Tíminn - 07.05.1987, Page 19

Tíminn - 07.05.1987, Page 19
Fimmtudagur 7. maí Í987 Tíminn 19 TÍMÁRIT Nýlega kom út þriðja tölublað af Martn- lífi á þessu ári. Meðal efnis í þessu blaði má nefna viðtal við Roy Marsden, sem sjónvarpsáhorfendur kannast við sem Adam Dalgliesh lögregluforingja í þátt- unum „Svarti turninn". Marsden segir frá ýmsu úr lífi sínu, og m.a. því - að honum hundlciðist sakamálasögur! Einnig er í blaðinu viðtal við rithöfund- inn P.D. James, sem skrifar sögurnar þar sem lögregluforinginn Adam Dalgliesh er aðalpersónan. í þessu blaði er einnig viðtal við fræðslufulltrúa homma og lesbía, sem segir frá starfi sínu og lífi. Hallbjörn Hjartarson „kúreki norðursins" er nú illa farinn eftir slys sem gjörbreytti lífi hans. Hann segir frá ævi sinni og vonbrigðum í sambandi við átök hans við að stofna „hið íslenska villta vestur“. Magnús Blöndal Jóhannsson segir frá skini og skúrum á ferli tónskáldsins. Þá hefur Anders Hansen, annar af höfund- um bókarinnar „Valdatafl í Valhöll", skrifað í Mannlíf um Albertsmálið og stöðuna í því í dag. Stórstjörnur hafa komið til Islands á undanförnum árum og skemmt hér lands- fólkinu, og í grein um þetta fræga fólk er sagt frá ýmsurn siðum og sérvisku þess. Þjóðleikhúskjallarinn - staður fjörugs næturlífs, heitir ein greinin í Mannlífi. Þá er ljósmyndaþáttur Gunnars Gunnars- sonar ljósmyndara og ýmislegt fleira efni er í ritinu. Mannlíf er gefið út af útgáfufélaginu Fjölni. Það er 140 blaðsíður, og margar litmyndir prýða ritið. Tíu blöð koma út á ári. Áskriftarsími Mannlífs er 91-687474. Og til að sanna feg- urð íslenskra kvenna, þá er birt mynd af „Miss World 1985“ — henni Hófí, þar sem hún er á mynd með Gígju Birgisdóttur, sem þá var nýkjörin fegurð- ardrottning. Við Bláa lónið er talið sér- staklega gott að taka „heit- ar myndir“. A “A Islandi færö þú allt sem þú þráir: Stórkostlega og hrikalega náttúrufegurð - og djarfar og fallegar stúlkur“ - segir í fyrirsögn í dönsku vikublaöi, þar sem birt er frásögn blaðamanns og Ijós- myndara af ferö til ís- lands Með greininni eru birtar nokkrar fallegar myndir frá helstu ferða- imannastöðum íslands, og til að 'punta upp á náttúru landsins eru þar íslenskar fáklæddar fyrirsætur. Landkynningin gengur mest út á að segja frá íslensku stúlkunum. „Þær virðast við fyrstu sýn vera feimnar og hlédrægar, og sýna sig yfirleitt aldrei naktar- aðeins fyrir hinn eina og besta vin sinn. En gamalt íslenskt orðtæki segir: Á bak við hvert tré felur sig nakin íslensk stúlka. Og það skal tekið fram, að á eyjunni eru yfirleitt eng- ,in tré yfir 40 sentimetra á hæð“. ) í þessumdúrerfariðmeðhelstu ; staðreyndir í greininni. Sagt er frá fyrirsætunum, og þær nafngreindar og störf þeirra kynnt: Dansari, flugfreyja o.fl. Einnig dást Danirnir mikið að diskótekunum á íslandi. Þau séu einhver albestu sem þekkist í Evrópu, og þcir hafa smáviðtal við Bubbi Morthens í aðalviðtali Æskunnar Þriðja tölublað Æskunnar 1987 er kom- ið út. Jens Kr. Guðmundsson ræðir við rokkkónginn Bubba Morthens í aðalvið- talinu. Bubbi er einnig á veggmyndinni sem fylgir blaðinu, ásamt Ragnhildi Gísladóttur, en þau sigruðu nýlega í vali lesenda Æskunnar á vinsælustu söngvur- um og poppstjórnum s.I. árs. Þetta er í fyrsta sinn sem Bubbi og Ragnhildur prýða saman veggmynd í íslensku tíma- riti. Æskan og hljómtækjaverslunin Steríó efna til myndagetraunar. Birtar eru sex litmyndir víðs vegar af landinu og eiga lesendur að geta sér til um hvar þær eru teknar. Dregið verður úr réttum lausnum og cinn hinna heppnu hlýtur glæsilega hljómtækjasamstæðu, Samsung VIP-380 í verðlaun. Starfskynningin heldur áfram í blaðinu. Að þessu sinni er nám og starf lögreglu- þjóns kynt. Litið er inn í Blindradeild Álftamýrarskóla og rætt við tvo nemend- ur. Herdís Egilsdóttir sér um páskafönd- ur. Birtar eru myndir sem bárust í teiknisamkeppni Æskunnar og trygginga- félagsins Ábyrgðar hf. Iðunn Steinsdóttir er höfundur nýrrar sögu: Lóa litla rauð- hetta. Margt fleira skemmtilegt efni er í blaðinu, sem er 56 síður, prentað í Odda hf. Útgefandi er Stórstúka íslands. Rit- stjórar eru Eðvarð Ingólfsson og Karl Helgason. „diskókóng íslands“ Ólaf Laufdal. Haft er eftir honum: „Ef ég stofn- aði diskótek í Kaupmannahöfn, þá yrði það eitthvað í líkingu við Broadway og Hollywood hér í Reykjavík - og þá myndu nú diskótekin þar í borg f samanburði við það helst líta út eins og markaðstjöld frá Sambandi danskra hænsnabænda!“ Við Gullfoss í íslenskum skógi -en í greininni segir að varla sé hægt að finna stærri tré á íslandi en 40 sm há, og „á bak við hvert tré felst fá- klædd íslensk stúlka,“ - segja Danir MEISTARAR MORD- GÁTUNNAR

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.