Tíminn - 17.03.1987, Blaðsíða 1
"...
PÁLL ÁSGEIR Tryggvason
sendiherra afhenti nú í vikunni Kurt
Waldheim, forseta Austurríkis, trúnaö-
arbréf sitt sem sendiherra íslands í
Austurríki.
STJÓRN VERÐBRÉFAÞINGS
Islands var kosin óbreytt. I stjórn sitja
Eiríkur Guðnason formaður, og Svein-
björn Hafliðason frá Seðlabanka
íslands, Gunnar H. Hálfdánarson frá
Fjárfestingafélagi íslands, Pétur H.
Blöndal frá Kaupþingi hf. og Tryggvi
Pálsson frá Landsbanka íslands.
MÁNAFOSS RAKST á
trillu í mynni Eyjafjarðar um miðjan
dag á laugardag. Það verður að teljast
mesta mildi að ekki fór verr. Báturinn
komst heilu og höldnu í land en hann
var skemmdur lítilsháttar á stefni.
Veðurhæð var sex vindstig og stórhríð
geisaði þegar atvikið átti sór stað.
Þrennt var um borð í trillunni en sakaði
ekki. Mánafoss stoppaði og hugaði að
fólkinu um borð en hélt síðan til
Húsavíkur.
ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 1987 - 63. TBL. 71. ÁRG.
Sjávarútvegsráðherra á fundi á Sauðárkróki:
NYSKIPAÐUR utanríkisráð-
herra Noregs, Thorvald Stoltenberg
kemur í opinbera heimsókn til íslands
24. mars. Er þetta fyrsta utanlandsferð
Stoltenberg í embætti utanríkisráð-
herra, en hann varskipaður í embættið
9. mars eftir fráfall Knut Frydenlunds.
ÓÁNÆGJA hefur ríkt meðal
lögreglunnar í Reykjavík með vakta-
fyrirkomulag og verður gerð tilraun
með nýtt skipulag frá næstu mánaða-
mótum. Það var samþykkt með naum-
um meirihluta atkvæða, 56 gegn 54, í
allsherjaratkvæðagreiðslu lögreglu-
manna um helgina. Kjörgengir voru
um 130 manns.
I stað mismunandi vaktalengda áður
verða teknar upp tólf tíma vaktir.
„Þetta er tilraun sem verður gerð
næstu þrjá mánuðina," sagði Bjarki
Elíasson, yfirlögregluþjónn, eftir að
niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru
kynntar í gærmorgun. „En það er of
snemmt að segja nokkuð um hvernig
þetta verður áfram. Eftir þennan
reynslutíma verður jafnvel gerð tilraun
með enn eitt vaktakerfið.“
Og það er ekki óliklegt, með hliðsjón
af því hve margir virðast gegn því
kerfi, sem reynt verður nú.
ÚTHLUTUN úr Tónlistarsjóði
Ármanns Reynissonar fer fram í fjórða
sinn í júní nk. Úthlutunarfé sjóðsins
nemur 175.000,- og er óskað eftir
umsóknum aðila sem hafa tónlist að
aðalstarfi og hafa hug á að semja eða
flytja tónverk innanlands eða utan.
Þeir sem hyggjast sækja um úthlutun
þurfa að senda skriflegar umsóknir þar
sem gerð er grein fyrir fyrirhuguðum
verkefnum, fyrir 1. maí nk. til sjóðsins
að Laugavegi 97, Reykjavík.
FRAMBOÐSLISTI Fiokks
mannsins í Norðurlandskjördæmi
eystra hefur verið ákveðinn.
Efstu sætin skipa:
1. Ragnheiður Sigurðardóttir, tölvun-
arfræðingur, Akureyri. 2. Melkorka
Freysteinsdóttir, bankastarfsmaður,
Reykjavík, 3. Friðrik Einarsson, nemi,
Akureyri. 4. Hrafnkell Valdimarsson,
verkamaður, Dalvík. 5. Hólmfríður
Jónsdóttir, kennari, Arnarvatni, Mý-
vatnssveit. 6. Guðrún María Berg,
læknaritari, Húsavík. 7. Bjarni
Björnsson, útgerðarmaður, Ólafsfirði.
KRUMMI
„Mér heyrist Halldór
hafa valið sér
sóknarmark í
kosningabaráttunni!'
Framsókn í forsvari
fyrir næstu stjórn
- Alþýðubandalag hefur dæmt sig úr leik. Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur vilja
leysa vandann með markaðshyggjusjónarmiðum
Heldur færri mættu á baráttufund framhaldsskólanema á Lækjartorgi í gær en vonast hafði verið eftir,
enda veðrið ekki til fundarhalds fallið.
Kennarar og ríkið:
Tímamynd: Pjetur.
