Tíminn - 10.06.1987, Side 12
12 Tíminrv
Miövikudagur 10. júní 1987
FRÉTTAYFIBLIT
FENEYJAR - George
Shultz utanríkisráðherra
Bandaríkjanna sagði undir-
búning fyrir þriðja leiðtogafund
þeirra Reagans Bandaríkja-
forseta og Gorbatsjovs Sovét-
leiðtoga ganga „nokkuð vel“
en vildi ekki segja nánar hve-
nær slíkur fundur yrði.
RÓM — Sprengjur sprungu í
sendiráðum Bandaríkjamanna
og Breta í Rómarborg og bíl-
sprengja sprakk fyrir utan
bandarísku bygginguna. ít-
alska lögreglan tengdi þessa
atburði við fund leiðtoga sjö
helstu iðnaðarríkja hins vest-
ræna heims í Feneyjum.
LUNDÚNIR — Bandaríkja-
dalur lækkaði í verði á gjald-
eyrismörkuðum í gær, aðal-
lega vegna lítilla frétta frá Fen-
eyjarfundinum. Hlutabréf á
verðbréfamarkaðinum í
Lundúnum hækkuðu hins veg-
ar mikið í verði þar sem allt
benti til að (haldsflokkur Mar-
grétar Thatchers myndi bera
sigur úr býtum í kosningunum
á morgun.
SEOUL — Mikil ólæti brutust
út í Suður-Kóreu þepar um tíu
þúsund stúdentar foru í mót-
mælagöngur víðs vegar um
landið og kröfðust afsagnar
Chun Doo Hwans forseta.
Stjórnarandstaðan hyggur á
miklar mótmælaaðgerðir gegn
forsetanum á næstunni.
GENF — Sovétstjórnin lagði
fram tillögu um bann við kjarn-
orkuvopnatilraunum þar sem
meðal annars var kveðið á um
að hópur alþjóðlegra sérfræð-
inga aæti farið á staði og
skoðað þá, léki grunur á að
einhver aðilinn færi á bak við
bannið.
NÝJA DELHI — Einir tvö
hundruð harðlínumenn úr hópi
gúrkha í Vestur-Bengal héraði
á Indlandi réðust á lögreglu-
stöð og meiddust þrír menn í
átökunum, þar af einn lög-
reglumaður.
LUNDÚNIR — Breski
stjórnarerindrekinn Edward
Chaplin, sem hefur verið í
sviðsljósinu vegna deilu
breskra stjórnvalda við írans-
stjórn, kom heim frá Teheran
eftir að hafa verið rekinn þaðan
ásamt fjórum öðrum breskum
sendifulltrúum.
ACCRA — Lögreglan í
Ghana kom upp um ný stjórn-
arbyltingaráform gegn ríkis-
stjórn flugliðþjálfans Jerry
Rawlings og handtók ónefnd-
an fjölda fólks.
ÚTLÖND
Kosningar í Bretlandi á morgun:
ihaldinu lítið ógnað
- Fátt virðist geta komið í veg fyrir sigur Margrétar Thatcher og flokks hennar
- Síðustu sporin tekin í kosningaslagnum
Reutcr -
Niðurstöður skoðanakannana í
Bretlandi sem birtar voru í gær
sýndu að fátt virðist nú geta komið í
veg fyrir sigur Margrétar Thatcher
forsætisráðherra og íhaldsflokks
hennar í kosningunum sem verða á
morgun.
Thatcher og flokkur hennar höfðu
13 prósentustiga forskot á Verka-
mannaflokkinn í skoðanakönnun
sem birt var í dagblaðinu The Guar-
dian. í þeirri könnun sögðust 45%
aðspurðra ætla að kjósa íhaldsflokk-
inn, 32% studdu Verkamannaflokk-
inn og Bandalag frjálslyndra og
jafnaðarmanna fékk 21% atkvæða.
í annarri könnun fékk Thatcher
42%, Neil Kinnock og Verka-
mannaflokkur hans 35% og banda-
lagið 20%.
