Tíminn - 04.04.1987, Qupperneq 5

Tíminn - 04.04.1987, Qupperneq 5
Laugardagur 4. apríl 1987 Tíminn 5 Halldór Ásgrímsson um sameiginlega sjávarútvegsstefnu Alþýðubandalags og Borgaraflokks: - Sjálfstæðisflokkur tekur ekki á málinu og Jón Baldvin flubrar að hlutunum, segir sjávarútvegsráðherra „Útaf fyrir sig fagna ég því að fá þetta fram hjá þessum flokkum, en ég myndi hins vegar ráðleggja þeim að vera ekki á sama tíma að tala um að bæta kjörin í þjóðfélaginu, ef þeir ætla að framfylgja slíkri stefnu í sjávarútvegsmál- um,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra í samtali við Tímann í gær. Halldór krafðist þess í Tímanum fyrir skömmu að stjórnmálaflokkarnir kæmu fram með stefnu varðandi framhald fiskveiðistjómunar fyrir kosningar og nú hafa flestir flokkanna komið fram með einhverjar hugmyndir í þessu máli. Frjáls sókn í heildarkvóta Nú síðast hefur Borgaraflokkur- inn kynnt stefnu sína varðandi fiskveiðistjórnun. í stefnuskrá flokksins segir m.a. að nauðsynlegt sé að efla sjávarútveginn og „því vill Borgaraflokkurinn Ieggja niður kvótakerfið og taka upp heildar- kvóta, sem verður endurskoðaður árlega, með tilliti til stærðar fiski- stofnanna hverju sinni.“ Einnig segir í stefnuskránni: „einnig skal fiskiskipastóllinn endurnýjaður eftir þörfum." Júlíus Sólnes einn aðal hugmyndafræðingur Borgara- flokksins sagði í samtali við Tím- ann að „það yrði að vera hægt að reka sjávarútveg á þeim grundvelli Fyrr í vetur lögðu Karvel Pálma- son, Jón Baldvin Hannibalsson o.fl. þingmenn fram frumvarp um að skerða þorskkvóta þeirra byggðarlaga, þar sem sjávarútveg- ur stendur fyrir minna en 35% ársverka og dreifa honum til staða sem hafa fleiri ársverk í atvinnu- greininni. Meiri hluti sjávarútvegsnefndar neðri deildar Alþingis lagði til að frumvarpið yrði fellt enda hefði samþykkt þess í för með sér ófyrir- sjáaníegar afleiðingar fyrir marga útgerðarstaði og jafnvel hætt við að útgerð legðist þar af. Nefndarálitinu fylgja athyglis- verðir útreikningar á áhrifum skerðingar þorskkvótans á þá 17 útgerðarstaði, þar sem minna en 35% ársverka 1986 eru í sjávarút- vegi. Ennfremur má geta þess að nokkrir þessara staða eru rétt við þetta hlutfall. Að meðaltali felur frumvarpið í sér 44,5% skerðingu á þorskkvót- anum í þessum 17 plássum. Ef tekin eru dæmi af handahófi þá færi þorskkvótinn í Keflavík úr 11.306 tonnum í 6.842. Það sem undarlegt er í þessu tilviki er sú staðreynd að af níu umsögnum sem bárust sjávarútvegsnefnd um frumvarpið var bæjarstjórn Kefla- víkur sú eina sem fagnaði frum- varpinu. Þorskkvóti Hafnarfjarðar mundi lækka um tæplega 5.000 tonn, úr 10.276 í 5.710 tonn. Akranes mundi missa kvóta upp á 4.243 tonn. ísafjörður, aðalútgerðar- staðurinn í heimabæ fyrsta flutn- ingsmanns, Karvels Pálmasonar, mundi missa 5.658 tonn af þorsk- að vel rekin fyrirtæki geti skilað miklum hagnaði í þjóðarbúið. Kvótinn, eins og hann er núna gerir það að verkum að kannski duglegustu og best reknu fyrirtæk- in verða að draga saman seglin af því að þeim er skammtaður mjög naumur kvóti, en svo eru aðrir sem hafa lítið vit á útgerð og slæman rekstur á sínum fyrirtækjum, þeir fá kannski því meiri kvóta. Petta getur ekki gengið öllu lengur." Að leggja flotanum í byrjun sumars Pessa gagnrýni á núverandi stjórnun fiskveiða og þær lausnir sem boðaðar eru, að afnema kvóta á hvert einstakt skip