Tíminn - 11.01.1987, Blaðsíða 14
Sunnudagur 11.janúar1 P«7
!
L
{
Og þá hinir
Til að vclja þetta saman tók
Poppsíðan út rétt um 100
plötur. Sumstaðar var valið
augljóst en annarsstaðar var
ekki hægt að gera upp hugann
fyrr en eftir nokkra hlustun.
Því fylgir hér listi yfir 15 plötur
sem eins og fyrr sagði hefðu
mátt vera inni með hinum 10.
11. Queensrych - Rage for Order
12. Meat Loaf - Blind Before I Stop
13. Van Morrisson - No Guru No Methood No Teacher
14. Kooga - Across The Wather
15. Topper Headon - Waking Up
16. The Damned - Anything
17. The Unforgiven - The Unforgiven
18. Catus World News - Urban Beaches
19. The Del Lords - Johnny Comes Marching Home
20. George Thorogood - Live
21. Girlschool - Nightmare at Marple Cross
22. Talking Heads - True Stories
23. Joe Jackson - Big World
24. Ramones - Animal Boy
25. Jason and the Scorchers - Stili Standing
ÆJA gott fólk, þá gefur að líta fyrstu poppsíðu ársins hér í
Tímanum. Og svona eins og venja er, þá verður litið um öxl.
Þetta er hinn besti siður og getur verið virkilega gaman að
gera sér grein fyrir heildar svip hvers árs. Til dæmis held ég
að flestir geti verið sammála um að 1986 hafi ekki verið mjög
merkilegt músik ár. En ekki meira um það. Látuni hvern tala
fyrir sig og aðra meta. Hér kemur uppgjör Poppsíðunnar fyrir
það herrans ár 1986.
Aðferð
Það má gera árið upp á tvo
vegu (hvaða vitlcysa). Annars-
vegar að setja upp lista með 10
bestu plötunum eða taka hvern
mánuð fyrir sig. Það sem Popp-
síðan ákvað að gera var að velja
10 bestu plöturnar og svo þær
tuttugu sent á eftir koma og
hefðu allt eins getað/mátt verið
í hópi þeirra tíu efstu. Með
þessu telur Poppsíðan að betur
sé gert við þá sent hafa áhuga á
að lesa um hvað öðrum fannst.
DV?
Og hvað fannst öðrum?
Poppsíðan fékk nokkra til liðs
við sig (sjá annarsstaðar á síð-
unni) til að krydda þessa upp-
talningu. Það gerði DV líka og
hefur gert undanfarin ár.
Skemmtileg uppákonta sem hef-
ur unnið sér sess sem partur af
eftirvæntingu lescnda. En ekki
verður sagt að þessi birting hafi
verið poppskríbentum og út-
varpsfólki til sónta. Listarnireru
í heild ákaflega einhæfir og lit-
lausir (misjafn er smekkurinn
en fyrr má nú vera). Svo tekur
út yfir allan þjófabálk þegar
reyndur skríbent velur plötu frá
árinu 1985 til að vera í fyrsta sæti
yfir bestu plötur ársins '86! Liðið
ár var ekki svona lélegt. Nú ef
þetta væri bara svona á einunt
stað þá væri hægt að tala unt
meinavillu sem fyrirgefanleg
væri, en þegar annar skríbent
tekur sig til og setur sömu plötu
í áttunda sæti þá verður manni á
að spyrja sömu spurningar og
maðurinn spurði: Er hægt að
treysta þessu fólki? En þetta er
nú svona og reynum bara að gera
betur.
Hver - hver ekki?
Poppsíðan velti því mikið fyr-
ir sér hvort ekki ætti að setj a B.
Springsteen í fyrstasæti. Eneftir
nokkra unthugsun og ráðfær-
ingar við spaka menn ákvað hún
að gera það. Þetta er einstök
plata sem aðrar plötur eru ekki
samkeppnisfærar við auk þess að
vera safn af göntlu efni, því lát-
um við þessa plötu skipa heið-
urssæti yfir bestu plötur ársins.
