Tíminn - 07.05.1987, Síða 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 7. maí 1987
Vaxtamunurinn of mikill segir Bjarni Bragi Jónsson, aöstoðarbankastjóri:
Útlánsvextir bank-
anna hækkað um 5,7%
Scandinavia
Furniture Fair:
Þrjú ísl-
enskfyrir-
tæki sýna
Árleg húsgagnasýning í Kaup-
mannahöfn, Scandinavia Furnit-
ure Fair, verður haldin dagana
6.-10. maí n.k. Sýning þessi, sem
haldin er á vegum félaga húsgagn-
aframleiðenda á Norðurlöndum,
er álitin ein fremsta sýning á
norrænni hönnun og er þetta í 22.
sinn sem sýningin er. Poul
Schlúter, forsætisráðherra Dana,
mun opna sýninguna formlega
hinn 6. maí.
Að þessu sinni sýna vörur sínar
561 fyrirtæki á u.þ.b. 54 þúsund
fermetra svæði. Flest eru fyrir-
tækin frá Danmörku eða 340
talsins en 67 frá Svíþjóð, 34 frá
Noregi, 44 frá Finnlandi og 3 frá
íslandi.
íslensku fyrirtækin eru AXIS;
Axel Eyjólfsson hf., sem kynnir
MAXIS svefnherbergishúsgögn
fyrir ungt fólk, sem Pétur B.
Lúthersson arkitekt FHI er
hönnuður að; Káess; Kristján
Siggeirsson hf. kynnir Wogg 1
hillueiningar, sem framleiðsla er
nýhafin á; og G.P. húsgögn; í
eigu Guðmundar Pálssonar í
Hafnarfirði og sýnir mjög sérstæð
glerhúsgögn, aðallega hillukerfi
og sófaborð, en einnig sjónvarps-
og myndbandshillur og aðrar vör-
ur smærri.
Útflutningsráð íslands verður
með sérstakan kynningarbás á
sýningunni, þar sem kynntar
verða íslenskar vörur og svarað
fyrirspurnum um íslensk málefni.
Á sama tíma verður allsérstök
kynning á íslenskri framleiðslu-
vöru í Illum Bolighus sem hófst
25. apríl sl. og stendur fram yfir
húsgagnasýninguna. Þar er
kynntur sófi sem hannaður er af
Ole Kortzau og framleiddur af
Epal hf.
þj
„Ég fer nú að gangast fyrir mynd-
un GRAFARVOGSHÓPSINS,"
sagði einn af ungu húsbyggjendun-
um þar, er í haust fékk bankalán á
15,5% vöxtum sem síðan hafa hækk-
að upp í um 21% nú við síðustu
mánaðarafborgun. „Má maður
kannski búast við að þeir haldi
áfram að hækka um nær 1% á
mánuði?" spyr hann og sjálfsagt
þúsundir annnarra lántakcnda. En
þótt meðalvextir á skuldabréfalán-
úm bankanna hafi hækkað um 5,7%
og á verðtryggðum lánum um 1,1%
mánuðina október-apríl hafa þeir
sem lagt hafa aura inn á almennar
bankabækur aðeins fengið 1,5%
vaxtahækkun og 0,2% á lengri verð-
tryggða reikninga. Bankarnir virðast
því hafa aukið sinn eigin hlut veru-
lega upp á síðkastið.
Tíminn lagði spurningar hús-
byggjandans, þ.e. af hverju vextirnir
hafi hækkað svo mikið og hvort
búast megi við áframhaldandi
hækkun, fyrir Bjarna Braga
Jónsson, aðstoðarbankastjóra
Seðlabankans. Og jafnframt um
þennan aukna vaxtamun.
Skýringuna sagði hann þá að verð-
bólgan hafi aukist á tímabilinu. í
september hafi verðbólgustigið t.d.
verið metið 9,3%, en það hafi síðan
eftir endurmat reynst vera 13,1%.
Miðað við 4 mánaða verðbólgu hafi
hún verið um 13% í september, og
komin upp í tæp 21% í janúar og
febrúar, cn aftur niður í rúm 17% í
maí.
Bjarni Bragi sagði greinilegt að
bankarnir hafi verið dálítinn tíma að
átta sig á verðbólguhækkuninni,
þannig að það hafi ekki verið nein
skyndiaðlögun á vöxtunum. Þess-
vegna megi búast við að það verði
engin skyndilækkun á þeim heldur.
Frekari vaxtahækkun kvaðst hann
varla búast við, þar sem verðbólgan
sé á ný frekar á niðurleið og ættii
heldur að hjaðna frá þeim 18-20%
sem hún hafi verið í að undanförnu.
Þótt talað sé um raunvexti virðast
stjórnendur bankanna þó ekki víla
fyrir sér að hafa allt að 10% nei-
kvæða raunvexti ( um 10% vexti í
20% verðbólgu samkv. framan-
sögðu) á þeim 12-13 milljörðum
króna - nær fjórðungi allra innlána í
bankakerfinu - sem fólk geymir hjá
þeim á almennu bankabókunum
sínum. En komið hefur í ljós að það
er fyrst og fremst um að ræða eldri
kynslóðina, sem bankarnir þarna
virðast nota sér að greiða lága vexti.
Hvert 5% í neikvæðum vöxtum t.d.
af þeirri upphæð rýrir hana um 625
milljónir króna á ári. En vextir af
- en innlánsvextir um 1,5% frá í haust
þessum reikningum hafa aðeins
hækkað um 1,5% á meðan útláns-
vextir hafa verið hækkaðir um 5%
sem fyrr segir.
