Tíminn - 10.06.1987, Qupperneq 6
6 Tíminn
Miðvikudagur 10. júní 1987
Aðalfundur Sjómannafélags Rvíkur.:
Fiskvinnslan getur breytt gáma
útflutningi ef þeir vilja
Sjómannafélag Reykjavíkur
gerði einar sex ályktanir á aðal-
fundi sínum, sem haldinn var í
síðustu viku að Skipholti 50A.
Beinir aðalfundurinn m.a. þeim
tilmælum til stjórnvalda og Sigl-
ingamálastofnunar ríkisins að
vinna að lagasetningu um lokaða
björgunarbáta á íslensk kaupskip
og skal miðað við það að öll íslensk
kaupskip og erlend leiguskip sem
sigla til landsins verði búin slíkum
bátum í síðasta lagi 1. janúar 1990.
í öðru lagi fól aðalfundur SR
stjórn félagins að beita sér fyrir
stofnun samtaka allra þeirra aðila
hér á iandi sem vinna við flutninga
á sjó, á landi og í lofti. Verði stefnt
að því að þessum aðilum verði náð
saman á hausti komanda og þá
lögð drög að lögum og reglum
siíkra samtaka sem taki mið af
sambærilegum lögum Skandin-
aviska flutningaverkamannasam-
bandsins.
f þriðja lagi lýsir aðalfundur SR
undrun sinni á afstöðu fiskkaup-
enda í verðlagsráði sjávarútvegsins
varðandi frjálst fiskverð. Fundur-
inn telur það vera eina af megin-
forsendum eðliiegs fiskverðs hér á
landi að framboð og eftirspurn ráði
verði. Fagnar fundurinn tilkomu
fiskmarkaða hérí Reykjavík og í
Hafnarfírði og minnir á að nær
tveir áratugir eru nú liðnir frá
jákvæðri samþykkt aðalfundar fé-
lagsins um þetta mál. Þá bendir
fundurinn á að með tilkomu fisk-
markaða svo og fjarskiptamarkaða
muni markaðsverð verða gildandi
í raun um allt land.
í fjórða lagi lýsir aðalfundurinn
yfir undrun sinni á afstöðu Verka-
mannasambands íslands til útflutn-
ings á ferskum fiski. Fundurinn
bendir á að 85% fiskiskipaflotans
er nú í eigu fiskvinnslunnar og því
hæg heimatökin fyrir þá aðila sem
vilja breyta, vilji þeir á annað borð
vinna meira úr aflanum hér innan-
iands. Mikill innflutningur skut-
togara til landsins var réttlættur
með því að tryggja ætti atvinnu í
sjávarplássum. Fjöldamörgum
skuttogurum hefur nú verið breytt
þannig að aflinn erfrystur um borð
og breytingar á fleiri skipum eru nú
fyrirhugaðar. Engar athugasemdir
hafa komið frá Verkamannasam-
bandinu varðandi þetta mál. Sam-
tök fiskvinnslunnar hér á landi
vilja nú fá meiri íhlutun í afla
íslenskra fiskiskipa og þar með
yfirráð yfir þeim fáu skipum sem
ekki eru nú í eign fiskvinnslufyrir-
tækja. Þessum aðilum hefur nú
tekist að slá ryki í augu fulltrúa
frjáls fiskverðs enda þótt þeir geti
keypt hráefni á samkeppnisverði
við erlenda markaði, en skjóta sér
þess í stað á bak við verðákvörðun
verðlagsráðs sjávarútvegsins.
En alir vita að sú ákvörðun
byggist ekki eingöngu á erlendu
markaðsverði heldur einnig fram-
leiðslukostnaði hér heima, m.a.
með meðaltali framleiðslukostnað-
ar iila og vel rekinna frystihúsa.
Aðalfundurinn leggur ekki dóm á
þá byggðastefnu sem fylgt er, en
telur að það sé ekki sjómanna og
útgerðarmanna einna að standa
undir kostnaði hennar vegna, held-
ur sé það samfélagins í heild. Af
framansögðu má sjá að hugur
þeirra sem ráða mestu í sjávarút-
vegi stendur til þeirrar áttar einnar
að draga kjör íslenskra fiskimanna
niður sem verða má.
