Tíminn - 10.06.1987, Page 11
10 Tíminn
Miðvikudagur 10. júní 1987
Miðvikudagur 10. júní 1987
Tíminn 11
ÍÞRÓTTIR
lllll!
ÍÞRÓTTIR
lllllll!!llll
llilllllll
llllllllllllll
mm-utna
Úrslit leikja í 3. umferð fyrstu
deildar á íslandsmótinu í knatt-
spyrnu:
KA-Valur ..............0-1 (0-1)
(Magni Blöndal Pétursson 11.)
FH-Víðir ..............0-0 0-0)
Völsungur-ÍA..........1-2 (1-0)
(Hörður Bcnónýsson 16.)-(Valgeir Baröa-
son 50., Sveinbjöm Hákonarson 80.)
ÍBK-Þór ...............2-0 (0-0)
(Óli Þór Magnússon 70., Ingvar Gudmunds-
son 75.)
Fram-KR................1-1 (1-0)
(Pútur Ormslev 44.)-(Bjöm Rafnsson 88.)
Valur . .
KR ....
ÍA ....
ÍBK ...
Fram . .
Þór ....
KA ....
Völsungur
Víðir . . .
FH ....
1 0 9-2
1 0 5-1
0 1
4- 4
7-9
5- 5
3- 4
1-2
4- 6
1-2
0-4
Björn Rafnsson KR.............. 2 mörk
Gunnar Oddsson ÍBK ............ 2 mörk
Gunnar Skúlason KR............. 2 mörk
Heimir Guðmundss. ÍA .......... 2 mörk
Hörður Benónýsson Völsungi . . 2 mörk
Jónas Hallgrimsson Völsungi ... 2 mörk
Magni Pétursson Val ........... 2 mörk
Óli Þór Magnússon ÍBK.......... 2 mörk
Pétur Ormslev Fram ............ 2 mörk
Sigurjón Kristjánsson Val..... 2 mörk
Valur Valsson Val.............. 2 mörk
Úrslit leikja í 4. umferð annarr-
ar deildar á ísiandsmótinu í
knattspyrnu:
Einherji-Þróttur .............2-1
(Eiríkur Sverrisson, Baldur Kjartansson)-
(Sigurður Hallvarðsson)
ÍBÍ-Leiftur...................1-2
(Oddur Jónsson)-(Óskar Ingimundarson,
Hafsteinn Jakobsson)
ÍR-ÍBV....................3-0 (2-0)
(Heimir Karlsson 3)
KS-Víkingur............3-1 (2-1)
(ÓIi Agnarsson 2, Jónas Björnsson)-(Hörð-
ur Theodórsson)
UBK-Selfoss ..............1-1 (0-0)
(Jón Þórir Jónsson 9<).)-(Jón Gunnar Bergs
76.)
Víkingur 4 3 0 1 6-5 9
Einherji 4 2 2 0 6-4 8
KS 4 2 117-57
Þróttur 4 2 0 2 7-6 6
Leiftur 4 2 0 2 5-4 6
Selfoss 4 12 15-65
ÍR 4 112 7-74
UBK 4 112 3-54
ÍBV 4 112 5-84
ÍBÍ 4 1 0 3 6-7 3
Heitnir Karlsson ÍR . .
Bergur Ágústsson ÍBV
Daði Harðarson Prótti
Jón Gunnar Bergs Selfossi 3 mörk
Kristján Davíðsson Einherja ... 3 mörk
íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild:
Framarar nærri því
að stela sigrinum
- sigurvilji KR-ingafærði þeim þójafntefli áðurenyfirlauk
Markið sem Pétur Ormslev skor- 8e8n KR- Síðustu mínúturnareruþó Birni Rafnssyni að jafna metin fyi
aði í fyrri hálfleik fyrir Fram á Laug- alltaf hættulegar og það sýndi sig í Vesturbæjarliðið sem hafði sótt m
leik þessara tveggja Raykjavíkur-
liða. Rétt undir lokin tókst nefnilega
Markið sem Pétur Ormslev skor-
aði í fyrri hálfleik fyrir Fram á Laug-
ardalsvelli á mánudagskvöldið virtist
lengi vel ætla að duga liðinu til sigurs
Valsmenn heppnir
Flestir sem á horfðu eru sammála
um að jafntefli hefðu verið sann-
gjörn úrslit í leik KA og Vals í 1.
