Tíminn - 07.05.1987, Síða 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 7. maí 1987
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aöstoöarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriöi G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
NíelsÁrni Lund
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild)
og 686306 (ritstjórn).
Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.-
Samráðsstefnan
Á ársfundi Seðlabankans sem haldinn var í
þessari viku, hélt Jóhannes Nordal formaður
bankastjórnarinnar yfirgripsmikla ræðu um ástand
og horfur í efnahagsmálum. Þess er ekki að vænta
að allir verði sammála skoðun seðlabankastjóranna
um hvaðeina, sem varðar efnahagsmál og þjóðmál,
en eigi að síður er seðlabankaræðan skilmerkileg
greinargerð um efnahagsmál, sem ekki er hægt að
láta framhjá sér fara. Þess er ekki kostur að rekja
hér allt efni ræðunnar né leggja ítarlega út af henni,
en meginefni hennar birtist í Tímanum í gær.
Um heildarþróun efnahagsmála á síðastliðnu ári
segir í þessari greinargerð seðlabankastjórnar að
líta megi hagstæðari mynd en sést hefur um
áraraðir. Saman hefur farið mikill hagvöxtur, sem
er meiri en í flestum öðrum löndum, jákvæð
viðskiptastaða við útlönd og lækkandi hlutfall
erlendra skulda. Jafnframt tókst með betri sam-
ræmingu kjarasamninga og opinberri efnahags-
stefnu að ná fram hvoru tveggja í senn verulegri
hjöðnun verðbólgu og mikilli hækkun á kaupmætti
ráðstöfunartekna.
Ástæða er tii að staldra við þessi orð úr skýrslu
seðlabankastjóranna, átta sig á hvað í þeim felst og
hvaða lærdóm megi af þeim draga. Hér er um að
ræða frásögn af staðreyndum efnahagslífsins og
lýsingu á ástandi sem segir einfaldlega að efnahags-
ástandið á íslandi sé gott, ef rétt er á litið, og
afkoma almennings með allra besta móti. Það er
sérstaklega athyglisverður árangur að tekist hefur
að halda verðbólgu í skefjum um leið og kaupmátt-
ur launa hefur hækkað mikið og þar með bætt
afkomu launþega.
Vart þarf að efa að almenningur vill að áfram
verði haldið á þeirri braut að hemja verðbólguna.
Almenningur vill að samvinna haldist milli ríkis-
stjórnar og aðila vinnumarkaðarins um samræmda
stefnu í efnahagsmálum og kjaramálum. Hvað sem
líður að öðru leyti skoðanaágreiningi milli flokka
og hagsmunasamtaka þá er það ekki annað en
opinberun á ábyrgðarleysi að hafna samráðsstefn-
unni, sem er aðalvörnin gegn því að missa verðbólg-
una úr böndunum að nýju.
Þrátt fyrir góðan árangur í efnahagsmálum
undanfarin misseri, þá er nú komið að þeim
tímamótum að nauðsynlegt er að yfirfara stöðuna
á nýjan leik og setja sér ný markmið og sameinast
um leiðirnar.
Eðlilegasta markmiðið er að koma verðbólgunni
stig af stigi niður í þá tölu sem gerist í nágranna-
löndunum, en varast að kynda undir verðbólgueld-
inn sem óhjákvæmilega gerist, ef slakað verður á
stefnunni, sem sameinast var um í febrúar 1986 um
samræmdar aðgerðir í efnahagsmálum og kjara-
málum. Hagsmunir launþega og húsbyggjenda og
þjóðarbúsins í heild velta á því að verðbólgunni sé
haldið niðri. Þetta viðurkenna allir ábyrgir forystu-
menn hagsmunasamtaka og stjórnmálaflokka í
orði. En þeirverðaeinnigað sýnahugsinn íverki.
Af f ramhjáhöldum
Framhjáhald hefur án efa verið
stundað uni áraþúsundir- viðkom-
andi mönnum og konum til
skemmtunar, yndisauka og hress-
ingar. Maðurinn er ncfnilega þeim
skemmtilega eiginleika búinn að
hafa náttúru sem fær útrás með því
aö gera Dodo.
Flestir menn eiga sér fastan
maka og segir lítið af Dodoisma
þeirra enda er hann löglegur, og
fer fram bak við luktar dyr svefn-
herbergisins. Hins vegar nægir
mörgum ekki að vera við eina
fjölina felldur eins og sagt er og í
því skyni að gefa náttúrinni lausan
tauminn er læðst út úr svefnher-
berginu og leitað á önnur mið þrátt
fyrir öll boð og bönn. Um þetta
athæfi hafa veriö gcrðar margar
vísur og ef Garri man rétt er ein
þeirra eitthvað á þessa leið:
„Hvað er það sem giftur inaður
ekki má.l Það að sofa annarra
manna konu hjá./ En á kvöldin
hefur hann þann leiða Ijóta siö,/ að
læðast inn í vinnukonuherbergið.“
Að sjálfsögðu fylgir þessari vísu
sérstakt lag sem hér skal ekki fest
á nötur og vel má vera að vísan sé
ekki alveg rétt, en boðskapur
hennar er skýr.
