Tíminn - 11.01.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Sunnudagur 11.janúar1987
HORNIÐ
Svanfríður Hagwaag
KALK UR GRÆNMETI
Margar tegundir af grænu grænmeti innihaida mikið kalk og
ættu þess vegna að sjást oftar á borðum hjá okkur. Sumar þeirra
innihalda líka oxalat, sem vinnur með kalkinu þannig að líkaminn
á auðveldara með að nýta sér það. Nokkrar góðar tegundir eru
brokkál, rófukál (þeir sem rækta sjálfir rófur ættu að nota kálið
líka þar sem það er jafnvel hollara en rófurnar sjálfar) og grænkál.
Grænmetisbaka
2 msk matarolía
2 hvítlauksbátar, saxaðir
Vs bolli saxaður laukur
1 bolli saxað forsoðið grænkál
2 bollar forsoðið saxað brokkál
2 bollar soðin hrísgrjón
1 meðaltómatur, saxaður
1 tsk basilikum
Vi tsk timian
salt eftir smekk
2 egg
2 eggjahvítur
Vi bolli kotasæla
1 tsk sinnep
1/3 bolli undanrenna
2 msk rifinn ostur
paprika
Forsjóðið grænkálið með því að láta það í sigti og hella yfir það
sjóðandi vatni í nokkrar sekúndur. Sjóðið brokkálið í söltuðu
vatni í tvær til þrjár mínútur.
Steikið hvítlaukinn og laukinn í olíunni í um það bil þrjár
mínútur. Látið laukinn síðan í skál og blandið saman við hann
grænkálinu, brokkálinu, hrísgrjónunum, tómatinum, basilikum
timian og salti eftir smekk.
Hitið ofninn í 180°C. Blandið síðan saman. í annarri skál
eggjum, eggjahvítum, kotasælu, sinnepi, undanrennu og rifnum
osti. Hrærið þessa blöndu síðan saman við hrísgrjóna og
grænmetishræruna. Blandið vel saman.
Smyrjið bökumót sem er um það bil 25 sm í þvermál.
Látið bökuhræruna í mótið og stráið paprikunni yfir. Bakið í
25-30 mínútur eða þangað til bakan er þétt viðkomu. Látið
bökuna kólna aðeins áður en farið er að skera af henni.
Ofnbakaðar vorrúllur
350 gr. saxaö grænkál
2 bollar hrísgrjón, soðin
1 bolli rifið hvítkál
2 laukar, saxaðir
4 stórir sveppir, saxaðir
2 msk sesamfræ
2 msk sojasósa
salt eftir smekk
1 tsk hunang
1 tsk matarolía
2 tsk maizenamjöl
1 msk jarðhnetusmjör
Vk tsk malað engifer
Deigið:
2 bollar hveiti
Vi tsk salt
1 egg, léttþeytt
Vi bolli vatn
maizena
Sigtið smjör og salt saman í stóra skál. Hrærið egginu og
vatninu vel saman við. Hnoðið á hveitistráðu borði í 6-7 mínútur,
eða þangað til deigið er mjúkt. Stráið hveiti yfir þegar þörf er á.
Fekið deigið með votu stykki og látið deigið hvílast í 15-30
mínútur.
Rúllið deigið í um það bil 30 sm langa rúllu. Skiftið því síðan
í 14-15 hluta, dýfið hverju stykki í hveiti og breiðið það þunnt út.
Skerið utan af með beittum hníf þannig að úr verði ferhyrningur
um 17 sm á kant. Dustið dálitlu af maizena yfir þannig að
deighlutarnir tolli ekki saman, þá er hægt að stafla þeim. Deigið
geymist í 2-3 daga í ísskáp ef því er pakkað vel inn. Það er líka
hægt að frysta það.
Hitið ofninn í 220°C. Blandið saman í stórri skál öllu í
fyllinguna. Leggið deigferhyrning á borð þannig að eitt hornið
snúi að þér. Mótið um það bil 'A bolla af fyllingu í rúllu og leggið
nær horninu sem snýr að þér. Byrjið að rúlla saman þangað til
komið er innanundir miðju þá eru hliðarnar brotnar innað.
Ljúkið síðan við að rúlla saman. Vætið endann með blöndu af 1
msk af maizena og 1 msk af vatni. Leggið rúlluna á vel smurða
plötu og gerið það sama við afganginn af deiginu þangað til búið
er að nota allt upp. Penslið deigrúllurnar með um það bil 1 msk
af matarolíu og bakið í 5 mínútur eða þangað til þær eru
gegnbakaðar.
Vorrúllusósa
2 msk apríkósumarmelaði
2 tsk mysa
2 tsk undanrennuduft
Blandið öllu saman í lítinn pott og látið suðuna koma upp.
Takið strax af hitanum.
