Tíminn - 17.07.1987, Qupperneq 5

Tíminn - 17.07.1987, Qupperneq 5
Föstudagur 17. júlí 1987 |Tíminn 5 Flugmaður slapp vel er landgræðsluvél hrapaði Landgræðsluvélinni TF-TUN hlekktist á í flugtaki í gær. Flug- maður vélarinnar var ekki í lífs- hættu, en talsvert meiddur í baki og lá á gjörgæsludeild Borgarspít- alans í gær og nótt. Vélin var að taka sig á loft, drekkhlaðin af áburði, í grennd við Þórólfsvelli í Fljótshlíð í Rangár- vallasýslu rétt eftir hádegi í gær. Veður var ágætt, örlítil súld, lág- skýjað og hægur vindur. Vélin var að taka sig á loft til austurs, eftir sérstakri flugbraut Landgræðsl- unnar. Þar sem flugbrautinni sleppir taka við Markarfljótsaurar. Vélin brotlenti á aurunum skammt frá fljótinu. Héraðslæknirinn á Hvolsvelli lagði af stað um leið og tilkynning barst um slysið, ásamt sjúkrabif- reið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var að vinna við verkefni í Surtsey, þegar beðið var um aðstoð þeirra. Vitandi af lækni á leið á slysstað var haldið beint á vettvang, í stað þess að sækja lækni af Borgarspít- alanum. Sparaðist þar dágóður tími. Þegar þyrlan var komin á staðinn var læknirinn mættur og starfsmenn landgræðslunnar höfðu aðstoðað lækninn við að losa flug- manninn úr flaki vélarinnar. Reyndist hann vera með rænu og ekki jafn slasaður og menn höfðu óttast fyrst í stað. Þyrlan flaug með hann í snarhasti til Reykjavíkur þar sem hann var lagður inn á Borgarspítalann til aðhlynningar. Samkvæmt upplýsingum sem Tím- inn fékk á Borgarspítalanum reyndist maðurinn mikið meiddur á baki og greindist við röntgen- myndatöku sprunga í hryggjarlið. Læknar sögðu þó ekki ástæðu til að óttast, hann ætti að ná sér fullkom- lega. Vélin sem er af gerðinni Piper Brave með einn hreyfil er talin ónýt. Nef vélarinnar rifnaði af í brotlendingunni og áburðurinn sáldraðist um kring. Flugslysanefnd og Loftferðaeft- irlit komu á slysstað seinnipartinn mM TF-TÚN milli sérstakrar flugbrautar Landgræðslunnar og Markarfljóts eftir brotlendinguna. Búið er að færa flugmanninn burt en lögreglan á Hvolsvelli er mætt á staðinn, svo og Björgunarsveitin. í gær og tóku þegar til við að kanna aðstæður. Flugtak er talinn áhættusamasti þáttur Landgræðsluflugsins, þar Flugmaðurinn færður slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Borgarspítalans i gær. (Tíminn: Pjetur) sem vélarnar eru hlaðnar til hins ýtrasta og lítið má útaf bera svo ekki hljótist slys af. Flugmaðurinn sem slapp svo mildilega er reyndur og hefur yfir tíu ára starfsreynslu á sviði flugs. Hann er flugmaður Landgræðslu ríkisins og hefur verið um nokkurt skeið. ES/þj Jakob Magnússon stuðmaöur um Húsafellsmálið: w Kokhraustir aðkomubelgir Fyrirhugað Húsafellsmót um næstu verslunarmannahelgi verður haldið þrátt fyrir hörð mótmæli og staðhæfingar Félags orlofshúsaeig- enda að Húsafelli, í garð aðstand- enda mótsins. Eins og fram hefur komið standa yfir deilur milli Félags orlofshúsaeig- enda annars vegar og Ungmenna- sambands Borgarfjarðar hins vegar vegna útihátíðar sem halda á, í Húsafelli helgina 1.-3. ágúst nk.. í erindi sem Félag orlofshúsaeigenda hélt á fundi U.M.S.B. í júní sl. var félagið mjög harðort í garð Ung- mennasambandsins, meðal annars vegna móts sem þeir áttu að hafa haldið um verslunarmannahelgina 1983 og skemmda sem þar voru unnar. Við nánari eftirgrennslan kom hins vegar í ljós að U.M.S.B. hélt ekki umrætt mót svo ummæli Félags orlofshúsaeigenda voru hreinn uppspuni sem áttu ekki við nein rök að styðjast. Jakob Magnús- son forsvarsmaður Stuðmanna sagði í samtali við blaðamann að kok- hraustir aðkomubelgir myndu ekki koma í veg fyrir að mótið yrði haldið. Málið væri fyrst og fremst komið til af því að Félagi orlofshúsa- eigenda hefði sárnað þar sem ekki hefði verið haft samráð við félagið um framkvæmd mótsins. Við berum fullt traust til Ungmennasambands Borgarfjarðar og Björgunarsveitar- innar til að annast þann undirbúning og þá gæslu og aðhlynningu sem nauðsynleg er á meðan á mótinu stendur. Staðhæfingar orlofshúsa- eigenda eru í senn hrokafullar, yfird- rifnar og út í hött sagði Jakob að lokum. Um næstu verslunarmannahelgi munU.M.S.B.hafa veg og vanda að útihátíðarhaldi í Húsafellsskógi og stendur nú yfir gríðarlegur undir- búningur vegna þess. Vinsælustu skemmtikraftar landsins munu koma þar fram. Sex björgunarsveitir munu gæta svæðisins, þjónustumiðstöð verður opin, fullkomin hreinlæti- saðstaða, vatn, rafmagn og læknar á vakt allan sólarhringinn. Allt ætti því að geta farið vel fram og fólk mun væntanlega skemmta sér prýði- lega. IDS lllllllllllllllllllllllllll VEIDIHORNID- Hðrkuveiði i Norðurá Það var ekki að sökum að spyrja, þegar loksins rigndi af viti í Norðurá, að góð taka var. Síðasta holl sem kláraði f ánni fékk 22 laxa fyrir hádegi. Með þessari ágætu veiði eru komnir á land um 600 laxar úr ánni og virðist sem hún sé heldur að rétta úr kútnum eftir nokkrar kreppur. Best hafa gefið Kálfhylur og Myrkhylur. Þá hefur allt svæðið milli fossa verið gjöfult síðustu daga. Voru menn farnir að blóta veðurguðum ótæpilega vegna þurrka en sú tíð er liðin í bili. Tvö síðustu holl í Norðurá hafa fengið ágætisveiði og líkur benda til þess að sú veiði haldist áfram. Líf í Stóru-Laxá Fréttir bárust úr Stóru-Laxá, ekki alls fyrir löngu um líf í ánni. Var það líf á fjórða svæði, án þess að veiðimenn yrðu þess aðnjótandi á neðri svæðum að sjá þann silfr- aða. Er það mál manna að þessir fiskar hafi á einhvern dularfullan hátt komist óséðir upp ána. Henti stönginni Veiði í Vatnsá, sem fellur í Kerlingadalsá, rétt við Vík hefur gengið ágætlega. Af einum fréttum við sem lenti í mikilli lífsreynslu. Veiðimaðurinn er þrettán ára. Hann renndi í einn hylinn og fiskur tók um leið. Vinurinn varð hálf skelkaður vegna þess hversu stöng- in bognaði og lagði hana frá sér og dró fiskinn inn með höndunum, og viti menn tólf punda fiskur kom á land.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.