Tíminn - 14.02.1987, Side 3
Laugardagur 14. febrúar 1987
Tíminn 3
Kosningadagur:
Formenn
funda
Forsætisráðherra mun funda
með formönnum stjórnmála-
flokkanna á mánudag þar sem
endanlega verður tekin ákvörðun
um kjördag. Rangt órðalag var
notað í frétt Tímans í gær þegar
sagt var frá fundi kosningalaga-
nefndar. Nefndin hefur að sjálf-
sögðu ekki rétt til að ákveða
kjördag. Það gerir forsætisráð-
herra.
Gluggi einnar þeirra 43ja verslana sem fengu sérstaka viðurkenningu frá NRON fyrir góðar verðmerkingar eftir
könnunina 7. febrúar s.l. Tí.a.yndir Pje.u,
Könnun Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis:
Húsnæöisstofnun:
Framtalserfiðleikar vegna
greiðsluerfiðleikalána
- afborganir ekki sundurliðaöar á greiðslukvittunum
Ætla má að a.m.k. hluti þeirra
2000 einstaklinga sem fengu
greiðsluerfiðleikalán frá Húsnæðis-
stofnun á síðasta ári hafi lent í
nokkrum vandræðum þegar kom að
sundurliðun afborgana og vaxta á
skattframtölum sem fólk var að gera
núna í vikunni og margir eiga raunar
enn eftir. Sem kunnugt er fengu
lánþegar ekki peningana í hendur
heldur var Veðdeild Landsbankans
falið að skipta upphæðinni milli
lánardrottna. Einn þessara lánþega
sem Tíminn ræddi við lenti í stór-
vandræðum því einu kvittanirnar
sem hann hafði í höndunum vegna á
3. hundrað þúsund króna greiðslna
voru gíróseðlar frá Veðdeildinni upp
á ósundurliðaðar heildargreiðslur.
Að sögn Jens Sörensens, forstöðu-
manns Veðdeildarinnar var algeng-
ast að það fólk sem fékk þessi lán
hafi verið í vanskilum mjög víða,
bæði hjá peningastofnunum,
sjóðum, byggingavöruverslunum,
jafnvel lögfræðingum og fleirum. f
þeim tilvikum að fólk hafi komið
með rukkunarmiða hafi þeir oftast
verið orðnir margra mánaða, og
jafnvel ára, gamlir, en í mörgum
tilvikum hafi fólk aðeins gefið upp-
lýsingar um að í tilteknum stofnun-
um væri það í svo og svo mikilli
skuld, og þær upplýsingar verið
mjög mismunandi góðar.
„Við höfðum því í mörgum tilvik-
um ekki annan kost en að senda
ákveðna upphæð í viðkomandi pen-
ingastofnun - í flestum tilvikum með
gíróseðli - og síðan var það viðkom-
andi stofnun sem ráðstafaði greiðsl-
unni, þ.e. hvað fór í kostnað, drátt-
arvexti, vexti, verðbætur ef um þær
var að ræða og að lokum í raunveru-
lega afborgun af höfuðstólnum,"
sagði Jens.
Hann kvaðst líta á það sem eðli-
lega viðskiptahætti að þeir sem tóku
við greiðslunum hefðu átt að senda
viðkomandi skuldara sundurliðaðar
kvittanir. Það vissi hann að a.m.k. 2
ríkisbankanna hefðu gert þó ekki
gæti hann fullyrt um aðra. J þeim
tilvikum sem þetta fé hafi farið til
Slíkir erfiðleikar einskorðast þó
ekki við þann hóp sem fékk greiðslu-
erfiðleikalánin. Jens sagði starfsfólk
Veðdeildarinnar að undanförnu
hafa verið önnum kafið við að svara
hringingum frá fólki sem greitt hafi
hjá þeim en síðan ekki hirt um að
passa kvittanir sínar nógu vel. Þessar
greiðslu af húsnæðislánum hjá Veð-
deildinni sjálfri hafi fólk fengið sund-
urliðaðar kvittanir.
