Tíminn - 11.01.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.01.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Sunnudagur 11.janúar1987 skipað öllum aðildarríkjum er hvertfermeðeittatkvæði. Get- ur þingið tekið fyrir og rætt hvaða málefni sem er, rúmist það innan sáttmála SÞ. Þar fer hin almenna umræða fram. I öðru lagi öryggisráðið sem skip- að er fimm fastafulltrúum frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi, Kína og Sovétríkj- unurn og tíu fulltrúum sem kjörnir eru til tveggja ára í senn. Hlutverk ráðsins er að sjá um að friður haldist og ábyrgjast alls- herjaröryggismál í heiminum. Ráðið er hins vegar oft í erfiðri aðstöðu þarsem fastafulltrúarn- ir fimm hafa neitunarvald í mál- um sem fyrir ráðinu liggja. í þriðja lagi refnahags- og félags- niálaráðið, sem skipað er 54 full- trúum. Fer ráðið með efnahags- og félagsmál eins og nafnið gefur til kynna. I fjórða lagi gæslu- verndarráðið sem ber ábyrgð á eftirliti með landsvæðum sem njóta alþjóðagæsluverndar. Þar sem llest gæsluverndarríki hafa hlotið sjálfstæði með árunum hefur hlutvcrk ráðsins stórlega minnkað. 1 fimmta lagi alþjóða- dómstólinn sem skipaður er 15 sjálfstæðum dómurum af ólíku þjóðerni. Situr dómstóllinn í Haag í Hollandi, en aðrar stofn- Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New-York. Af vettvangi Sameinuðu þjóðanna Gjöf Sovétríkjanna til SÞ - „Sverði breytt í plóg“. Á hverju hausti gefst íslensku þingflokkunum kostur á að senda fulltrúa á allsherjarþing Sanieinuðu þjóðanna í New York til að kynna sér starfsemina og taka þátt í störfum þess. Að þessu sinni voru fulltrúarnir 6 og fóru í tveimur hópum. Í fyrri hópnum fóru tveir fulltrúar, annar fulltrúi Sjálfstæðis- flokks, Sigurbjörn Magnússon, framkvæmdastjóri þingflokks, og undirritaður sem fulltrúi Framsóknarflokksins. í síðari hópnum voru alþingismennirnir Eyjólfur Konráð Jónsson frá Sjálfstæðisflokki, Guðrún Agnarsdóttir frá Kvennalista, Ragnar Arnalds frá Alþýðubandalagi og Jón Guðmundsson, fyrrum skólastjóri frá Álþýðuflokki. Að beiðni Tímans og í tilefni af 40 ára afmæli stofnunarinnar mun ég hér á eftir reyna að skýra frá nokkrum staðreyndum um skipulag og starf Sameinuðu þjóðanna í New York og því helsta sem fyrir augu og eyru bar á þessum 3 vikum sem dvölin stóð. Viðurkenna verður að erfitt er að koma slíku fyrir í stuttu máli þó að stiklað sé á stóru. Upphafið og aðildarríkin Svo sem kunnugt er voru SÞ formlega stofnaðar 24. október 1945. Samtökin hafa því þegar haldið upp á 40 ára afmæli sitt. Stofnríkin voru í upphafi 51, þó að eitt þeirra, Pólland, hafi skrif- að undir sáttmálann nokkru síð- ar en hin ríkin 50. Aðildarríkin eru nú 159 talsins. Meðal þeirra ríkja sem buðu Sameinuöu þjóðunum aðsetur til frambúðar í upphafi voru Bandaríki Norður Amcríku. Samþykkti allsherjarþingið, sem hélt sinn fyrsta fund í London, að taka boðinu. Komu margir staðir til greina í Bandaríkjun- um viðstaðarvalið. Úrslitum réð er John D. Rockefeller yngri, bauðst til að gefa samtökunum 8 xh milljón dollara til kaupa á átta ekra landsvæði á austur- hluta Manhattaneyju milli 42. og 48. götu á bökkum Austurár. Þá bauðst New-Yorkborg til að láta gera endurbætur á þessu svæði og umhverfi þess, en þar hafði áður verið fátækrahverfi og að- setur sláturhúsa. A þessum stað voru því aðalstöðvarnar reistar. Eru aðalbyggingar fjórar: þing- húsið, ráðstefnubygging, skrif- stofur og Dag Hammarskjöld- bókasafnið. Eru vistarverurhin- ar glæsilegustu og prýddar lista- verkum hvaðanæva að úr heim- inum. Ef ekki nyti við nútímatækni og frábærra túlka væru sam- skiptaörðugleikar allra þeirra þjóða seni þingið sitja miklir. Sérstök opinber tunguinál eru því allsráðandi en þau eru sam- kvæmt sáttmála SÞ enska, franska, rússneska, spænska og kínverska. Þá hefur arabísku verið bætt á lista opinberu mál- anna í allsherjarþinginu. örygg- isráðinu og efnahags- og félags- málaráðinu. Um leið og ræðu- maður talar eru orð hans þýdd jafnóðum á öll framangreind tungumál. Auðvelt er því að fylgjast með því sem fram fer. Mikið starf fer fram hjá túlkum og öðru starfsfólki sem einungis tengist málnotkun, málfari og þýðingum. Meginstofnanir Meginstofnanir Sameinuðu þjóðanna eru sex. í fyrsta lagi er um að ræða allsherjarþingið, anir hér að ofan eru allar innan veggja aðalbyggingarinnar í New York. Nær lögsaga dóm- stólsins til allra mála sem aðilar vísa til hans eða nefnd eru í millinkjasamningum eða sam- þykktum. Dómstóllinn sker sjálfur úr ágreiningi um lögsögu rísi hún. í sjötta og síðasta lagi er það skrifstofan sem skipt er í fjölmargar starfsdeildir og starfsstofur. Með yfirstjórn fer aðalframkvæmdastjórinn, nú Perúmaðurinn Javier Pérez de Cuéllar. Auk framangreindra aðal- stofnana eru undirstofnanir SÞ fjölmargar út um allan heim. Starfa mörg þúsund manns frá um 140 löndum á vegum skrif- stolu og stofnana SÞ. Starf allsherjarþingsins Starf allsherjarþingsins fer bæði fram í þinginu sjálfu, sem almennum umræðum og síðan lokaatkvæðagreiðslum um til- lögur og málsmeðferð. Stóðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.