Tíminn - 19.02.1987, Síða 10
10 Tíminn
Fimmtudagur 19. febrúar 1987
MINNING
Hjónaminning
Gunnar Pálsson
og
Anna Vilhjálmsdóttir
Tungu Fáskrúðsfirði
Fæddur 22. júní 1896
Dáinn 1. febrúar 1987
Fædd 29. október 1892
Dáin 27. júlí 1981
Gunnar Pálsson bóndi í Tungu í
Fáskrúðsfirði er látinn. Hann var
kvaddur við fagra og látlausa minn-
ingarathöfn í kirkjunni á Selfossi,
þar sem hann hafði dvalið á sjúkra-
húsi undanfarna mánuði. Daginn
eftir var haldið austur á bóginn með
kistuna til Fáskrúðsfjarðar þar sem
Gunnar var lagður til hinstu hvíldar
við hlið konu sinnar laugardaginn 7.
þessa mánaðar.
Gunnar fæddist í Þingmúla í
Skriðdal 22. júní 1896, en fluttist
með foreldrum sínum að Tungu í
Fáskrúðsfirði tæplega tveggja ára.
Þar ólst hann upp síðan í stórum
systkinahópi, og þar vann hann
ævistarf sitt allt.
Anna Vilhjálmsdóttir húsfreyja
var frá Brekku í Mjóafirði, fædd 29.
október 1892. Þau Gunnar gengu í
hjónaband 14. október 1923. Fram
að þeim tíma hafði Anna dvalið í
foreldrahúsum, einnig við fjöl-
menni, en foreldrar hennar voru
Vilhjálmur Hjálmarsson hreppstjóri
og útvegsbóndi og Svanbjörg Páls-
dóttir húsfreyja.
Foreldrar Gunnars voru Páll Þor-
steinsson bóndi og hreppstjóri og
Elínborg Stefánsdóttir húsfreyja.
Þau byrjuðu búskap í Skriðdal, en
fluttu niður að Tungu sem fyrr segir
og „gerðu garðinn frægan", því þau
voru atgervismanneskjur.
Þegar Gunnar og Anna giftust
hafði Páll fyrir nokkru fengið sonum
sínum í hendur ábúð jarðarinnar og
færðist hún nú yfir á Gunnar, sem
síðan bjó í Tungu meðan kraftar
entust - langa ævi. Síðustu árin var
félagsbú með honum og yngsta syn-
inum Friðmari. Áður hafði elsti
sonurinn Vilhjálmur búið með föður
sínum í Tungu allmörg ár og byggt
sér þar íbúðarhús og nefndi í Tungu-
holti. Þar var um hríð heimavistar-
skóli fyrir börnin í sveitinni.
Gunnar nam búfræði á Hvanneyri
og lauk þaðan prófi 1918. Það nám
átti eftir að nýtast honum vel, bæði
við búskapinn og þau störf í al-
mannaþágu sem honum voru falin á
hendur. Af þeim var hreppstjóra-
starfið umfangsmest. Því hafði faðir
hans áður gegnt frá aldamótum - og
síðan tók Friðmar við. Gunnar var
lengi í skattanefnd, sem var ærið
tímafrekt fyrrum og fylgdi jafnan
hreppstjórastarfinu, og hafði með
höndum ýmsa aðra sýslan þótt hér
verði ekki rakið.
Gunnar í Tungu gerði sér far um
að leggja góðum málum lið, fór ekki
með fyrirgangi en fylgdi jafnan fast
eftir. Kom þetta vel fram þegar
unnið var að ýmsum umbótamálum
í sveitinni, vegagerð, símalögn, raf-
væðingu o.s.frv. Var hann vakinn og
sofinn að ýta á eftir og þekktum við
þetta vel sem þá áttum sæti á Alþingi
fyrir Suður-Múlasýslu og seinna
Áusturlandskjördæmi.
