Tíminn - 07.05.1987, Side 12
12 Tíminn
Fimmtudagur 7. maí 1987
UTLOND
SEOUL — Mótmælin gegn
ríkisstjórn Suöur-Kóreu hafa
aukist síðustu daga og stjórn-
arandstaöan hefur gagnrýnt
Chun Doo Hwan forseta harð-
lega fyrir aö leggja á hilluna
endurbætur á kosningalögun-
um.
TEL AVIV — ísraelskar herf-
lugvélar gerðu árásir á stöövar
Palestínumanna í Líbanon á
sama tima og eldflaugum var
skotið frá Líbanon á landsvæði
í Norður-ísrael. Að minnsta
kosti sjö manns létust og 28
særðust í loftárásunum.
CONAKRY — Sextíu
manns, þar á meðal níu fyrrum
ráðherrar, voru dæmdir til
dauða í Vestur-Afríkuríkinu
Guinea. Mennirnir voru allir
stuðningsmenn Ahmed Sekou
fyrrum forseta en einræðis-
stjórn hans var steypt af stóli
fyrir þremur árum.
WASHINGTON — Richard
Secord, fyrrum hershöfðingi og
lykilvitni í yfirheyrslunum í
Iransmálinu, hefursagt frammi
fyrir rannsóknarnefnd þingsins
að 3,5 milljónir dollara, af hin-
um 30 milljóna dollara ágóða
af vopnasölunni til irans, hafi
farið til að styrkja Contra
skæruliðana í Nicaragua.
PARIS — Jacques Chaban
Delmas fyrrum forsætisráð-
herra Frakklands neitaði
ásökunum yfirmanns leyni-
þjónustunnar um að frönsk yfir-
völd hefðu falið gögn þar sem
í Ijós kæmi að margir háttsettir
menn sem tengdust frönsku
andspyrnuhreyfingunni hefðu
í raun unnið fyrir nasista.
MANILA — Tveimur sviss-
neskum starfsmönnum Rauða
krossins og fjórum filipps-
eyskum hjúkrunarkonum hefur
verið rænt á suðurhluta Filipps-
eyja. Þar hafa skæruliðar músl-
ima barist gegn stjórnarhern-
um en viðræður milli múslima
og sendimanna stjórnarinnar
um framtíð þessa svæðis fóru
þófram í gær. Kosningarverða
í landinu á mánudaginn og
róstusamt var víðsvegar þar í
gær.
VÍNARBORG — Austur-
risk rannsóknarnefnd mun fá
aðgang að skjalasafni júgó-
slavneska ríkisins til að kanna
hvort þar leynist nýjar upplýs-
ingar um feril Kurts Waldheim
forseta Austurríkis og fyrrum
aðalritar SÞ á heimsstyrjaldar-
árunum síðari. Hann er sakað-
ur um að hafa starfað fyrir heri
nasista á Balkanskaganum og
átt þátt í ódæðisverkum þeirra
á því svæði.
Svört þögn í S-Afríku
- Blökkumenn efndu til einna fjölmennustu mótmælaverkfalla í sögu landsins -
Þingkosningar hvítra fóru aö mestu friðsamlega fram
Reuter-
Allt var kyrrt og reyndar hljótt
líka í Soweto í gær en róstursamt
hefur verið í þessu úthverfi Jóhann-
esarborgar og stærstu byggð
blökkumanna í Suður-Afríku
undanfarna daga. í gær var líka
sérstakur dagur, þá gengu hvítir
menn að kjörborðinu en svartir sátu
heima í mótmælaskyni við kosning-
arnar.
Svo virtist sem næstum allir starf-
andi menn í Soweto hafi hlýtt kalli
baráttuhópa gegn kynþáttaaðskiln-
aðarstefnu ríkisstjórnar hvíta
minnihlutans og haldið sig heima við
á kosningadag. Virtist sem um væri
að ræða ein mestu fjöldaverkföll
blökkumanna í sögu landsins.
í Soweto búa um tvær milljónir
svertingja og þær 25 milljónir
blökkumanna sem í Suður-Afríku
búa höfðu ekki aðgang að kjör-
Blökkumenn í Suður-Afríku héldu sig heima i gær á meðan hvítir landsmenn
kusu sína flokka
kössunum í gær.
f flestum byggðum blökkumanna
mættu börn ekki í skóla og í mörgum
borgum var hálf eyðilegt um litast
fyrir hinar þrjár milljónir hvítra
manna sem kosningarétt höfðu. f
Jóhannesarborg var miðbærinn t.d.
hvað líkastur draugabæ, leigubíla-
stöðvar og strætisvagnastöðvar nærri
tómar og margar verslanir lokaðar.
