Tíminn - 07.05.1987, Page 3
Fimmtudagur 7. maí 1987
Tíminn 3
Japanski fólksbfllinn stórskemmdur
eftir aftanárekstur við pallbfl í
Elliðavogi í gær. Pallbíllinn var stans
á akbrautinni til að sækja sagpokann
sem liggur utan vegar. Hjólbarðinn
á götunni losnaði af pallbflnum við
áreksturinn. (Tímamynd: Pjctur)
Stórkaupmenn vilja Glasgowverð á íslandi:
„Álagning lægri
hér en erlendis"
Ríkið tekur:
Um 200 flugvallar-
skattar af hjólhýsi
Hvað mundu margir fara í sólar-
landaferðir ef þeir þyrftu að borga
180% skatt af öllum ferðakostnað-
inum?, spurði Sverrir Bernhöft á
blaðamannafundi stórkaupmanna
í gær. Fáir, svöruðu flestir.
Sverrir, sem oft kvaðst fara til
útlanda með fjölskylduna benti á
að einu skattarnir sem hann þurfi
að borga af þeim ferðum sé 2.700
kr. flugvallarskattur. Á sýningunni
í Laugardalshöll á dögunum heill-
aðist hann af glæsilegu hjólhýsi og
fór að velta fyrir sér að breyta
ferðamátanum - ferðast innan-
lands með hjólhýsi. Þegar hann fór
að skoða um 900 þús. króna verð
þess nánar komst hann að því að
af þessu eina hjólhýsi þyrfti h^nn
að borga 540 þús. krónur í tolia og
gjöld til ríkissjóðs. Með öðrum
orðum að ríkið hirti af honum á
einu bretti 200 flugvallarskatta við
kaup á hjólhýsinu.
Ef hins vegar hefði verið vél í
hjólhýsinu, þ.e. að um hefði verið
að ræða bíl á sama verksmiðju-
verði, hefði ríkið aðeins fengið úm
þriðjung af þessari skattupphæð.
Sömuleiðis ef Sverrir hefði skrúfað
hjólin undan ogflutt hjólhýsiðinn
sem sumarhús hefði ríkið aðeins
fengið um 45% skatttekjur af því,
eða um 130 þús. krónur. Virðist
þetta glöggt dæmi um það hvernig
ríkið getur haft áhrif á það hvernig
menn verji sumarfríinu sínu.
-HEI
Hlaut höfuð-
högg í aftan-
ákeyrslu
Fyrri hluta gærdags varð harður
aftanáakstur á Kleppsvegi við EU-
iðavog skammt frá gatnamótum
Dugguvogar. Áreksturinn bar til
með þeim hætti að bílstjóri japansks
fólksbfls á leið suður Kleppsveg
áttaði sig of seint á því, að pallbíll
hafði numið staðar á miðri akbraut-
inni og skall aftan á hann með þeim
afleiðingum, að báðir bflar skemmd-
ust verulega og ökumaður fólksbíls-
ins fékk þungt höfuðhögg. Hann var
færður á slysadeild, en meiðsl voru
ekki alvarleg.
Pallbíllinn stansaði vegna þess að
sagpoki hafði fallið aftan af honum
og út af akbrautinni en ökumaðurinn
hugðist sækja hann aftur. þj
segir formaður Félags ísl. stórkaupmanna
„Við teljum að unnt sé að gera
vöruverð á íslandi hliðstætt vöru-
verði í Glasgow," segir Haraldur
Haraldsson form Félags ísl. stór-
. kaupmanna. Ograunarhefurfélagið
ályktað að krefjast þessa, enda sé
það eina leiðin til að ná inn í landið
þeirri verslun sem margir gera nú í
innkaupaferðum erlendis - en af
þeirri verslun fái hvorki íslenskir
verslunarmenn né íslenska ríkið
neinar tekjur. Tækist þetta telja
stórkaupmenn að það mundi færa
launafólki meiri hagsbætur en
nokkru sinni hafi verið samið um í
einu lagi á vinnumarkaðnum, jafn-
framt því sem verðbólgan mundi
hjaðna verulega.
Stórkaupmenn segja verslunará-
lagningu að vísu lægri hér en í
öðrum löndum. En til slíkrar lækk-
unar vöruverðs verði til að koma
ýmsar stjórnvaldsaðgerðir, hagræð-
ingu hjá þeim sjálfum, aðgerðir
þeirra er veita versluninni þjónustu
og kannski síðast en ekki síst sann-
gjarnar aðhaldsaðgerðir almennings
í landinu.