og láta heild- kvóta, fara úr 12.733 tonnum í rétt rúmlega 7.000. Sauðkrækingar mundu tapa 2.687 tonnum af þorski, en þeir höfðu kvóta upp á 6.047 tonn. Siglufjörður missti um 4.000 tonn, Akureyri 4.658 tonn, Húsavík rúmlega 3.000 tonn. Þá mundi lög í þessa átt vega hastarlega að ýmsum smáum byggðarlögum. Vogar á Reykja- nesi, sem hafa þorskkvóta upp á arkvóta duga, sagði Halldór Ás- grímsson ekki nýja af nálinni. „Það má segja að Skúli Alexandersson, þingmaður Alþýðubandalagsins hafi tilkynnt svipaða stefnu í blaða- grein fyrir nokkru og Þjóðviljinn tók síðan nýlega upp í leiðara. Stefna Alþýðubandalagsins og Borgaraflokksins í þessu er því svipuð að því leyti að heildarkvóti væri ákveðinn og síðan gætu menn keppst við að veiða upp í hann. Þessari stefnu hefur verið hafnað og hagsmunaaðilar telja að hún sé ófær,“ sagði sjávarútvegsráðherra. Aðspurður hvers vegna þessari leið hafi verið hafnað sagði Halldór Ásgrímsson. „Þetta myndi leiða til þess að misskipting afla milli landshluta ykist. Samkeppnin myndi verða gífurleg og kostnaður- inn við að ná í aflann myndi stórhækka og þjóðarbúið tapa ótrúlegum fjárhæðum og kjör fólks versna. Menn verða líka að gera sér grein fyrir hvaða afleiðingar þetta mun hafa ef af verður. Heild- arkvótinn yrði veiddur upp fyrri hluta ársins. Til dæmis myndi þetta 1.188 tonn, hröpuðu niður í 660 tonn. Kvóti Kópaskers minnkaði um 347 tonn, færi úr 778 tonnum í 432. Tveir litlir útgerðarbæir á Austurlandi, kjördæmi Hjörleifs Guttormssonar eins flutnings- manna frumvarpsins, yrðu einir fyrir skerðingu. Bakkafjörður tap- aði 649 tonna kvóta, færi úr 1.460 tonnum í 811. Borgarfjörður eystri mundi missa 249 tonn af þeim 560 sem staðurinn hefur í dag. ÞÆÓ þýða að nú«u á vertíðinni væri verið að stöðva allan flotann um þessar mundir að undangenginni gífurlegri samkeppni milli skip- anna í landinu. Ef það er góð veiði í Breiðafirði og léleg veiði annars staðar í landinu þá flykkjast öll skipin á þann stað sem veiðin er góð til að ná í sína hlutdeild í heildarkvótanum. Það ætti hvert mannsbarn að geta séð þetta fyrir sér, þetta er eins og ef efnt er til útsölu á nauðsynjavöru sem ein- ungis er til í takmörkuðu magni. Það sama gerist í fiskveiðunum. Það sem þessir flokkar eru að bjóða fólki upp á eru gamlar lumm- ur sem búið er að ræða fram og til baka og hefur verið hafnað. Undir svona nokkuð tekur enginn sem á annað borð þekkir til á landsvísu. Vitaskuld eru mismunandi sjón- armið víða á landinu en um þetta yrði hinn mesti ófriður á landinu í heild. Ég hélt nú satt að segja að stjórnmálaflokkar yrðu að taka tillit til heildarhagsmuna en ekki sérhagsmuna," sagði Halldór. Gæðin ekki aukin með reglugerðum f þeim hugmyndum sem Skúli Alexandersson þingmaður Alþýð- ubandalags hefur reifað og Borgar- aflokkurinn hefur gert að sínum kemur fram að stýring í aflann gæti orðið í gegnum stórauknar kröfur um gæði og meðferð afla. Ef þær kröfur væru nægjanlega miklar, myndi afkastageta fiskiskipastóls- ins minnka verulega. Um þessa röksemd sagði Halldór að gæði aflans yrðu ekki aukin svo vel færi með valdboði. „Gæðin verða ekki aukin fyrst og fremst með reglu- gerðum. Gæðin verða aukin með hvatningu, þannig að hver og einn sjái hag sinn í því að auka gæðin. Einmitt það hefur verið að gerast eftir að kvótakerfið var tekið upp og miklar framfarir orðið í gæða- málum. Hins vegar er það svo með þetta eins og annað að það gerist ekki á einum degi.