Tíminn - 29.04.1987, Side 11
10 Tíminn
Miðvikudagur 29. apríl 1987
Miðvikudagur 29. apríl 1987
Tíminn 11
ÍÞRÓTTIR
llii!!!ll!llllllll
ÍÞRÓTTIR
Evrópukeppni landsliöa í knattspyrnu:
Ellefu leikir á
dagskrá í kvöld
I’að verður mikið um að vera í
Evrópukeppni landsliða í knatt-
spyrnu í kvöld, ellefu leikir á dag-
skránni. Stórleikur kvöldsins er auð-
vitað viðureign íslendinga og Frakka
í Parísen Sovétmenn og A-Pjóðverj-
ar sem cru í sama riöli mætast í Kiev.
Aðrir lcikir í kvöld eru þessir:
Albanía-Austurríki (1. riðli)
Rúmenía-Spánn (1. riðli)
Tyrkland-England (4. riðli)
N-Írland-Júgóslavía (4. riðli)
Grikkland-Pólland (5. riðli)
Holland-Ungverjaland (5. riöli)
Finnland-Danmörk (6. riðli)
Wales-Tékkóslóvakía (6. riðli)
Írland-Belgía (7. riðli)
Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu:
Danir án lykilmanna
Danska landsliðið í knattspyrnu
leikur án tveggja lykilmanna í Evr-
ópuleik gegn Finnum í kvöld.
Hvorki Preben Elkjær né Michael
Evrópukeppnin í
knattspyrnu u-21:
Danskursigur
Danir sigruðu Finna nicö einu
marki gcgn cngu í lcik liðanna í
Evrópukeppni landsliða 21 árs og
yngri í g;er. Liðin lcika í 6. riðli
ásaml Islcndingum og Tékkuni.
Staðan í riðlinum cr nú þcssi:
Tékkóslóvakía .3 2 1 0 7-1 5
Danmörk.... 3 2 1 0 6-2 5
Finnland .. 4 1 0 3 3-7 2
ísland..... 2 0 0 2 0-6 0
Laudrup verða með og gæti fjarvera
þeirra valdið danska landsliðinu
nokkrum vandræðunt. Danska Iiðið
hefur ekki náð að sýna sínar bestu
hliðar eftir stórkostlegan árangur í
Evrópukeppninni í Frakklandi 1984
og Hcimsmeistarakcppninni í Mex-
íkó 1986. Fyrri leik liðanna í Evr-
ópukeppninni lauk með naumum
dönskum sigri, Jorn Bertelsen skor-
aði eina mark leiksins úr vítaspyrnu
seint í leiknum. Danir hafa þó mun
betri útkomu úr hcildar viðureignum
liðanna, hafa unnið 34 leiki, 9 sinn-
um hefur orðið jafntefli en Finnar
hafa unnið I I sinnum.
Laudrup vcröur í hópnum þrátt
fyrir allt, ekki Michael að vísu
heldur yngri bróðir hans Brian sem
er 18 ára gantall og þykir með
eindæmum efnilegur. Ekki er þó
búist við að hann komist lengra en á
varamannabekkinn í þetta sinn.
Preben Elkjær er ekki í nógu góðri þjálfun og verður fjarri góðu gamni þegar
Danir mæta Finnum í Evrópukeppninni í dag.
Skólakeppni FRÍ:
Sigurvegararnir frá
Norðurlandi vestra
Lið Norðurlands vestra sigraöi í
árlegri skólakeppni FRÍ í frjálsum
íþróttum sem fór fram í Laugardals-
höll og Baldurshaga fyrir skömmu.
Á mótinu er keppt í 50 m hlaupi.
hástökki, langstökki með atrennu,
kúluvarpi og 8x30 m boðhlaupi.
Keppt er í tveimur aldursflokkum,
13-14 ára og 11-12 ára og má hver
keppandi aðeins keppa í tveiniur
greinum auk boðhlaupa. Átta
manna lið úr hverju fræðsluumdæmi
keppa um sigur í stigakeppninni.
Það var sem fyrr sagði lið frá
Norðurlandi vestra sem sigraði með
100 stig. Lið Suðurlands varð í 2.
sæti með 98 stig og lið Vesturlands
og Norðurlands eystra jöfn í 3-4.
sæti með 93 stig.
Besta árangri í einstökum flokk-
um náðu eftirtaldir kcppendur,
árangur reiknaður samkvæmt stiga-
töflu barna og unglinga:
Strákar 11-12 ára: Bjarni G. Sigurðs-
son NV fyrir langstökk 4,65 m 1000
stig.
Stelpur 11-12 ára: Heiða B. Bjarn-
adóttir RN fyrir 50 nt hlaup 7,0 sek.