Önnur „plata“ sem Poppsíðan
velti fyrir sér hvort ekki gæti átt
heima inni á listanum, og þá í
fyrsta sæti frekar en B. Spring-
steen er Boxsettið „Atlantic
Rhythm and Blus 1947-1974“.
Þetta er safn með 7 tvöföldum
plötum og rekur svörtu músík-
sögu Atlantic fyrirtækisins á
þessunt tíma. Einstakur hlutur
en Poppsíðan féll frá þessu á
sömu forsendu og fyrr var getið.
En við munum vonandi fjalla
lílillega um þetta safn síðar.
Sjálft valið
Þá er komið að tíu bestu plöt-
um ársins. Sú plata sem Popp-
síðan velur til að verma fyrsta
sætið heitir Metal Of Honor og
eru flytjendur hennar T T
Quick. Þetta eru fjórir drengir
frá New York og þetta mun vera
þeirra önnur plata. Hljómsveitin
flytur kraftmikið rokk sem er
fullt af góðunt velútfærðum hug-
myndum. Með þessari útnefn-
ingu nefnum við þá einnig sem
eina af björtustu vonum á
kontnu ári. Platan í öðru sæti
hefði eins getað verið í fyrsta
sæti. Þar fer að öllu óþekkt
hljómsveit fyrir íslenskunt
áhugamönnum um góða músík,
hinir frábæru BoDeans.
Hljómplata þeirra Love, Hope,
Sex and Dreams er einstaklega
hugljúf anterísk popp/rokk gítar
plata og sér Poppsíðan mikla
framtíð í þessunt drengjum.
Þriðja sætið er skipað reyndum
gaur sem hefur í gegnum árin
verið að gera hina áheyrilegustu
hluti þrátt fyrir að þeir hafi ekki
fengið alla þá athygli sem þeir
hafa átt skilið. Þetta er Tom
Robinson en plata hans Still
Loving Youereflaust hansbesta
fram að þessu. David Lee Roth
og hljómsveit skipa fjórða sætið.
Eat ’em and Smile er frábær
rokkplata og verður nteð tíð og
tíma tekin í hóp þeirra klass-
ísku. Og meira af amerísku
rokki. Ted Nugent sannaði að
hann er enn ferskur og einn sá
besti þegar hann vill það svo
hafa. Little Miss Dangerous er
ein af hans bestu plötum og það
nægir til að koma honum inn á
þennan lista. Þeir sem koma
næstir eru nýir í bransanum.
Breskir og kannski helsta von
Breta í rokkinu. Hljómsveitin
sem rætt er um heitir FM og
plata þeirra Indiscreet er þegar
öllu er á botninn hvolft ein af
þeimbestu. Þettaerfyrsta plata
FM og vonandi ekki sú síðasta.
Kinks situr í sjötta sæti með sína
nýjustu plötu Think visual. Þetta
er ekki bara Kinksplata, heldur
góð Kinksplata. Þeir sem ekki
þekkja til ættu að byrja til dæmis
hér. Big Country er í sjöunda
sæti sem sína þriðju plötu The
Seer. Þetta er sérstök hljómsveit
sem hefur tekist að sanna að
fyrsta platan var ekki af tilviljun
valin plata ársins af DV sarnan-
tektinni hér unt árið. Poppsíðan
velti því fyrir sér hvort næsta
plata ætti ekki að vera plata
ársins. En þá væri hver ný Iron
Maiden plata, plata þess árs
sem hún kemur út á svo henni
eru gerð ágæt skil hér í 9. sæti.
Platan sem lendir í 10. sæti er
skrifuð á ungan svertingja sem
hefur fengið það orð á sig að
vera einn besti blúsgítarleikari
heimsins í dag. Hann heitir Ro-
bert Cray og platan hans Strong
Persuader.