uni mér þar vel og við bæði hjónin. Ég er nú að vinna hálfan daginn og gef mér svo góðan tíma í að taka þátt í félagslífi, spila mikið bridge og slíkt, - það drepur tímann.“ Bjargaði átta úr sjó „Jú, það rétt. Ég hef verið sá lánsmaður að bjarga mönnum frá drukknun. Þarna á ég bikar sem mér var veittur fyrir að bjarga manni á ísólfi árið 1948. Þetta var á milli Færeyja og íslands, við höfðum verið að taka trollið og ég hafði kallað til inannanna úr brúnni að það væri að koma brot og bað þá að forða sér. Ég hélt að öllum hefði tekist það, en svo reyndist ekki vera, -einn maður hafði fest ílínu og dregist útbyrðis með trollinu þcgar brotið kom. Ég varð ekki var við þetta og veit ekki fyrr en loftskeytamaðurinn, sem hafði verið að fá mér kvótann eftir nóttina, segir allt í einu: „Er maður í sjónum?“ Hann var dálítið fljótfær, þessi loftskeyta- maður, og ég tók varla mark á honum en lít þó út fyrir brúar- vænginn. Þá sé ég að þetta er rétt, það flýtur þarna maður í stakk. Ég sagði loftskeyta- manninum að vekja karlinn strax og hcndi mér fram af brúarvængnum í sömu andrá. En þegar ég er kominn að manninum í sjónum og lít upp, þá sé ég aö loftskeytamaðurinn stendur enn í glugganum. Hann hafði einfaldlega orðið stjarfur þarna. Svo ég kallaði aftur og þá tók hann viö sér. Þeint tókst að draga okkur um borð og maður- inn reyndist alveg meðvitundar- laus. Hann fór þó brátt að koma til og ég sagði þeim að fara með hann frant í, mcðan égskipti um föt. Daginn eftir fór ég með mæli til hans og lét hann mæla sig og hann reyndist með liáan hita. Við vorum þá komnir all nærri landi, vorum um 110 mílur frá Gerpi og ég sagði við skips- tjórann að best væri að fara með hann til Seyðisfjarðar og það varð úr. Þá reyndist hann kom- inn nieð lungnabólgu. En svo náði hann sér alveg. Hann er enn á lífi, var trúlofaður um þetta leyti og kvæntist nokkru síðar. Hann vinnur í Áburðar- verksmiðjunni, en ég hef ekki séð hann lengi núna. Já, þeir eru fleiri sem ég hef bjargað, ætli þeir séu ekki átta. Sá fyrsti var strákur sem ég dró úr sjónum, þegar ég var um fermingu. Ég fór með hann heim til sín og lagði hann bara á eldhúsgólfið, því hann var farinn að koma til. Ég hafði nú engin orð um þetta, en skömmu á eftir, þegar ég var að skipta um föt, kom systir hans til mín og fékk mér eitt egg og tuttugu og fimm aura í björgunarlaun. Mörgum finnst þetta nú hlægi- legt, en fólk var svona fátækt á þessum árum. Tuttugu og fimm aurar voru líka meira þá en nú og egg er þó altaf egg. Sem strákur bjargaði ég líka dreng frá drukknun við hafnar- garðinn sem liggur út í vitann frá Órfirisey. Þeir höfðu verið að leika sér með marhnút, sem þeir höfðu veitt og ég sé allt í einu að annar þeirra flýtur í sjónum. Ég var að veiða þarna með færi, en* hendi því nú frá mér og stekk eftir honum. Svo rak ég hann og kunningja hans heim, því ég var eldri. Það var mörgum árunt eftir þetta, ég var staddur á klósettinu á Hótel Borg, að maður víkur sér að mér og spyr hvort ég sé Erlingur Klemens- son. „Jú, hver ert þú?“ segi ég. Þá er þetta sami strákurinn. Hann sagði mér að hann hefði verið sendur af móður sinni með eitthvað lítilræði, sem hann átti að færa mér fyrir björgunina, en aldrei koinið því til skila, vegna þess að hann skammaðist sín svo mikið. Já, svona var þetta nú.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.