Tíminn - 10.06.1987, Síða 8
8 Tíminn
Timirm
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aöstoöarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriöi G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
NíelsÁrni Lund
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild)
og 686306 (ritstjórn).
Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.-
Áhrifamikill fundur
Nú er aö hefjast í Reykjavík fundur utanríkisráðherra
Natóríkjanna. Sérstakar varúaðarráðstafanir hafa verið
gerðar í tilefni af komu ráðherranna og öflug öryggis-
gæsla umhverfis fundarstaðinn Hótel Sögu.
Þótt einhverjum íslendingnum kunni að finnast slík
öryggisgæsla ónauðsynleg, hefur það sýnt sig að hún á
fullan rétt á sér.
Á fundinum verða afvopnunarmál mikið til umræðu
og rædd afstaða hinna ýmsu Natóríkja til tillögunnar um
brottnám meðaldrægra, og jafnvel sicammdrægra kjarn-
orkuvopna í Evrópu, eða hina svonefndu núll núll
lausn. Það er sú stefna sem íslendingar vilja og munu
halda fram.
Þá hljóta umræðurnar einnig að snúast um leiðir til
að draga úr hefðbundnum vígbúnaði í Evrópu.
Allt bendir til að Atlantshafsríkin nái samstöðu um
núll lausnina svokölluðu og opni þar með möguleikana
á að þurrkaður verði út heill flokkur gjöreyðingavopna
sem nú ógna mannlífinu.
Ákvörðun í þessa átt er í raun afleiðing viðræðna
þjóðarleiðtoganna, Ronalds Reagans, og Mikaels Gor-
batsjov, sem fram fóru í október s.l. hér í Reykjavík.
Það væri ánægjuefni ef utanríkisráðherrarnir næðu
samstöðu í þessa veru á fundum sínum hér. Samþykktin
myndi undirstrika að árangur hefði náðst á leiðtoga
fundinum fræga og vilja Atlantshafsbandalagsríkjanna
til afvopnunar og friðar.
Enginn vafi er á að sú mikla friðarumræða sem átt
hefur sér stað um allan heim og fer vaxandi, þrýstir á
stórveldin til afvopnunar. Mönnum er ljóst að heiminum
stafar gífurleg hætta af öllum þeim vopnum sem nú eru
til staðar og krafa almennings er að þeim verði fækkað
eða útrýmt.
Við íslendingar bjóðum utanríkisráðherrana vel-
komna til fundarins. Hvað svo sem skoðunum okkar á
Nató viðvíkur hljótum við að fagna viðræðum þessara
áhrifamiklu aðila um afvopnun ekki síður en annarra
sem um þessi mál fjalla.
Dýr hvíta-
sunnuhelgi
Nýliðin hvítasunnuhelgi var landsmönnum dýr. Mikið
var um slys og óhöpp í umferðinni en einnig af öðrum
völdum. Þótt slysin geri ekki boð á undan sér þá virðist
það því miður vera svo að hvítasunnuhelgin boði slys.
Ástæður þess eru margar. Einkum þó gífurleg umferð
sem er samfara miklum ferðalögum fólks svo og mikil
ölvun sem virðist fylgifiskur þessarar fagnaðarhátíðar
kristinna manna.
Enda þótt mikið hafi verið gert í vegamálum er ljóst
að margir vegir eru engan veginn í stakk búnir til að
taka á móti allri þeirri umferð sem samfara er
hvítasunnunni. Þrátt fyrir tilmæli lögreglu og umferðar-
ráðs er akstursmáti margra í engu samræmi við þær
leiðbeiningar og á það án efa stóran þátt í umferðarslys-
unum. Þá á ölvun og akstur enga samleið hvorki
lagalega né á annan máta.
Við skulum vona að aðrar ferðahelgar í sumar verði
ekki jafn dýrkeyptar og sú sem var að líða. Að því getur
hver og einn stuðlað með tillitssemi og aðgæslu.
Miðvikudagur 10. júní 1987
EMBÆTTASKIPAN
OG DÓMNEFNDIR
Nú hefur Hannes Hólmsteinn
Gissurarson enn eina ferðina vakið
þjóðarathygli, og í þetta skipti fyrir
að vilja ekki sitja undir því að vera
dæmdur af einum helsta pólitíska
andstæðingi sínum, Ólafi Ragnari
Grímssyni. Nánar til tekið snýst
málið um það að Hannes hefur sótt
um kennarastöðu við Háskóla
íslands. Viðkomandi háskóladeild
hefur skipað þriggja manna dóm-
nefnd til að vega og meta hæfni
umsækjenda, þar með talið Hann-
esar Hólmsteins.
