Tíminn - 17.07.1987, Side 6
6 Tíminn
Föstudagur 17. júlí 1987
y Ólympíuleikar í eðlisfræöi:
Islensku strákarnir
stóðu sig með prýði
Olympíuleikunun í eðlisfræöi sem
fram fóru í Jena í A- Þýskalandi er
nú lokið og keppendur fyrir íslands
hönd, þeir Sigurjón Þór Kristjáns-
son,Hjörtur Jónsson og Gunnar
Guðnason komu heim sl. þriðjudag
ásamt fararstjórum sínum og leið-
beinendum, þeim Einari Júlíussyni
og Viðari Ágústssyni. Ferðin gekk
að öllu leyti mjög vel og strákarnir
stóðu sig með prýði, að sögn Einars
Júlíussonar.
Keppnin hófst að morgni 6. júlí og
lauk viku síðar. Tekin voru tvö próf,
annars vegar fræðilegt og hins vegar
■verklegt. Hvort próf fyrir sig tók
fimm klst. og voru því lengstu og
jafnframt erfiðustu próf sem ís-
lensku keppendurnir hafa þurft að
glíma við. 30 prófdómarar fóru yfir
prófin sem að því loknu voru fengin
íslensku leiðbeinendunum í hendur
og niðurstöður lágu fyrir nokkrum
dögum eftir hvort próf. Keppendur
voru 121 að tölu, frá 21 þjóð.
Rúmenar báru sigur úr býtum í
keppninni, V- Þjóðverjar voru í
öðru sæti og Kínverjar í því þriðja.
íslendingar voru í 16. sæti af 21, sem
er mikil framför frá því síðast er
íslendingar máttu verma neðsta sæti.
Einn íslenskur keppandi Gunnar
Guðnason fékk viðurkenningu fyrir
góða frammistöðu. Einar Júlíusson
fararstjóri keppendanna sagði að
ekki væri hægt að bera íslenska
keppendur saman við keppendur
annarra þjóða þar sem tiltölulega
lítil eðlisfræði væri kennd í íslensk-
um framhaldsskólum. Margar þjóðir
væru búnar að læra eðlisfræði í sex
ár þegar við værum búin að læra
hana í tvö ár, auk þess sem keppend-
ur annarra þjóða hefðu sumir oft
tekið þátt í slíkum keppnum áður.
-IDS
Reykhólasveit:
Bjarkarlundur 40 ára
Um þessar mundir eru 40 ár liðin frá því að Hótel Bjarkarlundur í Reykhólasveit tók til starfa. Húsið var vígt
meðathöfn29. júní 1947. Pað var Barðstrendingafélagið í Reykjavík,sem byggði hótelið á árunum 1945 til 1947.
Tildrög þess að átthagafélag tókst þetta verkefni á hendur voru til mæli frá mönnum tengdum samgöngumálum
um að félagið leysti þarna úr vanda, er skapast hafði í A-Barðastrandarsýslu. Stjórn Barðstrendingafélagsins tók
þá ákvörðun að verða við þessum tilmælum og undir forystu formannsins, Helga H. Eiríkssonar var hafist handa
vorið 1945.
SUMARFERÐ '87
FRESTUN!
Sumarferð Framsóknarfélaganna í
Reykjavík verður frestað um a.m.k.
viku vegna ófærðar.
Þeir sem hafa látið skrá sig í ferðina vinsamlegast hafi samband
við Eirík í síma 91-24480.
í ij
FRAMSOKNARFELOGIN
ÍREYKJAVÍK
Hótel Örk
FAGNAR ÁRS
AFMÆLIMEÐ
ÝMSUM
NÝJUNGUM
Heimsmeistaramót unglinga í skák:
Tveir keppendur
að þessu sinni
Heimsmeistaramót unglinga í
skák fyrir 20 ára og yngri, hefst í
Manila á Filipseyjum um næstu
helgi,þann 20.júlí og lýkur 2.
