Tíminn - 17.03.1987, Page 7
Þriðjudagur 17. mars 1987
llillllllllllllli!!!llllllll fréttaskýring ijillillillllllli'lliliíiÍjlllMl^rlillllliílliliy MiííílHllllimillf..!illlilll!i!i;: ■H;illli'!!:^;.!llllllllllllll!':j:il[íllil!l!l!llllv;Jlllllll
Byggðastofnun - loðdýrarækt á íslandi:
Tíminn 7
Ónýtt fjárhús mættu vel
verða víti til varnaðar
Mikill fjármagnskostnaður getur orðið loðdýraræktinni
erfitt ok segja skýrsluhöfundar
MYND 6 FJÖLDI MINKA OG REFA EFTIR FÓÐURSTÖÐVASVÆÐUM
Fjöldi dýra
5000
4000
3000
2000
1000
0
■■ Minkar
B Refir
ŒE Fjöldi búa
Fjöldi minka og refa eftir fóflurstöðvasvcöum: Myndin sýnir hvar fóður-
stöflvar eru starfræktar og má lesa af henni hve mörgum loðdýrabúum hver stöð þjónar.
Fjöldi dýra á svæðinu er sýndur sem hæð súlu við fóðurstöðina. bannig scst að lang
flestir minkar eru í Eyjafirði, milli 4 og 5 þúsund dýr, en rcfir eru flcstir á Suðurlandi, um
3000 dýr. Sjá kafla 8. Sjö loðdýTabú á suðvcsturhomi landsins eru sýnd scm eitt fóður-
stöðvarsvæði. I>ar er ekki fóðurstöð en búin sjá hvert um sitt fóður.
MVND 32
Þúsund
skinn
HEIMSFRAMLEIOSLA BLÁREFASKINNA
Heimsframleiðsla blárefaskinna: Á myndinni er sýndur fjöldi blárcfaskinna a
markaði á Vcslurlöndum.
MVND 35
Milljónir
VERÐMÆTI HEIMSFRAMLEIÐSLU BLÁREFASKINNA
Verðmrti heimsframleiðslu blárefaskinr.a: Súlumar eru fcngnar mcð því að
margfalda saman magn og mcðalvcrð f\TÍr hvcrt ár á föstu vcrðlagi í árslok 1986.
Þótt fjöldi blárefaskinna hafi tvöfaldast frá 1978 til 1985 var heildarverð-
mæti þeirra helmingi minna síðara árið.
Um 1.100 loðdýrabú verða í land-
inu eftir 10 ár verði aukningin sú
sama og síðustu 3-5 ár, en um 500 bú
ef álíka mikið bætist við dýrastofn-
inn árlega og gerðist 1985. „Líklegt
er að raunveruleikinn verði ein-
hversstaðar þarna á milli,“ er niður-
staða starfshóps á vegum Byggða-
stofnunar í skýrslu um loðdýrarækt
áíslandi. Núeru loðdýrabú um200.
Samkeppni um
fiskúrganginn
Starfshópurinn telur að það verði
skortur á fjármagni ásamt arðsemi
sem mestu ráði um framhaldið.
Framboð á fiskúrgangi skipti einnig
máli, en talið er að hann hækki í
verði með vaxandi eftirspurn og
samkeppni um hann. Til framleiðslu
hvers refaskinns þarf 110-130 kg af
fóðri, sem að mestu er fiskúrgangur,
enda er fóðrið um helmingur alls
rekstrarkostnaðar refabúanna.
Til að hagkvæmni náist í fóður-
framleiðslunni þarf loðdýrabúunum
að fjölga. Á hinn bógin óttast
skýrsluhöfundar að miklir styrkir og
ódýrt fjármagn hvetji menn til of-
fjárfestingar í fóðurstöðvum, en þær
njóta nú meiri opinberrar fyrir-
greiðslu en nokkur önnur atvinnu-
grein.
Byggingar tvöfatt dýrari
en í Finnlandi
„Fram hjá því verður ekki horft
að mikill fjármagnskostnaður getur
orðið íslenskri loðdýrarækt erfitt
ok“. Áætlað er að byggingar og
búnaður kosti hér um 33.600 kr.
fyrir hverja refalæðu og 13.900 fyrir
minkalæðu, án söluskatts, en t.d.
19.000 kr. og 7.000 kr. í Finnlandi.
Þessi munur jafngildir um 1,20 kr. á
hvert fóðurkíló í refaræktinni. Að
nokkru stafar hann af því að hér þarf
vandaðri byggingar, en er að sumu
leyti óskýranlegur.
Óþörf fjárhús víti
til vamaðar
„Loðdýrarækt á íslandi er enn á
slíku tilraunastigi að ekki er hægt
með neinni vissu að staðhæfa að þörf
verði fyrir slík hús eftir 10 eða 15 ár.
Reynist ekki rekstrargrundvöllur
fyrir loðdýrarækt munu menn standa
uppi með ónothæfar byggingar og
afborganabyrði af lánum án þess að
hafa af þeim nokkrar tekjur," segja
skýrsluhöfundar, sem telja langan
afskriftartíma skapa vanda við svo
sérhæfðar byggingar.