1040 stig.
Piltar 13-14 ára: Guðmundur Jóns-
son NE fyrir 50 m hlaup 6,6 sek. 980
stig.
Telpur 13-14 ára: Jafnar urðu þær
Snjólaug Vilhelmsdóttir NE fyrir
langstökk 5,00 m og Auður Á.
Hermannsdóttir SL fyrir hástökk
1,50 m með 980 stig.
Bjarni Sigurðsson og Ásgcir Sigurvinsson eru léttir í lund á þessari mynd enda ástæða til eftir góðan árangur í Evrópukeppninni í haust.
Þeir verða vonandi eins hressir eftir leikinn gegn Frökkum í kvöld. Tímamynd Pjciur
Evrópukeppnin í knattspyrnu, Ísland-Frakkland:
„Verðum ekki auðunnir“
- segir Sigfried Held landsliðsþjálfari
strákarnir ætla að gera sitt besta. Við
höfum engu að tapa og það getur allt gerst"
sagði Sigi Held.
íslenska byrjunarliðið er skipað sömu
leikmönnum og léku gegn Frökkum og
Sovétmönnum í haust en franska liðið
hefur veikst nokkuð, Tigana, Battiston og
Ferreri eru allir meiddir og geta ekki leikið
og Platini er eini miðjumaðurinn sent lék
gegn íslenska liðinu síðast. í stað þeirra
meiddu hafa komið nýliðar og þykir einn
þeirra sérlega skæður markaskorari. Sá
heitir Carmelo Miccichc og leikur í fremstu
víglínu í kvöld.
Reutersfréttastofan skrifar mikið um leik
íslendinga og Frakka en gefur ekki mikið
útá möguleika íslenska liðsins annað en það
að liðið hafi sýnt í haust að ekkert lið geti
reiknað með sigri gegn íslandi baráttulaust.
Hinsvegar gerir fréttastofan því skóna að
Frökkunt takist nú loks að skora í 3. riðli
Evrópukeppninnar og eigi þeir þá mögu-
leika á að draga á Sovétmenn sem virðast
vera í lægð um þessar mundir.
Tigana (t.v.) verður ekki með á móti íslenska landsliðinu í kvöld. Það verða hinsvegar
Boli og Fernandez en þeir þrcmenningar voru á æfíngu fyrir leikinn gegn íslendingum á
Laugardalsvelli þegar þessi mynd var tekin. Tímamynd Gísli Egiil
Franska liðið verður þannig skipað:
Markvörður: Joel Bats, varnarmenn: Man-
uel Amoros, Basile Boli. Jean-Francois
Domergue, Jean-Christophe Thouvenel,
miðjumenn: Luis Fernandez, Gerald Passi,
Jose Toure, Michel Platini, sóknarmenn:
Yannick Stopyra, Carmelo Micciche.
íslenska liðið
Uppstilling íslenska liðsins í kvöld
verður þessi: Bjarni Sigurðsson, Gunnar
Gíslason, Ágúst IVlár Jónsson, Sævar
Jónsson, Sigurður Jónsson, Atli (
Eðvaldsson, Ómar Torfason, Ásgeir
Sigurvinsson, Ragnar Margeirsson,
Arnór Guðjohnsen, Pétur Pétursson.
Varamenn: Friðrik Friðriksson, Guðni
Bergsson, Pétur Ormslev, Sigurður
Grétarsson, Viðar Þorkelsson.
íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir
landsliði Erakka ■ Evrópukeppninni ■ knatt-
spyrnu í kvöld. Leikurinn fer fram á Parc
des Princcs lcikvanginum í París og hefst
hann kl. 18.00 að íslcnskum tíma. Leikurinn
verður sýndur í beinni útsendingu í íslcnska
sjónvarpinu.
