Tíminn - 04.04.1987, Page 16

Tíminn - 04.04.1987, Page 16
Guömundur G. Þórarinsson er til viðtals á skrifstofu Framsóknar- flokksins í Nóatúni 21, á miðvikudögum kl. 10.00-12.00 og Finnur Ingólfsson er til viðtals á föstudögum kl. 10.00-12.00 á sama stað. Framsóknarfélögin í Reykjavík. Sandgerði - viðtalstími Frambjóðendur B-listans, El ín Jóhannsdóttir og Jóhann Einvarðsson, verða á kosningaskrifstofunni 4. apríl. Allir velkomnir. Keflavík - viðtalstími Frambjóðendur B-listans, Elín Jóhannsdóttirog Jóhann Einvarðsson, verða í Framsóknarhúsinu laugardaginn 4. apríl frá klukkan 13-16. Allir velkomnir. Keflavík - viðtalstími Frambjóðendur B-listans, Jóhann Einvarðsson og Niels Árni Lund, verða í Framsóknarhúsinu næstkomandi föstudagskvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Hafnarfjörður Fundur í fulltrúaráði Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði mánudag 6. apríl kl. 21. Stjórnin. Suðurland Stór Bingó Staður: Inghóll Selfossi Tími: 14.00 til 18.00 Dags: 5. april 1987 Verð: 1 spjald 200 kr. Umferðir: 12..?? Vinningar: 1. Vídeótæki „Samsung" 2. Kassagítar „Maxtone" 3. Útvarp og vekjari „tec 420“ 4. Ferðaútvarp + steríótæki „Panasonic RX4936L" 5. 6. 7...Reiknivélar (vasatölvur), lampar, Trival pursuit, eigulegar bækur, sælgæti, konfekt ofl... F.U.F. Árnessýslu P.S. kaffiveitingar verða á staðnum Verðmæti vinninga tugir þúsunda..!!! Vestmannaeyjar Kosningaskrifstofan við Kirkjuveg er opin frá kl. 16.00 til 18.00 og 20.30 til 22.00 sími 98-2331. Norðurland eystra Mývetnlngar Orðsending til kjósenda: Frambjóðendur B-listans eru tilbúnir til að koma í heimsóknir og ræða stjórnmálaviðhorfið og baráttumál Framsóknarflokksins á næsta kjörtímabili. • Vinnustaðir • Klúbbfundir • Starfshópar • Heimahús • Félagasamtök Ef þið hafið áhuga á að ræða við okkur, kynnast skoðunum okkar eða > koma ykkar sjónarmíðum á framfæri þá hafið samband við kosninga- skrifstofuna að Hafnarstræti 90, sími 21180. Kosningastjóri. Utankjörstaðakosning Sérstakur starfsmaður vegna utankjörstaðakosninga er Hanna B. Jónsdóttir. Opið er frá kl. 9.00-22.00 virka daga. Kosningastjórar og aðrir trúnaðarmenn hafi samband sem fyrst. Sími 27405. Skrifstofa Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Laugardagur 4. apríl 1987 lllllllll DAGBÓK ' ~ Björn önundarson tryggingayfírlæknir verður sextugur mánudaginn 6. apríl. Hann er kvæntur Sigríði Sigurjónsdóttur. Björn og kona hans taka á móti gestum á afmælisdaginn í Fclagsheimili rafveitunn- ar við Elliðaár milli kl. 17.00 og 19.00. Ferðamarkaður og fjölskylduhátíð ÚTSÝNAR í Broadway í dag 1 dag, laugard. 4. apríl hefur Ferða- skrifstofan Útsýn opiö hús í Broadway kl. 13.30-16.30 og veitir hvers konar upplýs- ingar um fcrðalög til um 20 landa. Myndbönd vcrða í gangi frá ýmsum stöðum og úrval myndskrcyttra upplýs- inga. Nokkur fyrirtæki kynna vörur sínar og gefa gcstum að smakka ókcypis. Skcmmtiatriði vcrða um miðjan daginn á sviðinu í Broadway og veitingar fást keyptar á vcgum hússins. Allir gestir fá ókcypis happdrættismiða og í lokin vcrð- ur dregiö í lcikfangahappdrætti fyrir börn og ferðahappdrætti fyrir fulloröna. Til að anna cftirspurn hcfur Útsýn í huga að bæta við nokkrum fcrðum á háannatím- anum. Tekist hcfur að auka við gistirými á vinsælustu gististöðunum á Costa dcl Sol. Skemmtifundur Félags hamonikuunnenda Sunnudaginn 5. apríl kl. 15.00 verður haldinn skemmtifundur Félags harmon- ikuunnenda í