Tíminn - 11.01.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.01.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminii Sunnudagur 11.janúar1987 Sunnudagur 11.janúar1987 Tíminn 9 „Alltaf dreymt um að vinna með Meryl“ Heimili Jack Nicholsons í Hollywood stendur á hæð fyrir ofan autt gil - nokkuð sem er heldur óvenjulegt í þessu þétt- býlu hæðum þar sem hver er ofan í öðrum. Þrátt fyrir hlið og að hægt sé að fylgjast með gestum í gegnum myndavélar lítur heimilið ekki út eins og virki. Innan dyra er talsvert af málverkum á veggjum, m.a. eftir Matisse og Picasso. Við borðstofuborðið eru tvö plaköt af Jack og Mery! Streep í hlutverkum sínum í Heart- burn, mynd sem byggð er á sögu Noru Ephron um stormasaint hjónaband sitt og Carls Bern- stein, fyrrum blaðamanns á Washington Post. „Ég var byrjaður að vinna þremur dögum eftir að ég las handritið,“ segir hann og glottir. „Mig hafði alltaf dreymt um að vinna með Meryl, undir öðrum kringum- stæðum hefði ég sennilega ekki tekið hlutverkinu." Honum hefur verið lýst sem ósköp venjulegum manni þó svo að honum hafi jafnframt tekist að sveipa sig dálítilli duiúð. Óskarsverðlaunin sem hann hefur hlotið fyrir leik sinn í Gaukshreiörinu og Tearms Of Endearment, auk sex útnefninga eru opinberar viðurkenningar sem votta um hæfileika manns sem aldrei hefur skriðið fyrir almennings- álitinu í Hollywood. 1985 varð hann svo þeirrar ánægju að- njótandi að vinkona hans í meira en áratug, Anjelica Huston, vann til Óskarsverð- launa fyrir leik sinn í Prizzi’z Honour þar sem hann lék sjálf- ur aðalhlutverkið. Heartburn er fertugasta myndin sem hann leikur í og sú þriðja undir stjórn Mike Nichols. Þau Meryl urðu brátt fórnarlömb sögusagna og voru talin eiga í ástarsambandi með- an á töku myndarinnar stóð. Þau höfðu farið saman á tón- leika með Bruce Springsteen. „En við vorum fyrir allra aug- um.“ Þegar tökur myndarinnar hófust lýsti Mike andrúmsloft- inu sem „rafmögnuðu af spennu“. En Jack segir: „Mer- yl er virkilega indæl kona og frábær leikkona og okkur tekst að vinna mjög vel saman. En það er líka allt og sumt. Þar að auki er hún hamingjusamlega gift kona og þriggja barna móðir.“ „ Anjelica er mín kona“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem nafn hans er bendlað við kvenkynsmótleikara. Susan Anspach á unglingspilt sem hún heldur fram að sé sonur hans. Til að vera sanngjarn gagnvart honum þá hefur hann aldrei neitað kvennafari sínu. Og hafi hann á sér orð sem kvennabósi þá hefur hann jú viðurkennt að hann hafi áhuga’ á kynlífi. En hvað með sundur - sam- an sambandið við Anjelicu? Hann er sagður hafa beðið hennar margoft. Að sögn vinar eru þau mun ástfangnari nú en þegar þau hittust fyrst. „Hann var bölvaður gosi - ekki einu sinni Warren Beatty hafði við honum - en það er búið. Núna virðist hann ekki hafa áhuga á neinni annarri.“ Sjálfur segir hann: „Anjelica er mín kona og ég er viss um að hún hefur heyrt sögurnar um mig og Meryl þó hún hafi ekki talað um það við mig. Þú verður hreinlega að sætta þig við ákveðna hluti í þessu starfi, sem þarf þó ekki að þýða að það geti ekki sært þig.“ Hann heldur því fram að vinna hans taki mið af því sem Anjelica er að gera. „Ég nenni ekki að sitja einhvers staðar með hendur í skauti meðan hún er að vinna svo ég tek að mér fleiri verkefni en ég myndi kannski annars gera.“ Hann hefur mjög ákveðnar skoðanir á lífinu og tilverunni. Hins vegar er hann mjög ánægður með þá stefnu sem líf hans og ferill sem leikari hafa tekið; hann tekur engu sem gefnu og þakkar hvert happ. Eins og hann segir; „Vinátta er happ, ást er happ og yfirleitt góð samskipti við annað fólk er happ. Ég er líka tiltölulega einföld manngerð í starfi rnínu og langar ekki til að falla í þær gryfjur sem ég reyni að vara aðra við: Að gefa sér ekki tíma til að njóta lífsins. Ég hef verið verulega lánsamur. Mér hefur tekist að sjá björtu hliðar til- verunnar þrátt fyrir allt það neikvæða." Myndir eins og Heartburn eru ekki gerðar á hverjum degi. „Þetta er saga af nútíma- fólki, mér og þér. Ég er svo lánsamur að vera að gera þær myndir sem mig langar til að gera og mér gengur vel. Ég ber virðingu, bæði fyrir sjálfum Hver kannast ekki við glottið og augnaráðið sem hvort tveggja er ógleymanlegt. Hollywood stjarnan Jack Nicholson er þó laus við sjálfumgleði margra kollega sinna og telur sig lánsaman að vegna svo vel í starfi sem raun ber vitni. mér og samstarfsfólki mínu eins og Mike og Meryl.