deildinni í knattspyrnu á Akureyri
um helgina. M.a. sagði Þorgrímur
Þráinsson varnarmaður Vals eftir
leikinn að þeir Valsmenn hcfðu
verið heppnir að fara með öll stigin
þrjú suður fyrir heiðar. Úrslitin urðu
1-0 Val í hag.
Leikurinn var köflóttur, skemmti-
legur og opinn á stundum en þóf-
kenndur á milli. Liðin skiptust á að
hafa undirtökin. Valsmenn skoruðu
mark sitt á 11. mín., Magni Blöndal
Pétursson átti fast skot af 20 m færi,
boltinn fór í einn varnarmann KA,
breytti um stefnu og lak inní markið
framhjá Hauki markverði sem var
kominn úr jafnvægi. Á 16. mín.
fengu Valsmenn tækifæri til að auka
muninn en Ingvar Guðmundsson
skaut yfir af markteig eftir fyrirgjöf
frá Jóni Grétari Jónssyni. KÁ-menn
fengu sitt fyrsta tækifæri á 21. mín.
Erlingur Kristjánsson skaut þá yfir
eftir hornspyrnu frá Gauta Laxdal
en hornspyrnurnar hjá honum voru
stórhættulegar í þessum leik. Þor-
grímur Þráinsson bjargaði á línu
skalla frá Tryggva Gunnarssyni og á
49. mín. skallaði Hinrik Þórhallsson
í slá Valsmarksins. Rétt á eftir
vippaði Tryggvi Gunnarsson yfir
markið úr þröngu færi og um miðjan
seinni hálfleik renndi Jón Sveinsson
boltanum fram hjá Guðmundi
Hreiðarssyni markverði Vals en
einnig framhjá markinu. Valsmenn
fengu líka nokkur færi en voru
eitthvað mislagðir fætur upp við
mark KA-manna. áp/HÁ
Einstefna í lokin
Frá Margréti Sanders á Suðurnesjum:
Keflvíkingar sigruðu Þórsara 2-0 í
Keflavík á laugardaginn í leik lið-
anna í 1. deildinni í knattspyrnu.
Jafnræði var mcð liðunum í fyrri
hálfleik og fram að miðjum seinni
hálfleik eða þar til Keflvíkingar
skoruðu fyrra markið. Keflvíkingar
sköpuðu sér þó hættulegri færi fram
að þeim tíma. Eftir markið var um
algera einstefnu að ræða og hefðu
mörkin jafnvel getað orðið fleiri.
Leikurinn byrjaði frckar rólega.
Keflvíkingar fengu aukaspyrnu rétt
fyrir utan vítateig á 5. mín. en Peter
Farrell skaut rétt yfir. Gunnar Odds-
son átti góða sendingu á Gla Þór
Magnússon innfyrir vörn Þórs á 20.
mín. en Baldvin Guðmundsson
markmaður varði vel. Kristján Krist-
jánsson Þórsari komst inn í sendingu
til Þorsteins Bjarnasonar markvarð-
ar mínútu síðar en Þorsteinn náði að
verja skot hans. Óli Þór komst aftur
einn innfyrir vörn Þórs á síðustu
mínútu fyrri hálfleiks en skaut yfir.
Nói Björnsson Þórsari átti síðasta
færi fyrri hálfleiks en Þorstcinn varði
meistaralega.