Winnie Mandela, kona Nelson
Mandela og ein af leiðtogum
blökkumanna í landinu, sagði í gær
að verkfall blökkumanna sýndi að
þeir væru hin raunverulega stjórnar-
andstaða í landinu, ekki einhverjir
flokkar hvítra manna sem sætu á
þingi.
í gærdag virtist sem þátttaka
hvítra manna í kosningunum yrði
nokkuð mikil. Ekki þarf að spyrja
að kosningaúrslitunum því þótt búist
væri við að flokkar til hægri og
vinstri við stjórnarflokkinn myndu
reyta af honum fylgi er víst er að
P.W. Botha forseti og Þjóðarflokkur
hans mun halda velli sem langstærsti
stjórnmálaflokkur landsins. Hinn
hægrisinnaði flokkur Botha hefur
ráðið landinu síðan árið 1948 og
kosningabarátta hans nú snérist að
mestu um nauðsyn þess að halda
uppi lögum og reglu.
Kvikmyndahátíðin í Cannes hefst í dag:
Fimmtán hundruð myndir
standa fólki til boða
Cannes-Reuter
Kvikmyndahátíðin í borginni
Cannes á Miðjarðarhafsströnd
Frakklands, sú fertugasta í röðinni,
hefst í dag og er búist við að þetta
verði fjölsóttasta og fjölbreytilegasta
kvikmyndahátíðin til þessa. For-
svarsmenn hátíðarinnar eiga von á
um fimmtán þúsund kvikmynda-
stjörnum, kvikmyndagerðarmönn-
um, kaupendum og áhugafólki frá
23 löndum á hátíðina í Cannes.
Pierre Viot, forseti hátíðarinnar,
segir að um fímmtán hundruð mynd-
ir verði sýndar á þeirn þrettán dögum
sem dýrðin stendur.
Alls keppa nítján myndir um
æðstu verðlaunin í Cannes, Gullna
pálmann. Myndirnir koma frá tíu
löndum og einna sigurstranglegust
þykir vera mynd breska leikstjórans
Stephen Frears „Prick up your ears“,
sem byggð er á ævi leikritaskáldsins
Joe Orton.
Elísabet Taylor, Paul Newman,
Anthony Quinn, Marcello Mastro-
ianni og Faye Dunaway verða meðal
þess fræga fólks sem lýðurinn fær
augum litið í kvöldverðarboðum og
á sýningum í Cannes næstu dagana.
íbúar Los Angelesborgar:
Eyðslusamir og
með heilsudellu
William Casey fyrrum yfirmaður
CIA lést í gær
Bandaríkin:
Casey látinn
Glen Cove, New York-Reuter
William Casey fyrrum yfirmaður
bandarísku leyniþjónustunnar CIA
lést á sjúkrahúsi í New York í
gærmorgun 74 ára að aldri.
Casey, sem var yfirmaður CIA frá
árinu 1981 fram í janúar á þessu ári
og hafði tengst íranshneykslinu, lést
úr lungnabólgu í Glen Cove sjúkra-
húsinu. Hann var lagður þar inn
fyrir ellefu dögum.
Sjónvarpsútsendingar frá yfir-
heyrslum í íransmálinu hófust í
Washington í fyrradag og þar hefði
Casey örugglega þurft að mæta hefði
heilsan leyft. Hún brást Casey í
desember þegar hann þurfti að leggj-
ast inn á sjúkrahús og var skorinn
upp vegna heilaæxlis. Hann náði sér
ekki eftir þann uppskurð.
Casey var lögfræðingur í New
York sem einbeitti sér að skattamál-
um og varð forríkur af. Hann tók að
sér að stjórna baráttu Rónald Reag-
ans fyrir forsetakjöri árið 1980 og
Reagan gerði hann að yfirmanni
CIA þegar hann var sestur að í
Hvíta húsinu.
Los Angeles-Reuter
Los Angelesborg í Bandaríkjun-
um hefur löngum verið þekkt fyrir
að hýsa hina frægu og ríku og
samkvæmt nýlegri könnun er margt
til í þeirri ímynd.
Samkvæmt könnuninni ka'upa hin-
ir tólf milljón íbúar borgarinnar
fleiri báta, nota meira bensín og
drekka meira af víni en aðrir Banda-
ríkjanienn.