Samningaviðræðum
miðar nokkuð áfram
- skólastarf liggur að mestu niðri
Samninganefndir kennara í HÍK
og ríkisins hófu samningafund í
gær kl. 17, þann fyrsta eftir að
verkfall kennara skall á í gær. Stóð
sá fundur enn þegar Tíminn fór í
prentun og gaf hljóðið í samning-
amönnum tilefni til hæfilegrar
bjartsýni. Hafa aðilar skipst á til-
lögum og reynt að meta þær, og
vildu þeir lítið segja um hvort
samningar væru að nást eða ekki.
Hefur ríkið lagt fram tillögu um
samning til tveggja ára, en kennar-
ar meta þær launahækkanir sem
þar er gert ráð fyrir sem of litlar,
með tilliti til lengdar samningsins.
Hafa þeir því stungið upp á að
gerður verði skammtímasamning-
ur.
Skólanefnd Verslunarskóla ís-
lands gerði í gær kennurum við
skólann tilboð, þar sem gengið er
til móts við kröfur kennara. Felur
tillagan í sér51 þús. kr. byrjunarla-
un fyrir kennara með BA próf, en
kennari með MA próf og 15 ára
starfsreynslu fái 73 kr. í mánaðar-
laun. Þá er gert ráð fyrir 26 stunda
kennsluskyldu á viku. Kennarar
við VÍ ætla sér að íhuga tilboðið gær, í tilefni kjaradeilu kennara.
fram á miðvikudag, áður en þeir Hvöttu þeir aðila til að semja hið
gefa svar. fyrsta, en starf í framhaldsskólum
Um 150 framhaldsskólanemar liggur nú að mestu niðri vegna
söfnuðust saman á Lækjartorgi í verkfallsins. -phh
„Ég fer ekkert leynt með það að
ég tel það vera höfuðatriði að hér
verði mynduð ríkisstjórn eftir
kosningar þar sem Framsóknar-
flokkurinn verðurforystuafl. Hann
hefur verið forystuafl um langan
tíma. Það hefur líka kornið í ljós
að enginn annar flokkur hcfur
getað leitt fram þær sættir sem
þurfa að vera í þjóðfélaginu til að
hægt sé að hafa hér ríkisstjórn sem
heíur bærileg tök. Hitt er annað
mál að við getum ekki orðið for-
ystuafl nema hljóta góða kosningu.
Þó er undantekning á því og var
það árið 1978. Þrátt fyrir að við
fengjum slæma kosningu var leitað
til okkar eftir að hinir höfðu allir
gefist upp," sagði Halldór Ás-
grímsson á fundi með frambjóð-
endum á Sauðárkróki um helgina.
Guttormur Óskarsson bar fram þá
spurningu hvað tæki við eftir kosn-
ingar, hverjir væru möguleikar á
stjórnarmyndun.
Halldór tók hvern flokk og ræddi
lítillega um hann í framhaldi af
spurningu Guttorms.
„Alþýðubandalagið virðist hafa
dæmt sig úr leik. Það er orðið
flokkur sem fyrst og fremst vill
vera á móti, finna eitthvað að og
ala á svartsýni og ná í atkvæði út á
að tala um að þetta sé allt í tómri
vitleysu og það geti iagað eitthvað.
Ekki trúi ég því. Þetta er staðan.
Ef Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis-
flokkur ná saman þá munu hin
ýmsu samfélagsmál verða Ieyst eft-
ir lögmálum markaðshyggjunnar.
Við teljum það vera okkar höfuð-
hlutskipti að koma í veg fyrir það.
Vegna þess að við teljum að slík
stjórn muni leiða til mikillar ógæfu
fyrir okkar þjóðfélag. Þannig að
það er okkar ætlan að verða for-
ystuafl í næstu ríkisstjórn og til
þess höfum við ágætan leiðtoga
sem hefur sannað ágæti sitt og stýrt
ríkisstjórninni prýðilega. Eg sé
ekki að hinir flokkarnir hafi upp á
það að bjóða," sagði Halldór.
- ES
Tíminn 70 ára í dag
- tekið á móti gestum frá kl. 12-18
Tíminn er 70 ára í dag, en
fyrsta tölublaðið kom út 17. mars
1917. Af því tilefni kemur út
sérstakt fylgirit með blaðinu í
dag. Þar er stiklað á stóru um
útgáfu Tímans í fortfð og nútíð.
í tilefni dagsins verður „opið
hús“ í bækistöð blaðsins að Síðu-
múla 15 á milli kl. 12.00 og 18.00.
Á þeim tíma verður boðið upp á
kaffi og meðlæti og er þess vænst
að sem flestir velunnarar Tímans
* *
Timinn
sjái sér fært að líta inn og heilsa
upp á afmælisbarnið.
Þar sem búast má við að vinna
við blaðið verði tafsöm og starfs-
fólk í hátíðarskapi langt fram á
kvöld, verður gengið frá efni
blaðs morgundagsins snemma
dags, þar á meðal fréttum, og
verða þær því ekki alveg nýjar af
nálinni í næsta tölublaði. Að
fagnaði loknum verða Tímamenn
svo tilbúnir í slaginn á ný.