Tíminn - 11.01.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.01.1987, Blaðsíða 7
Sunnudagur 11.janúar1987 Tíminn 7 ill auður. En þá varð verðfall á fiskmörkuðum og það fékkst ósköp lítið fyrir þetta. JÍ Á, það lá alltaf ljóst fyrir að maður ntundi eyða starfsdegin- urn á sjónum og 22ja ára fór ég því til Patreksfjarðar og á togara hjá þeim Vatneyrarbræðrum. Það var 1932 og á togurum var ég oftast næstu árin. Eg fór svo í Sjómannaskólann 1939 og lauk þaðan prófi 1942. Þá varð ég annar stýrimaður hjá Gísla Bjarnasyni á Verði. Svo var ástatt þegar ég kom úr skólanum að stríðið stóð sem hæst og íslendingar höfðu orðið fyrir miklum áföllum af þess völdum, er t.d. Fróði og Reykja- borgin voru skotin niður. Það varð til þess að menn hættu að sigla með aflann, en fóru þess í stað að veiða í flutningaskip, sem sigldu með aflann. Þetta var kallað „skrap“. Þessar veiðar fóru einkum fram á grunnslóð og var mikið um rifrildi fyrir bragðið, svo þeir sem sæmilegri netamenn voru gátu varla farið frá nokkra stund meðan verið var að landa. Þetta var því nokk- uð leiðigjarnt og eftirtekjurnar ekki miklar. Ég var þegar þetta var fyrir löngu fluttur til Patreks- fjarðar og eitt sinn þegar togar- inn kemur heim, þá liggja fyrir mér skilaboð um að koma og finna að máli Baldur Guð- mundsson, útgerðarmann, þann sem síðar gerði út Guðmund Þórðarson. Baldur hafði keypt 13 lesta bát sem Alfa hét, ásamt öðrum manni, og vildi nú félagi hans losna út úr þessu. Baldur bauð mér þarna meðeign án neinnar útborgunar. Það hafði verið ákaflega góð veiði í snur- voð um þetta leyti og því leist ntanni það ekki óefnilegt að fara út í þetta. Menn bjuggust hvort sent var við að togararnir yrðu á „skrapinu" allt stríðið. Er ekki að orðlengja það að nokkrum klukkutímum síðar var ég búinn að taka allt mitt hafurtask úr togaranum og búinn að snúa mér að útgerð. Já, svona geta örlög manna ráðist á skömmum tíma. Aðeins þrem vikum síðar voru togararnir byrjaðir að sigla á ný og tveir nýir togarar kontnir á Patreksfjörð, - og eflaust hefði mér þá opnast leiðin upp í brúna. En það átti senr sagt ekki svo að fara og aldrei veit nraður hvort ég hefði orðið happasælli, ef öðru vísi hefði farið. Já ég hef átt fjóra báta um dagana. Fyrst var það nú fleytan á Bíldudal, fyrsti Svanurinn minn, en þá Alfa og síðar Gyllir, 27 tonn. En lengst átti ég nýja Svaninn, sem ég keypti frá Sví- þjóð 1948, 75 tonna skip. Hann var einn af þessum svonefndu Svíþjóðarbátum og kom hingað mjög lítt útbúinn og með Scania vél. Sú vél var bæði full lítil og þar að auki sífellt að bila og brotnaði niður mörgum sinnum. Varð það til þess að ég lét setja í hann stóra GM vél, enda þeirr- ar skoðunar að rétt sé að hafa í bát stóra vél, en keyra hana því minna. Þessi vél varð einnig mesti vand- ræðagripur framan af og má nærri geta að maður var að því kominn að gefast upp á þessu basli og svo margfarinn á haus- inn sem verða mátti. Þó rættist úr með GM vélina eftir að skipt var um skrúfu á bátnum og síð- ustu tólf árin gekk allt með prýði. Sem skipstjóri var ég far- sæll með þennan bát, missti ald- rei mann, né urðu nein alvarleg slys. En þó átti það svo að fara að Svanur fórst 1966 nteð allri áhöfn. Ég hafði leigt hann vestur á Hnífsdal og þar varð slysið nokkru síðar í mjög slæmu veðri. Enginn veit hvernig það bar að höndum. Já, maður kynntist bæði súru og sætu í þessu útgerðarbasli og þó kannske meiru af því fyrr- nefnda, því þetta voru þau ár þegar síldarbresturinn lék út- gerðina hvað verst. Það fóru margir illa á þessu þá. F ■■N þegar menn urðu að gefa síldina upp á bátinn, þá kom nýtt bjargræði til sögunnar, eins og við vitum, en það var loðnan. Menn höfðu nú ekki mikla trú á þessum fiski í byrjun, sögðu að þetta væri mest vatn. Menn höfðu örlítið verið að háfa hana í beitu áður, en þegar loks átti að fara að veiða hana í bræðslu stóð það í mörgunt að í henni reyndist svo ákaflega lítil fita. En það þurrefni sem út úr henni fékkst var samt verulegt og meira en menn ætluðu í byrjun. Þetta fór all hægt af stað og fyrsta árið voru ekki veidd nema 8,6 þúsund tonn, mest í tilrauna- skyni. Það var 