Óli Þór var enn á ferðinni snemma
í fyrri hálfleik, gaf út á Gunnar
Oddsson en hann skaut yfir. Fátt
markvert gerðist fram að miðjum
hálfleik. Þá tók Sigurbjörn Viðars-
son hornspyrnu fyrir Þór og munaði
hársbreidd að Nói Björnsson næði
að pota boltanum inn. Óli Þór
skoraði loks fyrir Keflvíkinga á 70.
mín., fékk sendingu frá Gunnari
Oddssyni. Strax á sömu mínútu
fengu Þórsarar gott færi en Þorsteinn
náði að verja. Eftir þetta var um
algera einstefnu að ræða af Keflvík-
inganna hálfu eins og fyrr segir og
allt annað að sjá liðið en í síðasta
leik, tapleiknum gegn Val. Sigurður
Björgvinsson gaf skemmtilega scnd-
ingu aftur fyrir sig á 76. mín. og
komust bæði Freyr Sverrisson og
Ingvar Guðmundsson innfyrir Þórs-
vörnina. Ingvar renndi boltanum í
markið og Keflvíkingar komnir í
2-0. Enn áttu Keflvíkingar góð færi,
reyndar dauðafæri á dauðafæri ofan
en fleiri urðu mörkin ekki.
Hjá Þórsurum var Baldvin mark-
vörður bestur en erfitt er að gera
upp á milli Keflvíkinga sem spiluðu
sem mjög heilsteypt lið, einkum
eftir fyrra markið.
Harka á Húsavík
Vinningstölurnar 6. júní 1987
Heildarvinningsupphæð: 4.510.126,-
1. vinningur var kr. 2.262.648,-
og skiptist á milli 6 vinningshafa, kr. 754.216,-
á mann.
2. vinningur var kr. 676.090,-
og skiptist hann á 410 vinningshafa, kr. 1.649,-
á mann.
3. vinningur var kr. 1.571.388,- og skiptist á
10.073 vinningshafa, sem fá 156 krónur hver.
Upplýsingasími:
685111
Frá Haflida Jósteinssyni á Húsavík:
Leikur Völsunga og Skagamanna
í 1. deildinni í knattspyrnu á Húsa-
vík á laugardaginn var lítið skemmti-
legur. Hann byrjaði reyndar með
látum og fljótt sköpuðust opin færi á
báða bóga. Það var á 16. mínútu sem
Völsungar skoruðu, Hörður Benón-
ýsson sendi þá boltann stórglæsilega
upp í vinkilinn af 20 m færi eftir
fyrirgjöf Helga Helgasonar. Alger-
lega óverjandi fyrir annars ágætan
markvörð Skagamanna, Birki Krist-
jánsson. Heldur lifnaði yfir Völsung-
um við þetta mark en án þess að
uppskera frekari mörk.
Skagamenn byrjuðu seinni hálf-
leikinn með mikium látum og sýndu
hvað í þeim bjó. Valgeir Barðason
skoraði á 50. mín., gott skot gegnum
varnarvegginn. Kristján Olgeirsson
var skömmu síðar á ferð í vítateig
Skagamanna og var felldur. Þar
vildu menn fá vítaspyrnu en dómar-
inn ekki og við það sat. Jónas
Hallgrímsson misnotaði stuttu síðar
dauðafæri á markteig. Kristján Ol-
geirsson var borinn af velli um
miðjan síðari hálfleik en hann var
sparkaður niður eftir að boltinn var
farinn. Eftir þetta var leikurinn nán-
ast barátta, hrindingar og pústrar og
lítill samleikur. Gul spjöld fóru að
bera við himinn um svipað leyti.
Jónas Hallgrímsson komst enn í
dauðafæri á 60. mín. en ekki tókst
að nýta það. Skagamenn fengu því-
næst þrjár hornspyrnur í röð. Einn
varnarmanna Völsunga hugðist
skalla boltann frá sem hann og gerði
en þar var Sveinbjörn Hákonarson
sem tók boltann viðstöðulaust í
stóran boga og beint í markið af
25-30 m færi. Enn áttu Völsungar
færi en Birkir varði frábærlega vel.
Ómar Rafnsson var annar Völsung-
urinn til að vera borinn af velli og er
óvíst með framtíð hans í knattspym-
unni í sumar.
Sveinn Sveinsson var dómari
leiksins og leyfði hann of mikla
hörku.
Birni Rafnssyni að jafna metin fyrir
Vesturbæjarliðið sem hafði sótt nær
látlaust allan síðari hálfleikinn.
