Tíminn - 19.02.1987, Side 5

Tíminn - 19.02.1987, Side 5
Fimmtudagur 19. febrúar 1987 Tíminn 5 iliiilllllllllllllllliliil ÚTLÖND Svíþjóð: Stjórnmálabrestur í rannsókninni á morðinu á Palme Járnbrautarslysið í Brasilíu: Hugað að látnum Sao Paulo - Kcutcr Brasilískir embættismenn voru í gær að reyna að gera sér nákvæmi- lega grein fyrir hve margir og hverjir hefðu beðið bana í járnbrautarslys- inu í úthverfi Sao Paulo í fyrrakvöld. Alls fórust uni sjötíu manns og mörg hundruð slösuðust. Háttsettur björgunarstarfsmaður sagði í gær að vitað væri um 68 manns sem látist hefðu, þar af 28 á slysstað og aðrir 40 í þremur sjúkra- húsum í grendinni. Hjúkrunarfólk í sjúkrahúsum þessum gerði einnig að sárum 153 manna sem í slysinu lentu. Lögreglan sagði að önnur sjúkra- hús á svæðinu gætu einnig átt eftir að skýra frá látnum í sambandi við slysið sem varð þegar tvær járn- brautalestir fullar af fólki rákust á í Itaqueira, úthverfi Sao Pauloborgar. Companhia Brasileira de Tran- sporte Urbano járnbrautarfélagið hélt því fyrst fram að bilun hefði valdið slysinu en embættismenn segja að ekki sé hægt að útiloka að mannleg mistök hafi valdið hörm- ungaratburði num. Stokkhólmur-Rcutcr íhaldsflokkurinn, helsti stjórnar- andstöðuflokkurinn í Svíþjóð, hvatti í gær Ingvar Carlsson forsætisráð- herra landsins til að koma fram fyrir þingnefnd og svara spurningum um Ingvar Carlsson forsætisráðherra Svíþjóðar: íhaldsmenn vilja spyrja hann um rannsóknina á morðinu á Olof Palme rannsóknina á morðinu á Olof Palme og útskýra hvers vegna hann ákvað að grípa inn í hana. Þessi ákvörðun íhaldsflokksins var tekin þrátt fyrir formlega ósk jafnaðarmanna til stjórnarandstöð- unnar á mánudaginn um að rjúfa ekki þá pólitísku samstöðu sem hefur sett svip sinn á leitina að morðingja Olofs Palme. Forsætis- ráðherrann var skotinn til bana á stræti Stokkhólmsborgar þann 28. febrúar 1986 eða fyrir rétt tæpu ári. Lögreglan og ákæruvaldið hafa eldað grátt silfur saman mest allan tímann sem leitin að morðingja Palme hefur staðið yfir en stjórnar- andstaðan hefur hingað til ávallt stutt við bakið á ríkisstjórn jafnað- armanna í málinu. Fyrstu merkin um að samstaðan væri að rofna komu um helgina þegar þrír stjórnarandstöðuflokkar kröfðust þess að frammistaða Sten Wickbomsdómsmálaráðherra í mál- inu yrði rannsökuð. Nú er aðeins rúm vika þar til árið er liðið frá morðinu á Palme en lögreglan hefur enn enga vísbend- ingu í höndunum, hvorki grunaða einstaklinga, morðvopnið né hvað lá að baki morðinu. Carlsson gerði breytingar á hóp þeim sem vinnur að rannsókninni á morðinu fyrr í þessum mánuði til að ná sáttum milli lögreglu og ákæru- valdsins. Þessar breytingar hafa þó ekki náð að leysa ágreininginn og stjórnarandstöðuflokkarnir virðast hafa nú bæst í hóp þeirra sem vilja hafa sitt að segja í málinu. Skæruliðar á Filippseyjum: Hlaða vopnin. Filippseyjar: Skæruliðar í sprengjustríð Manila-Keuter Skæruliðar kommúnista á Filipps- eyjum hafa aukið hernað sinn í sveitahéruðum landsins og lögregla varaði við því í gær að skæruliðarnir hyggðu á sprengjuherferð í höfuð- borginni Manilu nú á næstunni þegar þess verður minnst að ár er liðið frá byltingunni sem kom Corazon Aq- uino forseta til valda. Hermálayfirvöld skýrðu frá því í gær að einn hermaður hefði látist og fimm særst er herflutningabíll, er flutti um hundrað menn, keyrði yfir jarðsprengju. Atburður þessi átti sér stað nálægt Legaspi, sem er í um 320 kílómetra fjarlægð suðaustur af Maniluborg. Þar