Tíminn - 14.02.1987, Page 12

Tíminn - 14.02.1987, Page 12
12 Tíminn Svæðisstjórn málefna fatlaðra Reykjavík Laus staða forstöðumanns Auglýst er til umsóknar staða forstöðumanns á nýju heimili í Reykjavík fyrir 5 fjölfötluð börn. Starfsvið forstöðumanns verður auk meðferðar- starfa, ráðning starfsfólks, vaktaskipulag og fjár- reiður. Staðan veitir hlutaðeigandi mikið frjálsræði hvað varðar efnistök en krefst fagþekkingar, færni í samskiptum og hæfileika til stjórnunar. Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af meðferðarstarfi með fötluðum og þekki fjölþætt markmið þess. Ráðningartími hefst þ. 1. júlí n.k. Laun skv. kjörum opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýs- ingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 1. mars nk. Nánari upplýsingar í síma 62 13 88. Svæðisstjórn málefna fatlaðra í Reykjavík Hátúni 10, 105 Reykjavík. Auglýsing um rannsóknastyrki frá J.E. Fogarty International Research Foundation J.E. Fogarly-stofnunin í Bandaríkjunum býöur fram styrki handa erlendum vísindamönnum til rannsóknastarfa viö vísindastofnanir í Bandaríkjunum. Styrkir þessir eru boðnir fram á alþjóöavettvangi til rannsókna á sviöi læknisfræði eða skyldra greina (biomedical science). Hver styrkur er veittur til 6 mánaöa eöa 1 árs á skólaárinu 1988-89 og á aö standa straum af dvalarkostnaöi styrkþega auk ferðakostnaðar til og frá Bandaríkjunum. Einnig er greiddur ferða- kostnaður innan Bandaríkjanna. Til þess að eiga mögulgika á styrkveitingu þurfa umsækjendur aö leggja fram rannsóknaáætlun í samráöi við stofnun þá í Bandaríkjun- um sem þeir hyggjast starfa viö. Nánari upplýsingar um styrki þessa veitir Atli Dagbjartsson, læknir, barnadeild Landspítalans (s. 91-29000). - Umsóknir þurfa að hafa borist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. júlí nk. Menntamálaráðuneytið 12. febrúar 1987 "............. ' N Útboð Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboöum í eftirtal- in verk: 1. Norðurlandsvegur um Vatnsskarð 1987. (Lengd 6,4 km, magn 130.000 rúmmetrar). Verki skal lokið 15. október 1987. 2. Vatnsnesvegur, Síðuvegur - Norður- landsvegur (Lengd 8,3 km, magn 45.000 rúmmetrar). Verki skal lokiö fyrir 30. september 1987. Útboösgögn veröa afhent hjá Vegagerö ríkis- ins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aöalgjald- kera) frá og 16. febrúar nk. Skila skal tilboðum á sömu stööum fyrir kl. 14.00 þann 2. mars 1987. Vegamálastjóri VEGAGERÐIN t Eiginkona mín Jónína Brynja Kristinsdóttir, Njörvasundi 7, Reykjavík andaðist á Borgarspítalanum 12. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar. Magnús Björgvinsson t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu Jóhönnu Egilsdóttur Hvammi, Hvítársíðu Sérstakar þakkir til starfsfólks á þriðju hæð hjúkrunardeildar Hrafnistu Hafnarfirði fyrir frábæra umönnun. GuðlaugurTorfason Steinunn A. Guðmundsdóttir Svanlaug Torfadóttir Ásgeir Þ. Óskarsson Magnús Ágúst Torfason Steinunn Thorsteinsson barnabörn og barnabarnabörn Laugardagur 14. febrúar 1987 Þorlákur Bernharðsson Fæddur 2. júlí 1904 Dáinn 27. janúar 1987 í stórum systkinahóp gerast marg- víslegar myndir á dögum bernsku þeirra og allt til elliára, sérstaklega - ef hópurinn hefur verið vel sam- stilltur fyrir góð uppeldisáhrif ágætra foreldra. Ef samhygð og umhyggja, fyrir velltðan hvor annars er mikil getur það ef til vill verið arfur fyrri kynslóða. Slíkt kemur mér í hug er ég vil nú minnast Þorláks, bróður míns, sem var einn átta barna og fjögurra fósturbarna, hjónanna Sig- ríðar Finnsdóttur og Bernharðar Jónssonar frá Hrauni á Ingjalds- sandi. Þau fluttu frá Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði árið 1905. Þorlákur þá eins árs gamall enda fæddur þar. Af þessum átta systkinum lifir nú einn sonur, tvær dætur og fósturbörnin öll. Þorlákur ólst upp í Hrauni, meðal foreldra og systkina. Hann óx snemma „úr grasi“ varð þrekmikill og