Sami framfaravilji og þrautseigja
auðkenndi búsetuna í Tungu. Hann
fór ekki rasandi bóndinn, en lagðist
þungt í. Um það vitna glöggt, í
fæstum orðum sagt, framræslan á
jörðinni, ræktunin og byggingarnar,
peningshús og íbúðarhús sem kom'
síðast. - Þá var Friðmar orðinn
aðalbóndinn og byggðu þeir feðgar
saman tveggja íbúða hús. Allar eru
þessar framkvæmdir með myndar-
brag og leystu þær af hólmi alda-
mótamannvirki næstu kynslóðar á
undan.
Árnar fyrir botni Fáskrúðsfjarðar
spilla löndum og brjóta. Gunnar
gerði sér snemma far um að leita
úrræða til varna. Átti hann hlut að
því mcðföðursínum, áðuren jarðýt-
ur komu til sögu, en hafnar voru
aðgerðir við Dalsá. Málefnum Bún-
aðarfélagsins lagði hann allt það lið
er hann mátti. Engum sem til þekktu
gat dulist hvern hug Gunnar Pálsson
bar til bújarðar sinnar, sveitar og
ættlands.
Þegar Anna kom að Tungu 1923
var þar fyrir í heimilinu margt manna
þar á meðal foreldrar eiginmannsins
og yngstu börn þeirra, sem ekki
höfðu þá enn fest ráð sitt og stofnað
eigin heimili. Þegar svo stendur á er
ungri húsmóður ærinn vandi á hönd-
um og er það alkunna. En það
greiddist vel úr þessum sambúðar-
málum tveggja kynslóða.
Næsta aldarfjórðunginn áttu þau
Páll og Elínborg heimili sitt í Tungu
hjá syni og tengdadóttur. Þó að
þremur árum undanskildum (1925-
28), sem þau bjuggu út í kaupstað
ásamt yngstu dætrunum, þremur í
fyrstu. En raunar giftust þær um
þessar mundir og settust að annars
staðar. Þá undu gömlu hjónin ekki
ein „á mölinni" og færðu sig aftur
inn að Tungu. Þannig atvikaðist
það, að börn Önnu og Gunnars ólust
upp með afa sínum og ömmu til
gagns og gleði fyrir alla.
Anna Vilhjálmsdóttir var skör-
ungskona og áhugasöm um málefni
lands og þjóðar. Hún var dugnaðar-
forkur og umfram allt góð húsmóðir
og ástrík móðir barna sinna. Var
einkar kært með fjölskyldunni allri,
Jvjónunum og börnum þeirra og
ættfólki til beggja handa og bar ekki
skugga á.
Anna og Gunnar eignuðust sex
böm, en eitt þeirra fæddist andvana. -
Ragnhildur er kennari í Reykjavík,
gift Gunnari Sigurðssyni frá Ljóts-
stöðum og bjuggu þau þar áður. -
Vilhjálmur er búfræðingur frá
Hvanneyri, nú verslunarmaður á
Selfossi, kvæntur Steinunni Úlf-
arsdóttur frá Vattarnesi. - Elínborg
kennari er gift Sigurjóni Sigurðssyni
frá Ljótsstöðum og búa á Syðra-
Hvarfi í Svarfaðardal. Páll húsa-
smíðameistari á Fáskrúðsfirði er
kvæntur Olgu Sigurbjörnsdóttur. -
Friðmar er bóndi í Tungu sem fyrr
getur. Hans kona er Jóna Sigur-
björnsdóttir, systir Olgu. Þær eru
Fáskrúðsfirðingar.
Eins og fyrr getur bjuggu þeir
Gunnar og Friðmar félagsbúi í Tungu
um árabil. Og eftir að kraftar þrutu
dvöldu eldri hjónin þar enn um hríð
í skjóli Friðmars og Jónu. Anna lést
á Landspítalanum 27. júlí 1981 eftir
skamma legu þar. Hún hafði áður
legið veik heima og var það Gunnari
öldruðum erfiður tími. Heilsu hans
var nú einnig tekið að hnigna, en þó
gat hann enn um sinn verið hjá
börnum sínum. En allra síðustu
misserin dvaldi hann á elli- og hjúkr-
unarheimilinu í Kumbaravogi og
loks á sjúkrahúsinu á Selfossi. A
þeim slóðum naut hann návistar
Vilhjálms og Steinunnar sem fylgd-
ust með líðan hans frá degi til dags.