Fjölmargir áhorfendur á Laugar-
dalsvelli fengu að sjá baráttu og
skemmtileg tilþrif hjá báðum liðum.
Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn,
hinn eldsnöggi Björn Rafnsson
komst einn inn fyrir vörn Framara
bæði á 32. mínútu og þeirri 37. En í
stað þess að reyna að gefa út á Pétur
Pétursson sem kom aðvífandi í bæði
skiptin skaut hann að marki úr
þröngri aðstöðu, það hefði hann bet-
ur látið ógert.
Framarar náðu svo forystunni á
44. mínútu. Pétur Ormslev komst
einn inn fyrir eftir hælsendingu frá
Arnljóti Davíðssyni og renndi bolt-
anum gegnum klofið á Páli Ólafssyni
markmanni. Vel gert hjá Pétri, besta
manni vallarins.
f síðari hálfleik komu KR-ingar
ákveðnir til leiks og hófu strax að
sækja og það duglega. Mikið var um
aukaspyrnur, hornspyrnur og annað
slíkt en inn í Frammarkið vildi bolt-
inn ekki enda góður maður fyrir í
markinu sem var Friðrik Friðriks-
son. Björn Rafnsson fékk færi á 15.
mínútu eftir góða sendingu frá Pétri
en skaut yfir. Guðmundur Magnús-
son tók aukaspyrnu langt út á velli og
munaði litlu að fyrirgjöf hans lenti í
markinu, stuttu síðar meiddist hinn
leikni Guðmundur hins vegar illa og
varð að bera hann af velli.
Stórsókn KR-inga tók svo að
hjaðna undir lok leiksins og Framar-
ar komust meira inn í myndina. En'
viti menn, á 43. mínútu var Björn
Rafnsson inn í teig hjá Frömurum,
fékk boltann eftir fyrirgjöf og sendi
hann rakleiðis í netið og jafntefli
tveggja góðra liða varð staðreynd.
Pétur Ormslev var bestur Fram-
ara, afburða skemmtilegur leikmað-
ur og útsjónasamur. Viðar Þorkels-
son var akkerið í vörninni og Friðrik
átti að venju góðan leik í markinu.
Þá komust Arnljótur Davíðsson og
Ormar Örlygsson vel frá sínu.
Það var sigurvilji í leik KR-inga
þótt samspilið hefði mátt vera betra
þegar liðið sótti sem mest í síðari
hálfleik. Vörnin hjá KR með lands-
liðsmanninn Ágúst Má Jónsson í
broddi fylkingar var sterk og miðju-
maðurinn og Neskaupstaðarbúinn
Þorsteinn Halldórsson veitti henni
góðan stuðning þegar á þurfti að
halda. Andri Marteinsson átti snjall-
an leik á miðjunni og Pétur Péturs-
son og Björn Rafnsson voru skæðir
frammi. hb
Celtics unnu heima
Reuters
Boston Celtics sigruðu Los Ange-
les Lakers í þriðja leik liðanna í
úrslitakeppni NBA körfuboltans á
sunnudaginn. Lokatölur urðu 109-
103 en leikurinn fór fram í Boston
Garden. Staðan í viðureign liðanna
er nú tveir sigrar gegn einum Lakers
í hag.
Celtics hafa aðeins tapað þremur
leikjum í Boston Garden á undan-
förnum tveimur árum og sú vissa að
það sé óbreytt verður liðinu án efa
styrkur en fjórði leikurinn var í nótt.
Lakers tóku forystuna snemma í
fyrsta fjórðungi og höfðu forystu
39-30. Celtics náðu að laga stöðuna
í 60-56 í hálfleik og var það fyrst og
fremst góðum leik Larry Bird að
þakka. Eftir það sýndi liðið engin
merki þess að ætla að tapa leiknum.
Stjarna Celticsliðsins í leiknum í
heild var öllum að óvörum Greg
Kite, þriðji miðherji liðsins og
venjulega lítið notaður. Hann átti
mjög góðan leik eftir að hann kom
inná fyrir Robert Parish og tók m.a.