Yrðu kosningaúrslit í samræmi
við tölurnar úr þessum skoðana-
könnunum fengi íhaldsflokkurinn
öruggan þingmeirihluta, þó ekki jafn
mikinn og árið 1983 þegar flokkur-
inn tryggði sér 140 sæta þingmeiri-
hluta.
Þrátt fyrir að litlar líkur séu á að
Verkamannaflokkurinn nái að
hnekkja veldi íhaldsflokksins á
morgun voru sérfræðingar á sviði
Thatcher stýrir í átt til sigurs en
Kinnock er ekki með pálmann í
höndunum. Á morgun verður kosið
■ Brctlandi
auglýsingamála flestir sammála um
það í gær að Kinnock og flokkur
hans hefðu borið sigur úr býtum í
auglýsingastríðinu. Sumir töldu
reyndar að kosningabaráttu fhalds-
flokksins hefði verið illa stjórnað og
bentu á því til sönnunar að persónu-
vinsældir Kinnocks hefðu aukist um
10% síðan kosningabaráttan hófst
fyrir mánuði á meðan vinsældir
Thatchers hefðu staðið í stað.
Thatcher gerði aðeins stuttan
stans á Feneyjafundinum, fundi sjö
helstu iðnaðarríkja hins vestræna
heims, sem lýkur í dag. Hún kom
aftur til Bretlands í gær eftir að hafa
fengið stuðning leiðtoga hinna sex
ríkjanna við varnarstefnu sína sem
byggirá kjarnorkuvörnum. Kinnock
sakaði hins vegar Thatcher um að
hafa farið til Feneyja til að fá aukinn
stuðning í kosningunum, ekki til að
ræða um alþjóðleg vandamál.
í gær voru síðustu sporin tekin í
kosningaslagnum, Verkamanna-
flokkurinn sagði skattastefnu íhalds-
flokksins þýða að fólk ætti erfiðara
með að komast af og íhaldsflokkur-
inn sagði það sama um skattastefnu
Verkamannaflokksins. David
Owen, annar leiðtogi Bandalags
frjálslynda og jafnaðarmanna, bað
um stuðning í kosningunum til að
koma í veg fyrir þriðja kosningasigur
Thatcher og flokks hennar í röð.
Feneyjafundurinn:
Reagan atkvæðamikill
Feneyjar - Reuter
Leiðtogar hinna sjö helstu iðnað-
arríkja vestræna heimsins, sem nú
funda í Feneyjum, lýstu í gær yfir
stuðningi við áform Reagans Banda-
ríkjaforseta um að vernda skipasigl-
ingar um Persaflóann.
Yfirlýsing um nauðsyn þess að
halda opnum siglingaleiðum um
Persaflóann og styðja „áhrifaríkar
• aðgerðir" Sameinuðu þjóðanna er
miðuðu að því að binda enda á stríð
írana og íraka, sem staðið hefur á
sjöunda ár, var lesin upp í gær af
Amintore Fanfani er nú gegnir stöðu
forsætisráðherra ftalíu.
Stjórnarerindrekar sögðu að yfir-
lýsing þessi kæmi vel til móts við
áætlanir Reagans um að halda sig-
lingaleiðum í Persaflóanum opnum
en væri hins vegar ekki loforð um
hernaðarlega aðstoð.
í yfirlýsingunni í gær var einnig að
finna stuðning við hugsanlegt af-
vopnunarsamkomulag stórveld-
anna.
Reagan Bandaríkjaforseti hefur
verið mest í sviðsljósinu á fundi
ríkjanna sjö, Bandaríkjanna,
Noröur-lndland:
Hiti yfir
meðallagi
Nýja Delhl - Reuter
Miklir hitar hafa undanfarna
daga herjað á íbúa Norður-Ind-
lands og hafa alls 23 látist af
völdum þeirra.
Hitinn fór upp í 48 Celsíus-
gráður víða í Uttar Pradesh hér-
aði austur af höfuðborginni Nýju
Delhi og búist var við að hitastig-
ið myndi jafnvel hækka á næstu
dögum.
Sandstormar hafa fylgt í kjölfar
hitabylgjunnar sem mun líklegast
standa yfir þangað til í júnílok
þegar monsúnvindarnir taka að
blása.
