Tíminn - 29.04.1987, Side 3
Miövikudagur 29. apríl 1987
Tíminn 3
Svíar vilja í „Suöurheimskautsklúbbinn":
íslendingur til
Suðurheimskautsins
- Ólafur Ingólfsson, jaröfræöingur í úrvalsliöi sænskra vísindamanna
Ólafur Ingólfsson, jarðfræðing-
ur í doktorsnámi við Háskólann í
Lundi í Svíþjóð, hefur verið valinn
í úrvalslið sænskra vísindamanna
sem er ætlað að framkvæma rann-
sóknir á Suðurheimskautinu í sam-
vinnu við Vestur Þjóðverja. Til-
gangur Svía með þessum leiðangri
er að endurheimta stöðu sína sem
leiðandi þjóð í rannsóknum á
Suðurheimskautinu og komast þar
með í hinn svokallaða „Suður-
heimskautsklúbb". í þeim klúbbi
eru nú 18 þjóðir og eru inntöku-
skilyrðin að framkvæmdar séu á
vegum viðkomandi þjóðar „veiga-
miklar" vísindalegar rannsóknir á
suðurskautinu. Með þessu vilja
Svíar síðan tryggja sér rétt til að
nýta þær auðlindir sem finnast á
Suðurheimskautinu og ætla að
eyða til þess 30 milljónum sænskra
króna á næstu þremur árum.
Svíar hafa löngum verið framar-
lega í rannsóknum á hinum kaldari
svæðum heimsins og hafa þeir m.a.
tvisvar áður tekið þátt í leiðöngrum
til Suðurskautsins. Otto Norden-
sköld stýrði sögufrægum leiðangri
1901-1903 og á árunum 1949-1952
tóku Svíar þátt í leiðangri með
Bretum og Norðmönnum. Hin síð-
ari ár hafa rannsóknir Svía hins
vegar snúist að norðlægari svæðum
og hefur Ólafur Ingólfsson t.d.
þegar tekið þátt í rannsóknarleið-
öngrum til Svalbarða og norður-
Grænlands. Nú hafaSvíarstaðfest,
með því að velja Ólaf til fararinnar
að hann er í fremstu röð vísinda-
manna í heiminum á þessu sviði.
Leiðangrinum er tvískipt og fer
Ólafur Ingólfsson með í fyrri leið-
angurinn. Fer hann þann 17.
október ásamt þremur öðrum
sænskum vísindamönnum um borð
í vesturþýska ísbrjótinn og rann-
sóknarskipið Pólstjörnuna og verð-
ur ferðinni heitið til Suðurskauts-
Ólafur Ingólfsson, jarðfræðingur með meiru hefur gert
það víðreist um ævina. Hann hefur rætt við Yasser Arafat
í Líbanon, farið til Kína í boði stjórnvalda, stundað rann-
sóknir á íslandi, Svalbarða og norður Grænlandi og er nú
á leið til Suðurheimskautsins í fyrsta vísindaleiðangri Svía
þangað í 25 ár.
skagans eða Palmerslands. Notast
verður við þyrlur til að komast á
milli rannsóknarstaða, en tilgangur
rannsóknanna er m.a. að skýra
loftslagsbreytingar sem þarna hafa
orðið síðustu þúsundir ára. Verður
þar mikið byggt á samanburði við
loftslagsbreytingar á norðurslóð-
um og kemur þar reynsla Ólafs og
kollega hans frá Lundarháskóla,
Christian Hjort dósents að góðum
notum.
Pessi leiðangur hefur vakið
mikla athygli í Svíþjóð og hafa
birst viðtöl í dagblöðum við þá
kappa og myndir af þeim við
æfingar í norður Svíþjóð. Er ljóst
að Svíar binda miklar vonir við
þennan leiðangur og er þá ekki
síður áhugavert að við íslcndingar
eigum okkar fulltrúa þeirra á
meðal.
- phh
MOT
V
Þessi opnugrein birtist um leiðangur Svía til suðurskautsins í blaðinu Ny
Teknik. Leiðangurinn hefur að vonum vakið mikla athygli fjölmiðla í
Svíþjóð.