Þótt hér hafi verið rætt um menn
á þetta að sjálfsögðu einnig við um
konur því þær eru auk þess að vera
menn líka ágætlega náttúraðar og
það er nú einu sinni svo að fram-
hjáhald vcrður ekki stundað nema
að tveir komi til leiks.
Gera þarf könnun
Nú er það svo að af framhjáhaldi
eru til margar skemmtilegar sögur,
sagðar af öðrum en þeim sem
verknaðinn framkvæmdu. IVIeira
segja er það svo að ýmsir telja sig
vita mun betur hvað gerðist en þeir
sem viðstaddir voru. Hins vcgar
verður að viðurkcnnast að allt of
fáar skjalfcstar heimildir eru til um
þessi mál og Garrí veit ekki til þess
að nein sérstök félagsfræðileg
könnun hafí verið gerð hvað þetta
varðar. Þetta er mjög bagalegt t.d.
hvað varðar allar samanburðar-
rannsóknir. Er t.d. mcira um þetta
á Suðurlandi eða Norðurlandi? Er
framhjáhald stundað meira úti eða
inni? Hættir Ijóshæröum meira til
þess en svarthærðum? Borða menn
fyrir cða eftir atburðinn? Þctta og
margt annað þarf að rannsaka.
Framhjáhald getur haft alvarleg-
ar afíeiðingar þótt ckki sé mcira
sagt. Börn geta komið fyrirvara-
laust í heiminn og hjónabönd geta
leyst upp. Um þetta eru til margar
hcimildir.
íslendingar eru gæddir mikilli
náttúru ekki síður en aðrar þjóðir
heims. Viö crum auk þess vel
upplýst þjóð og gerum okkur fulla
grein fyrir því að við þessu er
ekkert að gera „Þótt náttúran sé
lamin með lurk, leitar hún út um
síðir“. Margir fullyrða að það hald-
'ist auk þess í hendur að kraftmesta
fólk þjóðarinnar sé hvað náttúrað-
ast og mönnum hefur yfírlcitt verið
talið það til tekna að hafa hana
lausbeislaða. En svo er ekki hjá
öðrum þjóðum.
Ameríka er skrítin
Nú berast fregnir af því vestan úr
Ameríku að einn efnilegasti kand-
ídat þeirra til forseta sé uppvís af
því að hafa sofíð hjá annarri konu
en konunni sinni og fyrir það sé
hann óhæfur sem forscti Banda-
ríkjanna. Ja ég segi nú ekki annað
en það, ef þetta cr nú það versta
sem Bandaríkjaforseti getur að-
hafst þá kemur mér heimurinn
spánskt fyrir sjónir. En Ameríka
er Ameríka og þar er ekki allt
auðskilið. Til að mynda skilst
manni á fréttum að forsetacfnið
hafi gert þetta sér til ánægju en
konan til að auka frægð sína sem
fyrirsæta. Sem sagt annar aðilinn
stórtapar fylgi en hinn græðir á öllu
saman!!! Mætti þetta ckki vera
minna og jafnara?
Svona nokkuð gæti ekki gerst
hér á landi. Til þess erum við of
meðvitaðir um náttúru okkar og til
þess vitum við of mikið hvert um
annað. Þar með er ekki sagt að hér
ríki eitthvert samsæri þagnarínnar,
heldur þvert á móti lítum við á
svona nokkuð sem ofur eölilegan
hlut sem alltaf er að gerast.
En við skulum láta framhjáhald
forsetaefna Bandaríkjanna fram
hjá okkur fara. Það er þeirra
vandamál en ekki okkar. Við skul-
um halda okkar hefðum, þær hafa
reynst okkur bcst gegn um tíðina.
Garri.
VÍTT OG BREITT
Siðleg viðhorf
á undanhaldi
Alltaf er jafn hörmulegt að sjá
nýjar skýrslur um umferðarslys og
þurrar tölur um slasaða og látna af
völdum hörmulegrar meðferðar á
ökutækjum. Alltof mörgum bíl-
stjórum er ekki sjálfrátt þegar þeir
setjast undir stýri. Og umferðar-
og skipulagsyfirvöld eru ekki
vanda sínum vaxin og er tími til
kominn að fara að taka öll þau mál
til gagngerðrar endurskoðunar, ef
einhverjir eru þá færir um að
betrumbæta sljótt og dáðlaust
kerfi.
f þriðjudagsblaði Tímans var
skýrt frá að á fyrstu þremur mánuð-
um þessa árs hafi helmingi fleiri
slasast í umferðinni en á sama
tímabili í fyrra. Voru hörmungarn-
ar þó nógu miklar þá og ekki á
bætandi.
Tölurnar um umferðarslysin eru
ógnvekjandi. 7 Iátnir. 238 slasaðir.
Skráð umferðaróhöpp með eigna-
tjóni 2.100, auk þeirra sem samið
er um á staðnum og ekki komast á
skrá lögreglu eða tryggingafélaga.