Leikfélag Reykjavíkur 90 ára í dag:
Dagur vonar
Nýtt leikrit Birgis Sigurðssonar frumsýnt
- AÐ vekur ávallt forvitni manns, þegar líður að frumsýningu nýs, íslensks leikverks. Jafnt og barns,
sem bíður þess að sjá jólatréð skreytt inni í stofu. Og til að svala forvitninni læðist það að luktum dyr-
unum og leggur við hlustir, eða gægist gegnum skráargatið, til þess að sjá þótt ekki væri nema ögn dýrð-
arinnar, sem býr inni fyrir.
Helgar-Tíminn hefur, svo sem margir aðrir áhugamenn um leikhús, beðið með óþreyju frumsýning-
arinnar á 90. afmælisdegi Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó, í dag hinn 11. janúar, en félagið hefur starfað
í sömu húsakynnum frá upphafi. Fyrir luktum dyrum hafa að undanförnu farið fram æfingar á DEGI
VONAR eftir Birgi Sigurðsson og kvisast hefur út að leikritið sé hápunktur á ferli rithöfundarins til
þessa.
Og til að svala forvitninni smeygði Helgarblað Tímans sér inn um bréfalúguna á gamla Iðnaðarmanna-
húsinu og lét berast með gjóstinum, sem varð því samferða inn gegnum hurðina, allt inn í áhorfendasal.
Á sviðinu var að hefjast æfing.
í salnum sátu auk Helgarblaðsins höfundurinn sjálfur, Birgir Sigurðsson og Stefán Baldursson,
leikhússtjóri og leikstjóri verksins.
Á sviðinu í upphafi, þegar
tjaldið hverfur frá, kemur í ljós
íbúð verkafólks í Reykjavík á
sjötta áratugnum. Fyrst kynnist
maður Öldu, sem hefur veiklast
á geði og læknar telja ólækn-
andi, „krónískan“ sjúkling.
Sambýlismaður móður hennar,
Gunnar, situr við borð í upphafi
og laumast af og til í viskýpel-
ann, sem hann geymir undir
betri stólnum. Gunnar er
drykkjumaður og verkamaður,
sem situr heima alla daga, því að
nú er verkfall.
Fjölskyldufaðirinn er látinn
fyrir margt löngu þegar Birgir
Sigurðsson hefur sögu. Hann ku
hafa verið listfengur, eins og
raunar geðsjúka telpan var og
eldri sonurinn, Hörður. í veik-
indum sínum romsar stúlkan
upp úr sér alls kyns stórkostleg-
um skáldskap. Yngri sonurinn
heitir Reynir og er handverks-
maður af lífi og sál og er þess
vegna uppáhald móður sinnar,
Láru. Hann tekur fullan þátt í
verkfallsvörslunni, en situr ekki
heima með hendur í skauti og
drekkur viský svo sem Gunnar.
Pótt Reyni séu mislagðar hendur
hvað skáldskap varðar að mati
eldri bróður hans getur hann
lamið Heimdellinga í hausinn
Dagur vonar
Afmælisfrumsýning
Höfundur: Birgir Sigurðsson
Leikstjori: Stefán Baldursson
Leikmynd og buningar: Þórunn S. Þorgrímsdóttir
Lýsing: Daniel Williamsson
Tónlist: GunnarReynirSveinsson
Persónur og leikendur:
Lára: Margrét Helga Johannsdottir
Gunnar: SigurðurKarlsson
Hörður: ÞrösturLeóGunnarsson
Reynir: ValdimarÖrn Flyegnring
Guðný: Sigríður Hagalín
Alda: Guðrún S. Gísladóttir
með þeim og rotað, því að hann
var alinn upp til að vera hörkutól
og þess vegna harður verkfalls-
vörður.
Móðirin er óhamingjusöm og
einstæð í þeirri merkingu að
hafa þurft að sjá fyrir börnum
sínum eiginmannslaus í mörg
ár. Hún valdi sér loks drykkju-
manninn Gunnar sem sambýlis-
mann og telur sig geta gert mann
úr aumingja. Hún elur ein önn
fyrir öllu heimilisfólki nema
Reyni, sem er starfandi verka-
maður. Alda er sem fyrr segir
geðsjúk og enginn matvinnung-
ur og Hörður situr í Háskóla.
Hann vill vera skáld og þess
vegna kom upp í huga Helgar-
blaðsins, þar sem það reyndi að
láta lítið fara fyrir sér í salnum
svo ekki kæmist upp um það, að
Herði færi vel að hafa eftir
Reykjavíkurskáldinu:
Guðný á loftinu (Sigríður) og
Alda (Guðrún S.) leika enn á
ný saman. Guðný sér um
geðveiku stúlkuna meðan
móðir hennar stritar fyrir
brauðinu.