Tíminn - 14.02.1987, Síða 5
Laugardagur 14. febrúar 1987
lllllllllllllllllllllllll FRÉTTASKÝRING ^^■llilllllllllllllílllllllllllllllllllilllllll
Tíminn 5
Yfirstjórn fræöslumála í Reykjavík:
Grunnskólalög fótum
troðin í Reykjavík?
- deilan um fræðsluráð og lögmæti starfsemi skólamálaráðs
Sú umræða sem átt hefur sér stað
undanfarna daga vegna lögmætis
skólamálaráðs og bréfaskriftir fél-
agsmálaráðuneytis og borgaryfir-
valda er nokkuð flókin lagaleg um-
ræða á sama tíma sem pólitískur
undirtónn hefur verið í þessu máli
öllu saman, án þess þó að málaflokk-
urinn og málsatvik bendi til djúp-
stæðs hugmyndafræðiágreinings
varðandi skólastefnu. Öllu heldur
virðist hér um að ræða ósætti sem á
rætur sínar að rekja til þess að
borgin vill auka hlut sinn í yfirstjórn-
un skólamála í Reykjavík á kostnað
menntamálaráðuneytisins og tak-
marka um leið verulega áhrif
fræðslustjóraembættisins, en þar sit-
ur embættismaður úr öðrum flökki
en núverandi borgarstjórnarmeiri-
hluti. Jafnframt hafa með þeim til-
færslum sem átt hafa sér stað verið
tekin áhrif frá fulltrúum kennara
varðandi stjórn skólamála í borg-
inni.
Tímanum er ekki kunnugt um að
deilt hafi verið um grundvallaratriði
skólastefnu né heldur það hvort rétt
væri að auka áhrif sveitarstjórna í
yfirstjórn fræðslumála almennt. í>að
sem fyrst og fremst hefur verið deilt
um er starfsaðferðir borgarinnar við
að ná fram markmiðum sínum, og
þá ekki hvað síst þar sem slíkt gerist
að talsverðu leyti í blóra við gildandi
lög og reglugerðir.
Aðdragandinn
Forsaga málsins er sú að fljótlega
eftir að núverandi fræðslustjóri var
settur í embætti haustið 1982 jukust
tilburðir meirihluta Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík til að sundur-
greina verkefni þau sem Fræðslu-
skrifstofa Reykjavíkur hafði áður
annast þannig að borgin fengi aukið
sjálfstæði um þau mál sem beint
heyrðu undir hana. Þetta endaði
með því að menntamálaráðuneytið
og borgarstjórinn í Reykjavík gerðu
með sér samkomulag 16. maí 1984,
þar sem Fræðsluskrifstofu Reykja-
víkur var skipt upp í tvær skrifstofur,
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurum-
dæmis annars vegar og Skólaskrif-
stofu Reykjavíkur hins vegar. Skóla-
skrifstofan skyldi sjá um verkefni
sem varða „stofn- og rekstrarmálefni
grunnskóla samkv. lögum og reglu-
gerðum eða eðli málsins," eins og
segir í samkomulaginu. Hin nýja
Fræðsluskrifstofa fékk hins vegar í
sinn hlut sérkennslu, sálfræðiþjón-
ustu, námseftirlit og námsmat auk
verkefna fræðslustjóra samkvæmt
14. gr. grunnskólalaga, sem þar eru
tíunduð í 8 liðum.
Samkomulag þetta fól hins vegar
ekki í sér neina breytingu á verksviði
og verkefnum sem fræðsluráð á að
fjalla um en fræðslustjóri er fram-
kvæmdastjóri fræðsluráðs.
Fræðsluráð í Reykjavík er að því
leyti til frábrugðið og mikilvægari
stofnun en fræðsluráð annars staðar
að grunnskólalögin kveða svo á um
að það fari einnig með hlutverk
skólanefndar. Til marks um það að
samkomulag ráðuneytis og borgar-
stjóra fól ekki í sér breytingu á
hlutverki fræðsluráðs má nefna að
vorið 1983 neitaði þáverandi
menntamálaráðherra, Ingvar Gísla-
son, að skrifa undir drög að samningi
milli borgar og ráðuneytis þar sem
'gert var ráð fyrir að verkefni skóla-
nefndar yrðu tekin af fræðsluráði,
vegna þess að slíkt stæðist ekki lög.
Var samningnum því breytt veruleg
áður en hann var loks undirritaður
1984.