Siglufjöröur:
Alþýðuflokkur
í minnihluta
- bæjarstjórnar, ef aö líkum lætur
Allar líkur benda nú til, að Alþýð-
ubandalag, Framsóknarflokkur og
Sjálfstæðisflokkur myndi nýjan
Jón Baldvin stef nir í „konuríki“
Þær snemmbornu viðræður um
stjórnarmyndun, sem Jón Baldvin
Hannibalsson stendur fyrir um þess-
ar mundir, hafa vakið töluverða
athygli, þótt enn sé óljóst til hvers
þær leiða. Eðlilegt er að margar
hugmyndir komi upp um stjórnar-
myndun við þær aðstæður sem ríkja
að kosningum loknum. Hins vegar
munu fáir hafa búist við því að hinn
sprettharði foringi kratanna hlypi
upp úr startholunum áður en forseti
landsins hefur gefið rásmerkið. Er
nú eftir að sjá hvernig honum tekst
til. Hann lét engan tíma líða, og gott
ef að hugmyndasmiðir í kringum
hann voru ekki byrjaðir á tilraunum
sínum fyrir kosningar. Eðlilegt er
við svona aðstæður að spáð sé í
ráðherralista nýrrar stjórnar Jóns
Baldvins, en hann yrði eflaust á
þennan veg:
Jón Baldvin Hannibalsson,for-
sætisráðherra.
Jón Sigurðsson, fjármálaráð-
herra.
Jóhanna Sigurðardóttir, félags-
málaráðherra.
Þorsteinn Pálsson, utanríkisráð-
herra.
Friðrik Sophusson, viðskipta og
dóms og kirkjumálráðherra.
Sverrir Hermannsson, sjávarút-
vegsráðherra.
Birgir ísleifur Gunnarsson, orku
og iðnaðarráðherra.
Guðrún Agnarsdóttir, heilbrigð-
ismálaráðherra.
Þórhildur Þorleifsdóttir, menn-
tamálaráðherra.
Kristín Halldórsdóttir, landbún-
aðaráðherra.
Jarðhitaskólinn:
13nemendurfrá6löndum
Frá því að Jarðhitaskólinn var
stofnaður árið 1979 hefur skólinn
útskrifað 57 jarðvísindamenn og
verkfræðinga frá 14 þróunarlönd-
urn. Að auki hafa aðrir 20 erlendir
nemendur og fræðimcnn tekið þátt
í starfi skólans. Jarðhitaskólinn er
rekin af Orkustofnun í samvinnu
við Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
- 9. starfsár aö hefjast
Níunda starfsár er nú að hefjast.
Skólinn var settur af orkumála-
stjóra mánudaginn 27. apríl í fund-
arsal Orkustofnunar. Þrcttán ne-
mcndur frá 6 löndum verða við
skólann í ár. Þar á meðal tveir frá
Tíbet, einn frá Kfna, menn frá
Kenya, Eþíópíu, Thailandi, Fil-
ippscyjum og Indónesíu.
Kostnaður við rekstur Jarðhita-
skólans skiptist milli íslands 60%
og Háskóla Sameinuðu þjóðanna
40%, samtals um 16 milljónir
króna á þessu ári. Fyrir liggur að
framlengja samning Orkustofnun-
ar við Háskóla Samcinuðu þjóð-
anna til þriggja ára.
-SÓL
mcirihluta bæjarstjórnar á Siglufirði
fyrir næstu helgi. Viðræður þessara
aðila byrjuðu í fyrradag og í gær-
kvöldi var haldinn borgarafundur í
Nýjabíó á Siglufirði þar scm fjár-
hagsáætlun bæjarins var rædd.
Seinni umræða um fjárhagsáætlun
fer fram í bæjarráði Siglufjarðar 7.
maí.
Að sögn Skarphéðins Guðmunds-
sonar verður fjárhagsáætlunin
stokkuð upp að miklu leyti komi til
þessi nýji bæjarstjórnarmeirihluti.
Skarphéðinn sagði að í þeirri áætlun
sem nú lægi fyrir væru óhóflegar
lántökur þannig að hún gengi ekki
upp fyrir bæjarfélagið. Ef til endur-
skoðunar kemur verður lántaka
minnkuð mikið og frestað verður
hluta af gatnagerðarframkvæmdum.
Einnig yrði breyting á framkvæmd-
um við grasvöllinn. lþróttabandalag-
ið myndi taka að sér að ljúka við
gerð grasvallarins þannig að fjárútlát
bæjarfélagsins myndu minnka veru-
lega.
Ekki er með öllu ljóst hvort
Kristján Möllerforseti bæjarstjórnar
og fulltrúi Alþýðuflokks í bæjar-
stjórn verður áfram forseti bæjar-
stjórnar þegar Alþýðuflokkurinn er
ekki lengur í meirihluta. Samkvæmt
nýjum sveitarstjórnarlögum er ekki
gert ráð fyrir því að kosið sé til
sveitarstjórna nema á fjögurra ára
fresti. Forseti bæjarstjórnar er kos-
inn til eins árs en einnig geta bæjar-
stjórnir ákveðið að kjörtímabil hans
sé það sama og bæjarstjórnarinnar.
ABS