Þeir mæla með að menn byrji
loðdýrabúskapinn t.d. í gömlum
fjárhúsum - áður en þeir leggi í
stórfjárfestingar. Einnig komi til
greina að nota þau áfram undir
hvolpa. Það megi vel verða loðdýra-
ræktinni víti til varnaðar hvernig nú
sé ástatt um þá miklu fjárfestingu er
liggi í fjölda nýlegra fjárhúsa sem
ekki sé lengur þörf fyrir.
Tíminn hefur áður sagt frá því
áliti hópsins að blárefarækt sé og
verði vonlaus taprekstur. í því dæmi
var þó að hluta reiknað með meiri
hagkvæmni heldur en hér hefur
verið í raun, svo sem að hús væru
fyllt strax í upphafi, bærilegri frjó-
semi, og 8 kr. fóðurverði sem í raun
væri 7 til 10,50 kr..
Vonbetri um minkinn
Minkaræktin er talin gefa mögu-
leika á mun betri afkomu en blárefa-
ræktin við hagstæð skilyrði. f minka-
dæminu er reiknað með 700 læða búi
og að það gefi af sér 3.311 þús. kr.
brúttótekjur hvar af um 516 þús. kr.
verði eftir sem laun á ári. Meðal
forsendna eru: 4,3 skinn á paraða
læðu, 56 kg fóðurnotkun á skinn og
1.100 kr. skinnaverð. Með 1.400 kr.
meðalverði gætu bændur haft mjög
góð laun, en slíkt verð náist þó
tæplega nema í mjög góðum árum.
Fram kemur að bæði skortir á í
gæðaflokkum og eftirsóttustu lita-
samsetningum til að íslenskir bænd-
ur hafi náð heimsmarkaðsverði að
meðaltali fyrir sín skinn, þar hafi
minkabændur þó náð betri árangri
en hinir.
Heimsframleiðsla minkaskinna
hefur vaxið úr tæplega 20 millj. upp
í rúmlega 33 millj. skinna á um 6
árum, og þar af er hátt í helmingur-
inn á Norðurlöndunum. Verðið hef-
ur farið upp og niður og nokkur
verðlækkun átt sér stað en ekki í
beinum tengslum við aukið framboð
eins og á blárefamarkaðinum, enda
vöxturinn ekki nærri eins mikill.
Fjöldi blárefa
fimmfaldast
Framleiðsla blárefaskinna hefur
fimmfaldast - úr um 600 þús. skinn-
um í 3 milljónir - á rúmum áratug.
Þar af koma um 2 millj. skinna frá
Finnlandi. Blendingsræktun blárefa
og silfurrefa hófst að ráði 1980 og
um 360 þús. slík komu á markað frá
Norðurlöndunum 1985. Þessi skinn
seljast á mun hærra verði en blá-
refaskinn. Þótt mjög hátt verð hafi
fengist fyrir mörg þau litaafbrigði
sem fram hafa komið hafa sölusam-
tökin Saga Furs nokkrar áhyggjur af
því að ekki verði hægt að selja
óendanlega margar tegundir lita-
afbrigða á refaskinnum. Vitnað er til
þess að það sama hafi átt sér stað í
minkaskinnum, en að lokum hafi
einungis örfá litaafbrigði verið eftir
sem sígild markaðsvara. Þó ekki sé
ástæða til annars en að taka þátt í
þessum leik sé ljóst að slík tilrauna-
starfsemi geti verið góð fyrir einn og
einn bónda en aldrei fyrir þá alla.
Hvort hægt verði að nýta innlenda mel-
rakkann til blöndunar fari eftir
niðurstöðum rannsókna sem nú
standa yfir.
Óttast iága vexti og styrki
„Engin atvinnustarfsemi sem ver-
ið er að byggja upp á íslandi núna
býr við jafn mikla opinbera fyrir-
greiðslu og fóðurstöðvar. Því er afar
mikilvægt að rétt sé að verki staðið
í uppbyggingunni þar sem þeir aðilar
sem að rekstri þeirra standa hafa
ekki mikið aðhald af markaði annars
vegar eða fjármagnskostnaði hins
vegar. Auk þess er hér um að ræða
nýja atvinnugrein þar sem ekki er
um mikla reynslu að ræða,“ segja
skýrsluhöfundar.
Frystigeymsla geysidýr
Þeir reiknuðu út stofnkostnað
2.000 tonna, 5.000 tonna og 15.000
tonna fóðurstöðva og telja hann um
24, 37 og 59 millj. króna. Fram-
leiðslukostnaður á kíló fóðurs er
talinn frá 10-11 kr. í illa nýttum
stöðvum, en að hann geti farið niður
í 6-7 krónur við bestu nýtingu.
Athygli vekur að kostnaður við fryst-
ingu og geymslu á fiskúrgangi er
mjög mikill, eða um 3,25 kr. á kg í
þrjá mánuði. Sækja megi ferskan
fiskúrgang allt að 350 kílómetra leið
án þess að kostnaður verði hærri en
við frosinn og geymdan fiskúrgang.
Flutningskostnað á fóðrinu til bænda
er sagt erfitt að reikna út enda
aðstæður allar mjög misjafnar.
-HEI