Tcmplarahöllinni við Skóla- vörðuholt. Harmonikuhljómsveit kemur fram og fl. harmonikuleikarar. Félagskonur sjá um veitingar og stiginn verður dans í lokin. Allir ávallt velkomnir. Skemniti- nefndin. Tónlistarskólinn í Reykjavík: Burtfararprófstónleikar Tónlistarskólinn í Reykjavík hcldur burtfararprófstónleika mánudaginn 6. apríl kl. 18.00 í húsnæði skólans að Laugavegi 178, 4. hæð. Kristján Valdi- marsson, gítarleikari flytur verk eftir Luis De Narvaez, Silvius Leopold Weiss, Leo Brouwer, William Walton og F. Moreno Torroba. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Samsöngur Selkórsins á Seltjarnarnesi Selkórinn á Seltjarnarnesi heldur hina árlegu opinberu tónleika sína fyrir styrkt- arfélaga og aðra söngunnendur í dag, laugard. 4. apríl kl. 16.00 og sunnud. 5. apríl kl. 16.00 í sal Tónlistarskóla Sel- tjarnarness. Á cfnisskrá cru innlend og erlend lög, einsöngvari með kórnum er Viktor A. Guðlaugsson, stjórnandi er Friðrik V. Stefánsson og undirlcikarar eru Kristín Kristjánsdóttir og Gylfi Gunnarsson. Hinn árlegi dansleikur Selkórsins verð- ur haldinn Iaugard. 2. maí í Félagshcimili Seltjarnarness. Allt fólk á Stór-Seltjarn- arnessvæðinu er velkomið á ballið, en húsið verður opnað kl. 21.00 og fjörið stendur til kl. 03.00.- Selkórinn. Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvctningafólagið í Reykjavík hcldur félagsvist í dag, laugard. 4. apríl kl. 14.00 í félagsheimilinu Skeifunni 17. Allir vel- komnir. Háskólafyrirlestur um öryggismál Norðurlanda Mánud. 6. apríl mun dr. Klaus Törn- udd flytja fyrirlcstur um Finnland og öryggismál Norðurlanda (Finland and Nordic Security) í boöi Félagsvísinda- deildar Háskóla Islands. Klaus Törnudd cr stjórnmálafræðingur að mennt og hefur unnið bæði sem háskólakennari og í utanríkisþjónustu og utanríkisráðuneyti Finnlands. Hann starfar nú í utanríkis- ráðuneytinu og cr jafnframt dósent í stjórnmálafræði við háskólann í Hclsinki. Hann hefur skrifað margar tímaritsgrein- ar og bækur cinkum á sviði alþjóðastjórn- mála. Fyrirlcsturinn verður haldinn í stofu 101, í Odda og hcfst kl. 17.15, hann verður fluttur á ensku og cr öllum opinn. Kvikmyndasýning MÍR á sunnudag Á morgun, sunnud. 5. apríl kl. 16.00, verður sovéska kvikmyndin „Grimmdar- lcg hcfnd Stakhs konungs'' sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Leikstjóri er Valerí Rúbintsik. en með aðalhlutverk fara Boris Plotnikov og Elcna Dimitrova. Sagan gerist í Palesí-skógarhéraðinu í Hvíta-Rússlandi t lok 19. aldar. Skýringar með myndinni eru á ensku. Aðgangur að kvikmyndasýningum MÍR er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Iðnskóladagur Iðnskóladagur, hinn árlegi kynningar- dagur Iðnskólans í Reykjavík verður laugardaginn 4. apríl n.k. Allar verklegar deildir verða til sýnis og nemendur að störfum við fjölbreytileg verkefni sem eru dæmigerð fyrir nám í löggiltum iðngreinum. Skólasýningin verður opin frá kl. 10 til kl. 16 og munu nemendur og kennarar leiðbeina gestum um skólahúsið og svara spurningum um námið og tilhögun þess. Ungt fólk og aðstandendur þess eru hvattir til þess að koma og kynna sér námsmöguleika í skólanum. Kaffihlaðbórð verður til reiðu fyrir þá sem koma í heimsókn þennan dag. Kökubasar Söngféiags Skaftfellinga Söngfélag Skaftfcllinga verður með kökubasar f Blómavali við Sigtún sunnu- daginn 5. apríl og hefst hann kl. 13.00. Á boðstólum verða góðar heimabakaðar kökur. Kórinn ætlar að fara í söngferð í , Vestur-Skaftafellssýslu í byrjun maí og ? ætlar að afla sér farareyris mcð þessu móti. Fundur Þjóðfræðafélags Þjóðlræðafélagið hcldur fund mánu- daginn 6. apríl kl. 20 í stofu 308 í Árnagarði. Á fundinum mun Ólafur Elímundarson greina frá nokkrum þjóð- sögum sem hann hefur skráð. Allir vel- komnir. Sunnudagsferðir F.