1964, en næsta ár verð aflinn 94,7 þúsund tonn og hækkaði smátt og smátt, varð 276 þúsund tonn árið 1972 og þegar þá var farið að bera á vandræðum með afskipanir, sem leiddi til stofnunar Loðnunefnd- ar. Þá var ekki byrjað að vciða loðnuna fyrr en í febrúar, þegar hún kom að suðurströndinni. Urðu þá sum skipanna að sigla með aflann allt norður á Siglu- fjörð. Ég held að það hafi haft hvað mest að segja að þegar bræðslugetan var ekki nóg, þá hugðust sumir bræðslustöðva- eigendur grípa til þess ráðs að leyfa ekki öðrum en eigin bátum að landa í vcrksmiðjurnar. Þctta var nú heldur óefnilcgt og voru þá sett lög sem skylduðu verk- smiðjurnar til þess að taka af öll- um bátum jafnt. Loðnunefnd var stofnuð og henni fengið mikið vald. í henni sátu þrír menn, fulltrúi frá bræðslunum og svo útgerðunum og oddamaður, sem jafnfranrt var formaður, sem sj ávarútvegsráðuneytið skipaði. Ég held að samt sem áður hafði nefndinni tekist að fara mjög vel og varlega nreð þetta vald, svo að á endanum hafi allir getað sætt sig við og samstarfsandinn í nefndinni var alltaf sérlega góður. Það má segja að undrurn gegni hve lítið hefur þurft að breyta hinu upphaflega skipulagi nefndarinnar í áranna rás og seg- ir það sína sögu. ^Vðalbreytingin í loðnuveiðunum var sú þegar far- ið var að stunda haust og sumar loðnuveiðina, en þá höfðu menn lært meira um göngur hennar og tóku að veiða hana áður en hún horaðist, eins og áður var gert, þegar veiðar hófustekkifyrr en í febrúar. Tókst að fá úr iienni allt að 20 % fitumagn og oft um 18 %. Þetta var vitanlega grundvall- arbreyting. Loðnunefndarmenn voru menn í fuilu starfi utan nefndarinnar og það varð fljótt ljóst að mikil vinna fylgdi þessu. Ég hafði sjálfur unnið að undir- búningi að stofnun nefndarinnar og þegar að því kom að svipast um eftir starfsmanni bauðst mér starfið, enda var ég þessum mál- unr vel kunnugur orðinn. Þetta starf stóð í svo sem tvo mánuði í byrjun, en varð svo að heilsárs- starfi. Já, það fylgdi þessu oft gífur- lcgt annríki, sérstaklega var rnik- ið um símtöl. Skipin höfðu til dæntis sérstakt númer scm strandstöðvar símans höfðu ein- ar og þau símtöl gcngu fyrir öðrum. Það var maður með mér á næturvakt og um tíma voru tveir á dagvakt, cn þar sem þessi aðstoð var kostuð af þeirri prós- entu sem néfndin hafði af hverju tonni og veiðin dvínaði um tíma, þá æxlaðist það svo að ég var aðeins einn sem starfsmaður frá 1978, vann frá 8-5 frá mánudegi til föstudags, en var á bakvakt um nætur. Helgunum skiptu svo loðnunefndarmenn á milli sín. Þessar veiðar kostuðu slíka yfirvökun vegna þess eðlis loðnuveiðanna að t.d. þúsund tonna skip sem er tómt klukkan þrjú, kann að vera orðið fullt klukkan fimm. Þetta gerist ekki í öðrum veiðiskap. r l þessu starfi skipti það megin- máli að hafa á reiðunt höndum upplýsingar um getu verksmiðj- anna til að taka við veiðinni og það var ekki leyfilegt Iengur að koma að höfn þar sem verk- smiðjan hafði hætt móttöku, eins og veriö hafði á síldarárunum og í byrjun loðnuveiðanna. Þetta kostaði auðvitað það að maður varð að láta skip sigla langan veg, oft í vondum veðrum og það gerði mann stundum óróleg- an. Én það var eitt manns lán að öll þessi ár sem ég var við þetta kom ekkcrt fyrir. Ýmsar breytingar hafa orðið á þessum tíma í loðnuveiðunum, svo sem það að í byrjun voru skipin mörg og smá, en urðu síð- an stærri og færri. Ég sagði alltaf að ekki væri hægt að stjórna skipi úr landi og hafði það að viðmiðun. Þetta er orðin önnur útgerð og skipakostur cn ég var vanur á mínum yngri árunt. Nú eru stærstu togararnir, sem citt sinn voru, orðnir að loðnuskip- um, þúsund tonna skip og það cr verið að smíða tvö tólf hundruð tonna skip. En það cr gaman að hafa ver- ið svona nærri þessu allan þenn- an tíma og sjá framfarirnar ske. Þótt oft hvcssti í þcssu starfi mínu, þá hefur það reynst svo að þessir skipstjórar eru allir góðir vinir manns og það fann ég best, nú þcgar ég lét af störfum. Ég vil færa þeim öllum bestu þakkir fyrir ágæt kynni." Timamynd Sverrir Andrés við mynd af Svaninum, sem hann keypti frá Svíþjóð 1948.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.