Tíminn - 17.07.1987, Blaðsíða 10
10 Tímínn
Föstudagur 17. júlí 1987
ÍÞRÓTTIR
Frjálsar íþróttir:
Said Aouita með besta
heimstímann í 2000 m
- Óvænt tap Reynolds í 400 m
Heimsleikar stúdenta:
Einar ekki einn
af átta fyrstu
Reuter
Einar Vilhjálmsson var ekki
meðal átta fyrstu manna í úrslita-
keppni spjótkastsins á Heimsieik-
um stúdenta í Zagreb í Júgóslaviu
í gær. Ekki tókst að fá upplýsingar
um árangur Einars eða hvar hann
hefði verið í röðinni en hans var
ekki getið á fréttaskeytum Reut-
ers.
Einar kastaði rúma 72 m i eina
kasti sínu í úrslitakeppninni I fyrra-
kvöld, fyrirfram var ákveðið að 70
m dygðu í úrslifin og því var Einar
ekki að eyða púðri í fleiri köst.
Áttundi maður I gærkvöldi kastaði
74,06 m og kemur satt að segja
mjög á óvart að Einar skuli ekki
vcra ofan við það. Einar kastaði
sem kunnugt er 82,96 m og setti
Norðurlandamet um síðustu helgi.
Það var Sovctmaðurinn Marek
Kaleta sem sigraði í spjótkast-
keppninni í gærkvöldi en úrsiit
urðu nánar til tekið þessi á Heims-
leikum stúdenta:
m
1. Marek Kaleta (Sovót.).81,42
2. Sojad Krdzalic (Júgúslavíu) .... 80,26
3. Vokler Hadwich (A-Þýskal.) .... 78,82
4. Nicu Roata (Rúmeníu).77,82
Evrópukeppni drengjalandsliða í
knattspyrnu:
Landsliðið valið
5. Peter Blank (V-Þýskal.)............74,72
6. Fabio De Gaspari (ítaliu) .........74,46
7. Jyrki Blom (Finnlandi)..............74,16
8. Brian Crouser (Bandaríkj.)........74,06
Árangurinn í spjótkastkeppn-
inni er siakur hvemig sem á því
stendur en ekki var minnst á annað
í fréttaskeytum Reuters en að veð-
ur hefði verið hið ágætasta. -HÁ
Einar Vilhjálmsson, ekki einn af
átta fyrstu í spjótkasti á Heimsleik-
um stúdenta í Zagreb i Júgóslavíu.
met í kraft-
lyftingum
Níu íslandsmet féllu á sýninga-
móti ■ kraftiyftingum sem haldið
var í tengslum við landsmót
UMFI á Húsavík um síðustu
helgi.
Unnur Sigurjónsdóttir lyfti 100
kg í hnébeygju sem er met í 56 kg
flokki, Már Óskarsson setti ís-
landsmet unglinga í 75 kg flokki
(212,5 kg) og Óskar Sigurpálsson
setti fjögur met í 100 kg flokki
öldunga, 300 kg í hnébeygju,
137,5 kg í bekkpressu, 310 kg i
réttstöðulyftu og 747,5 kg saman-
lagt.
Hörður Magnússon setti ís-
landsmet í hnébeygju og saman-
lögðu I 110 kg flokki, 355 kg í
hnébeygju og 872,5 kg saman-
lagt. Þá bætti Halldór Sigur-
bjömsson nýlegt met Magnúsar
Vers Magnússonar í hnébeygiu,
lyfti 366 kg.
Mótið var haldið utanhúss og
vakti töluverða athygli.
Dómarinn hafði
rangt fyrir sér
Forráðamenn sovéska knatt-
spyrnuliðsins Spartak Moskvu
hafa boðist til að ieikur liðsins
gegn Dnépr Dnépropetrovsk í
sovésku 1. deildinni verði endur-
tekinn. Leiknum lauk með 2-2
jafntefli en eftir að hafa horft á
leikinn á myndbandi voru for-
ráðamenn Spartak þess fullvissir
að dómarinn hefði gefið þeim
bæði mörkin. Það fyrra var víta-
spyrna en í síðara tilvikinu fór
boltinn aldrei yfir línuna.