9 fráköst.
Þess má geta að síðast þegar
Celtics voru undir 0-2 í úrslitaviður-
eign (gegn Lakers ’69) tóku þeir sig
saman í andlitinu og unnu 4-3.
íslandsmótið í knattspyrnu - 1. deild kvenna:
Tvö töp hjá Þór
Hart baríst í leik KR og Fram á Laugardalsvelli. Janus Guðlaugsson Framarí
eða kannski að boltinn hafí unnið þá báða.
virðist hér hafa betur í jarðarbardaga við Pétur Pétursson,
Tímamynd-BREIN
Molar
EM í körfuknattleik:
fslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leik-
mönnum 18 ára og yngri tapaði 0-2 fyrir
Dönum í landsleik á Garðsvelli um helgina.
íslenska liðið misnotaði m.a. vítaspyrnu í leiknum en
sigurinn var sanngjarn.
■ Bayern Múnchen tryggði sér um helgina v-þýska
meistaratitilinn í knattspyrnu er liðið gerði 2-2 jafntefli
við Bayer Uerdingen. Átli Eðvaldsson skoraði annað
mark Úerdingen.
■ Ensku deildarfélögin í knattspyrnu hafa ákveðið
að leyfa keppni á gervigrasi í deildabikarnum næsta
vetur. QPR hefur aftur á móti ákveðið að fara aftur
að keppa á venjulegu grasi, gervigrasboltinn er
leiðinlegur segja þeir.
■ Áhangendur v-þýska knattspyrnuliðsins Hanover
fá frían bjór og pylsu á næsta leik liðsins. Ástæðan er
sú að liðið er komið upp í 1. deild og á einfaldlega að
halda upp á það.
■ John Mortimore þjálfari portúgalska knattspyrnu-
liðsins Benfica sagði af sér.um helgina, nokkrum
klukkutímum eftir að lið hans tryggði sér sigurí bikar
og deild. Ástæðan var sú að árangur liðsins á erlendum
vettvangi þótti slakur og liðið féll í skuggann af Porto
sem nýlega vann Evrópumeistaratitil bikarhafa.
íslenska landsliðið í handknattleik skipað
leikmönnum u-21 árs tapaði illa fyrir Norð-
mönnum í Oslo um helgina. Leikurinn var
liður í undankeppni HM og lágu strákarnir 26-34 í
þessum síðari leik. íslenska liðið vann fyrri leikinn
21-19 í Hafnarfirði og er því úr leik en Norðmenn
keppa á HM í desember.
■ Grosswaldstadt tryggði sér um helgina v-þýska
bikarmeistaratitilinn í handknattleik er liðið vann
Dússeldorf, liðið sem Páll Ólafsson leikur með, 16-15.
Dússeldorf vann fyrri leikinn 22-21 og vann Gross-'
waldstadt á mörkum á útivelli.
Sovétmenn og Italir
taplausir sem fyrr
Reuter
Sovétmenn og ítalir fóru taplausir
í gegnum undankeppnina á EM í
körfuknattleik. Fjögur efstu liðin í
hvorum riðli halda áfram í úrslita-
keppnina. Meðal þeirra eru Spán-
verjar sem Sovétmenn unnu 104-88
eftir að vera sex stigum undir í
hálfleik. Grikkir tryggðu sér einnig
áframhaldandi þátttöku með sigri á
Frökkum 82-69. Grikkirnir fengu
mikinn stuðning áhorfenda á heima-
velli en Frakkar eru úr leik.
Önnur lið sem halda áfram í
aðalkeppnina eru Júgóslavar, V-
Þjóðverjar, Pólverjar og Tékkar.
Tíðindalaust
í Kaplakrika
Hann var heldur tilþrifalítill
leikurinn milli FH-inga og Víðis-
manna á Kaplakrikavelli í Hafnar-
firði um helgina. Baráttan var að
vísu til staðar hjá báðum liðum en
I ítið um góðar sóknir og hvorugu lið-
inu tókst að skora mark.
