Tíminn - 29.04.1987, Síða 7
Tíminn 7
Miðvikudagur 29. apríl 1987
llllllllll BÓKMENNTIR llllllílíllllllllll
„Hvar hafa dagar lífs
þíns lit sínum glatad“
Jóhann Jónsson:
Ljóð og ritgerðir,
Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1986.
Kannski er Jóhann Jónsson orðinn
að hálfgerðum huldumanni í ís-
lenskri Ijóðagerð, og kannski hefur
hann aldrei verið annað. Hann fædd-
ist 1896 og lést 1932. Eftir hann
liggja aðeins örfá Ijóð, en þeirra á
meðal er Söknuður, máski upphaf
nútímans í ljóðagerð á íslandi, og
byrjar þannig:
Hvar hafa dagar lífs þíns
lit sínum glatað,
og Ijóðin, er þutu um þitt blóð
frá draumi til draums,
hvar urðu þau veðrinu að bráð,
ó barn, er þig hugðir
borið með undursamleikans
eigin þrotlausan brunn þér
í brjósti,
hvar?
Þetta er meistaralega gert, og
raunar framhaldið ekki síður, enda
hefur mönnum með réttu löngum
þótt þetta með því listilegasta sem
ort hefur verið á íslensku. En að því
er heimildir telja hefur Jóhann verið
einn þeirra manna sem kannski orti
fyrst og fremst úti í lífinu, með
framkomu sinni og lifnaðarháttum,
en settist helst ekki ónauðugur niður
til að festa ljóð sín á blað. Ég hef
sjálfur heyrt ýmsa gamla Reykvík-
inga minnast hans, og alla með
aðdáun á persónu hans fyrst og
fremst.
Skáldbróðir Jóhanns, Halldór
Laxness, var honum vel kunnugur
persónulega, og hann hefur gert
minningu hans þann greiða að bjarga
því sem nefna mætti skáldmynd
Jóhanns úti í daglega lífinu yfir á
pappírinn. Þetta hefur Halldór gert
með nokkrum greinum um hann,
einum þremur, sem telja má að feli
í sér glögga og greinargóða mynd af
Jóhanni sem skáldmenni og lífsbó-
hem. Auk þess sá Halldór um einu
útgáfuna af ljóðum Jóhanns sem
komið hefur út til þessa og Heims-
kringla gaf út fyrir einum þrjátíu og
fimm árum.
Þessa nýju útgáfu leiða hinar þrjár
greinar Halldórs um skáldið, og þarf
ekki af því að skafa að þær gefa
greinargóða og glögga mynd af Jó-
hanni sem persónu. Síðan fylgja ljóð
hans, Söknuður fyrstur og þá hvert
af öðru. Líka eru þarna nokkur ljóð
sem hann orti á þýsku, og fáeinar
ritgerðir á sama tungumáli, en síð-
ustu æviárin bjó hann úti í Þýska-
landi.
Það þarf ekki að draga neitt
undan um það að þessi nýja útgáfa
Menningarsjóðs er hið mesta þarfa-
verk. Ljóð Jóhanns Jónssonar eru
perlur sem verðskulda fyllilega að
vera stöðugt fáanleg á markaðnum í
handhægri og aðgengilegri útgáfu.
Jóhann Jónsson skáld.
Með því móti einu saman lifa þau og
verða lesin áfram líkt og þau verð-
skulda.
En hitt er annað mál að þessi
útgáfa er full mikið bundin við
persónuna Jóhann Jónsson, en full
lítið við ljóðskáldið með sama nafni.
Það fer ekki á milli mála að hann
hefur ort nánast í einu og öllu í anda
nýrómantíkurinnar frá fyrstu áratug-
um aldarinnar, þegar yrkisefnin voru
innhverf, sorgin og lífsleiðinn lágu
nærri og þjáningin var hin eina
sanna uppistaða í allri list að áliti
skáldanna.
Og það er einnig vel þekkt úr
bókmenntasögunni að þegar skáld
hverfa af leikvelli lífsins þá vilja
minningarnar um persónurnar og
aðdáun á þeim kannski oftar en hitt
yfirgnæfa í hugum samferðarmanna.
Um þetta eru fjöldamörg dæmi og
þarf ekki að tíunda. En síðan kemur
það svo venjulega í hlut þeirra sem
enn síðar koma á eftir að vega og
meta verkin af hlutleysi.
