Tíminn - 09.11.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.11.1986, Blaðsíða 5
Sunnudagur 9. nóvember 1986 Tíminn 5 Umsjón: GULUBETRI Heimir Bergsson Þoturnar frá Nýju Jórvík hafa staðið sig vel í vetur. Hér skorar einn þeirra gegn hjálparlausum Höfrungum frá Miami. Ameríski fótboltinn: Villihestar og Þotur hafa sannað sig í vetur Hætt er við að Perry ísskápur og félagar hans í Chicago Bears þurfi að hafa sig alla við ætli þeir að verja titilinn frá síðasta tímabili. Perry er uppnefndur ísskápur vegna óheyrilegar líkamsþyngdar og þykkildis. ' Það er sjaldan gefin tomma eftir í bandaríska boltanum og svo virðist einnig ætla að verða í vetur. Kkeppnistímabil- IÐ í bandaríska fót- boltanum stendur nú sem hæst og eru ýmsar blikur á lofti. Birnirnir frá Chicago (Chicago Bears) unnu Super Bowl leikinn eða úrslitaleikinn á síðasta keppnistímabili og mættu sterkir til leiks er keppni hófst í haust. Síðastliðið mánu- dagskvöld töpuðu þeir hinsvegar fyrir Hrútunum frá Los Angeles (Los Angeles Rams) og hafa því tapað tveimur leikjum en unnið sjö nú þegar níu umferðum er lokið. Hrútarnir hafa einnig unnið sjö leiki og tapað tveimur og það sama er að segja um Risana frá Nýju Jórvík (New York Giants) og Rauðskinnana frá Washing- ton (Washington Redskins) er leika í sama riðlinum ásamt öðru sterku liði er gæti blandað sér í baráttuna; Kúrekunum frá Dallas (Dallas Cowboys). Denver Broncos er annars liðið sem áðurnefndir hrútar, risar og birnir verða að vinna eigi þeir að lyfta upp Super Bowl bikarnum í janúar á næsta ári. Villihestarnireru geysisterk- ir, hafa unnið átta leiki og tapað aðeins einum og eru margir farnir að spá þeim sæti í úrslita- leiknum. Annað lið hefur einnig sýnt frábæra frammistöðu það sem af er vetri og eru það Þoturnar frá Nýju Jórvík (New York Jets) sem einnig hafa vinn- ingshlutfallið 8-1. í neðri kantinum verður að nefna Indianapolis Colts sem tapað hafa öllum sínum níu : leikjum. Green Bay Packers, . Houston Oilers og San Diego Chargers hafa öll aðeins unnið einn leik á tímabilinu og blanda sér því ekki á baráttuna um annað en skammarverðlaunin. Hafa margsannað ágæti sitt á íslandi Góð varahlutaþjónusta Hafið samband og fáið nánari upplýsingar. Góð lausn fyrir þá sem þurfa að fara um óslétt land. Hefur ótrúlega dráttarhæf ileika. Fyrírliggjandi Snjó- sleðar Kaupfélögin og BUNADARDEILD SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.