Tíminn - 17.07.1987, Side 3
Föstudagur 17. júlí 1987
Tíminn 3
Stórólfsvellir lagðir undir ánamaðka í stað graskögglaverksmiðju:
Ánamaðkaátvögl notuð
í áburðarframleiðslu
Fyrirhugað er að flytja inn ána-
maðka af ákveðinni tegund til
áburðarframleiðslu. Einhverjum
kann að finnast hugmyndin fárán-
leg og detta í hug ánamaðkatínsla
í rigningu en hugmyndin er allt
önnur og stórvirkari.
Stórólfsvallabúið hefur hingað
til verið notað undir grasköggla-
framleiðslu en engin framleiðsla er
þar lengur á graskögglum. Tveir
athafnamenn hafa fengið leyfi til
að nota hráefni á landi Stórólfs-
valla í þróunarverkefni sem felst í
því að nota fóður fyrir ánamaðka
sem umbreyta því síðan í lífrænan
áburð. Ánamaðkarnir eru settir í
afmarkaða hauggarða sem þeir eru
látnir éta sig í gegnum og skila
síðan áburði af sér. Áburðinn má
nota á hvað sem er, kemur í
staðinn fyrir tilbúinn áburð og er
t.d. talinn sérlega góður til garð-
yrkjubúskapar. Hann er lyktarlaus
og miklir möguleikar á að fá hann
mengunarlausan hér á landi því
lítið er um mengun hérlendis.
Áburður af þessu tagi er seldur
dýru verði erlendis, enda geta
bændur þar selt afurðir sínar dýr-
ara verði noti þeir lífrænan áburð.
Ánamaðkarnir sem fyrirhugað
er að flytja inn eru hollenskir,
heita á latnesku „eisenia", eru ekki
stærri en venjulegir íslenskir en
miklu afkastameiri. Jafnvel er talið
að hægt sé að nota ákveðna tegund
af íslenskum ánamaðki til áburðar-
gerðar en það yrði annað þróunar-
verkefni. Á íslandi eru til á annan
tug tegunda ánamaðka.
Þeir sem standa að þessu þróun-
arverkefni eru Stefán Gunnarsson
garðyrkjubóndi í Dyrhólum og
Ragnar Kristjánsson svepparækt-
andi á Flúðum. Þeir vildu sem
minnst láta hafa eftir sér því þeir
ætluðu sér að fara hægt af stað og
sjá hvað kæmi út úr þessu áður en
þeir úttöluðu sig um hvaða mögu-
leika þetta gæti gefið.
Langan tíma hefur tekið að fá
umsagnir og leyfi ýmissa aðila áður
en starfsemin hefst en nú er ákveð-
ið að veita þeim aðstöðu til verk-
efnisins á Stórólfsvallabúinu~ og
yfirdýralæknir hefur gefið leyfi fyr-
ir innflutningi ánamaðkanna.
Einnig hefur Rala, Hollustu-
vernd ríkisins, Náttúruverndarráð
landbúnaðarráðuneytið og fleiri
fjallað um hvort um sýkingarhættu
væri að ræða af ánamöðkunum en
niðurstaðan er sú að óhætt sé að
flytja þetta inn með ákveðnum
skilyrðum, svo sem að ánamaðk-
arnir fullnægði heilbrigðiskröfum
og slíkt. Ekki er ljóst hvort starf-
semin getur hafist af alvöru fyrr en
næsta vor vegna þess hve langan
tíma hefur tekið að fá leyfi og
annað sem tilheyrir.
Ekki er langt síðan farið var að
nota svona áburð erlendis og áfram
er verið að þróa þessa áburðar-
framleiðslu erlendis. Hollending-
ar, ítalir og Bandaríkjamenn hafa
einkum þróað þetta.
Ánamaðkar þessir geta um-
breytt öllum mögulegum úrgangi í
áburð, svo sem fjóshaugum, grasi,
úrgangi úr gróðurhúsum og hálmi
sé úrgangurinn rétt samsettur.
Jafnvel er hægt að láta þá éta sorp
sem hefur verið hitað og brotið
niður að ákveðnu marki áður. í
Danmörku hefur það t.d. verið
athugað hvort hægt sé að sortera
sorp og láta ánamaðka éta þann
hluta sem getur brotnað niður
ásamt öðru ánamaðkafæði til þess
að búa til áburð.
Tvö tonn af ánamaðki komast
fyrir á um hundrað fermetrum
lands Þessi tvö tonn af ánamöðkum
geta búið til allt að 50 tonnum af
áburði á ári svo það er gífurlegt
magn sem fer í gegnum hvern
ánamaðk á ári auk þess sem þeim
fjölgar gífurlega á ári hverju.