Mér sýnist með hliðsjón af þessu
að nú hafi verið kominn tími á það
að nýrri útgáfu á ljóðum Jóhanns
Jónssonar væri fylgt úr hlaði með
bókmenntalegri greinargerð um
verk hans, þar sem þau væru skil-
greind út frá bókmenntalegum for-
sendum og þau tengd við það sem
var að gerast í ljóðagerðinni bæði á
undan og eftir. Töluverður efniviður
mun vera til í slíkt í skrifum annarra
um þessi Ijóð og raunar orðið tíma-
bært að kastljósinu sé beint af
manninum og á verk hans.
Þetta er þó síður en svo sagt til
þess að kasta rýrð á greinarnar eftir
Halldór Laxness. Að þeim er fengur
innan síns ramma. En ég held að svo
langt sé nú liðið frá andláti Jóhanns
að rétt og tímabært sé orðið að fara
að færa áherslurnar yfir á önnur efni
en í þessum greinum ergert. -esig
Skáld í framför
Gylfi Gröndal:
Eilíft andartak, Ijóö,
Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1986.
Þetta er fimmta Ijóðabók Gylfa
Gröndal á rúmum tíu árum. Hann
hefur eins og menn vita vakið á sér
þjóðarathygli fyrir vel samdar og
fágaðar viðtalsbækur, en kannski er
hann orðinn ekki síður áhugaverður
sem Ijóðskáld. Að minnsta kosti sé
ég ekki betur en hann sé í stöðugri
framför á því sviði, og í þessari bók
er hann tvímælalaust leitandi, sem
eins og menn vita er aðall góðra
skálda.
Höfundur skiptir bókinni í fimm
kafla, og fyrsta ljóð hennar greip
þann er hér ritar strax við fyrsta
lestur. Þetta ljóð heitir Hugskeyti og
er svona:
Lát mig taka við
Ijóðum þínum
eins og hugskeytum
hversu miskunnarlaus
sem þau eru.
Mikli sendandi
liugur minn er
hvítt blað
og biður þín.
Hér er á ferðinni einhvers konar
tilbeiðsla eða bæn, til ljóðagyðjunn-
ar eða Drottins, og skiptir kannski
ekki öllu máli hvort heldur er. En
fágunin og ögunin hér eru gott dæmi
þess hve vel Gylfa Gröndal tekst
upp að yrkja þegar best lætur. Hann
heldur síðan áfram á svipuðum nót-
um út þennan kafla, birtir þar frekar
innhverf og öguð Ijóð, hvert öðru
vandaðra og betra.
í öðrum kafla þykir mér hins
vegar sem hann sleppi meir fram af
sér beislinu, og þar sé hann nær því
að yrkja það sem oft er kallað opin
ljóð. Það felst í því að hann leyfir sér
að tala meira en í fyrsta kaflanum,
vera opinskárri en þar. Og hann
gengur síðan enn lengra inn á sömu
braut í þeim þriðja, þar sem er
aðeins einn ljóðabálkur sem nefnist
Hélustef. Kannski má segja að hann
sleppi þar fullmikið fram af sér
beislinu; að minnsta kosti er ekki
meira en svo að lesandi fylgi honum
þar eftir á fluginu. En þarna eru þó
smekklegar og smáar perlur, til
dæmis:
Lítilla sanda
lítilla sœva...
Langt er
til tunglsins
lengra þó
manna á milli.
Fjórði kafli bókarinnar er kannski
sá sem telja má hvað nýstárlegastan,
þar eru ljóð erlendis frá, að því er
sjá má orðin til í ferðum höfundar í
útlöndum og geyma myndir þaðan.
Þarna eru ljóð frá Bandaríkjunum,
París, Vín, Grikklandi og Stokk-
hólmi, og endað á nútímalegu ætt-
jarðarljóði. Stokkhólmskvæðið er
raunar forvitnilegt, staðsetning þess
er inni í bókabúð þar sem höfundinn
grípur efi um gildi hinnar fornu
þjóðmenningar okkar fslendinga; |
þar er tekið á nýstárlegan hátt á
gamalgrónu efni.
En í þessum kvæðum frá útlönd-
um heldur Gylfi annars áfram að
yrkja í sama opna forminu, og hér j
fer það mun betur en fyrr í bókinni.