geisuðu bardagar eftir að sprengjan sprakk og talið var að nokkrir skæruliðanna hefðu særst. Norður af höfuðborginni náðu um 150 skæruliðar völdum yfir fjórum þorpum og héldu þeim í sex klukku- stundir. Að sögn hermálayfirvalda var fulltrúi hersins á staðnum tekinn af lífi fyrir framan þorpsbúa og sonur hans tekinn í gíslingu. Stjórnarherinn reynir nú að hafa uppi á skæruliðunum og nýtur að- stoðar tveggja herþyrla í þeirri eftir- för. Lögreglan í Maniluborg sagðist hafa heimildir fyrir því að skærulið- arnir hyggðu á sprengjuherferð í næstu viku en þá verða hátíðarhöld í tilefni árs afmælis byltingarinnar gegn Marcosi forseta, byltingar sem kom Corazon Aquino til valda. Rúmlega 80 manns hafa látist í átökum er tengjast stríði skæruliða við stjórnarherinn síðan sextíu daga vopnahléinu lauk þann 8. febrúar. Tíminn DJÓÐVILJINN S.686300 S.681866 S.681333 Blaðburður er Skerjafjörður Eskihlíð Gunnarsbraut26-út Mjóuhlíð Bollagata Flókagata 15-18 Guðrúnargata Hrefnugata Kjartansgata Mlklabraut1-5 Snorrabr. oddat. frá61-út Kringian Listabraut Neðstaleiti Ofanleiti Miðleiti Efstaleiti Hús verslunarinnar Kvisthagi Fornhagi Hjarðarhagi45-út og 64-út Hofsvallagatafrá49 Ægissiða 78-98 Neshagi Melhagi Einimelur Hagiv/Hofsvallag. Hofsvaliag.frá49 Tómasarhagi Ægissíða 60-76 Þrastargata Smyrilsvegur Fálkagata Lambastaðir Túnsberg Lynghagi Starhagi Grimshagi Ægissíða 50-58 Garðarv/Ægissíðu írsku þingkosningarnar: HAUGHEYÁ SIGURBRAUT Dyninni-Reuter Charles Haughey, leiðtogi helsta stjórnarandstöðuflokksins á ír- landi, var á sigurbraut í gær er talning stóð yfir eftir þingkosning- arnar á þriðjudag. Ekki var þó víst að Haughey og flokki hans tækist að vinna hreinan meirihluta. Talningarmenn, sem leyft er að fylgjast með skráningu atkvæða upp úr kjörkössunum, töldu að Fianna Fail flokkur Haugheys gæti unnið frá 82 upp í 85 sæti á þinginu. Flokkurinn þarf 84 sæti til að ná meirihluta á þingi og þar með yrði Haughey forsætisráðherra í þriðja skiptið á stjórnmálaferli sínum. A írlandi þykja talningarmenn oft áreiðanlegri en tölvur, svo mik- ið er þeim treyst til að geta sér til um úrslitin. Allir voru þeir sam- mála um að Garret Fitzgerald for- sætisráðherra og flokkur hans Fine Gael myndu tapa allt að tíu sætum á þingi en Framfarasinnaði lýð- ræðisflokkurinn gæti komið sterk- ur út í sínum fyrstu kosningum. Af talningu atkvæða mátti þó sjá að baráttan yrði mjög jöfn og í gærkvöldi var sýnt að ekki yrði ljóst um fullnaðarúrslit fyrr en í dag. Sovétríkin: Myndböndin blómstra Moskvu - Rcutcr Stjómvöld í Sovétríkjunum bandaiðnaðar. Hann tók þó fram hyggjast á næstu tveimur árum að peningum væri nú varið í kaup opna þúsundir ntyndbándaleiga út á vídeómyndum og sýningartækj- utn allt land og er það gert til að um sem fara eiga í myndbanda- þróa myndbandaiðnaðinn. Þetta leigurnar. var haft eftir háttsettum sovéskum Kamshalov sagði að fólk ætti embættismanni í kvikmyndaiðnað- bæði að geta tekið myndir á leigu inum þar eystra í gær. og horft á myndir í vídeóhöllunum. Alexander Kamshalov, formað- ' Sovésk yíirvöld hafa áður lýst ur hinnar opinberu kvikntynda- yfir áhyggjum af svartamarkaðs- stofnunar Goskino, sagði í viðtali braski með vestrænar vídeómynd- við dagblaðið Sovietskaya Rossiya ir. Almenningur þar eystra hcfur að Sovétríkin væru langt á eftir verið sólginn í slíkar myndir, allt flestum löndum í þróun mynd- frábíómyndumtil„blárra“mynda. TIMINN Síðumúla 15 © 68 63 00

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.