Bretlands, Frakklands, V-Þýska-
lands, Ítalíu, Kanada og Japans.
Þótt fundi þessara ríkja, sem fyrst
var haldinn árið 1975, hafi upphaf-
lega verið ætlað að fjalla um efna-
hagsmál hafa skipasiglingar um
Persaflóann verið helsta umræðu-
efnið til þessa.
Stjórnvöld í Kuwait hafa beðið
Kínverja um að ganga í lið með
Bandaríkjamönnum og Sovétmönn-
um og vernda olíuflutningaskip sem
sigla til og frá Kuwait fyrir árásum
stríðsaðila í hinu hatramma Persa-
flóastríði.
Stórblaðið The New York Times
hafði eftir embættismanni í utanrík-
isráðuneyti þeirra Kuwaitbúa að
kínversk stjórnvöld hefðu „ekki lok-
að dyrunum" og væru að íhuga
beiðnina.
Á efnahagssviðinu stal Reagan
einnig senuni rétt áður en fundurinn
hófst formlega á mánudaginn er
hann aflétti ýmsum þeim þvingunum
sem stjórnin í Washington setti á
viðskipti við Japani fyrir sex vikum.
Fundinum íFeneyjum lýkurform-
lega í dag.
Blaðið hafði eftir stjórnarerind-
rekum að beiðni Kuwait væri greini-
lega þáttur í viðleitni stjórnvalda
landsins að draga stórveldi heimsins
inn í Persaflóastríðið, sem staðið
hefur hátt á sjöunda ár, í þeirri von
að þau finni leið til að binda enda á
hin blóðugu átök milli írana og
íraka.
Bandaríkjastjórn hefur þégar lof-
að að ellefu olíuflutningaskip frá
Kuwait geti siglt undir fána Banda-
ríkjanna og Sovétstjórnin hefur
einnig samþykkt að vernda skip
Kuwaitbúa.
Marokkó:
Skólabörn í
eyðnileik
Rabat - Reuter
Skólabörn í Márokkó hafa
fundið upp nýjan leik, svokallað-
an eyðniíeik, sem mikið er leikinn
í skólagörðum og á leikvöllum í
landinu. Pað var dagblaðið A1
Bayane sem frá þessu skýrði um
helgina.
Eitt barnanna er valið til að
bera sjúkdóminn og þarf að elta
hin. Allir sem nást eru „sýktir".
Leikurinn endar þegar allir „heil-
brigðu" þátttakendurnirhafa ver-
ið sýktir.
Samkvæmt opinberum tölum
Marokkóstjórnar, sem frétta-
stofa landsins birti í febrúarmán-
uði, er vitað um tvö eyðnitilfelli í
borginni Casablanca og í báðum
tilfellunum virtist sent sjúklin-
garnir hefðu fengið smitið erlend-
is.
Sao Paulo í Brasilíu:
Fimm rottur
á hvern íbúa
Sao Paulo - Rcutcr
Fimm rottur eru á hvern íbúa í
iðnaðarhöfuðborg Brasilíu, Sao
Paulo. Það var dagblað eitt í borg-
inni sem frá þessu skýrði um helgina.
Blaðið Noticias Populares sagðist
hafa þessa tölu frá háttsettum full-
trúa heislugæslumála í borginni.
Samkvæmt þessu hafast um fjörtíu
milljón rottur við í borginni og þá
eru úthverfin ekki talin með.
Rottur eru algeng sjón í fátækra-
hverfunt Sao Paulo þar sem oft má
sjá þær önnum kafnar í ruslahaugum
á strætum úti.
Borgaryfirvöld hafa tilkynnt að
dagurinn í dag verði sérstaklega
tileinkaður baráttunni gegn rottum
og hann á að marka upphafið á
tuttugu daga herferð gegn rottufjölg-
un í Sao Paulo.
Algeng sjón í Persaflóanum: Olíuflutningaskip brennur eftir árás írana
Persaflóinn:
Kuwaitstjórn biður
um kínverska aðstoð
New York - Rcufcr