Frakkar eru núverandi Evrópumeistarar,
tryggðu sér einmitt þann titil á þessum sama
velli. Liðin niættust í Evrópukeppninni í
fyrrahaust og lauk þeim leik með marka-
lausu jafntefli á Laugardalsvelli eins og
flestum mun í fersku minni. Frakkar hafa
ekki skorað mark í þeim þremur leikjum
sem þeir eiga að baki í 3. riðli og er öruggt
að þeir hyggjast bæta úr því í kvöld. Það er
hinsvegar ekki á dagskrá hjá íslenska
liðinu. „Ég vonast eftir góðum úrslitum og
það verður þeim ekki auðvelt að vinna
okkur“ sagði Sigi Held landsliðsþjálfari í
samtali við Tímann í gær. „Við erum
vongóðir, við vitum að franska liðið er
sterkt en andinn í okkar liði er góður og
Staðan í 3. riðli
Staðan i 3. riðli í undankeppni
Evrópukeppninnar í knattspyrnu:
Sovétríkin................... 3 2 1 0 7-1 5
A-Þýskaland...................3 1 2 0 2-0 4
ísland........................3 0 2 1 1-3 2
Frakkland.....................3 0 2 1 0-2 2
Noregur.......................2 0 1 1 0-4 1
Evrópukeppni unglingalandsliða í knattspyrnu:
Jaf nt gegn Dönum
íslenska unglingalandsliöiö í
knattspyrnu skipað leikmönnum
18 ára og yngri gcrði jafntefli gegn
danska unglingalandsliöinu í leik
liðanna í Evrópukcppni ungiinga-
landsliöa. Lcikið var á Borgundar-
hólmi og fóru lcikar svo aö hvort
lið skoraöi citt mark. Það var
Rúnar Kristinsson sem jafnaði
metin fyrir íslenska liðið, fékk
stungubolta inn fyrir vörnina og
skoraði glæsilega. Danir voru yfír
■ hállleik, skoruöu á 43. mín. eftir
skyndisókn, óverjandi skot upp í
markhornið.
„Við áttum allan lcikinn og það
var synd að vinna ekki,“ sagði
Lárus Loftsson landsliðsþjálfari í
gær. „Það voru allir hér sammála
um það og Danirnir eru mjög
ánægðir með unnað stigið. Leikur-
inn var mjög vel leikinn af okkar
liálfu. Við erum mjög sælir hér
með leikinn sem slíkan cn þó ckki
úrslitin, við áttum aragrúa af
færum, ein fímm dauðafæri,“ sagði
Lárus.
Næsti lcikur íslenska liðsins í
riölinum verður hér hcima 26. maí
og verður leikið gegn Bclguin.
Þýska knattspyrnan:
Peningarnir og sólin heilla
-fjöldi v-þýskra knattspyrnumanna virðist áförum sunnar í áltuna
V-Þjóðverjar óttast rnjög að skær-
ustu stjörnurnar í knattspyrnunni
þar í landi hverfi unnvörpum suður
á bóginn á næsta keppnistímabili.
Franz Beckenbauer landsliðsein-
valdur hefur m.a. af þessu tilefni
látið hafa eftir sér að þeir leikmenn
sem ganga til liðs við erlend félagslið
þurfi ekki að búast við að verða
valdir í landsliðið. „Við spiiunt þá
einfaldlega án þeirra" segir Becken-
bauer, „Ég ætla ekki að fara að
eltast við landsliðið um hálfa Evr-
ópu. Þeir sem leika erlendis eru
fljótir að venjast allt öðrum leikað-
ferðum en við notum og það hentar
okkur ekki“.
Thomas Berthold var sá fyrsti sem
skipti yfir og mun hann leika með
Verona á Ítalíu á næsta keppnis-
tímabili. Berthold var í HM liði
V-Þjóðverja í fyrra. Annar lands-
liðsmaður, Rudi Völler, sem er vin-
sælasti íþróttamaður Þjóðverja,
næst á eftir Boris Becker tennis-
leikara, hefur ekki farið leynt með
að hann hyggst fylgja í kjölfarið og
eru þau hjónin þegar farin að læra
ítölsku.
Unglingameistaramót íslands í borðtennis:
Þrefalt hjá Fjólu
Schumacher kveður
með góðgerðarleik
V-Þýski knattspyrnumaðurinn
Tony Schumacher sem var mikið í
fréttum fyrir skömmu eftir að hann
lét frá sér fara mjög umdeilda bók
hefur fengið leyfi félags síns, Kölnar,
til að kveðja með góðgerðarleik
gegn heimsúrvali í ágúst. I heimsúr-
valinu verða m.a. Bernd Schuster og
ítalski markvörðurinn Walter Zenga
en Diego Maradona og Michel Plat-
ini hafa enn ekki gefið svar.
Schumacher verður seldur frá
Köln í sumar en ekki er enn ljóst
hvert hann fer.
Fjóla M. Lárusdóttir UMSB varð
þrefaldur íslandsmeistari á ung-
lingameistaramóti íslands í borð-
tennis sem haldið var í Seljaskóla
um síðustu helgi. Keppendur voru
145 talsins í 11 flokkum. Úrslit urðu
þessi:
Tvenndarleikur: Fjóla M. Lárus-
dóttir/Gunnar Valsson UMSB/Vík-
ingi
Tvíliðaleikur stúlkna: Fjóla M. Lár-
usdóttir/Lilja Benónýsdóttir UMSB
Tvíliðaleikur drengja: Kjartan
Briem/Valdimar Hannesson KR
Tvíliðaleikur sveina: Haraldur Krist-
Köríuknattleikur:
Unglingalandsliðið á NM
Unglingalandslið íslands í körf-
uknattleik tekur þátt í Norðurlanda-
móti í Kongsberg í Noregi 1.-3. maí
næstkomandi. Keppt er í aldurs-
flokki 19 ára og yngri.