Bjarni Bragi sagði að þetta kynni
að vera gagnrýnivert.
Seðlabankinn á að hafa eftirlit
með því að vaxtamunurinn milli
heildarinnlána og útlána verði ekki
of mikill. Bjarni Bragi staðfesti að
hann hafi fremur hækkað upp á
síðkastið, sennilega vegna þess að
almennu bankabækurnar hafi ekki
fengið stna hlutdeild í vaxtahækkun-
inni. Enda hafi verið viðvörun í
ræðu Jóhannesar Nordals, seðla-
bankastjóra á ársfundinum í gær
varðandi vaxtamuninn. Spurður
sagði Bjarni Bragi vaxtamuninn í
raun of háan, en menn séu að vonast
til að hann lækki töluvert á næstu
árum með auknum viðskiptum og
aukinni samkeppni.
- HEl
Þjónar og kokkar
taka lokaprófin
Þessa dagana er verið að brautskrá
nemendur með sveinspróf í matreið-
slu og framreiðslu frá Hótel-og veit-
ingaskólanum.
Tíminn staldraði við í skólanum
meðan þjónsefni tóku lokapróf sitt í
að bera á borð og sanna fyrir
dómnefnd, að þau kynnu allar að-
ferðirnar og væru vel að sér í vín-
fræðinni o.fl.
Þjónsnámið tekur að jafnaði þrjú
ár. Mestan tíma tekur verklegt nám,
en á skólabekk er setið í samtals tólf
mánuði. Fræðilega námið í matr-
eiðslunni er jafn langt, en verklega
ári lengra.
Á myndinni eru f.v. Jón Sigurðs-
son, kennari við Hótel-og veitinga-
skólann, og nemendur í þjónsprófi,
Hanna M. Geirsdóttir, Édda Jóns-
dóttir, Elías Guðmundsson, Svala
Geirsdóttir, Dagný Davíðsdóttir og
Helga J. Kjartansdóttir.
Þá er mynd af borði Elíasar
Guðmundssonar, glæsileg framreið-
sla í svörtu og hvítu og kallast
„skákmennirnir".
Lokaprófum af sviðum skólans
lýkur í dag.
þj
(Tímamyndir: BREIN)
Aðalfundur Félags framhaldsskóla:
Leggst gegn hugmyndum Sverris
- um skólastjórn sem fram koma í frumvarpi menntamálaráðherra
um framhaldsskóla
Aðalfundur Félags framhalds-
skóla, sem 13 skólar eiga aðild að,
fór fram 18. apríl sl. Auk hefð-
bundinna aðalfundarstarfa var
fjallað um framkomið frumvarp
menntamálaráðherra um fram-
haldsskóla og var samþykkt álykt-
un í fimm liðum um það.
í fyrsta lagi fagnar félagið að
loks skuli vera komið fruntvarp um
heildarskipan framhaldsskóla, en
jafnframt er lýst yfir sárum von-
brigðum með margt í frumvarpinu.
í öðrum lið fagnar félagið þeirri
„grundvallarhugmynd frumvarps-
ins, að draga úr miðstýringu fram-
haldsskóla", en telur leið mennta-
málaráðherra til þess arna stór-
hættulega. í ályktuninni segir:
„Hér er auðvitað átt við þá fárán-
legu flokks-pólítísku skólanefnd
sem ráðherra vill fá í hendur stjórn
hvers framhaldsskóla. Það að ætla
þremur mönnum skipuðum af
flokkunum, óháð þekkingu þeirra
á skólamálum. vald til að ákvarða
námsframboð, skólagjöld og ráð-
stöfun þeirra, sem og hlutdeild í
ráðningu kennara og inntöku nem-
enda, er ekki eingöngu fáránlegt
heldur felst í þessari skipan mála
atlaga að framhaldsskólakerfinu.
Öllum áhrifum nemenda, kennara
og starfsliðs skólanna er varpað
fyrir róða og þau fengin í hendur
utanaðkomandi aðilum.“ Þá segist
félagið heita fullri andstöðu sinni
við þá skólanefnd, sem frumvarpið
leggur til, og aldrei munu sætta sig
við tilvist hennar.
Ennfremur segir í ályktun Félags
framhaldsskóla, að skilgreining
frumvarpsins á „nema“ og úthlut-
unartillögur þess á fjármagni til
skólanna, vegi að þeirri grundvall-
arhugsjón áfangakerfisins að nem-
endur geti valið sér eigin náms-
hraða. Með ákvæðum um aukna
þátttöku nemenda í efniskostnaði
í námi telur félagið að jafnrétti til
náms á verklegum brautum sé
verulega raskað.
Næst varar félagið við þeirri
nýbreytni í frumvarpinu, að skól-
um verði gefinn möguleiki á að
setja ákveðnar lágmarkskröfur í
einstökum fögum við innritun í
skólanna. Félagiðfrábiðursérupp-
byggingu menntakerfis, þar sem til
verða „tossa-skólar“ annars vegar
og „úrvals- skólar“ hins vegar.
í verkfallinu heimtuðu nemend-
ur menntastefnu, sögðu hana ekki
til, og í beinu framhaldi af því, er
í lok ályktunarinnar fagnað því, að
umræða um stefnu framhaldsskóla
sé hafin og Félag framhaldsskóla
lýsir sig albúið til frekari umræðna
um málefni þeirra á komandi miss-
erum. þj