í. 5. apríl 1. Kl. 10.00 Fljótshlíð - fossar í klaka- böndum Ekið verður sem leið liggur um Suðurlandsveg og Fljótshlíð. Skoðunar- ferð um gil og fossa. 2. Kl. 13.00 Bláfjöll - skíðaganga. Góð æfing fyrir páskaferðirnar 3. Kl. 13.00 Sandfell - Selfjall - Lækjar- botnar. Ekið um Bláfjallaveg eystri að Rauðuhnúkum, en þarerfariðúrbílnum. Gengið er eftir Sandfellinu og komið niður hjá Selfjalli (269 m) og gengið á það og síðan niður í Lækjarbotna. Pægileg ferð við allra hæfi. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Næsta myndakvöld verður miðvikud. 8. apríl í Risinu, Hverfisgötu 105. Tryggið ykkur farmiða í páskaferðirnar. Ferðafélag Íslands. Sunnudagsferðir Útivistar Kl. 10.30 Gullfoss í klakaböndum. Ferðin sem margir hafa beðið eftir. Einnig farið að Geysi, Brúarhlöðum, Haukadals- kirkju, fossinum Faxa o.fl. Verð 1000,- kr. Kl. 13.00 Þríhnjúkar-Kristjánsdalir. Gengið af nýja Bláfjallaveginum að Þrí- hnjúkum og 120 m djúpur gígur skoðað- ur. Verð 600 kr. Kl. 13.00 Bláfjöll-Grindaskörð, skemmti- leg gönguskíðaferð við allra hæfi. Verð 600 kr. frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Aðalfundur Útivistar er á mánudagskvöldið 6. apríl að Hótel Esju, 2. hæð. Myndakvöld á fimmtudagskvöldið 9. apríl kl. 20.30. Páskaferðir kynntar: 1. Snæfellsnes-Snæ- fellsjökull. 3 og 5 dagar. Gist á Lýsuhóli. 2. Esjufjöll í Vatnajökli, gönguskíðaferð 5 dagar 3. Þórsmörk 3 og 5 dagar. Gist í Básum. 4. Öræfi-Kálfafellsdalur-Skafta- fell, ásamt snjóbílaferð á Vatnajökli. Gist í húsi. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Sjáumst. Itivist, fcrðafélag. 2. apríl 1987 kl. 09.15 Kaup Sala - Bandarikjadollar.....39,030 39,150 Sterlingspund........62,101 62,2920 Kanadadollar.........29,7950 29,887 Dönsk króna........... 5,6666 5,6840 Norsk króna........... 5,6866 5,7041 Sænsk króna........... 6,1252 6,1441 Finnskt mark.......... 8,7237 8,7506 Franskur franki....... 6,4202 6,4399 Belgískur franki BEC .. 1,0320 1,0352 Svissneskur franki....25,5599 25,6385 Hollenskt gyllini....18,9282 18,9864 Vestur-þýskt mark.....21,3629 21,4286' Itölsk líra........... 0,02998 0,03007 Austurrískur sch...... 3,0391 3,0485 Portúg. escudo........ 0,2762 0,2771 Spánskur peseti....... 0,3044 0,3053 Japanskt yen.......... 0,26542 0,26624 Irskt pund...........56,988 57,163 SDR þann 20.03 .......49,8764 50,0301 Evrópumynt...........44,3030 44,4392 Belgískur fr. fin..... 1,0291 1,0323 Samt. gengis 001-018 „291,33440 29223061 Útboð Fljótshlíðarvegur, Kirkjulækur - Deild Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 2,7 km, fylling og burðarlag 23.200m3. Verkinu skal lokið 1. september 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 6. apríl n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 27. apríl 1987. Vegamálastjóri Utankjörstaða- kosning Sérstakir starfsmenn vegna utankjörstaðakosn- inga eru Einar Freyr og Helgi Valur. Opið er frá kl. 9.00-22.00 virka daga, símar 689425 og 689426. Kosningastjórar og aðrir trúnaðarmenn hafi samband sem fyrst. Skrifstofa Framsóknarflokksins. VEGAGERÐIN

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.