- Gunnar andaðist 1. febrúar 1987.
Það má með sannindum segja, að
hjónin í Tungu í Fáskrúðsfirði,
Gunnar Pálsson og Anna Vilhjálms-
dóttir, luku með sæmd löngu dags-
verki. Þau urðu þeirrar gæfu að-
njótandi að lifa mikið framfaraskeið
í landi sínu, að sjá mannvænlega
kynslóð vaxa úr grasi og að lifa í sátt
við góða granna og umhverfi yfir
höfuð. Nú hafa þau kvatt í fyllingu
tímans og samferðafólk hugsar til
þeirra með virðingu og þökk.
Anna var föðursystir mín og hef
ég margs að minnast frá okkar sam-
skiptum, allt frá því hún söng mér
barni fögur Ijóð góðskálda. Það
verður þó ekki rakið hér. Báðum
þeim hjónum á ég þökk að gjalda.
Um leið og ég kveð þau með þessum
fátæklegu orðum bið ég blessunar
börnum þeirra og öðrum ástvinum.
Viihjálmur á Brekku
BÆKUR
Illlllllllllli llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll llllllllllllllllllll lllllllllllllllllllllllll llllllllllllllllllllllllllll llllllllllllllllllll lllllllillllllll! Illllllllllllllili
Frá dýrum
til frægra manna
Hcnry Oddlo Erichsen. Har dyrenc sjel. Avent-
ura Oslo 1986. 125 bls.
Þeir eru margir sem vilja endilega
að dýrin séu ekki aðeins gáfaðar
verur, heldur einnig með sál. Höf-
undurinn, sem er einbúi á norður-
norskri ey og býr þar með labrador
hundi sínum Píu, hefur einstaklega
góða frásagnargáfu og vekur vissu-
lega með öðrum þessa tilfinningu
fyrir því að kannske hafi nú dýrin
líka sál. Frásagnir hans spanna tím-
ann frá „dýr bernsku minnar“ til Píu
sem í dag fylgir honum gegnum
þykkt og þunnt. Skáld og veiðimað-
ur, heimspekingur og smiður, eru
lýsingar sem notaðar hafa verið um
líf Erichsen frá Andöya. En það er
kannske fyrst og fremst hin létta og
ljúfa frásagnargleði, sem hrífur les-
andann með sér og lætur hann
upplifa það sem vakið hefir athygli
einbúans.
David Green/Bjame O. Braastud. Utrolige
katter. Aventura. Oslo 1986. 224 bls.
Sálfræði kattanna er einstök og
allir hafa heyrt að þeir hafi níu líf.
En hvernig ratar köttur langar vega-
lengdir oe kemst lifandi_út úr öllum
þeim vanda, sem hefur gert máls-
háttinn frægan? Hann les hugsanir
þínar og ýmist hlýðir þeim eða lætur
sem hann skilji ekkert þótt þú vitir
betur.
í bókinni eru ekki aðeins hinar
ótrúlegustu sögur af köttum, þó
allar sannar, heldur einnig rann-
sóknir og niðurstöður þeirra um
hina ýmsu hæfileika kattanna. Mál
kattanna er einnig kennt í bókinni
og allt sem um þá er sagt er stutt með
dæmum. Skemmtilegum dýrasög-
um. Ekki aðeins kattavinir heldur
allir dýravinir, munu hafa mikla
ánægju af að lesa þessa bók.
Steven Callahan. Overleve. Aventura. í þýðingu
Ádne Goplen. Oslo 1968. 264 bls.
12 og hálfs mánaðar ferð í björg-
unarbát yfir Atlatshafið, eftir að
skip hans sökk, er ekkert venjulegt
ævintýri. Hér er slíkri ferð lýst af
manni sem ekki aðeins lifði af, en
skráði einnig frjóa frásögn af atburð-
inum og gerði jafnvel fjölda teikn-
inga af því sem á dagana dreif og
hvernig hann fór að til að lifa af.