“ Flumbrugangur Halldór Ásgrímsson sagði enn- fremur að stefna Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks varðandi stjórnun fiskveiða ylli sér miklum vonbrigð- um vegna þess að þar væri ekki tekið á málum af neinni alvöru. „Sjálfstæðisflokksmenn og alþýðu- flokksmenn tala mjög óljóst um þessi mál. Þeir hafa sagt að það þurfi að auka frjálsræðið án þess að skilgreina á hvern hátt það skuli gert. Formaður Alþýðuflokksins hefur lýst því yfir að leggja eigi þetta kerfi alveg niður, „brjóta það niður“ er víst orðalag hans, eins og raunar um svo margt annað í þjóðfélaginu. Það mun að sjálf- sögðu leiða til upplausnar. Hins vegar virðast þessir menn nú marg- ir hverjir vera talsmenn upplausnar og það er þeirra vörumerki nú til dags. Ég tel að kjósendur ættu að líta vel á það vörumerki áður en þeir treysta þeim mönnum." Þó hljótt hafi verið um fiskveiði- stjórnun á Alþingi eftir að sam- þykkt voru lög unr að kvótinn gilti til tveggja ára, hafa þó komið fram tillögur um endurbætur á kerfinu og er þar skemmst að minnast tillögu formanns Alþýðuflokksins o. fl. um sérstakan kvótaauka til handa stöðum þar sem 35% vinn- uaflsins væri í sjávarútvegi (sjá annars staðar á síðunni). Halldór sagði aðspurður um hvort slíkar endurbætur væru ekki gagnlegar, að þessi tillaga bæri best vitni hroðvirkni og sérhagsmunasýn flytjenda hennar. „Þetta er dæmi um það þegar menn horfa á ákveðna sérhagsmuni án þess að gera sér grein fyrir því hvernig það kemur út fyrir hcildina. Flokksfor- maður Alþýðuflokksins skrifaði upp á þetta frumvarp og það ætti nú að vera nægileg sönnun þess hvernig hann flumbrar hlutunum af. Annars þarf svosem ekki að fjölyrða um þann vitnisburð sem þetta frumvarp veitir starfsaðferð- um flokksformannsins, þær ein- kennast af þröngsýni,“ sagði Hall- dór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra. - BG Útboð Klæðingar á Vesturlandi Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla samtals 23,0 km, magn 128.000 fermetrar. Verki skal lokið 20. ágúst 1987. wpQAGERÐIN Útb°ösgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi og Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 7. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 27. apríl 1987. Vegamálastjóri Útboð Byggingarnefnd Kirkjuhvols á Hvolsvelli óskar eftir tilboðum í að steypa sökkla og grunnplötu f. 2. áfanga Kirkjuhvols, heimilis aldraðra á Hvolsvelli. Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudegin- um 7. apríl n.k. á skrifstofu Hvolshrepps gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 21. apríl n.k. kl. 14:00. Byggingarnefnd Kirkjuhvols Laus staða Vestmannaeyjabær auglýsir stöðu forstöðumanns safnahúss laust. Háskólamenntun í bókasafns- fræðum er æskileg. Safnahús Vestmannaeyja hýsir bókasafn bæjar- ins, eitt elsta bókasafn í landinu, byggðasafn og listmunasafn svo og skjalasafn í rúmgóðu og nýlegu húsi. Frekari upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma 98- 1088 og 98-1092 á vinnustað. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum, Arnaldur Bjarnason. Tillaga alþýöuflokksmanna o.fl.: Minnka þorskkvóta 17 útgerðarstaða um 44,5% Meiri hluti krata í Keflavík fagnaöi frumvarpinu þó skerðingin kæmi þungt niður þar í bæ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.