Ibúar hinna auðugu úthverfa Los
Angelesborgar drekka tvisvar sinn-
um meira af víni en hver bandarískur
borgari drekkur að meðaltali, einn
af hverjum 39 á skemmtibát og notar
jafnmikið af bensíni á tveimur vikum
og íbúi í Alaska notar á einu ári.
Ekki nóg með það - annan hvern
dag kaupir einhver íbúinn Rolls
Royce og einn af hverjum fjórum
eyðir peningum í spilavíti á ári
hverju. Og hvar eru 11% af öllum
sundlaugum í Bandaríkjunum?
Auðvitað í Los Angeles.
íbúar Los Angelesborgar eru þó
ekki alltaf að skemmta sér. Könnun-
in leiddi nefnilega í ljós að þeir huga
að heilbrigði sínu og eru þar fremstir
í röð Bandaríkjamanna. Til dæmis
kaupir meira en helmingur íbúanna
vítamín og einn af hverjum tíu er
meðlimur í líkamsræktarklúbbi.
Gjaldeyrismarkaðir:
Dollaranum
batnar lítillega
Tokyo-Rcuter
Háttsettir menn innan jap-
anska seðlabankans sögðu í gær
að stjórnirnar í Washington og
Tokyo væru ákveðnar að koma í
veg fyrir frekari lækkun dollar-
ans, lækkun sem hefur haft slæm
áhrif á útflutning Japana og aukið
verðbólguþrýsting í Bandaríkj-
unum.
Gjaldeyriskaupmenn tóku að
vísu ekki mikið mark á þessum
yfirlýsingum japanskra banka-
manna, enda heyrt þær áður, en
þó var einhver breyting til batn-
aðar sjáanleg á gjaldeyris-
mörkuðum er þeir opnuðu í
gærmorgun og dollarinnstyrktist
heldur í sessi.
Satoshi Sumita yfirmaður jap-
anska seðlabankans sagði á
blaðamannafundi að þeir Nakas-
one forsætisráðherra Japans og
Reagan Bandaríkjaforseti hefðu
náð samkomulagi í viðræðum
sínum í Washington í síðustu
viku og báðir væru ákveðnir í að
koma í veg fyrir enn frekari
hækkun japanska yensins gagn-
vart dollaranum. Pað hefur
hækkað um 45% gagnvart dollar-
anum á síðustu tveímur árum.
Hækkun yensins hefur komið
sér illa fyrir japanska útflytjendur
sem hafa neyðst til að hækka verð
á vörum sínum og misst þannig
mikla sölu á hinum geysistóra
Bandaríkjamarkaði. Á sama
tíma hefur lækkun dollarans leitt
til hærra verðlags á erlendum
vörum á Bandaríkjamarkaði og
það hefur ýtt undir hættuna á að
verðbólga þjóti upp þar í landi.
Öll gjaldeyrisviðskipti voru
með rólegra mótinu í gær og
virðist sem gjaldeyriskaupmenn
séu að bíða eftir að Bandaríkja-
stjórn komi fram með fastá-
kveðnar áætlanir til að verja doll-
arann frá frekari lækkun.
Páfi furðar sig á að fátæk
lingar séu barðir í Chile
Vatíkanið-Reuter
Jóhannes Páll páfi hefur lýst yfir
undrun sinni og áhyggjum vegna
frétta frá Chile þess efnis að fátæk-
lingur einn sem talaði við hans
heilagleika í síðasta mánuði hefði
verið barinn af vopnuðum mönnum
sem sögðust vera lögreglan.
Talsmaður páfa sagði Vatíkanið
vera að athuga þessa frétt nánar til
að fá staðfestingu á hvað gerðist.
Hann bætti því við páfi myndi líta
mjög alvarlegum augum á barsmíð-
ina þ.e. ef fréttin yrði staðfest.
Páfi heimsótti Chile í síðasta mán-
uði og átti meðal annars fund með
fátæklingum í Santíagó, höfuðborg
landsins. Mario Mejia var einn
þeirra sem talaði við páfa þá en hann
segist hafa verið tekinn fastur þann
1. maí, yfirheyrður og barinn og
síðan sleppt lausum.
Annar einstaklingur sem talaði til
mannfjöldans er páfi hitti þá fátæku
hefur nú fengið vernd sjálfrar lög-
reglunnar eftir að hafa verið ógnað
hvað eftir annað af óþekktum aðil-