í fimmta lagi beinir aðalfundur-
inn þeirri áskorun til Sjómannas-
ambands Islands að úttekt verði
iátin fara fram af tryggingarfræði-
ngi á slysa- og dauðatryggingarfjár-
hæðum sjómanna. Verði þá horft
til liðinna ára og samanburður
gerður á tryggingarfjárhæðum ann-
arra starfsstétta. Þá verði einnig
gerð athugun á upphæðum tjón-
abóta sem falla undir reglugerð nr.
31 frá 1964.
f sjötta og síðasta lagi felur
aðalfundur Sjómannafélags Reykj-
avíkur stjórn félagsins að kalla
saman stéttarféiög farmanna á
hausti komanda til að ræð'a þá
alvarlegu þróun sem orðið hefur í
íslenskri kaupskipaútgerð. Eink-
um verði rætt um hinn háa meðal-
aldur skipanna svo og þá aukningu
sem orðið hefur á leigutöku er-
lendra skipa mönnuð erlendum
sjómönnum í siglingum að og frá
íslandi.
Rithöfundasamband íslands:
Samningar
samþykktir
til 5 ára
Samningar bókaútgefenda og rit-
höfunda svo og samningar Leikfé-
lags Reykjavíkur við rithöfunda
voru samþykktir á aðalfundi rithöf-
undasambands íslands um mánaða-
mótin síðustu.
Samningar við bókaútgefendur
hafa staðið allengi yfir og eru ein-
hverjir mikilvægustu samningar rit-
höfunda, en viðsemjendur rithöf-
undasambandsins eru nú alls 9 auk
þess sem það hefur umboð fyrir
erlenda rithöfunda.
Útgáfusamningurinn gildir til
næstu fimm ára en þýðingarsamning-
urinn er til næstu þriggja ára. Samn-
ingaviðræður standa enn yfir við
Btindrabókasafn, Bylgjuna og fleiri
og endurnýjun samninga við Ríkis-
útvarpið er að hefjast.
Á aðalfundinum voru 14 rithöf-
undar teknir inn í Rithöfundasam-
bandið. Þar með eru félagar orðnir
265 talsins. Rithöfundasambandið
er heildarsamtök íslenskra rithöf-
unda, skáldsagnahöfunda, ljóð-
skálda, leikritahöfunda, barna- og
unglingabókahöfunda, þýðenda,
fræðibókahöfunda og fleiri.
Formaður félagsins er Sigurður
Pálsson en varaformaður Einar
Kárason. Aðrir í stjórn eru Vilborg
Dagbjartsdóttir, Þorsteinn frá
Hamri, Þórarinn Eldjárn og vara-
menn eru Andrés Indriðason og
Sjón. ABS
Einnota umbúöir um gos og drykki:
w
Arleg sala 25
milljónirdósa?
Notkun einnota umbúða, t.d.
plastflöskur, ál og plasthúðaðar
pappaumbúðir og áldósir, fyrir gos,
öl og svaladrykki hefur stóraukist á
undanförnum misserum. Bæði er
um að ræða vörur sem framleiddar
eru hér á landi og innfluttar vörur.
Með tilkomu pökkunarvéla fyrir öl
og gosdrykki í áldósir hér á landi,
má fastlega gera ráð fyrir, að notkun
slíkra umbúða stóraukist á næstunni.
Ekki er talið ólíklegt að árleg sala á
gosdrykkjum verði um 25 milljónir
áldósa, sem samsvarar hátt í 300
tonnum af áli.
Víðsvegar um heim, og í flestum
nágrannalöndum okkar, hafa verið
settar reglur um notkun einnota
umbúða, endurnýtingu og hvaða
efni megi nota í slíkar umbúðir.
Áldósir eru t.d. bannaðar í Dana-
veldi sem öl og gosdrykkjaumbúðir.
Hér á landi eru engar reglur um
framleiðslu né notkun einnota um-
búða fyrir umrædda vöruflokka.
Talsvert ber einnig á því að neyt-
endur fleygi umbúðunum á víða-
vangi.