í dómnefndinni á meðal annarra
sæti prófessorinn Ólafur Ragnar
Grímsson. Og þar þykir Hannesi
Hólmsteini að óvinur sitji á fleti
fyrir. Raunar ekki Ólafur einn,
heldur eru í nefndinni fleiri menn
sem hann telur bera að vináttu við
aðra umsækjendur og óvináttu við
sig, ef Garri hefur tekið rétt eftir.
Þess vegna mótmælir hann. Og
þykir óheyrt. Til þessa hefur eng-
unt dottið í hug að véfengja það að
þeir vísindamenn, sent háskóla-
deild skipar i dómnefnd, séu yfir
gagnrýni hafnir og að þar séu
heilagar kýr á ferðinni.
En hér hefur Hannes Hólm-
steinn brotið blað. Hann hefur
gengið á hólm við þá föstu venju
að dómnefndir eigi að hafa síðasta
orðið.
Mannlegirdómarar
Til skýringar má geta þess að
þessi venja með dómnefndirnar
byggist á því að nokkrir sérfróðir
vísindamenn á því sviði, sem lausa
kennarastaðan cr í, séu settir í að
vega og meta vísindastörf umsækj-
enda og úrskurða um það hvort
þeir séu yfir höfuð hæfir til að
kenna við háskóla. Yfirleitt er þá
við það miðaö að báðir aðilar.
Ofsóttur umsækj- Prttessor s&a
andl. stjórnmálama&ur?
dómncfndarmenn og umsækjend-
ur, séu með að baki bæði próf,
starfsreynslu og vísindalegar rann-
sóknir og rit sem marktæk þyki við
háskóla.
Og í gamalgrónum vísindagrein-
um, cins og lögfræði, læknisfræöi,
hagfræði, guðfræði, verkfræði og
þar frain eftir götunum, er yfirleitt
ckki mikill vafi á ferðum í sant-
bandi við þetta. Þar hafa flestir
sæmilega greindir menn þóst hafa
það á hreinu hverju sinni hvort á
ferðinni væru virtir alvöru visinda-
menn, með fræðigrcin að baki sem
yfirleitt væri þess virði að hún væri
tekin alvarlega og stunduð við há-
skóla.
í þessum greinum eru líka til
hefðbundnar og fastar mælistikur
sem farið er eftir þegar meta á það
hvort viðkomandi umsækjandi sé
nothæfur vísindamaður eða ekki.
Það er einkenni rótfastra vísinda-
greina að þar hafa menn handfestu
þegar vcga þarf og meta einstök
vcrk eða hæfni tiltekinna einstak-
linga.
Vísindi ogstjórnmái
Munurinn á vísindum og stjórn-
málum er hins vcgar sá að í pólitík-
inni metur hver annan eftir því
hvaða stefnumálum hann er líkleg-
ur til að koma á framfærí. Og skipt-
ir þá engu hvort vísindaleg rök-
hyggja og niðurstöður fræðimann-
legra rannsókna segja eitt eða
annað.
Þeir félagar eru báðir að fást við
vísindagrein, stjórnmálafræðina,
sem er ný hér á landi og hefur alls
ekki enn náð að skapa sér fast virð-
ingarsæti í hugum almennings. Því
fer víðs fjarri að þau vísindalegu
afrek hafi verið unnin í þessari gre-
in hér á landi að í hugum fólks sé
það hafið yfir efa að hún sé komin á
stall með hinum greinunum sem
fólk hefur lært að treysta. Því er í
rauninni allsendis ósvarað í verki
hvort hér séu alvöruvísindi á ferð-
inni eða cinungis skálkaskjól fyrir
stráka sem hafa áhuga á að pota sér
áfram ■ pólitík.
í Ijósi þess er kæra Hannesar
Hólmsteins forvitnileg. Hann ber
það þarna upp á samverkamenn
sína á akri vísindanna að þeir láti
persónuleg og pólitísk sjónarmið
sín ráða meiru heldur en strangt og
fræðilegt vísindalegt mat. Ekki
verður betur séð en að hann sé að
bera það upp á Ólaf Ragnar að
hann láti stjórnmálamanninn í
sjálfum sér segja prófessornum og
vísindamanninum fyrir verkum.
í rauninni er Hannes Hólm-
steinn þar með að kveða upp dóm
yfir sinni eigin vísindagrein. Er
hægt að skilja þetta öðru vísi en svo
að stjórnmálafræðingar séu í raun-
inni ekki vísindamenn, hcldur bara
réttir og sléttir venjulegir stjórn-
málamcnn? Og líka má spyrja,
hvað myndi Hannes Hólmsteinn
sjálfur láta ráða gerðum sínum ef
hann sæti í dómnefnd sem þessari?
Garri.