Hann fléttar þarna jöfnum höndum
saman myndir frá þessum stöðum og
Gylfí Gröndal.
lýsingar sínar á eigin líðan og reynslu
þar, og allt þctta fer hann mjög vel
með. I heild tekst honum þarna
býsna vel til að því er varðar sam-
fléttun ferðalýsinga og rcynslu fcrða-
mannsins.
í fimmta kafla bókarinnar cr svo
farið inn á enn nýjar brautir, sem eru
þýðingar. Þar hefur Gylfi valið sér
ailmörg Ijóð eftir fjögur norræn
meiri háttar skáld, Olav H. Hauge,
Andcrs Apelqvist, Solveig von Scho-
ultz og Bo Setterlind, og þýtt þau á
íslensku. í þeim hluta bókarinnar
má eiginlega segja að hann sé að
hverfa aftur til upphafskafla hennar
og þeirrar ljóðagcrðar scm honum
hefur verið tömust. Hann hefur hér
valið sér til þýðingar heldur kyrrlát
og lýrísk ljóð, og er svo skemmst af
að segja að öll koma þau fáguð og
markviss út úr smiðju hans.
Það forvitnilegasta í þessari bók
sýnist mér án efa vera sú tilrauna-
starfsemi með opnu ljóðin sem Gylfi
Gröndal er hér með á ferðinni.
Honum tekst að vísu dálítið misvel
til, en í ljóðunum erlendis frá hefur
honum þó heppnast aldeilis prýði-
lega að beita þessu formi til að skila
því, sem kannski mætti nefna ferða-
sögur, heimleiðis til lesenda sinna.
-esig
ARNAÐ HEILLA
lllllliili
Regína Thorarensen
Fædd 29. apríl 1917 að Stuðlum í Reyðarfirði. Nú til heimilis að Vallholti 20
Selfossi
llllllllllll FERMINGAR |||||||||||!lllll!ll||||||||||||||||||||||||||||]||||||||||»^
Fermingarbörn í
Kolfreyjustaðar-
prestakalli 1987
Fáskrúðsfjarðarkirkja, 17. maíkl.
10.30.
Dýrunn Pála Skaftadóttir, Búðavegi
37A, Búðum.
Elín Högnadóttir, Hlíðargötu 18,
Búðum.
Guðbjörg Júlía Guðnadóttir, Kapp-
eyri, Fáskrúðsfjarðarhr.
Hjördís Ólafsdóttir, Túngötu 9,
Búðum
Hrafnhildur Una Guðjónsdóttir,
Skólavegi 58, Búðum
Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, Hlíðar-
götu 8, Búðum.
Rakel Sigurðardóttir, Skólavegi 55,
Búðum.
Vilborg Stefanía Gísladóttir, Skóla-
vegi 38A, Búðum
Albert Hansson, Hamarsgötu 12,
Búðum.
Grétar Helgi Geirsson, Borgarstíg
2, Búðum
ívar Guðjón Jóhannsson, Hlíðar-
götu 36, Búðum.
Kolfreyjustaðarkirkja, 21. júní kl.
2.
Steinn Friðriksson, Hafranesi, Fá-
skrúðsfj arðarhreppi.
Pér sjötíu a'ra sdma kona
sendi ósk minna bestu vona,
um bjarta, ófarna ævitíð...
Glöð, þú farsældar fetar veginn
framtíðar hér og hinum megin.
Ljósgjöful sál, þín lundin blfð.
Um ævina hefur starfað, stritað
í straumi lífs... um þjáða vitað.
Ávallt minning þín mörgum kær...
Á tímamótum þín margur minnist
merkri konu, að góðu kynnist...
Pig hugrænt um leikur blíður blær.
Heimsækja þig á heilla degi
hollvinir, tel eg segja megi
þig hylli nú á stórri stund.
Endurminningin, mörg og fögur
minna á lag og einnig bögur...
Fögnum með þér, á frónskri grund.
Ef fannstu beygðan, á bröttum vegi
bugaðan þreytu... það um segi
hughreystir, og hans gladdir geð.
Göfuglynd tókstu sviða úr sárum
sóma kona,.. á liðnum árum.
Gæsku þinni og góðleik með...
Bergþóra Pálsdóttir
frá Veturhúsum.