Spartak er efsta lið sovésku 1.
deildarinnar, fjórum stigum á
undan Dnépr.
Aukin adsókn
íl.deild
Aðsókn á leiki í 1. deild ís-
landsmótsins í knattspyrnu hefur
aukist um 22,15% að meðaltali
frá fyrra ári. Eftir fyrstu 7 um-
ferðirnar höfðu 32.297 áhorfend-
ur komið á Ieiki í 1. deild á móti
26.441 í fyrra.
Á Akranesi hefur reyndar
fækkað örlítið en fjöigun áhorf-
enda hefur orðið mest hjá Þór,
tæp 68%, Val, rúm 52% og KR,
rétt liðlega 50%
Reuter
Said Aouita frá Marokkó náði
besta heimstímanum í 2000 m á
frjálsíþróttamóti í París í gærkvöldi.
Aouita hljóp 2000 metrana á 4:50,81
mín. en Bretinn Steve Cram átti
áður besta tímann, 4:51,39 mín.
Heimsmet er ekki viðurkennt í 2000
m og nefnist árangur Aouita því
besti heimstími.
Bandaríkjamaðurinn Butch
Reynolds tapaði mjög óvænt f 400 m
hlaupinu í gærkvöldi. Sigurvegarinn
var reyndar enginn byrjandi, Níger-
íumaðurinn Innocent Égbunike, en
Reuter
Keppni í úrslitahlaupi 100 m
grindahlaups kvenna á Heimsleikum
stúdenta í Zagreb í Júgóslavíu í
gærkvöldi var svo jöfn að annað eins
hefur ekki fyrr þekkst í frjálsum
íþróttum. Fyrstu þrír keppendurnir
voru allir á sama tíma upp á 1/100 úr
sekúndu og sú sem var í fjórða sæti
var aðeins 1/100 úr sek. seinni í
mark. Til að skera úr um röð fyrstu
þriggja keppenda var skoðað bil
milli þeirra í 1/1000 sek. og fengust
þá úrslit. Til gamans má geta þess að
bilið milli keppenda hefur verið rétt
rúmur sentimetri. Það er kannski
eins gott að myndavélin í markinu er
nákvæm.
Úrslitin í 100 m grindahlaupinu
urðu annars þessi:
Reynolds hefur ekki tapað 400 m
hlaupi á þessu ári og kom tapið
öllum í opna skjöldu. Reynolds
þykir einn efnilegasti 400 m hlaupari
sögunnar og líklegur til að slá met
ianda síns Lee Evans frá árinu 1968.
Reynolds hljóp á 44,15 sek. á Grand
Prix í London á föstudaginn sem er
besti tími sem náðst hefur í 400 m
hlaupi í Evrópu en í gærkvöldi fékk
hann 44,77 sek, 0,13 sek. lakari tíma
en Egbunike. Hann setti Samveldis-
met, 44,45 sek., í hlaupinu í London
á föstudaginn.
sek.
1. Heike Thhele (A-Þýskalandi).....12,84
2. Aliuska Lopez (Kúbu) ............12,84
3. Florence Colle (Frakklandi).....12,84
4. Lavonna Maartin (Bandar.) .......12,85
5. Anne Piquereau (Frakklandi) .... 12,89
6. Sophia Hunter (Bandaríkj.).......12,96
7. Linda Okolo-Koulak (Sovét.).....13,21
8. Krístin Patzwahl (A-Þýakal) .....13,39
HÁ
Lárus Loftsson þjálfari hefur valið
þá 16 leikmenn sem keppa fyrir
fslands hönd á Norðurlandamóti
drengjalandsliða í knattspyrnu í
Rönneby í Svíþjóð dagana 25.-29.
júlí nk. Liðið er þannig skipað:
Arnar Grétarsson UBK
Atli M. Rúnarsson Þór Ak.