Þessar tölur eiga aðeins við um
fyrsta ársfjórðung þessa árs.
Meira en lítið að
Fjárhagstjónið af umferðarslys-
unum er gífurlegt og dauði og
örkuml fjölda manns er þyngra en
tárum taki. Áður en þessi helm-
ingsaukning varð voru umferðar-
slys á íslandi miklu mun tíðari en í
þeim löndum, þar sem bílaeign og
umferðarþungi er svipaður. Börn
og kornungt fólk eru í miklum
meirihluta fórnarlamba umferðar-
áþjánarinnar.
Hér er eitthvað meira en lítið
að. Kunnáttuleysi í meðferð öku-
tækja og léleg þekking á umferðar-
lögum hefur verið nefnd sem
skýring. Ökukennslu er áreiðan-
lega ábótavant og tillitsleysið
margumþvælda á sinn þátt í
ósköpunum.
Þá er skammt í að kenna siðleysi
um. En íslensk umferð einkennist
ÞniOJUDAGUn 5. MAl 1987 - 98 TBL 71. ÁnG
zrrrr, \ .-»r. s rsrs-x. rrrrr:.-
Slasaöir um helmingi fleiri en i fyrra:
Umferðin ógnar lífi
og limum iandsmanna
tkohabv *ru löluf um umterftarslyi fyrlr fyrMu 3 mAnuM «6 hlute tll a.m.k. kl miklUI l|0lgun bifrd6a a aiftutlu miiaarum
þriu art kamur i l|Ot a6 f|öldl þmrrt t«n tittatl i uml.r6.nnl tamhUOa þvi a» uml.r6arm.nnmg latervtlnga Itefur Mki br.ytt i
hafur aldr.l v*ri6 malrl .n nu. Slaaa6ir I umltrMnnl i ar aru or6rv aamrteml vl6 br.ynar a6.ta.6ur
Ir um fwlmlngl ftelrl mvira aama tima i fyrra. Raunar 1 aama TOIur tra Umf.rftarraði banda |afntramt til að ar.kttrar t.u
hvar borið er mður vlð tamanburö. ffOlgun alaaaðra * alltaf gif- harðarl an aður. þar aam þalm aam tlatatt hafur f|Olgað rr
urteg. ntelra .n omterðarOhOppum.
Eðlltegt .r að aatla að þaaal t(ölgunalaaa6raMjmte^^jyj
um margt af siðleysi og hreinum og
klárum dónaskap, sem vægt til
orða tekið er kallaður tillitsleysi.
Yfirgangur
og dónaskapur
Mjög margir ökumenn aka af
öryggi og kurteisi og eru hvorki
sjálfum sér né öðrum hættulegir.
En alltof margir virða hvorki rétt
annarra til að vera nærri þeim á
umferðaræðum eða tilverurétt yfir-
leitt. Þeir aka eins og þeim sjálfum
sýnist og finnst allir vera fyrir sér
og öll þeirra hegðun einkennist af
yfirgangi og dónaskap.
Ef betur er að gáð koma þessi
einkenni fram miklu víðar en í
umferðinni. Hver kannast ekki við
nákvæmlega sömu hegðun fólks í
bankaafgreiðslum, bakaríum, fisk-
búðum og annars staðar, þar sem
siðað fólk reynir að mynda biðraðir
og hliðra svo til að afgreiðsla gangi
eðlilega. En nær alltaf skulu óupp-
dregnir dónar og frekjudallar troða
sér fram fyrir og ryðjast um og láta
sér aldrei detta í hug að náunginn
eigi líka sinn rétt.
Á fjölförnum gangstéttum má
einnig greina spegilmynd bílaum-
ferðarinnar. Ungir menn og mynd-
arlegir, stundum fleiri saman, æða
þar áfram og vaða á hvern þann
sem ekki er nógu snöggur að víkja
til hliðar. Þetta er svo algeng sjón
að maður tekur varla eftir henni.
Það er eitthvað brogað við uppeldi
og viðhorf þeirra einstaklinga sem
sýna tilverurétti annarra svona lítil-
svirðingu.
Hættuleg frekja
Það er ekkert endilega slæmt
fólk sem temur sér svona umgengn-
isvenjur. Það kann bara ekki
mannasiði og er önugt og skap-
styggt af því að það á í sífelldum
erfiðleikum í umgengni við aðra,
hina dónana og þá sem gæddir eru
siðlegum viðhorfum til samferða-
mannanna og geta umgengist þá án
sýnilegra erfiðleika.
Frekja og tillitsleysi er hvimleið
en að öllu jöfnu ekki hættuleg -
nema í umferðinni.
Ef unnt reyndist að innræta al-
menna siðfágun og æskilegar um-
gengnisvenjur myndi umferðar-
slysum áreiðanlega fækka þar sem
ökuvenjur breyttust og umferðin
færast í manneskjulegan farveg.
Manndráp, örkuml og fjárhags-
tjón vegna umferðar eru siðleysi.
OÓ