“ Mike Nichols hefur lýst Jack sem „manninum sem tekur að sér hlutverk sem aðrir hafa hafnað eða myndu hafa hafnað og gerir úr þeim þvílík meist- araverk að engan hefði getað dreymt ... frábær leikari. Þú átt erfitt með að sjá neina tækni þetta virðist bara vera lífið sjálft." Jack viðurkennir að notfæra sér lífsreynslu sína þegar hann er að leika, en æska hans og uppvöxtur gerðu hann snemma lífsreyndan. Stelpur og föt aðal áhugamálin Sjálfur segist hann hafa fæðst óskilgetinn 1937 í krepp- unni. Fjölskyldan var úr milli- stétt en hafði misst allt sitt og hann því dæmigert fóstureyð- ingartilfelli miðað við aðstæður í dag. Hann ólst upp í þeirri trú að afi hans og amma væru foreldrar hans en að mamma hans, June, væri elsta systir sín. Afi hans var drykkjumað- ur og sjaldan heima og það var amman sem liélt öllu gangandi. Með hjálp June, systur hennar Lorraine og manns hennar ól amman hann upp. Hann þekkti aldrei raun- verulegan föður sinn en Shorty, maður Lorraine var „eins góður faðir og hver annar“. Allir elskuðu hann. „Ein- faldur maður en mörg eru þau ljóðin sem ég hef samið í huga mér um þær háleitu tilfinningar sem hann kveikti í brjósti mér. Við jarðarförina hans í fyrra hitti ég fólk, sextugar konur sem höfðu þekkt hann frá því í barnaskóla. Allt sem þær gátu sagt var að hann hefði alltaf notið lífsins. Og það var satt, hann hafði skilning á líf- inu og ég vona að ég hafi hann líka.“ Jack byrjaði í skóla 1950. Honurn gekk vel og stelpur og föt urðu fljótlega aðal áhuga- málin. Hann hafði gaman af því að vera vel klæddur og var venjulega með svartan kúlu- hatt á höfði sem hann segist hafa eignast eftir umferðarslys þar sem prestur hafi verið við- riðinn. Sextán ára hætti hann í skóla og fór til móður sinnar í Los Angeles. Hann fékk vinnu í teiknimyndadeildinni hjá MGM, sá allar frægustu stjörn- ur tímabilsins og varð ástfang- inn af Grace Kelly og Ritu Moreno. Á þessum árum eign- Vinningar í H.H.Í 1987: 9 á kr. 2.000.000; 108 á kr. 1.000.000; 216 á kr. 100.000; 2.160 á kr. 20.000; 10.071 á kr. 10.000; 122.202 á kr. 5.000; 234 aukavinningar á kr. 20.000. Samtals 135.000 vinningar á kr. 907.200.000. HAPPDRÆTTI HÁSKÖLA ÍSLANDS Vœnlegast til vinnings ARGUS/SÍA mjög mikið og ég leyni hana fáu svo hún ætti að hafa ágæta mynd af því hvernig karlmaður er.“ Meistari þess óvænta Hvað framtíðina varðar von- ast hann til að fá tækifæri til að leikstýra. Hann hefur nýlega keypt kvikmyndaréttinn að nokkuð umdeildri ævisögu Napóleons sem hann vonast til að geta framleitt og stjórnað. „Ég hef stjórnað leikurum sem eru að leika í kvikmynd í fyrsta skipti og það sem ég hef reynt að kenna þeim er að láta innblásturinn ráða ferðinni, þá sjaldan hann kemur yfir mann. iÞað þarf að leggja áherslu á það hvar frelsið í leiknum ligg- ur til að unnt sé að ná fram hinu óvænta." Jack Nicholson er svo sann- arlega meistari þess óvænta, nokkuð sem vel kemur fram í því hvernig þau Meryl hittust fyrst. „Ég sat og var að hafa mig til og leit út eins og and- skotinn sjálfur, Þá er bankað á dyrnar og hann segir: Hæ, þetta er Jack Nicholson, get ég fengið að fara á klósettið hjá þér?“ Þýtt RR Með Anjelicu Huston og Meryl Streep. aðist hann einnig marga bestu vini sína. Síðan fór hann smátt og smátt að sækja á brattann. Það var þó ekki fyrr en 15 árum síðar sem stóra tækifærið kom. Það var í Easy Rider og sá frami kostaði hann hjónaband- ið við leikkonuna Söndru Knight, en þau áttu dóttur, Jennifer. í millitíðinni höfðu bæði mamma hans og amma dáið. Easy Rider vann til verð- Iauna í Cannes og gerði Nichol- son að stóru nafni. Hann nýtti sér það til fullnustu. „Ég var tilbúinn og hafði unnið hörðum höndum að því að verða þekkt- ur leikari og nú þegar tækifærið kom gat ég ekki sleppt því.“ Jennifer, sem var fimm ára þegar þau skildu, er núna 22ja. „Hún fór í skóla á Hawai og ég ■ sá hana lítið fyrr en núna á seinni árum. Hún er farin að vinna við kvikmyndir og hefur fengið tilboð um að gerast listráðunautur við framleiðslu Miami Vice þáttanna. Ég er mjög stoltur af henni.“ - Hvað, en eitthvað, hefur hann sagt dóttur sinni um karimenn? „Ekki mjög mikið, vegna þess að hún umgengst mig Jack Nicholson Hef verið verulega lánsamur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.