Meðal opinberru aðgerðanna eru
ný tollskrárlög, sem jafna tolla og
taka mið af breyttum neysluvenjum
í þjóðfélaginu. Aðflutningsgjöld
segja stórkaupmenn nú allt frá 0%
og upp í 132% af innfluttum vörum,
en 15% gjöld af öllum vöruinnflutn-
ingi mundi skila ríkinu sömu tekjum.
Vegna hærri tolla á mörgum vörum
frá Bandaríkjunum en Evrópulönd-
um hafi íslenskir neytendur t.d.
aðeins að litlu leyti notið góðs af
gífurlegri verðlækkun Bandaríkja-
dollarans. Samræming aðflutnings-
gjalda gæfi möguleika á vörukaup-
um þar sem þau væru ódýrust hverju
sinni.
Þá beri að reikna aðflutningsgjöld
en ekki einnig af flutningsgjöldum
og tryggingum eins og nú. Fjár-
magnskostnað verslunarinnar sé
nauðsyn að lækka, fyrst og fremst
með þvf að leyfa innflytjendum
lántökur þar sem hagkvæmast er
hverju sinni. Óhjákvæmilegt sé að
lagfæra núverandi neysluskattakerfi.
Fella þurfi niður sérsköttun á verslun
og ennfremur skatta af fjarskipta-
tækjum og öðrum framleiðslutækj-
um verslunarinnar.
Samhliða þessu telja stórkaup-
menn að efla þurfi verðskyn almenn-
ings, því án þess sé lítið gagn í
bættum viðskiptaháttum. A það
reyni enn frekar með aukinni sam-
keppni og jafnframt möguleika al-
mennings á að átta sig á hvaða kostir
séu í boði. Verðkannanir þurfi að
vera vel unnar. Félagið lýsir sig
reiðubúið til að taka þátt í hvers
konar samstarfi til eflingar almennu
verðskyni.
Þótt farið sé að tillögum þeirra
Skreiðarmálaferli í London:
Frestað í fjórða sinn
Enn tekst ekki að koma skreiðar-
kaupsýslumanninum slynga, Sam
Naidoo, fyrir rétt í London.
Skreiðarsamlagið og íslenska um-
boðssalan hafa höfðað mál á hend-
ur honum vegna víxla, að upphæð
um 200 milljónir króna, sem gjald-
fallnir eru. Fjórum sinnum hefur
Naidoo og lögfræðingur hans feng-
ið málarekstrinum frestað og hlýt-
ur það að teljast í hæsta máta
óeðlilegt.
Þær raddir verða nú æ háværari
sem segja að skuld Naidoo fáist
aldrei greidd og peningarnir séu
tapaðir. Að þessu var frestur veitt-
ur til 19. maí. Hvort málinu verður
þá frestað í fimmta sinn, eða
jafnvel látið niður falla verður að
koma í ljós þá. -ES
varðandi aðflutningsgjöldin segja
stórkaupmenn að það þurfi ekki að
skerða tekjur ríkissjóðs af þeim.
Stóraukinn kaupmáttur sem kæmi í
kjölfar lækkaðs vöruverðs mundi
almennt leiða til aukinnar verslunar
m.a. með því að sá hluti verslunar
sem nú fer framhjá skattheimtu
ríkisins og íslenskri verslun færðist
inn í landið. -HEI
Greinargerð Þjóðhagsstofnunar til stjórnmálaflokka:
Vaxandi viðskiptahalli
og meiri verðbólga
í greinargerð sem Þjóðhagsstofn-
un hefur tekið saman að ósk stjórn-
málaflokkanna vegna komandi
stjórnarmyndunarviðræðna og var
send þeim í gær, kemur m.a. fram
að nú er spáð að tekjur í landinu
aukist meir en áður var ráð fyrir gert
og að auk þess stefni nú í meiri halla
á ríkissjóði. Helstu áhrif þessara
breytinga koma fram í vaxandi við-
skiptahalla gagnvart útlöndum og
meiri verðbólgu en áður var spáð.
í viðtali við Tímann í gær, sagði
Steingrímur Hermannsson að þessar
spár kæmu sér ekki á óvart og ljóst
að þörf væri á „bremsunaraðgerð-
um“ fyrr en síðar.