í því tilviki sem greint er frá hér
að framan hafði Veðdeildin ráðstaf-
að greiðsluerfiðleikaláni viðkom-
andi til greiðslu smáskulda í tveim
bönkum, afborgun á lífeyrissjóðs-
láni og afborgun af eftirstöðva-
skuldabréfi vegna íbúðakaupa sem
var til innheimtu f bankastofnun.
Þegar kom að skattframtalinu áttaði
þessi lánþegi sig á því að afrit af
gíróseðlum, með ósundurliðuðum
upphæðum, var hið eina sem hann
hafði til að styðjast við og átti því
eðlilega í erfiðleikum með að finna
út vaxtagreiðslur á síðasta ári.
týndu kvittanir kostuðu þetta fólk
mikinn tíma við að ná í Veðdeildina
og starfsfólk hennar mikla vinnu við
að finna og gefa upplýsingar sem
væru á gögnum sem fólk hafi fengið
í hendur en síðan ekki haldið til
haga.
enda er heilnæmt að hafa ávallt eitthvað á prjónunum.
MILWARD býður uppá hringprjóna, fimmprjóna, tvíprjóna, heklunálar
og margt, margt annað.
Og nú er einmitt rétti tíminn að hafa eitthvað á prjónunum
MILWARD.
I
HEILDSOLLIBIRGÐIR:
s
í
Sími 24-333
Allir sem vettlingi geta
valdið prjóna með
MILWARD prjónum
Verðmerkingar slæmar
- í nær helmingi verslana
Eftir skyndikönnun Neytendafé- vörur í sýningargluggum verslana
lags Reykjavíkur og nágrennis á sinna. - HEI
verðmerkingum í verslanagluggum
við Laugaveg, frá Hlemmi að
Frakkastíg, fengu 43 verslanir viður-
kenningu fyrir góðar verðmerking-
ar, en 39 verslanir reyndust verð-
merkja illa eða ekki, samkvæmt
frétt frá NRON, sem sent hefur
verðlagsstjóra niðurstöður sínar til
frekari meðferðar. Könnun þessi
var gerð 7. febrúar s.l.
NYR RANABILL
Slökkvilið Reykjavíkur tók í gær á móti nýrri ranabifreið af fullkominni
gerð. Verð bílsins er um þrettán milljónir króna.
Raninn er um 28 metra langur og hefur 450 kílóa burðargetu í körfu. Auk
þess að fara 28 metra upp í loftið nær hann 19 metra lárétt út, og getur farið
fimm metra niður fyrir undirvagn. Raninn er búinn öllu helstu tækjum sem
Slíkur bfll þarf tfl að bera. Tímamynd Svenir
NRON telur tregðu sumra
kaupmanna við að verðmerkja vörur
í sýningargluggum verslana sinna
afar undarlega, enda hljóti hún að
koma þeim í koll með tímanum.
Skynsamir neytendur hætti smám
saman að fara inn í verslanir þeirra
kaupmanna sem ekki þori að verð-
merkja.
Ljósmyndara Tímans fannst einsýnt
að verslunin bak við þennan glugga
hlyti að vera á „svarta listanum" hjá
NRON þótt síðar hafi komið í Ijós
að þarna var um eina „verðlauna-
búð“ NRON frá 7. febrúar að ræða.
Verðmerkingar geta því breyst
skyndilega ekki síður en veðrið.
„Ef vörur eru ekki verðmerktar í
gluggum bendir það til þess að
kaupmaðurinn viti að hann sé ekki
samkeppnisfær í verði, en treysti því
að hægt sé að selja þeim, sem álpast
inn í verslunina,“ segir í frétt
NRON, sem hefur um árabil, ásamt
Neytendasamtökunum, reynt að fá
kaupmenn til að sinna þeirri einföldu
og sjálfsögðu skyldu, að verðmerkja