Tíminn - 04.04.1987, Síða 6
6 Tíminn
Laugardagur 4. apríl 1987
F ORD
Á GÓÐU VERÐI
rmHF
Járnhálsi 2. Sími 673225
110 Rvk. Pósthólf 10180
ENDURSKINS-
MERKI ERU
NAUÐSYNLEG
FYRIR ALLA
||UI^FERÐAR
Varahlutir
í FORD og
MASSEYFERGUSON
dráttarvélar
ágóðu verði
MÉmm
MðmmmiF
Járnhálsi 2. Sími 673225110 Rvk.
Pósthólf 10180.
VARAHLUTIR í
Perkins - Motora
- en hversýning kostar þjáningar
Jackie og Sophia eru báðar glæsileear í nýju peysunum sínum, - en
líklegt er að þær verði ekki oft á mannamótum í þeim hér eftir
Jackie 0 &
Sophia L í
eins peysum!
Þ
ær Jackie Onassis og Sophia
Loren hafa greinilega mjög líkan
smekk. Parna hafa þær báðar keypt
sér nákvæmlega eins glitrandi
kvöldpeysur með eins skreytingum
og hvaðeina.
Sem betur fer fyrir þessar fínu
frúr, þá voru þær sín í hvorri
heimsálfunni að spóka sig í glit-
peysunum sínum: Sophia stikaði í
sinni skrautlegu peysu inn á
skemmtistaðinn Maxim í París, -
en
Jackie kom í sinni peysu á opnun
listsýningar í Metropolitan Muse-
um of Art í New York.
Michele Hillidge er nú
talin ein af bestu töfra- og
sjónhverfingameisturum í
heimi. En hún hefur sagt,
að í hvert sinn sem hún
kemur fram sé í henni kvíði
fyrir að hún geti ekki lokið
sýningunni, því hún þjáist
af ólæknandi liðagigt. Þó
Michele æfi og hiti sig upp
fyrir hverja sýningu, þá má
hún búast við þjáningum og
verkjum sem geta orðið það
slæmir að hún verði að taka
sér hlé, eða jafnvel gefast
upp á sýningunni.
Michele er 25 ár, falleg ljóshærð
stúlka, sem var dansari að atvinnu.
Það er ekki lengra síðan en rúm
tvö ár, að Michele var með dans-
flokki sínum í furstadæminu Ba-
hrain í sýningarferðalagi. Hún varð
þá iasin, en þegar hún ætlaði að
byrja aftur að dansa, þá fann hún
að það var henni algjört ofurefli að
lyfta upp fótunum og sparka hátt,
eins og þær gerðu í lokaatriðinu.
Michele hélt að þetta væri einhver
stirðleiki eftir lasleikann, en næsta
dag gat hún varla gengið og þá sáu
forstöðumenn dansflokksins að al-
vara var á ferðum. Hún var send
heim til Englands í flýti til rann-
sóknar.
„Læknarnir sögðu mér að ég
Með tígrísdýr
á bögglaberanum!
Þ
essi undraverði dýratemjari
gefur hérna tveimur tígrísdýrum
eina „salíbunu“ með sér á sérsmíð-
uðu mótorhjóli, - með bögglabera
sem getur borið tvö tígrísdýr. Þau
eru vinaleg við húsbónda sinn, og
hjúfra sig upp að honum og sleikja
vanga hans.
Dýratemjarinn heitir Massimi-
liano Nones, og hann er hér að
sýna á Alþjóðlegu Sirkushátíðinni
í Mónakó. Annað dýrið hans er
Síberíu-tígur, en hitt dýrið er frá
Bengal.
Nones dýratemjari brosir þegar tígrísdýrin hans hjúfra sig í hálsakoti hjá
honum
Hvflíkur eldgleypir! Allir gapa í
hrifningu þegar Michele sýnir
hvernig stúlka getur leikið sér með
eldinn.
að hafi til þessa verið hápunkturinn
á ferli sínum í töfra-bransanum.
Meðan á endurhæfingu Michele
stóð kynntist hún töframanni, sem
kenndi henni mörg brögð. Hún var
áhugasöm og sérlega lagin. Ekki
spillti það fyrir, að meðan Michele
hafði verið í dansflokknum hafði
hún bæði lært magadans og verið
eldgleypir. Þetta kom henni nú að
góðum notum. Hún segist nota
magadansinn til að leiða athyglina
frá galdrabrögðunum sem hún er
að gera, því þá horfi enginn á
hendur hennar!
Það var á skemmtun fyrir enska
hermenn í Norður-frlandi sem
Michele kom fyrst fram sem töfra-
kona. Hún vakti svo mikla hrifn-
ingu, aðsíðan hafa tilboðinstreymt
til hennar og hún unnið sér mikið
álit í faginu.
Michele með hvíta oe
svarta kanínu, sem hún
lætur ýmist hverfa eða
koma fram á ýmsum
stöðum. Fólk getur ekki
haft augun af hinni
fallegu stúlku, en gleymir að fylgj-
ast með höndunum á henni og
kanínunum.
væri með ólæknandi liðagigt. Ég
var auðvitað óskaplega leið og
fannst ekkert vera framundan hjá
mér. En svo sneri ég mér að
endurhæfingar-prógramminu af
áhuga, og það gekk betur en nokk-
ur hafði þorað að vona,“ sagði
Michele nýlega í viðtali þegar hún
tók við viðurkenningu frá alþjóð-
legum samtökum töframanna fyrir
frammistöðu sína. Það segir hún