í greinargerð Þjóðhagsstofnunar
um þróun tekna, verðlags og kaup-
máttar segir að enn sé ósamið við
ýmsa launahópa og að gera megi ráð
fyrir talsverðu launaskriði á vinnu-
markaðnum. Þá hafi opinberir
starfsmenn samið um meiri launa-
hækkanir en gert var í ASÍ/VSÍ
samningunum. í ljósi þessa megi
gera ráð fyrir að verðbólga verði
meiri en áður var reiknað með, eða
á bilinu 13-15%. Er þá miðað við
óbreytt gengi.
Með hliðsjón af ofansögðu megi
gera ráð fyrir að kaupmáttur at-
vinnutekna og ráðstöfunartekna
hækki um 8,5%-10% milli áranna
1986 og 1987. Tekið er fram að
þegar rætt er um þessa hækkun
kaupmáttar ráðstöfunartekna er
ekki gert ráð fyrir neinum breyting-
um á beinum sköttum, en gera má
ráð fyrir að komandi ríkisstjórn
notfæri sér þá leið til að „draga úr
þenslu".
í greinargerðinni er dæmið sett
þannig upp að aukist atvinnutekjur
á mann um 25% megi gera ráð fyrir
að viðskiptahalli við útlönd aukist
um 1 milljarð króna og verði alls um
2 milljarðar króna. Sé hins vegar
gert ráð fyrir að 27% aukningu
atvinnutekna segir greinargerðin að
viðskiptahallinn geti orðið 2,5 millj-
arðar króna á árinu.
Óvissa ríkir um þróun olíuverðs á
árinu, en þó eru taldar líkur á að
olíuverð lækki minna en ráð hafði
verið gert fyrir. Þá er bent á að
frekari gengislækkun dollarans geti
haft neikvæð áhrif á viðskiptakjör.
Endurskoðun á tekjuáætlun ríkis-
sjóðs bendir til að tekjur verði um
45,2 millljarðar króna, eða 2,2 millj-
örðum meiri en ráð var fyrir gert á
fjárlögum. Hins vegar er reiknað
með að útgjöld ríkissjóðs verði um
2,7 milljörðum króna meiri en upp-
gefið var á fjárlögum, eða um 48,6
milljarðar króna. Þetta þýðir að
tekjuhallinn verði um 3,4 milljarðar
króna, eða um 7,5% af áætluðum
tekjum ríkissjóðs.
Þetta er í grófum dráttum sú
mynd sem við flokksleiðtogunum
blasir nú þegar myndun nýrrar ríkis-
stjórnar er á næsta leiti. Það fer
síðan m.a. eftir efnahagsráðstöfun-
um þeirrar ríkisstjórnar hvort þessar
tölur verða raunveruleikanum sam-
kvæmar þegar líður að lokum ársins.
-phh
Sjávarafuröadeild Sambandsins 1986:
w
Utflutningsverð-
mæti jókst
um 36% á árinu
Heildarverðmæti útflutnings
Sjávarafurðadeildar Sambandsins
varð 6.970 milljónir króna á árinu
1986 og er það rúm 36% aukning
frá árinu áður. Innanlandssala um-
búða og veiðarfæra jókst um 40%
frá árinu áður og varð því heildar-
salan 7.400 m. sem er 36,5%
aukning.
Heildarframleiðsla frystra
afurða nam á árinu tæpum 50.000
lestum og var það 4% meira en
árið 1985. Heildarútflutningur
frystra afurða nam rúmum 53.000
lestum og varð rúmum 11% meiri
en árið áður. Samanburður á heild-
arframleiðslu og heildarútflutningi
sýnir að birgðir hafa minnkað um
rúmlega 4500 lestir frá ársbyrjun
1986 til ársloka. Sagði Sigurður
Markússon, framkvæmdastjóri á
aðalfundi Sjávarafurðadeildar að
ekki hefði í annan tíma verið
rýmra í frystigeymslum framleið-
enda en í árslok 1986.
Skreiðardcildin flutti út 4820
lestir af hertum hausum og skreið
á árinu og var það mesti skreiðarút-
flutningur s.l. fimm ár. Allar
skreiðarskuldir eru nú innheimtar
og fullar tryggingar fyrir þeim
skreiðarsölum síðustu mánaða,
sem enn eru ógreiddar. Allar
birgðir af hertum hausum og skreið
eru nú seldar.
Sigurður gerði sérstaklega að
umtalsefni á aðalfundinum hina
miklu aukningu á útflutningstekj-
um landsmanna á árinu 1986 og
góðan hlut sjávarútvegs og fisk-
vinnslu í aukningunni. Nemur
heildaraukningin rúmlega 11 millj-
örðum og þar af koma 9.530 millj-
ónir frá sjávarafurðum, eða 85%.