Axel G. Vatnsdal Þór Ak.
Gunnar Þ. Pétursson Fylki
Halldór F. Kjartansson UBK
Huginn Helgason Tý
Kjartan Gunnarsson Selfossi
Magnús Schram Stjörnunni
Nökkvi Svenisson Tý
Sigurður Þ. Sigursteinsson ÍA
Sigþór M. Kjartansson Reyni S.
Steinar Þ. Guðgeirsson Fram
Vilberg Sverrisson Fram
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Fram
Þorsteinn F. Bender Fram
Þórhallur D. Jóhannsson Fylki
liðanna sem keppa á Norðurlanda-
mótinu og verður leikið í tveimur
riðlum. ísland leikur í A-riðli ásamt
Dönum, Færeyingum og A-liði Svía
en í B-riðli leika Englendingar,
Norðmenn, Finnar og B-Iið Svía.
Undirbúningur fyrir val drengja-
landsliðsins hófst á Laugarvatni fyrir
tæpu ári en þangað komu 25 efnilegir
4. flokksleikmenn í knattspyrnu-
skóla KSÍ. Leikmenn úr skólanum
mynda kjarnann af landsliðshópnum
og einnig hefur drengjalandsliðs-
nefndin staðið fyrir úrtökuleikjum
víða um land í vor og sumar.
Það er ánægjulegt að sjá hversu
stór hluti landsbyggðarinnar er í
liðinu, af 16 manna hóp eru 10 utan
af landi.
Englendingar hafa bæst í hóp
íþróttirnar í kvöld:
Sundmeistaramót íslands
- ÍA og FH mætast í 1. deildinni á Akrarresi
Said Aouita sigraði alla keppinauta sína í Paris í gærkvöldi og náði besta
heimstímanum í 2000 m hlaupi.
Heimsleikar Stúdenta:
Einn hundraðasti milli
fyrsta og fjórða sætis
Bryndís Ólafsdóttir
Sundmeistaramót íslands hefst í
Laugardalslauginni í kvöld kl. 20.00.
Mótið stendur alla helgina og hefst
keppni kl. 16.00 iaugardagogsunnu-
dag. Meðal keppenda á mótinu verð-
ur allt besta sundfólkið og má búast
við að íslandsmet falli. Það sundfólk
sem undirbýr sig nú fyrir Evrópu-
meistaramótið í sundi sem verður
um miðjan ágúst mun þó ekki toppa
sérstaklega fyrir mótið þar sem það
hefur neikvæð áhrif á mót eftir
mánuð. Engu að síður er búist við
skemmtilegri keppni og sem fyrr
sagði að eitthvað af íslandsmetum
falli.
ÍA-FH á Akranesi
Einn leikur verður í 1. deildinni í
knattspyrnu í kvöld, Skagamenn fá
FH-inga í heimsókn upp á Akranes
og hefst leikurinn kl. 20.00, ekki kl.
19.00 eins og sagt er í mótabókinni.
Skagamenn eru í toppbaráttunni en
FH-ingar berjast gegn falli og þurfa
að vinna leikinn ef ekki á að fara illa
fyrir þeim.
Tveirí l.deildkvenna
Tveir leikir verða í 1. deild
kvenna, KA og Breiðablik leika á
Akureyri og KR og ÍBK á KR-vellin-
um. Leikirnir hefjast báðir kl. 20.00.
Miðnæturmót
Ármenningar halda miðnæturmót
í frjálsum íþróttum í kvöld og verður
það á frjálsíþróttavellinum í Lau-
gardal.
Öldungameistaramót
í golfi
Öldungameistaramót fslands f
golfi hefst á Hólmsvelli í Leiru f dag
og stendur alla helgina. Keppendur
eru 50 ára og eidri og eru margir
mjög góðir kylfingar meðal þátttak-
enda.