Húsnæði Skólaskrifstofu Reykjavíkur að Tjarnargötu
12. Tímamyndir Pjetur.
Skólamálaráð
í fyrra sumar gerðist það síðan að
borgarráð ákvað að stofna sérstakt
skólamálaráð í Reykjavík og er í
Samþykkt fyrir skólamálaráð, þ.e.
starfsreglum þess, gert ráð fyrir því
að þetta ráð fjalli um þau verkefni
sem Skólaskrifstofu Reykjavíkur
voru falin samkvæmt áðurnefndri
samþykkt borgarstjóra og ráðuneyt-
is. Þá þegar komu upp efasemdir um
lögmæti þessa ráðs eins og kom fram
í bókunum minnihlutaflokkanna í
borgarstjórn þegar kosið var í skóla-
málaráð og fræðsluráð, en sömu
kjörnu fulltrúar sitja í báðum þess-
um nefndum. Hins vegar hefur
fræðslustjóri ekki seturétt í skóla-
málaráði og kennarafulltrúar hafa
þar ekki skýlausan rétt þar til til-
löguflutnings og málfrelsis. Rök-
stuðningur borgarinnar fyrir stofnun
skólamálaráðs var m.a. sá að sam-
kvæmt 58. gr. sveitarstjórnarlaga
mætti sameina nefndir og um það
væri að ræða í þessu tilfelli. Dregið
var í efa að þessi röksemdafærsla um
nefndasameiningu stæðist lög, þar
sem nefndum var fjölgað, en ekki
fækkað.
Leitað til
félagsmálaráðuneytisins
Þegar síðan leið á haustið 1986 og
fundarboð urðu fátíð í fræðsluráði
en mál sem áður höfðu verið af-
greidd í fræðsluráði voru í auknum
mæli afgreidd í Skólamálaráði þótti
bæði fræðslustjóra í Reykjavík og
kennarafulltrúum sem verið væri að
útiloka sig frá afgreiðslu fjölda mála
sem þeim tengdust og hefðu átt
samkvæmt lögum að fá umfjöllun í
fræðsluráði. Mun fræðslustjóri hafa
skrifað menntamálaráðuneytinu
bréf þar sem farið var fram á að gerð
yrði grein fyrir hvernig standa bæri
að afgreiðslu skólamála í Reykjavík
og fékk það svar frá ráðuneytinu að
staða fræðslustjóra væri óbreytt frá
því sem verið hafði. Svo virðist sem
ráðuneytið hafi talið málið afgreitt
með því og hefur ekki aðhafst neitt
í málinu. Það eru síðan fræðslu-
stjóri, Kennarafélag Reykjavíkur,
og Þorbjörn Broddason fulltrúi í
fræðsluráði og skólamálaráði, sem
fara þess á leit við félagsmálaráðu-
neytið að úrskurða um lögmæti
skólamálaráðs og voru þessi erindi
lögð fram í fyrra haust. Félagsmála-
ráðuneytið fékk síðan sína eigin
lögfræðinga til að kanna málið og
einnig var kölluð til Ráðgjafaþjón-
usta Lagastofnunar Háskóla íslands
og urðu báðir þessir aðilar efnislega
sammála um niðurstöðuna.
Húsnæði Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis að
Tjarnargötu 20
Það sem lögfræðingar
tóku til skoðunar
í álitsgerð Lagastofnunar voru
eftirtalin atriði tekin til skoðunar. 1.
Hvort stofnun Skólaskrifstofu
Reykjavíkur hafi staðist lög. 2.
Hvort stofnun Skólamálaráðs
Reykjavíkur í fyrra sumar hafi stað-
ist grunnskólalög og sveitarstjórnar-
lög. 3. Hvort „Samþykkt um skóla-
málaráð" feli í sér sameiningu
nefnda í skilningi 58. gr. sveitar-
stjórnarlaga. 4. Hvort borgarstjórn
hafi verið heimilt að flytja verkefni
frá fræðsluráði til skólamálaráðs. 5.
Hvort kennarar og fræðslustjóri
hefðu átt sama rétt til setu í skóla-
málaráði og þeir hefðu átti í
fræðsluráði, ef stofnun skólamála-
ráðs telst lögleg. 6. Hvort heimilt
hafi verið að setja það skilyrði fyrir
setu kennarafulltrúa í skólamálaráði
að þeir hafi kosningarétt og kjör-
gengi í Reykjavík. 7. Hverjar skyld-
ur formanns fræðluráðs eru til þess
að kveðja ráðið saman til fundar.
Niðurstaða
Lagastofnunar H.í.