En það er ekki aðeins áburður-
inn sem ánamaðkarnir búa til sem
hægt er að nýta. Sérfræðingur í
fóðurfræðum sem Tíminn hafði
samband við sagði að ánamaðkarn-
ir fjölguðu sér gífurlega og ána-
maðkarnir sjálfir væru notaðir t.d.
sem fiskeldisfóður, þurrkaðir og
notaðir sem próteingjafi í kjarn-
fóður og fleira. Háskólar í Dan-
mörku og fleiri rannsóknaraðilar
hafa m.a. kannað möguleika á því
hvernig nota má ánamaðka. M.a.
er skoðað hvernig hægt er að nota
hann í Iíftækniiðnaði og er hann
t.d. notaður í lyf gegn ákveðnum
magasjúkdómum. Ekki er þar með
öll sagan sögð því ánamaðkana ku
einnig mega nota til þess að hreinsa
jarðveg sem hefur orðið fyrir þung-
málmsmengun á ákveðnum
svæðum. Þungmálmurinn sest til í
ánamaðkinum og maðkurinn sjálf-
ur verður þá bráðeitraður en auð-
veldara er að safna saman úrgangi
á þennan hátt. ABS
Guðrún Guðmundsdóttir og Guðmundur R. Jóhannsson taka við verðlaunum fyrir lóðina að Austurtúni 2 á Hólmavík. (Tímyniynd siefan Gíduon)
Hólmavík:
Góð umgengni verðlaunuð
Frá Stefáni Gíslasyni á Hólmavík:
Síðastliðinn sunnudag hlutu 5 að-
ilar á Hólmavík verðlaun fyrir góða
umgengni. Verðlaunaveitingin teng-
ist fyrirhugaðri útihátíð í Skeljavík
um verslunarmannahelgina, en að-
standendur hátíðarinnar skipuðu
sérstaka nefnd til að velja verðlauna-
hafana.
Veitt voru þrenns konar verðlaun:
f fyrsta lagi hlutu þrjár fegurstu lóðir
staðarins viðurkenningu, í öðru lagi
voru veitt verðlaun fyrir snyrtileg-
ustu umgengni við fyrirtæki og í
þriðja lagi fyrir óvæntustu framfarir
í fegrun umhverfisins.
Verðlaunaveitingin hófst kl. 13.30
í fegursta veðri, sólskini og 16 stiga
hita. Athöfnin fór þannig fram, að
nefndarmenn óku um bæinn, heim-
sóttu verðlaunahafana hvern af öðr-
um og afhentu þeim sérstök skilti til
uppsetningar utandyra. Verðlauna-
hafarnir 5 voru þessir:
Fegurstu lóðir: Lóð Guðrúnar
Guðmundsdóttur og Guðmundar R.
Jóhannssonar Austurtúni 2, lóð
SteinunnarGuðbrandsdóttur og Hans
Magnússonar Borgabraut 1 og lóð
Þorbjargar Stefánsdóttur og Unnars
Ragnarssonar Borgabraut 2.
Best umgengni við fyrirtæki: Vél-
smiðjan Vík hf. Hafnarbraut 14.
Óvæntustu framfarir í fegrun um-
hverfisins: Svæðið umhverfis Pool-
stofuna á homi Hafnarbrautar og
Kópnesbrautar.
Nokkrum vikum áður en verð-
launin voru veitt, var tilkynnt hvaða
dag fegmnarnefndin ætti að skila
áliti. Þetta hafði greinilega jákvæð
áhrif á framtakssemi fólks, og er
óhætt að segja að víða hafi verið
unnin stórvirki í görðum Hólmvík-
inga síðustu vikur, enda veður yfir-
leitt með afbrigðum gott til slíkra
verka.
Björk Jóhannsdóttir á Hólmavík
teiknaði verðlaunaskiltin eftirsóttu,
en þau voru síðan framleidd hjá
skiltagerðinni Útlit í Reykjavík.
Kostnaður við fyrirtækið var greidd-
ur af tveim einstaklingum sem ekki
vildu láta nafna sinna getið.
Vaxtahækkun
hjá Lands*
bankanum
Nokkur ónákvæmni kom fram í
viðtali Tímans við Brynjólf Helga-
son forstöðumann markaðssviðs
Landsbankans sl. þriðjudag. Vaxta-
breyting átti sér stað hjá Landsbank-
anum 11. júlí sl. Þá hækkuðu vextir
á innlánum að meðaltali um 2,7%.
Útlánavextir hækkuðu hins vegar að
meðaltalium3,75%. Engarhækkan-
ir urðu á vöxtum afurðalána. En
bankar hafa leyfi til að hækka vexti
þann L, 11. og22. dag hvers mánað-
ar. ÞÆÓ
Jóná
hjólinu
á Lækjar-
torgi
Jón Kristinsson sem hefur ver-
ið að hjóla frá Akureyri til
Reykjavíkur í þeim tilgangi að
safna fé til byggingar hjúkrunar-
heimilis fyrir aldraða á Akureyri,
Sel II mun koma til Reykjavíkur
og verða við Elliðaárnar kl. 15:30
í dag. Hjólreiðarmenn bæði ungir
og eldri eru hvattir til þess að
taka á móti honum þar og hjóla
með honum síðasta spölinn niður
á Lækjartorg. Lögreglan mun
greiða götu hjólreiðarmanna frá
Elliðaánum. Á Lækjartorgi mun
Davíð Oddsson borgarstjóri eða
staðgengill hans veita viðtöku
minningargrip um þessa för Jóns
til varðveislu og verður það kl.
16.