Þjáningar, vonleysi, örvænting og
einmanaleiki, eru allt hluti af dag-
legu lífi við þessar aðstæður. Þegar
hinsvegar sá sem upplifir þetta er
staðráðinn í að láta ekki yfirbugast,
þá sigrast hann á þessu öllu og getur
notað reynslu sína til að miðla
öðrum. Lestur bókarinnar er mikil-
væg kennslustund í því að lifa af og
gefast aldrei upp.
Peter Wessel Zapffe. Hvordan jeg blev sá flink,
ogandre tekster. Aventura. Oslo 1986.149 bls.
Allt frá því er ég kynntist fyrst
ritverkum Zapffe í bókinni Om det
targiske, hefi ég verið einn af trygg-
um lesendum hans. Það eru ekki
heldur á hverju strái menn, sem svara
verkefni á lokaprófi í lögfræði í
ljóði. Þetta prófverkefni er að finna
í bókinni auk þess svo margt annað
sem er raðað í tímaröð eftir því sem
líf hans hefir runnið og hann verið
frelsaður til hinna ýmsu áhugamála.
Frábær stíll einkennir allt er hann
lætur frá sér, en ekki síður glettnin, sem
jaðrar við sprell. Allt frá djúphyggju
í „Job“ til glettninnar í „Tindbestig-
ere“. Þetta getur aðeins jafn alhliða
höfundur og Zapffe. Lögfræðingur,
sagnfræðingur, útivistarmaður og
rithöfundur og ekkert af þessu í
smáum stíl.
Jun Harr. Lykkeliga Bidler, et kunstportrett.
Aventura. Oslo 1986. Eftir Ivar B. M. Alver. 87
bls. með fjölda litmynda.
Þetta er önnur bókin um Jan
Harr, manninn sem speglar náttúr-
una í myndum sínum, sem Ivar
B.M. Alver, hjá Asker Bærum
Budstikka dagblaðinu skrifar. Ég átti
þess kost að kynnast báðum þessum
mönnum lítillega er ég bjó í Noregi,
þá frímerkjateiknarann Harr og
blaðamanninn Alver. En báðir hafa
gert svo margt fleira að það auðgar
sjóndeildarhringinn að kynnast
slíku. Það væri kannski réttara að
lýsa Harr þannig aðhann yrki náttúr-
una á léreft, eins og mynd hans, til
Tolkien, ber með sér. Hann var
aðeins 27 ára er listasafn ríkisins fór
að kaupa inn myndir eftir hann, en
hann er fæddur 1945. Alhliða mynd-
listarmaður er hann, allt frá leik-
sviðum, búningum, frímerkjum og
til bestu olíumálverka. En hann er
alltaf norður-norskur í lífi sínu og
list. Það er raunar höfundur bókar-
innar líka og hann lýsir lífshlaupi
listamannsins með sínum mjúka
penna er lýsir málaranum sem opnar
ljóðrænar víddir náttúrunnar með
pensli sínum og teikningum.
Christian Borch. Kronpríns Harald. Aventura.
Oslo 1986. 240 bls.
Þetta er fyrsta bókin, sem gefin er
út um ævi Haraldar krónprins, sem
verður fimmtugur í febrúar á þessu
ári. Hann erkonungborinn, tilheyrir.
þeim hópi manna sem er yfirþjóðleg- ’
ur, fæddur til að ríkja. Hvernig
hljómar slíkt í dag? En starf þeirra
er að halda þjóðum saman og vera
tákn þeirrar einingar. Stundum hafa
heyrst raddir um eitt og annað, en
Norðmenn sýndu best hug sinn til
ríkisarfans, með því að gera þessa
ágætu bók að metsölubók fyrir síð-
ustu jól. Höfundurinn sem er blaða-
maður á utanríkisdeild Aftenposten
hefir vandað sig mjög og skilar góðu
verki. Þá er kannski ekki svo lítils
virði að hann lætur persónu krón-
prinsins fá að koma í ljós, er hann
segir álit sitt á fjölda málefna er
hann þarf að fást við og sem eru
ofarlega á baugi í daglegu lífi í
heiminum í dag. Þar fáum við
kannske réttasta mynd af Haraldi af
Noregi.