Tíminn - 17.03.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.03.1987, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 17. mars 1987 UTLÖND Tíminn 5 Sambúö þýsku ríkjanna tveggja: Honecker íhugar ferð yfir múrinn Leipzig - Reuter Berlinarmúrínn: Hoppar Honecker þar yfir í næsta mánuði? Borgarstjórinn í Vestur-Berlín sagði í gær að svo gæti farið að Erich Honecker leiðtogi Austur-Þýska- lands yrði viðstaddur hátíð þar sem afmælis borgarinnar verður minnst. Slík heimsókn myndi sannarlega verða söguleg í samskiptum þýsku ríkjanna tveggja. Borgarstjórinn Eberhard Diepgen bauð Honecker fyrr í þessum mán- uði að vera viðstaddur hátíðarhöld í Vestur-Berlín þann 30. apríi til að minnast 750 ára afmælis borgarinn- ar. Borgarstjóranum hafði áður ver- ið boðið að að vera viðstaddur álíka afmælisgleði í Austur-Berlín í októ- bermánuði. Diepgen sagði á blaðamannafundi í Leipzig, þar sem hann hitti Hon- ecker um helgina, að leiðtoginn hefði greinilega sýnt áhuga á boðinu þótt útkljá þyrfti nokkur mikilvæg mál áður en af slíkri heimsókn gæti orðið. Öll málefni varðandi skiptingu Berlínarborgar eru mjög viðkvæm og var haft eftir stjórnarerindrekum í gær að hinir vestrænu bandamenn, Frakkar, Bretar og Bandaríkja- menn, hefðu áhyggjur af hugsanlegri heimsókn Diepgens. Þessar þrjár þjóðir annars vegar og Sovétmenn hins vegar skiptu borginni í tvo hluta eftir styrjöldina við nasistaheri Hitl- ers og hafa síðan ávallt haldið fast við sjálfstæði hvors borgarhlutans fyrir sig. Heimsæki Honecker Vestur-Ber- lín mun hann verða viðstaddur hát- íðarhöld þar sem einnig verða samankomnir Richard Von Weizs- ácker forseti Vestur-Þýskalands og aðrir ráðamenn stjórnarinnar í Bonn. Slíkt myndi sýna fram á sterk tengsl Vestur-Berlínar og Vestur- Þýskalands, eitthvað sem austur- þýska stjórnin neitar að viðurkenna. Það sama myndi gilda um heim- sókn Diepgens til Austur-Berlínar nema að austur yrði að vestur og öfugt. Máiið er því snúið og ekki ríkti mikil bjartsýni í stjórnmála- heiminum í gær á að af heimsóknun- um yrði. Filippseyjar: Stórveldi í skæru- liðaslag New York - Reuler Pl ■ i íHiel*! .1' íí/'L ■; w ’f f ■ i, f Þingkosningamar í Finnlandi: Hægrisveifluna skorti höggþunga Helsinki-Finnlitnd Finnar kusu í gær á síðari degi þingkosninganna þar í landi og samkvænit tölvuspám eftir að 6% atkvæðanna höfðu verið talin tapar Jafnaðarmannaflokkur Kalevi Sorsa forsætisráðherra 2,2% fylgi. Hinn íhaldssami Hægriflokkur, sem er helsti stjórnarandstöðu- flokkurinn og hafði verið spáð verulegri fylgisaukningu, mun samkvæmt tölvuspánni ekki bæta við sig nema litlu fylgi og Græningj- ar munu einnig bæta við sig minna fylgi en skoðanakannanir fyrir kosningarnar höfðu bent til. Samkvæmt tölvuspánni munu Græningjar fá 4.7% atkvæða úr kosningunum en fengu 1,5% árið 1983. Kosningastöðum var lokað klukkan sex í gær og talning þá strax hafin. Á sunnudaginn var þátttakan í kosningunum frekar dræm t.d. var aðsóknin á kjörstað- ina 5% minni en hún var í síðustu kosningum árið 1983. Dræm kjör- sókn virðist spegla stjórnmáladeil- urnar í landinu þar sent lítið er um mikil hitamál. Kalevi Sorsa forsætisráðherra hafði fyrir kosningarnar hótað að segja af sér ef Jafnaðarmanna- flokkur hans tapaði fylgi í kosning- unum en nú fer með völd í landinu samsteypustjórn jafnaðarmanna, Miðjuflokksins og tveggja annarra smærri flokka. í gærkvöldi vildi Sorsa þó ekki taka eins djúpt í árinni er hann var spurður um kosningarnar í finnska sjónvarpinu, sagði þó að greinilegt væri að jafnaðarmenn myndu tapa fylgi. Virðast því margir möguleik- ar