Vilberg Þorvaldsson gat náð for-
ystunni fyrir Víði seint í fyrri hálfleik
þegar hann komst inn í teig og skaut
föstu skoti sem Halldór Halldórsson
markvörður heimaliðsins varði, frá
honum barst boltinn út en ekki vildi
hann inn í netið eftir þvöguna sem
þar myndaðist.
Síðari hálfleikur var nánast spegil-
mynd af þeim fyrri - lítið um knatt-
spyrnu. Viðar Halldórsson kom að
vísu inn á hjá FH og byrjaði strax á
því að gera góða hluti með boltann.
Bestafæri FH-inga kom á 25. mínútu
síðari hálfleiksins en þá átti einmitt
Viðar hörkuskot í slá eftir góða fyrir-
gjöf hins efnilega Ólafs Kristjáns-
sonar.
Daníel Einarsson var bestur Víð-
ismanna, ~sterkur og útsjónasamur
leikmaður. Hjá FH-ingum var Hall-
dór í markinu öryggið uppmálað og
Ólafur Kristjánsson átti góða spretti
á vinstri vængnum. Allir leikmenn
beggja liða áttu það þó sameiginlegt
að geta gert mun betur.
Gísli Guðmundsson dæmdi, oftast
réttilega en hefði eins og flestir aðrir
dómarar hérlendis mátt gera hagn-
aðarreglunni hærra undir höfði. hb
Þór frá Akureyri lék tvo leiki
sunnan heiða í íslandsmóti 1. deildar
kvenna um helgina. Á laugardag
mættu þær UBK á Kópavogsvelli og
ekki sóttu þær gull í greipar Blika.
Það voru Blikar sem sóttu stanslaust
allan fyrri hálfleikinn en samt skor-
uðu Þórsarar fyrsta markið gegn
gangi leiksins. Sigurlaug Jónsdóttir
átti hörkuskot af 20 m færi og small
knötturinn í þverslá Blikamarksins
beint fyrir fætur Sigríðar Pálsdóttur
sem hamraði knöttinn í markið.
Rétt á eftir fengu Blikar gefins
vítaspyrnu af slökum dómara leiks-
ins. Úr spyrnunni skoraði Ásta Mar-
ía Reynisdóttir örugglega. Blikar
bættu síðan öðru marki við á loka-
mínútum hálfleiksins og var mikil
rangstöðulykt af markinu. Sending
kom innfyrir vörn Þórs þar sem
Blikar voru staðsettir og sendi Sigr-
íður Jóhannsdóttir knöttinn í stöng
og inn. Þórsarar mættu mun ákveðn-
ari í seinni hálfleikinn og sóttu
stanslaust fyrstu 15 mínúturnar.
Ekki vildi knötturinn í markið þrátt
fyrir góð tækifæri. Blikar bættu við
tveimur mörkum áður en leikurinn
ar úti, fyrst skoraði Ása María
glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu
og Sara Halldórsdóttir bætti öðru
við eftir að hún komst ein innfyrir
vörn Þórs.
■ Seinni leikur Þórs var gegn Val
á Hlíðarenda. Valsstúlkur skoruðu
strax á 2. mín. Ingibjörg Jónsdóttir
stal knettinum af tám Þórunnar
Sigurðardóttur fyrirliða Þórs og
sendi knöttinn í netið með hörku-
skoti úr þröngu færi. Fyrri hálf-
leikurinn var að öðru leyti jafn og
lítið um marktækifæri. Annað mark
Vals kom á 53. mín. og var það
Ragnhildur Sigurðardóttir sem skall-
aði knöttinn í markið eftir góða
fyrirgjöf. Guðrún Sæmundsdóttir
skoraði þriðja markið beint úr auka-
spyrnu af 20 m færi. Það var svo
Ingibjörg Jónsdóttir sem setti punkt-
inn yfir i-ið með því að skora með
góðu skoti eftir fyrirgjöf utan af
kanti. Ingibjörg Jónsdóttir var lang-
best í liöi Vals í leiknum.
■ Stjarnan vann KA í leik nýlið-
anna í deildinni á föstudagskvöldið.