Landsliðshópurinn er skipaður
eftirtöldum leikmönnum:
Falur Harðarson (fyrirliði) ÍBK
Rúnar Árnason UMFG
Eyjólfur Sverrisson Tindastól
Bárður Eyþórsson Val
Friðrik Rúnarsson UMFN
Skarphéðinn Eiríksson Haukum
Ragnar Þór Jönsson Val
Einar Einarsson ÍBK
Júlíus Friðriksson ÍBK
Hannes Haraldsson Val
Þjálfari liðsins er Torfi Magnússon
en aðstoðarþjálfari Sigvaldi Ingim-
undarson. Einnig verður Sigurður
Valur Halldórsson dómari með í
förinni.
Aðspurður um takmark íslenska
liðsins í keppninni sagði Torfi Magn-
ússon að stefnt væri á að lenda ekki
í neðsta sætinu.
Landslið íslands í körfuknattlcik skipað leikmönnum 19 ára og yngri ásamt
þjálfurum. Tímamynd Bjarni.
insson/Páll Kristinsson Erninum
Einliðaleikur:
Tátur: Sigríður Haraldsdóttir
UMSB
Hnokkar: Ólafur Stephensen KR
Telpur: Berglind Sigurjónsdóttir
Erninunr
Piltar: Stefán Pálsson Víkingi
Meyjar: Lilja Benónýsdóttir UMSB
Sveinar: Sigurður Bollason KR
Stúlkur: Fjóla M. Lárusdóttir
UMSB
Drengir: Kjartan Briem KR
Aðrir leikmenn sem nefndir hafa
verið í þessu sambandi eru Klaus
Allofs sem líklega fer til Spánar eða
Frakklands, Lothar Mattheus, Uwe
Rahn, Thomas von Hessen, Wol-
l'ram Wuttke og Karl Allgöwer.
Helsta ástæða þessara landflótta eru
peningar. Knattspyrnumenn í V-
Þýskalandi eru tiltölulega lágt
launaðir miðað við t.d. á ltalíu og
það er m.a ástæðan fyrir því að svo
fáar erlendar stjörnur leika í V-
Þýskalandi.
Getraunaspá
||4 fjölmiðlanna
Tvær raðir komu fram mcð 12 réttuin leikjum í 36. Icikviku islcnskra
gctrauna og ncmur vinningur fyrir hvora röð kr. 196.580.- Fjórtán raðir
voru mcð 11 réttum leikjum og vinningsupphæð kr. 12.035.-
Aðeins eru tvær vikur eftir af starfsári íslcnskra getrauna og þar með
af fjölmiðlagetrauninni. Spáin fyrir næst síðustu vikuna er þessi:
LEIKVIKA 37 Leikir2. maí1987 Tíminn Mbl. > Q > *o 'O 5? Dagur o Bylgjan
1. Arsenal-AstonVilla 1 1 1 1 1 1 1
2. Charlton-Luton 2 X X X 1 X 2
3. Chelsea-Leicester X 1 1 2 1 1 1
4. Coventry-Liverpool v 1 1 1 1 1 1 1
5. Man. United-Wimbledon 1 1 1 1 1 1 1
6. Nott’mForest-Tottenham X 2 X 1 2 2 X
7. Oxford-Norwich 1 1 X 2 X 1 1
8. Sheffield-Q.P.R. 1 X 1 X 1 X X
9. Watford-Southampton 1 1 1 1 1 1 1
10. WestHam-Newcastle 2 1 1 X X X 1
11. Derby-Leeds X 1 1 1 1 2 1
12. Oldham-Plymouth 1 1 1 2 1 X 2
Staðan: 178 174 178 169 174 168 187
Nú höfum við hafið vorsöluna á útsæðinu sem er frá
völdum framleiðendum af Suðurlandi.
Bjóðum einnig Ágætis stofnútsæði úr Eyjafirði.
Valið og meðhöndlað af fagmönnum.
Til þæginda fyrir kartöfluræktendur höfum við á boð-
stólnum: - Kartöflugarðsáburð - arfaeitur - þaramjöl
Horni Síðumúla og Fellsmúla,
Fellsmúlamegin.
SÍÐUMÚLA 34
SÍMI 91-681600
)
v