Tíminn - 09.11.1986, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.11.1986, Blaðsíða 14
ffér Foringjarnir FoRINGJARNIR heitir hljómsveitin sem viö birtum hér mynd af. Hljómsveitin sem hér um ræðir er skemmtileg blanda af sjóuðum hljóðfæra- leikurum og ungum ósjóuðum piltum sem vonandi eiga eftir að sanna sig og gott betur. Sá sem er eflaust best þekktur af þeim piltum er Einar Jóns- son en hann lék áður með „supergrúppunni“ Drýsill. Þar á undan hafði hann gert heiðar- lega tilraun til að stofna sína eigin hljómsveit (Tíví), vera með í síðustu útgáfunni af Start og sanna sig með hinni ágætu hljómsveit Þrumuvagn- inum. Sá sem næstur kemur í reynslustiganum er Oddur „Tappi“ Viðurnefnið hefur drengurinn fengið fyrir að hafa verið fyrsti trommari Tappa Tíkarrass. Sá sem síðar settist við settið var enginn annar en Guðmundur „Tappi“ en hann hefur síðan þá meðal annars spilað með Das Kapítal Bubba Morthens. Oddurhefur spilað með hinum og þessum sveitum í gegnuni tíðina og sennilega bar hann hæst þegar hann spilaði með Deild Eitt. (Súpergrúppa sem því miður náði aldrei að sýna sitt besta andlit). Þórður söngvari hefur hvergi komið áður við sögu svo um sé talandi en ku vera góður. Leið hans inn í hljómsveitina er ekki svo vel kunn því sagan segir að hann og Einar hafi verið búnir að reyna að stofna sveit í töluverðan tíma áður en þessi mannskapur kom saman og hjólin fóru aö snúast í kringum hann. En það fór víst fyrst að komast mynd á þetta hjá þeim eftir verslunarmanna- helgina góðu í Þórsmörk en þar skemmti Einar með kassa- gítarleik og söng. Einhvern- tímann um þessa helgi gaf ungur maður sig á tal við Einar. Hann kvaðst spila á bassa og Einari vantaði bassa- leikara svo þeir áttu ýmislegt sameiginlegt. Hljómborðsleikarinn kom í leitirnar eftir að auglýst hafði verið eftir einum slíkum á nýrri útvarpsrás (Segið svo að útvarpið geri ekkert fyrir ís- lenskar hljómsveitir) Tíu sóttu um en þessi var sá sem þeir prufuðu. Og hann fittaði svo vel inn að þeir höfðu ekkert fyrir því að reyna hina. Nú tónlistin sem þeir drengir spila er frumsamin og liggur ein- hversstaðar á rokklínunni, þó ekki þeirri þungu. En það verður athyglisvert að fylgjast með þeim drengjum og ef þú átt þess kost þá segir sagan að þeir séu meira en vel þess virði að eftir þeim sé tekið. Þeir hcita Foringjarnir. EIN af þeim hugmyndum sem við sem að þessari poppsíðu stöndum höfum, er að fjaila um plötur á hin fjölbreyttasta hátt. Við höfum nú þegar komið einni þeirra á framfæri. Ekki alveg sú frumlegasta sem okkur hefur dottið í hug en góð og gild. Það sem við eigum við erum plötudómar. Ætlunin er að reyna að hafa þá ekki mjög langa og munum við einnig leitast eftir því að láta vita af sem flestum plötum. Þó munum við frekar sleppa því að segja eitthvað um leiðinlegar og lélegar plötur en að eiða plássi fyrir þær. En hér var ekki ætlunin að blaðra um þetta heldur að gera kunnugt hvernig lesendur mega eiga von á að sjá fjallað um plötur hér. Hugmyndin er ekki sú að leggja dóm á plöturnar hér heldur að gefa hugmynd um hvernig þær hljóma og þá um leið áhugaverðar fyrir þá sem stað. Silki og járn Fyrsta platan sem kemur fram þegar dregin er út ný plata í plötusafninu er Silk and Steel með amerísku hljómsveitinni Giuffria. Þrátt fyrir að þessi sveit sé bæriiega vel þekkt vestan hafs er hún þér sjálfsagt nánast fullkom- lega ókunn. Það sem sveitin er sennilega þekktust fyrir er að hún ól af sér nýjasta gítar- leikara Dio Craig Goldie. Sá sem kom í hans stað heitir Lanny Cordola og ekki er ann- að að heyra en að hann fylli skarð fyrirrennarans fullkom- lega. Að minnsta kosti eru á plötunni nokkur mjög smekk- leg gítarsóló sem sanna að hér fer maður sem kann sitt fag. lesa. En vindum