Tíminn - 10.06.1987, Side 1
Stjórn að fæðast?
Tíminn náði tali af Sverri
Hermannssyni, menntamala-
ráðherra, í gær og spurði hann
um horfur á myndun ríkis-
stjórnar. Sverrir var ekki myrk-
ur í máli fremur en venjulega
og spáði því að stjórn Sjálf-
stæðisflokks, Framsóknar-
flokks og Alþýðuflokks yrði
mynduð á næstu dögum. Ætti
þeim því að létta, sem kviðið
hafa því að ekki yrði úr stjórn-
armyndun á næstunni. Sverrir
gamnaði sér jafnvel við að
geta upp á því hvernig helstu
ráðherraembættin yrðu
skipuð, með Þorstein Pálsson
í forsæti, Steingrím utanríkis-
ráðherra og Jón Sigurðsson,
fjármálaráðherra. Sjálfur sagð-
ist Sverrir vilja verða ráðherra
í nýju stjórninni, en gat hugsað
sér Jón Baldvin sem
menntamálaráðherra. Ekki er
enn farið að ræða formlega um
ráðherraembætti í viðræðun-
um.
Sjá bls 3
Sverrlr Hermannsson menntamálará&herra.
Þeirgeraviðbíla
í skúrum og ráða
skattinum sjálfir
Svokallaðar „skúraviðgerðir“ standa nú með miklum
blóma, að sögn formanns Félags bifvélavirkja. Segir hann
jafnframt að lélegt eftirlit með söluskattsskilum og vitlaus-
ar skattareglur gagnvart einstaklingum sé sá jarðvegur
sem skúraverkstæðin spretti úr. Fleiri skúraverkstæði
þýða minni mannskap á stærri verkstæðin. Það þýðir
lengri bið á verkstæðum sem aftur þýðir að fleiri leita til
Sjá bls. 5