á stjórnarsamstarfi vera fyrir hendi nú eftir kosningar. Áskorendaeinvígið í skák: Jafntefli færir Karpov nær sigri Linares, Spánn-Reuter Anatoly Karpov og Andrei Sokol- ov, skákmeistararnir sovésku, gerðu jafntefli í áttundu skákinni í einvígi þeirra um hvor fær að skora á stæðingi sínum. N íunda skákin verð- ur tefld í dag og hefur Sokolov hvítt. Einvígið fer fram í borginni Linares á Suður-Spáni. heimsmeistarann Garry Kasparov. Skákin hafði farið í bið en Karpov samþykkti jafnteflið eftir að hafa séð fyrsta leik Sokolovs. Sokolov skákaði kóng Karpovs með hróki sínum í 41. leiknum og valdi þar með besta leikinn í stöðu þar sem Karpov hefði haft vinnings- möguleika hefði andstæðingur hans valið að fara aðra leið. Karpov hefur nú fengið 5 vinninga en Sokolov 3 í þessu fjórtán leikja einvígi og verður sá síðarnefndi að fara að sigra eigi hann að eiga möguleika gegn hinum reynda and- r * m UTLOr UMSJÓN: Heimir Bergsson BLAÐAMAÐUR ísraelskur Trotský Tel Aviv-Keuler Sonarsonur rússncska bylting- armannsins Leons Trotský og kona hans eignuðust son á sjúkra- húsi í Jerúsalem um helgina. Hjónin eiga heimili í ísraelsku borginni Hebron á hinum her- tekna Vesturbakka. Davíð Axelrod heitir sonar- sonur Trotskýs og er hann tölvun- arfræðingur að mennt. Hann flutti ásamt konu sinni til ísraels frá Sovétríkjunum. Trotský sjálfur var af gyðinga- ættum og var einn af höfuðpaur- um rússnesku byltingarinnar árið 1917. Hann var rekinn frá Sovétr- íkjunum árið 1929 og ráðinn af dögum í Mexíkó árið 1940, sögur hermdu að Jósef Stalín hefði skipað svo fyrir. Reagan Bandaríkjaforseti gaf ný- lega leyniþjónustunni CIA leyfi til að starfa gegn skæruliðum á Filipps- eyjum. Þetta kom fram í vikuritinu fræga Newsweek í gær og sagði í frétt þess að leyniþjónustan banda- ríska fengi margar milljónir dollara til þess að safna upplýsingum um starfsemi skæruliðanna. Newsweek hafði eftir heimildar- mönnum í Washington að Corazon Aquino forseti Filippseyja hefði samþykkt áætlun þessa. CIÁ mun eiga að safna upplýsing- um um pólitíska andófsmenn og í áætluninni verður bandarískum njósnaflugvélum einnig leyft að fljúga yfir filippseyskt landsvæði ef nauðsynlegt þykir. Bandaríska leyniþjónustan mun, samkvæmt heimildunum, bæta tólf mönnum Sumir vilja að Bandaríkjastjón hætti að skipta sér af málefnum Filipps- eyinga: Þeim verður líklega seint að þeirrí ósk sinni við 115 manna starfslið sitt í Manilu- borg til að vinna sérstaklega að þessu verkefni. Newsweek sagði Bandaríkja- stjórn einnig hafa hugað að svipaðri áætlun er Ferdinand Marcos var við völd á Filippseyjum. Aquino komst til valda í landinu fyrir þrettán mánuðum og hefur, eins og fyrir- rennari hennar, þurft að kljást við framsókn skæruliða kommúnista og uppreisnir ýmissa aðskilnaðarhreyf- inga úr hópi múslima. Filippseyjar: Konur í tíðafrí? Maníla-Reuter Samtök útivinnandi kvenna á Filippseyjum hafa farið þcss á leit við ríkisstjórn Corazonar Aquino forseta að hún láti setja lög þar sem kveðið sé á um að konur fái frí þegar þær hafa blæðingar. Dagblað eitt í Maniluborg hafði eftir forvígiskonum samtakanna, sem í eru um fimmtán þúsund meðlimir, að þau færu lram á að gefið yrði að minnsta kosti tveggja daga frí á launum þegar tíðarverkir hæfust. Samkvæmt núgildandi lögum á Filippseyjum geta konúr fengið 45 daga leyfi vegna fæðingar, fóstur- eyðingar eða þegar um fósturlát er að ræða. Þetta leyfi geta konur þó ekki tekið oftar en fjórum sinnum alls. Eigum fyrirliggjandi bensín- og diesel rafstöðvar Rafstöðvar ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.