VÍTTOG BREITT
lllilllllllli
Endurbætur á lífeyris
sjóðakerfinu
Eitt megineinkenni velferðar-
þjóðfélagsins er sú stefna að enginn
skuli þola skort vegna skertrar
heilsu, fötlunar og elli, né atvinnu-
leysis. Velferðarþjóðfélögin leitast
við að koma þessari stefnu í fram-
kvæmd með uppbyggingu sérstaks
opinbers fjárhagskerfis, sem í öllum
aðalatriðum er borið uppi af skatt-
tekjum.
Hvað sem líður stjórnmála-
skoðunum fólks er sjaldgæft að fyrir-
hitta mann sem er andstæður þessum
grundvallarþætti velferðarþjóðfé-
lags. Engum dettur í hug í alvöru að
hægt sé að snúa aftur til gamla
tímans um það að gefa það guði á
vald hvernig úr rætist um hag fólks,
sem er meinað að bjarga sér vegna
heilsuleysis, atvinnuleysis eða elli-
hrumleika og fötlunar.
Að draga úr misrétti
Hin opinbera velferðarþjónusta
af þessu tagi er að sjálfsögðu
jafnréttismál, er a.m.k. ætlað að
draga úr misrétti, þótt auðvitað
geti það aldrei náð svo langt að
gera alla efnalega jafna. Það gerir
velferðarþjónustan ekki fremur en
t.d. það launakerfi, sem gildir og
er árangur frjáls samningsréttar og
þeirra sjónarmiða sent virt eru í
framkvæmd, að launamunur skuli
vera milli hinna ýmsu starfsstétta
þjóðfélagsins. Velferðarþjónustan
og launakerfið gera því ekki betur
en að tryggja einhvers konar lág-
marksafkomu. Og við það mark-
mið virðast allir sætta sig, enda
eðlilegt og skynsamlegt.
Lífeyrissjóðir
Eitt af einkennistáknum nútím-
ans og hluti velferðarkerfisins í
raun og veru, eru lífeyrissjóðir.
Fyrir 70 árum voru þeir naumast
til, fyrir 50 árum voru þeir örfáir
og að mestu bundnir við opinbera
starfsmenn, fyrir 20-30 árum tekur
þeim að fjölga, og nú fylla lífeyris-
sjóðir hundraðið að sagt er. Má
segja að hver smáhópurinn hafi
dundað sér við það að stofna
lífeyrissjóð. Afleiðingin hefur orð-
ið sú að fjárhagsstyrkur þessara
sjóða hefur verið ærið mismunandi
og geta sumra þeirra til þess að
greiða lífeyri, sem risi undir nafni,
nánast engin. Lífeyrissjóðakerfið
á íslandi hefur verið ótrúlega illa
skipulagt og óljóst hvaða ástæður
eða tilhneigingar hafa ráðið upp-
byggingu þess.
Stefna
Ólafs Jóhannessonar
Ólafur heitinn Jóhannesson, for-
maður Framsóknarflokksins, varð
manna fyrstur til að gera sér grein
fyrir því - á fyrstu árum lífeyris-
sjóðaútþenslunnar á sjötta ára-
tugnum, fyrir ca. 30 árum - að
þessum málum yrði að stýra ofan
frá en láta ekki stjórnast af skamm-
sýnum hvötum. Hann vildi láta
stofna einn almennan lífeyrissjóð.
Þessu var ekki illa tekið á Alþingi,
en mikill dráttur varð á að málið
væri tekið til raunhæfrar fram-
kvæmdar, og þegar það loksins var
gert með skipun sérstakrar nefndar
árið 1967 (sú nefnd starfaði í tvö
ár) þá var hugmyndin um samræmt
lífeyriskerfi drepin og talin árás á
félagafrelsið í landinu.
Nýtt nefndarálit
Nú hefur nefnd, sem setið hefur
að störfum í rúm 10 ár, sent frá sér
umhugsunarvert nefndarálit og
frumvarp að samræmdu lífeyris-
sjóðakerfi. f nefndinni sátu 17
fulltrúar hagsmunasamtakanna,
þ.á m. lífeyrissjóðanna, og má
nefndin heita sammála um niður-
stöðuna. Hún er sú, sem Ólafur
Jóhannesson sagði fyrir um fyrir 30
árum, að nóg sé að hafa einn
lífeyrissjóð í landinu eða kerfið
svo samræmt að þar sætu þeir
menn við sama borð í lífeyris-
greiðslum sem nytu svipaðra launa,
hvaða stöðu sem menn annars
gegndu og hjá hverjum svo sem
þeir ynnu.
Þetta nefndarálit lífeyrissjóða-
nefndarinnar má ekki lenda í glat-
kistunni. Það verður að ræða mál-
efnalega og sjá um að núverandi
óskapnaður lífeyrissjóðakerfisins
verði afnuminn. I.G.