Erla Rafnsdóttir og Hrund Grétars-
dóttur skoruðu fyrir Stjörnuna í
fyrri hálfleik en Eydís Marinósdóttir
náði að minnka muninn fyrir hálf-
leik. Erla bætti síðan við öðru marki
sínu úr vítaspyrnu í seinni hálfleik.
Lítið var um hættuleg færi í leiknum
en baráttan í fyrirrúmi.
■ Skagastúlkur unnu auðveldan
sigur á IBK á Skaganum á föstudags-
kvöldið og urðu mörkin 6 áður en
yfirlauk.
KVENNA
Úrslit leikja í 1. deild kvenna á
íslandsmótinu í knattspyrnu um
hvítasunnuhelgina:
Valur-Þór .............4-0 (1-0)
(Ingibjörg Jónsdóttir 2, Ragnhildur Sigurö-
ardóttir, Guðrún Sæmundsdóttir)
Stjarnan-KA ...........3-1 (2-1)
(Crla Rafnsdóttir 2, Hrvnd Grétarsdóttlr)*
(Eydís Marinósdóttir)
UBK-Þór................4-1 (1-0)
(Ásta María Rcynisdóttir 2, Sigrtður Jó-
hannsdóttir, Sara Halldórsdóttir)-(Sigrfður
Pálsdóttir)
ÍA-ÍBK.......................6-0
(Halldóra Gylfadóttir 2, Guðrún Gisiadótt-
ir, Jóhanna Víglundsdóttir, Laufcy Sigurð-
ardóttir, Vanda Sigurgcirsdóttir)
Valur .
ÍA . . .
UBK .
KR . . .
Stjaman
KA . .. ,
Þór . . . ,
ÍBK . . .
2 2 0 0 7-0 6
1 1 0 0 6-0 3
1 1 0 0 4-1 3
1 1 0 0 2-0 3
2 10 13-43
10 0 11-30
2 0 0 2 1-8 0
2 0 0 2 0-8 0
Guðrún Sæmundsdóttir Val .... 3 mörk
Ásta María Rcynisdóttir UBK . . 2 mörk
Erla Rafnsdóttir Stjörnunni .... 2 mörk
Halidóra Gytfadóttir ÍA ........ 2 mörk
tngibjörg Jónsdóttir Val ....... 2 mörk
Keppni í 2. deild kvenna á
íslandsmótinu í knattspy rnu hófst
um helgina. Úrslit í fyrstu
leikjunum urðu þau að Fram
vann Sclfoss 8-3 á Selfossi og ÍBV
og Afturelding skildu jöfn í Eyj-
um, 1-1. Leik ÍBÍ og FH var
frestað, Hafnfírðingar komust
ekki vestur.
Ragnhildur Sigurðardóttir alein og yfirgefin á markteig Þórs og ekki í
vandræðum með að skalia knöttinn í markið og koma Val í 2-0 á móti Þór
(ekki ÍA eins og markataflan gefur til kynna). limamynd brein.
Mildll loftbardagi í gangi í leik Vðlsunga og ÍA á
laugardaginn og má ekki í milli sjá hvor hefur betur
Aðalsteinn Víglundsson eða Bjöm Olgeirsson. Valgeir
Barðason fylgist spenntur með. Tímamynd pjetur.
Islandsmet
hjá Ragnheiði
Reuter
Ragnheiöur Ólafsdóttir setti
íslandsmet í 3000 m hlaupi á
bandaríska háskólameistaramót-
inu í frjálsum íþróttum um helg-
ina. Ragnheiður hljóp 3000 metr-
ana á 8:58,00 mín. og bætti sig
um 12 sek. Hún varð ( 2. sæti í
hlaupinu en sigurvegarínn Vicki
Huber hljóp á 8:54,41 mín.
Sigurður Einarsson varð þríðji
í spjótkasti með 73,70 m og
Eggert Bogason 6. í krínglukasti
með 59,28 m. -HÁ
Ilmandi nýbakað
kivddbiauð & smiör
rúqbrauð & smiör
fínt brauð & smiör
aróft brauð &
Ekkert að fela.