ágúst. Að þessu sinni eiga íslend-
ingar rétt á þátttöku fyrir 2 kepp-
endur, þar sem Hannes Hlífar
Stefánsson, heimsmeistari sveina í
skák, öðlaðist persónulegan rétt,
með hinum glæsilega sigri sínum
fyrr í sumar. Auk hans keppir
Þröstur Þórhallsson fyrir íslands
hönd en þeim til halds og trausts
verður Guðmundur Sigurjónsson,
stórmeistari. VISA ísland greiðir
ferðakostnað þeirra félaga, sem
leggja í hann föstudaginn 17. júlí.
IDS
Filipseyjafaramir Guðmundur Sigurjónsson, Þröstur Þórhallsson og
Hannes Hlífar Stefánsson.
Um þessar mundir fagnar Hótel
Örk í Hveragerði eins árs afmæli
sínu. í tilefni af því hefur verið
ákveðið að brydda upp á ýmsum
nýjungum í starfseminni og að sögn
Helga þórs Jónssonar er hugmyndin
sú að höfða meira til heilsuræktar í
þjónustu og matargerð. Hveragerði
er að mörgu leyti kjörinn staður til
slíks, en á Örk hafa nú verið tekin í
notkun leirböð, en leirinn er tekinn
úr hverunum ofan við kaupstaðinn.
Með leirbaðinu er hægt að fara í
nudd hjá sjúkraþjálfara, sund og
ljós. Þykir þessi leirpakki gífurlega
endurnærandi.
Þá er stutt að suðurströndinni frá
Hveragerði og þetta hefur hótelið
nýtt sér og býður nú gestum upp á 6
klukkutíma sjóstangaveiðitúra. Far-
ið er á bíl hótelsins til Þorlákshafnar
þar sem rúmlega 6 tonna hraðbátur
stímar með gesti á örugg ufsamið og
ef veður leyfir fengsæl lúðumið.
Boðið er upp á nesti og leiðsögu-
mann. Blaðamaður sannreyndi fyrir
nokkru að mikil átök geta verið fyrir
óvanan líkama að draga ufsann og
hugsanlega væri þá gott að fara í
Ieirbaðið eftir á.
Hveragerði er löngu landskunnur
gróðurhúsabær og þar er mikið rækt-
að af grænmeti, bæði algengu og
sjaldséðu. Björn Erlendsson yfir-
matreiðslumaður Arkarinnar hefur
nú búið til sérstakan matseðil þar
sem þessi sérstaða er nýtt. Á þeim
matseðli má finna eitt og annað við
hæfi bæði þeirra sem vilja passa
línurnar eða bara þeirra sem vilja
grænmetis- eða fiskrétti úr vötnum,
ám, eða fiskeldisstöðvm í nágrenni
bæjarins. Við látum hér fljóta með
(megrandi) uppskrift af matseðli
Björns Erlendssonar yfirmatreiðslu-
manns Hótels Arkar en það er
“Ofnbakað eggaldin með tómötum
og osti“, eða fyrir þá sem vilja
flottara nafn, „Eggplant Marinara
parmesian“
Eggaldin
olífuolía
egg
mjólk, salt, pipar
hveiti
1. Eggaldinið er skrælt og skorið í
sneiðar u.þ.b. 5-6 mm þykkar. Þá
eru eggin pískuð, krydduð með salti
og pipar og aðeins af mjólk bætt út
í. Sneiðarnar eru síðan settar í hveiti
og svo dýft í eggjahræruna, steiktar
á pönnu þar til þær eru ljósbrúnar,
síðan fært upp úr og lagt á stykki og
olían látin renna vel af.
2. Marinara sósan er sett í skál eða
eldfast fat og svo er eggaldininu
raðað ofan á. Síðan smá sósa og
endað með að þekja allt með þykkri
ostsneið og parmesian osti sem einn-
ig er stráð létt á milli laga. Saxaðri
steinselju stráð ofan á þegar borið er
fram.