Niðurstaða Lagastofnunar varð-
andi fyrstu tvö atriðin var efnislega
eins, þ.e. að ekkert hafi verið því til
fyrirstöðu að stofna skólaskrifstofu
og skólamálaráð, svo framarlega
sem þessar stofnanir færu ekki inn á
verksvið fræðsluráðs og fræðsluskrif-
stofu. f niðurstöðunum segir m.a.
„þannig gæti slík skrifstofa (skóla-
málaskrifstofa) innan þessara tak-
marka annast nánari framkvæmd og
útfærslu verkefna fræðsluskrif-
stofu.“
Varðandi þriðja atriðið segir í áliti
Lagastofnunar að ekki hafi verið um
sameiningu nefnda að ræða, enda
hafi nefndum fjölgað.
Fjórða atriðið er mikilvægt í þessu
máli en þar kemur fram hjá Laga-
stofnun að: „Lögskipuð verkefni
fræðsluráðs verða ekki frá ráðinu
tekin og færð í hendur öðrum ráðum
að óbreyttum lögum.“
Þá telur Lagastofnun að fræðslu-
stjóri og fulltrúar kennara hefðu átt
rétt á að sitja fundi skólamálaráðs
með sömu réttindum og í fræðsluráði
ef um sameiningu nefnda hefði verið
að ræða. Jafnramt hefði verið
óheimilt að setja búsetuskilyrði fyrir
aðild kennarafulltrúa að ráðinu.
Loks segir að formaður fræðsluráð
beri afdráttarlaus skylda til að boða
fundi í fræðsluráði og telur slíkt ekki
þarfnast frekari skýringar.
Breytt staða?
f kjölfar þessarar niðurstöðu hefur
félagsmálaráðuneytið sent borgar-
stjórn bréf þar sem mælst er til að
starfsemi ráðanna verði framvegis í
samræmi við lög. Tvennt þarf að
gera að mati félagsmálaráðuneytis-
ins. í fyrsta lagi að fella úr „Sam-
þykkt um skólamálaráð" þau ákvæði
sem færa lögbundin verkefni
fræðsluráðs til skólamálaráðs og í
öðru lagi ber fræðsluráði á fundum
sínum að fjalla efnislega um og
afgreiða endanlega öll þau mál, sem
undir ráðið heyra, lögum
samkvæmt, að viðstöddum fræðslu-
stjóra og fulltrúum kennara.
Borgarstjóri hefur hins vegar sagt
að þessar ábendingar ráðuneytisins
sé svo „ógrundaðar“ að erfitt sé að
fara eftir þeim auk þess sem fram-
kvæmd grunnskólalaga sé ekki í
verkahring félagsmálaráðuneytisins
heldur menntamálaráðuneytisins.
Menntamálaráðherra segist hins
vegar ekki þekkja þetta mál né hefur
það komið inn á borð hjá skrifstofu-
stjóra ráðuneytisins sem hefur með
málefni grunnskóla að gera. Sagði
skrifstofustjórinn raunar í samtali
við Tímann í gær að ráðuneytið
hefði litið svo á að hér væri um
sveitarstjórnarlög að ræða og því
ekki í verkahring menntamálaráðu-
neytisins og að það myndi ekki
skipta sér af málinu nema ráðuneyt-
inu bærist erindi um það.
Þessi afstaða menntamálaráðu-
neytisins hefur farið nokkuð fyrir
brjóstið á skólamönnum sent þykir
afskiptasemi menntamálaráðherra
af málefnum starfsmanna siniia í
fræðslustjóraembættum nokkuð
misskipt. Jafnframt eru uppi ó-
ánægjuraddir með viðbrögð borgar-
yfirvalda og formanns fræðsluráðs
og skólamálaráðs en formaðurinn
hefur látið hafa eftir sér að ekki sé
ástæða til að boða fund í fræðsluráði.
Hins vegar hefur hann boðað fund í
skólamálaráði eftir helgina.
Tíminn hefur heimildir fyrir því
að í Reykjavík séu uppi hugmyndir
mcðal nokkura skólamanna um að
kæra málið til ríkissaksóknara ef
engin breyting verður á starfsháttum
og fá þannig dómsstóla til að skera
úr i málinu. -BG
Franskar
að sjálfsögðu
Gæðavara í miklu úrvali
• •
KJOLUR SF.
Víkurbraut 13, Keflavík, símar 92-2121 og 2041
Hverfisgötu 37, Reykjavík, símar 91-21490 og 21846