okkur þá af Um tónlistina má hinsvegar ýmislegt misjafnt segja. Þetta er amerískt rokk sem alltof oft hefur verið kallað því ósann- gjarna nafni iðnaðarrokk. Já, það er sama hvað hver segir að amerískt rokk verður ekki spil- að af hverjum sem er svo vel fari. Silk and Steel er góð plata sem fellur kannski ekki alveg að smekk hvaða rokkunnanda sem er. Og áfram skulum við halda okkur við ameríska rokktón- list. Nú eru það drengirnir í R.E.M. sem kom fram úr plötubunkanum. Nýjasta plata þeirra heitir Lifes Rich Pageant. Að vísu er nokkur tími liðin síðan platan kom út en við minnumst á hana hér ef svo vill til að þú hefur ekki veitt þeim eftirtekt. Tónlist þessara pilta er popp sem stundum hefur verið ein- kennt með nafngiftinni gítar- rokk. Tónlistarfyrirmynd sína sækja þeir til gíarrokkhljóm- sveita á borð við the Byrds (sem var og hét á árunum 1965 til 1970) en hún er eflaust sú hljómsveit sem hvað mest áhrif hefur haft á rokktónlistina síðan. Ef þú þekkir þessa sveit ekki þá er stórsniðugt að kynna sér tvöfalda safnplötu sem heit- ir The History of The Byrds, miðað við fyrri plötur R.E.M. þá þessi eflaust sú besta. Heil- steift, grípandi og full af vel útfærðri músík. Plata sem þú ættir að hugleiða sem vænan valkost þegar þú kaupir næst plötu sem þú ætlast til að sé virkilega góð. Warlock — þýskt þungarokk Warlock heitir þýsk þunga- rokksveit sem hefur verið tölu- vert í fréttum hjá breskum og þýskum blöðum á undanförn- um mánuðum. Fyrir það fyrsta þá skartar hljómsveitin gull- fallegri söngkonu og í öðru lagi þá eru gerðar ákveðnar vænt- ingar til hljómsveitarinnar í þá veru að hún sé ein af þeim efnilegri á sínu sviði. Þriðja og nýjasta plata sveitarinnar heitir True As Steel og eftir nokkrar hlustanir verð ég að segja að hún olli mér nokkrum vonbrigðum. En ekki er öll nótt úti enn því platan venst og eins og með allar plötur þá segir tíminn einn um það hvernig þær í raun eru. En fyrir þá sem fylgjast með þungarokkinu þá má hvetja þá frekar en hitt til að gefa True As Steel tækifæri. Blah, blah, blah, iggy popp ert nafn sem margir kannast við en fáir þekkja vel. Og ef þú hefur einhverntímann haft snefil af áhuga fyrir því að kynna þér manninn þá hefur þú til þess -kjörið tækifæri. Drengurinn er nefnilega nýbúinn að senda frá sér nýja plötu sem hann kallar Blah, blah, blah og er hún unnin í samvinnu við góðan vin David Bowie. Tónlistin er kraftmikið rokk í anda þess sem hér áður var kallað ný- bylgja. Plata sem kom mér þægilega á óvart og ætti eflaust mikið erindi til margra sem enn hafa ekki dálæti á Iggy Popp. Veistu svörin? Og nú er komið að spurningaþætti Poppsíðunnar. Enn sem fyrr eru það sex spurningar sem lagðar eru fyrir lesendur. Sem fyrr verða það plötuverðlaun frá Plötubúðinni að Laugavegi 20. Utanáskriftin er: IHefur Boy George einhvern tímann verið meðlimur í Spandau Ballet? 2Í hvaða lagi með Madness segir: „not watch that, watch this“? 3Hve mörg eintök voru press- uð af plötunni „Music for Supermarkets“ með Jean-Mic- hel-Jarre? Hér eru svo svörin við spurningunum sem birtust í síðasta blaði. Scary Monsters plata David Bowies var hljóðrituð í New York. Fyrsta hljómsveit Peters Gabríels hét Garden Wall. Hollies komu frá Manchester. Roger Glover og Ian Gillan voru saman í hljómsveit sem kallaði sig Episode Six áður en þeir voru saman í Deep Purple. Wonderwall hét fyrsta sólóplata George Harrisons og það var Electric Light Orchestra sem átti hittlagið 10538 Overture. 4Frá hvaða landi er hljóm- sveitin Simple Minds? 5Á hvaða hljóðfæri spilaði Jimmy Page upphaflega með Yardbirds? ÓHvaða þungarokks gítarleik- ari lærði af nágranna sínum og „session" manni „Big“ Jim Sullivan?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.