sem 16 ára unglingur, hafði hann hæð tvítugra mana. Kallaðist hann fljótt til stórra verka í „önn dagsins". Bar þar strax til, frábær dugnaður, kjarkur og vinnulægni enda jafnvíg- ur á öll störf á sjó og landi, alltaf að vinna mest - vinna það erfiðasta meðal vinnufélaganna. Þorlákur giftist 1931, eftirlifandi konu sinni Þóru Guðmundsdóttur ljósmóður, Guðmundar Einarsson refaskyttu og konu hans Guðrúnar Magnúsdóttur, frá Brekku á Ingjaldssandi. Þau hjónin, Þóra og Þorlákur, eignuðust 6 börn, 2 syni og 4 dætur. Eldri son sinn Guðmund vegaverk- stjóra á Vestfjörðum misstu þau um þrítugt, dáðan efnismann. Næst er Hulda húsfreyja í Reykjavík, Finnur afgreiðslumaður á Reykjalundi, Sigrún húsfreyja í Keflavík, Ásdís gift í Kaliforníu og yngsta systirin Hildur, er langvarandi veik á sjúkra- húsi. Þóra býr nú við mikinn heilsu- brest hjá Huldu dóttur sinni sem hefur reynst foreldrum sínum mikil stoð og hjálparhella í veikindum þeirra og systur sinnar. Á megin miðhluta ævi sinnar áttu þau hjón heima á Flateyri í 21 ár. Hún var dáð Ijósmóðir í 31 ár í Önundarfirði en hann sem sjómaður og við ýmis smíðastörf. En smíða- störf urðu síðustu störf hans útivið í Reykjavík, en þangað fluttu þau 1962. Þó hann væri jafnvígur á öll störf held ég að sjómennskan hafi: heillað hann allra mest, að stýrai nákvæmt strik og sigla sínu eigin: skipi, Farsæl, með vindþöndu segli á, mörgum sjóferðum á hafi úti. Eins atriðis af mörgum tilfellum minnist ég frá störfum hans. Árið 1941 í febrúar var ég staddur á hafnarbakkanum í Reykjavík að svipast um eftir ferð vestur í Önundarfjörð. Ég sá að menn um borð á togaranum Skallagrími voru að undirbúa burtför í veiðiferð og heyri einn nefndan stýrimann - ég spyr hann hvort sjóferðinni verði stefnt vestur á miðin. „Já,“ segir hann. „Væri hægt að fá að komast með norður í mynni Önundarfjarð- ar, og láta bát taka mig þar? Ég heiti Guðmundur Bemharðsson.“ „Nú ertu bróðir Þorláks Bernharðsson- ar?“. „Já“ - „Það er velkomið," segir skipstjórinn. Á leiðinni út fló- ann var margt rætt, víkur stýrimaður tali sínu til mín og segir: „Hann Þorlákur bróðir þinn er lífgjafi minn, við vorum saman á togara að vinna í netum. Stórsjór tók okkur þrjá, háseta, fyrir borð. Þorlákur náði með annarri hendi í vantstag og hélt í mig með hinni. Ég hélt í félaga okkar með annarri hendi, þannig hélt hendi hans okkur uns hann flaut einhvern veginn inn fyrir borðstokk- inn og dró okkur félaga um borð. Þakkar- og minnisvert gæfuhandtak það“. Allir sem til hans þekktu munu mæla líkt. Að hafa átt þannig kjarna- bróður að baki sér, eða í nánd, þá hættuleg atvik leituðu á - er ógleymanlegt. Við systkini og fóstursystkini kveðjum kæran bróður og biðjum að farsæld fylgi för hans um vegi Guðs. Eftirlifandi konu hans og börnum þeirra vottum við fyllstu samúðarkveðjur, minningin um góð- an dreng, elskulegan eiginmann og umhyggjusaman föður veiti þeim styrk. .i Fari hann í friði. Guðmundur Bernharðsson frá Ásum. Sigurjón Halldórsson útgerðarmaður og skipstjóri frá Norður-Bár „Pú lifir þótt þú deyir“ 1 fullvissu þessara orða langar mig til þess að senda þér nokkrar línur um örfá minnisverð atriði við þau þáttaskil sem nú hafa orðið. Eins og þú veist missti ég föður minn á fyrstu mánuðum ævi minnar. Atvik urðu líka þau að þið Björg hófuð búskap í Norður-Bárskömmu síðar. Þegar umhverfið, staðhættir og fólkið fóru að koma fram í skýrri mynd urðu til mörg atvik, í formi augnatillits, traustvekjandi og > alúðlegs viðmóts sem veittu hlýju og öryggistilfinningu. Á þeim árum fann ég oft fyrir þinni traustu og þéttu hönd til hjálpar ungum dreng. I þessum traustu handtökum fólst, svo sem stðar kom í ljós, einkenni þín til allra sem þú umgekkst og hafðir kynni af og forsjá með á hinni jarðnesku braut þinni. Kynni mín af þér og þinni fjölskyldu voru þess eðlis að ég hef notið þeirra alla tíð síðan. Þá ekki síst það trausta sam- band sem varð á