Af því tilefni hafa Hollustuvernd
ríkisins, Náttúruverndarráð og
Landvernd sent frá sér fréttatilkynn-
ingu þar sem skorað er á landsmenn
að ganga vel um landið og fleygja
ekki slíkum umbúðum né öðru rusli
á víðavangi.
Einnig er þeim tilmælum beint til
framleiðenda og innflytjenda að þeir
geri sér í ríkari mæli Ijósa ábyrgð
sína í þessu máli, m.a. með því í
auglýsingum sínum að benda neyt-
endum á að fleygja ekki umbúðum
á víðavangi.
Tíminn tekur undir þessa áskorun
og minnir á að fólk ætti að ganga frá
eins og það vill koma að stöðum.
Hreint land, fagurt land. -SÓL
Þær Kogga og Sonja Elídóttir
voru ekkert að vinna inni af
gömlum vana, heldur drifu sig út
og sátu þar við að hnoða leir og
móta í allskonar listmuni. Mun-
ina ætla þær svo að brenna í
sérstökum útibrennsluofni sem
Kogga hefur komið fyrir í Laug-
arnesinu.
Kogga leirlistamaður, heitir
fullu nafni Kolbrún Björgólfs-
dóttir og er með keramikstúdíó
og gallerý í Vesturgötunni. Sonja
er hins vegar að læra listina hjá
henni.
Kogga sagðist nota rekavið til
að hita upp útiofninn, en með því
að brenna leirinn í slíkum ofni
tæki brennslan miklu styttri tíma,
eða um einn dag í staðinn fyrir
fjóra í venjulegum leirbrennslu-
ofnum. Þegar hlutirnir hafa verið
brenndir í ofninum úti, er hægt
að gera ýmislegt við þá til að fá
sérstaka áferð á þá, t.d. setja þá
sjóðandi heita í hálm og sinu.
Þannig smýgur sót inn í leirinn og
gefur honum mjög sérstaka
áferð. ABS
Samtök um jafnrétti milli landshluta:
Landsfundur
að Reykholti
Helgina 20.-21. júní halda Samtök
um jafnrétti milli landshluta lands-
fund undir kjörorðinu „Þjóðfélags-
sýn samtakanna í framtíðinni", að
Reykholti í Borgarfirði.
Þar verða teknar ákvarðanir um
framtíðarstefnu samtakanna og þau
baráttumál, sem taka þarf á á næst-
unni. Telja forsvarsmenn samtak-
anna þetta vera tímamótafund þar
sem ljóst verði hvort SJL hafi enn
styrk sem þverpólitískt afl.
Hafa samtökin ákveðið að gera
átak í byggðamálum vegna þeirrar
aðfarar sem gerð hefur verið að
búsetuskilyrðum á landsbyggðinni
undanfarið. Telja þau ljóst að ef
frekar verði vegið að jafnvægi milli
landshluta þá muni það hafa ófyrir-
sjáanlegar afleiðingar í för með sér
gagnvart landsbyggðinni, sem seint
verði bættar.
í tengslum við fundinn verður gefið út
þriðja hefti málgagns samtakanna,
Útvörður, og verður því dreift til
ákrifenda með nánari upplýsingum
um landsfundinn.
Núverandi stjórn Samtakanna
skipa: Þórarinn Lárusson Skriðu-
klaustri, formaður, Magnús B. Jóns-
son Hvanneyri og Helga Eiðsdóttir
Akureyri meðstjórnendur. Ritstjóri
Útvarðar er Hákon Aðalsteinsson
Egilsstöðum. ÞÆÓ
Par lendir
undir bíl
utan vegar
Ökumaður jeppabifreiðar, sem
ekki hafði stjórn á ökutæki sínu
sökum ölvunar, ók á pilt og stúlku í
Húsafelli aðfaranótt laugardagsins,
með þeim afleiðingum að þau varð
bæði að flytja undir læknishendur.
Parið lenti undir bílnum utan vegar
í rjóðri, þar sem það hafði komið sér
fyrir. Stúlkunni varð minna meint af
slysinu en piltinn varð að færa mikið
slasaðan suður, m.a. með opið bein-
brot.
Lögreglan í Borgarnesi svipti öku-
manninn umsvifalaust ökuleyfi til
bráðabirgða. þj