Tíminn - 17.03.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.03.1987, Blaðsíða 2
Bjargað eftir næturlangt volk Ungs Reykvíkings, sem hafði haldið í vélsleðaferð ásamt tveim- ur kunningjum sínum, var leitað af nær öllum björgunarsveitum af suðvesturhorni landsins. Mennirnir höfðu lagt upp frá Sigöldu á föstudagskvöldið á leið til Landmannalauga. Einn þeirra varð viðskila við félag sitt þá bróðurpartur leiðarinnar var að baki og þegar hann hafði ekki gert vart við sig á laugardags- kvöldið voru björgunarsveitir kvaddar til. Hann fannst heill á húfi árla sunnudags og var hress og brattur þrátt fyrir volk um nóttina. Hann hafði misst sleðann niður um ís á Tungná og ekki tekist að ná honum upp einn. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli hafði verið skipulega staðið að leitinni og lögreglan verið í sífelldu sam- bandi við björgunarsveitir úr bíl við Sigöldu. þj 2 Tíminn, Húsbyqgjendur verktakar! Timbur er okkar fag! Timburvinnsla KEA framleiðir: • Límtré • Allskonar lista • Panel í Byggingavörudeild fæst nánast allt sem húsbyggjendur og verktakar þarfnast. Hafið samband! Þriðjudagur 17. mars 1987 Heiðurslaunahafar sitjandi í fremri röð en í aftari röð er stjórn Brunabótafélags fslands og forstjórar félagsins. Brunabótafélag íslands: Sex fengu heiðurs- laun Brunabótafélag íslands hefur út- hlutað árlegum heiðurslaunum sínum. Jóhannes Þorkesson efna- fræðingur í Reykjavík hlaut heið- urslaun í 2 mánuði til að kynna sér nýjungar á sviði mælitækni og rann- sókna á brunasýnum þegar grunur leikur á að um íkveikju sé að ræða. Ketill Sigurjónsson frá Forsæti í Villingaholtlshreppi hlaut heiðursla- un í 2 mánuði til að ljúka smíði á 10 radda pípuorgeli, sem hann hefur haft í smíðum og er frumsmíð á íslandi. María Kristjánsdóttir leik- stjóri frá Húsavík og Þórunn S. Þorgrímsdóttir leikmyndateiknari frá Reykavík hlutu saman heiðurs- laun í 3 mánuði til að auðvelda þeim að vinna handrit og undirbúnings- starf fyrir kvikmynd um „Barna- Arndísi". Sævar Bjarnason alþjóð- legur skákmeistari frá Reykjavík hlaut heiðurslaun í 2 mánuði í því skyni að afla sér stórmeistaratitils með þátttöku í sterkum alþjóðlegum skákmótum. Ævar Petersen fugla- fræðingur í Reykjavík, hlaut heið- urslaun í þrjá mánuði í því skyni að ljúka athugunum sínum á fugla lífi Breiðafjarðareyja og skrásetja ör- nefni eyjanna. Barðaströnd: Samein- ing f imm hreppa ákveðin -yfirgnæfandi meirihluti fylgjandi sameiningunni Um síðastliðna helgi fór fram atkvæðagreiðsla meðal íbúa 5 hreppa á Barðaströnd um það hvort sameina skyldi hreppana eða ekki. Hrepparnir sem um ræðir eru Geiradalshreppur, Reykhólahrepp- ur, Gufudalshreppur, Flateyjar- hreppur og Múlahreppur. íbúar þessara hreppa samanlagt eru um 390 talsins. Yfirgnæfandi meirihluti sam- þykkti sameininguna, eða 165 af 177 sem greiddu atkvæði. 9 voru á móti sameiningunni og þrír seðlar voru auðir. Á kjörskrá voru 256 en þó nokkrir eiga lögheimili í hreppunum án þess að hafa fast aðsetur. í Múlahreppi voru aðeins 2 á kjörskrá en enginn hefur haft fasta búsetu í hreppnum til nokkurra ára. Nýja hreppnum hefur ekki verið gefið nafn og mun það verða verk- efni sveitarstjórnanna og fulltrúa frá Félagsmálaráðuneytinu að taka ák- varðanir um fjármál hreppanna, hve margir sveitarstjórnarmenn verði í nýja hreppnum og að gefa honum nafn. Það er síðan háð ákvörðunar- valdi Félagsmálaráðuneytisins hve- nær sameiningin fer formlega fram. „Með nýjum sveitarstjórnarlögum hafa skoðanir manna breyst nokkuð á sameiningu hreppanna. í nýju lögunum er kveðið á um að sameina skuli þá hreppa sem hafa færri íbúa en 50 og ennfremur er óvíst með framtíð sýslunefnda í nýju lögun- um“, sagði Grímur Arnórsson á Tindum, formaðursamstarfsnefndar um sameiningu hreppanna. ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.