milli okkar leik- bræðranna Hemma og mín. Það var sjálfsagt ekki einstakt, en það var með því sem best gerist. Við Hemmi vorum saman, svo að segja öllum stundum. Af því leiddi að við vorum heimagangar hjá hvor öðrum. Ekki spillti húsmóðirin Björg fyrir ánægjulegum og eftir- minnilegum stundum. Björg var ein- læg og góð vinkona mín. Þeir voru ómældir bitarnir af ljúffengum mat og drykk sem hún veitti mér, og öðrum sem til hennar komu, af rausn og myndarskap svo sem hún var þekkt fyrir. Björg var kona skapstór. Það var móðir mín líka. Af þeim sökum urðu oft snarpar orðasennur á milli þeirra, en þær fullnægðu báðar einu af gullvægustu ágætum mannlegra samskipta að erfa ekki stóryrði sem sögð voru í fljótræði, þær voru því ávallt fljótar til sátta. Árið 1937 skiljast leiðir. Fljótlega eða nánar tiltekið 1946 festir þú og fleiri kaup á 22ja tonna báti, sem þótti stórt í þá tíð og hófst útgerð og sjósókn í stærri stíl en áður. Bátur þessi hlaut nafnið Far- sæll þegar hann komst í eign ykkar félaganna. Þegar upphaflegur félagi ykkar feðga, Hermanns og þín lét af samstarfinu, fyrir aldurssakir, komu fjölskyldumeðlimirnir inn í fyrirtæk- ið í auknum mæli. Nú eru Farsælarn- ir orðnir sex og stærðin orðin 101 tonn. Þú valdir nafnið Farsæll sam- kvæmt því sem ætla má að þú hafir viljað og ætlað þér að yrði sannnefni, og svo sannarlega tókst þér það. Útgerð þín, skipstjórnar- og sjó- mannsferill allur var sannkölluð farsæld. Atvikin höguðu því svo til að leiðir okkar lágu aftur saman eftir þrjátíu ár, er ég réðist til starfa hjá Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar hf. Þá var þín útgerð komin í fastan og öruggan farveg. Þú hafðir frá upphafi frystihússins lagt afla þinn upp hjá því og verið einn af aðal- máttarstólpunum í hráefnisöflun þess. Svo varð áfram þau fimm ár sem ég starfaði við fyrirtækið og reyndar allar götur síðan. Mér er sértök ánægja að færa þér og sonum þínum sérstakar þakkir fyrir þau samskipti öll. Þá kom í ljós á svo mörgum stigum að sú tryggð, rósemi og festa sem ég kynntist hjá þér í bernsku var sú sama og þá. Þú varst maður hlédrægur og hóg- vær sem glöggt kom fram í mannlegu eðli þínu að miklast aldrei af hæfi- leikum þínum og gerðum. Þegar ég stóð við grafreit þinn fyrir nokkrum dögum varð mér á að segja við sjálfan mig: Þarna eru þau þá aftur orðnir nágrannar húsbænd- urnir frá Suður og Norður-Bár. Nú læt ég þessum línum lokið, aldni trausti nágranni og bið guð að varðveita þig um eilífð. Sigurjón Halldórsson var fæddur 1. febrúar 1898 að Miklaholti, Miklaholtshreppi, sonur hjónanna Sigríðar Benjamínsdóttur og Hall- dórs Egilssonar sem þá voru í hús- mennsku hjá séra Árna Þórarinssyni í Miklaholti. Sigurjón átti tvö syst- kini Ágúst og Guðríði, sem nú eru látin. Frá Miklaholti fluttu þau Hall- dór og Sigríður að Bláfelli í Staðar- sveit en um aldamótin að Kvía- jbryggju. Þaðan lá leið þeirra að Lágkoti í Eyrarsveit. Árið 1919 kvæntist Sigurjón Björgu Hermannsdóttur frá Svefn- eyjum á Breiðafirði. Björg lést árið 1977. Þau hjón eignuðust fjóra syni, Pétur, Hermann, Ágúst og Halldór. Allir giftust þeir og áttu heimili sín ásamt fjölskyldum sínum í Grundar- firði. Tveir þeirra búa þar enn. Tveir bræðranna létust langt um aldur fram. Halldór árið 1979 og Ágúst árið 1982. Sigurjón og Björg keyptu jörðina Norður-Bár 1923 og hófu þar búskap. Þau fluttu alfarið búferlum í þorpið Grundarfjörð 1955 en höfðu þá um nokkur hin síðari ár búið í Norður-Bár aðeins að sumri til. Sigurjón andaðist í sjúkrahúsi St. Franziskusystra í Stykkishólmi 31. janúar sl. áttatíu og níu ára að aldri. Útför hans var gerð frá Grundar- fjarðarkirkju laugardaginn 7. febr. sl. við mikið fjölmenni og var hann jarðsettur í Setbergskirkjugarði. Hvíl þú og þínir, sem á undan þér voru kallaðir í friði. Höfnum 12. febrúar 1987. Þórarinn St. Sigurðsson frá Suður-Bár.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.