Tíminn - 17.07.1987, Qupperneq 14

Tíminn - 17.07.1987, Qupperneq 14
14 Tíminn Föstudagur 17. júlí 1987 AÐ UTAN lllllll llllllill Keyptur vitnisburður sérfræðinga getur breytt úrslitum dómsmála í Bandaríkjunum í hverju virtu lögfræðingatíma- ritinu á fætur öðru í Bandaríkjun- um eru nú farnar að birtast í röðum auglýsingar um þjónustu sérfræð- inga sem eru reiðubúnir til að leggja fram vitnisburð á sínu sér- sviði gegn gjaldi. Auglýsingarnar eru sumar frá fyrirtækjum sem taka að sér miðlun á sérfræðinga- vitnisburði á hinum margvíslegustu og ótrúlegustu sviðum, aðrar eru frá nokkurs konar upplýsinga- bönkum og enn aðrar frá einstakl- ingum. í auglýsingunum má m.a. sjá lækni, sérfræðing í vímuefnafíkn, bjóða fram þjónustu sína í málum sem snerta alkóhól og eiturlyf, aðrar auglýsingar bjóða t.d. fram þjónustu sérfræðinga í málum sem snerta reiðhjólaóhöpp, sprenging- ar í rafhlöðum eða flöskum, slys í sambandi við loftbelgi sem knúnir eru með heitu lofti, geislunarslys o.s.frv. Atvinnustéttin „sérfræðingar" virðist reyndar sjálf vera komin að því að springa. Einstaklingar sem búa yfir kunnáttu á ótal mörgum lítt þekktum sviðum, eins og í ofannefndum dæmum, hafa tekið höndurn saman við tugi þúsunda lækna, hásksólaprófessora og verk- fræðinga í atvinnugreininni „sér- frótt vitni". Og hver sem hefur peningaráð getur tekið á leigu kunnáttu þeirra bæði í einkamálum og sakamálum. Pjónustugjaldið getur verið allt frá 50 dollurum á klukkustund fyrir þjónustu sér- fræðinga í því að framfylgja lögun- um upp í 10.000 dollara á dag fyrir þjónustu lýtalæknis. Þeir sem annast miðlun slíkrar þjónustu og útvega lögfræðingum nöfn sérfræðinganna, segja að eng- inn hörgull sé á sérfróðum mönn- um sem gefa kost á sér til að bera vitni fyrir dómstólunum, enda er nú svo komið að kapphlaupinu í þessari atvinnugrein er helst líkt við vígbúnað hersins! Gagnrýnisraddir En samhliða þessari miklu grósku í vitnaframboðinu hafa óhjákvæmilega heyrst gagnrýnis- raddir úr röðum lögfróðra manna og löggjafarþinga ríkjanna, sem halda því fram að búið sé að missa alla stjórn á þessum málum. Fræði- mönnum í lögum og dómurum ber saman um að vitnisburður sér- fræðinga hafi lagt þungt lóð á vogarskálarnar í ýmsum mikilvæg- um málum og tiltaka sem dæmi málareksturinn um eignarhaldið á „Baby M“, þar sem kona hafði tekið að sér gegn gjaldi að láta frjóvga sig með sæði manns annarr- ar konu og ganga síðan með barnið og ala, en afhenda það síðan til eignar sæðisföðurnum og konu hans. Líka nefna þeir réttarhöldin yfir John W. Hincklcy jr., sem sýndi Reagan forseta banatilræði. En margir lögfræðinganna láta í ljós ótta við þann kostnað sem , hlýst af þjónustu sérfræðinganna og þau áhrif sem vitnisburður þeirra hefur. Og ekki síður hafa þeir áhyggjur af því hversu mikið er á reiki matið á því hvaða kröfur eru gerðar til þess að geta kallað sig “sérfræðing". Þar við bætist að mörgum er þyrnir í augum gjaldið sem sér- fræðingarnir taka fyrir vitnisburð- inn, þar sem sumir álíta þá tilbúna til að selja þekkingu sína hæstbjóð- anda. Og enn eitt atriði sem sunrir dómarar og lögmenn benda á er það, að sérfróðu vitnunum hættir til að méta mikilvægi atriða út frá eigin brjósti, enda er enginn mæli- kvarði til um hvað „sérfrótt vitni" þarf að hafa til brunns að bera. „Næstum hver sem er getur orð- ið scrfræðingur. Það eina sem þarf er að fá símhringingu frá lögfræð- ingi,“ segir forstöðumaður stórs lögfræðingafyrirtækis í Chicago sem einkum tekur að sér vörn ákærðra í einkamálum. Og nokkr- ar dómsniðurstöður að undan- förnu, þ.á m. niðurstaða hæstarétt- ar í sl. mánuði.benda til þess að dómstólarnir séu að endurmeta hlut sérfróðra vitna á þann veg að takmarka nytsemi þeirra. Sumir dómarar hafa látið í ljós það álit að núverandi skortur á reglum varð- andi vitnisburð sérfróðra vitna geri auknar kröfur til dómarans að stýra slíkum vitnisburði á ákveðnar brautir í sumum málum. Á undan- förnum árum hefur eftirspurnin eftir vitnisburði sérfróðra færst gíf- urlega í vöxt og helst það í hendur við aukningu málshöfðana í einka- málum, fjölda dómsúrskurða, sem PLAYGROUND ACCIDENTS • Expcrt Tcstimony • Evaluation • Playground Equipmcnt Failurc Analysis • Court Room Modcls Pjul Hogan: Author, Buildcr, Prcsidcni of PUygrou nd ClMfini Houm, Inc. 36 Sycamore Lane Phoenixville, Pa. 19460 (21S) 935-1S49 VSW kveðnir eru upp af kviðdómi, og hversu miklu meira er lagt upp úr tæknilegum upplýsjngum í slíkum tnálum en áður var. En kannski er gleggsta dæmið um gróskuna á þessu sviði fjölgun „vitnamiðlun- arfyrirtækja" og upplýsingamið- stöðva, segja lögfræðingar. Arðvænleg atvinnugrein Elsta upplýsingamiðstöðin var stofnuð 1961 og hefur aðalstöðvar í Washington. Starfsemi hennar teygist nú orðið um öll Bandaríkin og á listum hennar má finna 10.000 sérfræðinga á 4.000 sviðum. Hjá annarri upplýsingamiðstöð fást þær upplýsingar að þar sé boðið upp á þjónustu sérfræðinga „á mörg þús- und sviðum“, allt frá málum vegna læknamistaka, ólöglegrar veiði á dýrum í gildrur og til sálfræðilegra atriða í sambandi við drukknun. Ein upplýsingamiðstöðin skýrir frá þvf að reyndar séu sérfræðingarnir á hennar snærum ekki svo ýkja margir, en margir þeirra njóti mjög mikillar virðingar á sínu sviði. Sem dæmi er þar nefndur dr. David A. Crown, sem veitti forstöðu réttar- fræðilegri rannsóknardeild CIA til 1982 og tók þátt í að staðfesta að um líkamsleifar Josefs Mengeles væri að ræða eftir að hann var grafinn upp í Brasilíu 1985. Hann var ráðinn í þjónustu Heimsþings gyðinga og staðfesti að Kurt Wald- heim væri ásamt SS-hershöfðingja á ljósmynd sem tekin var í Júgósl- avíu 1943. Fyrirtækin taka í sinn hlut fyrir að útvega þjónustu sérfræðinganna ýmist ákveðna upphæð eða fasta prósentutölu af taxta þeim sem sérfræðingurinn setur upp. En það er líka til í dæminu að þóknunin sé ákveðið hlutfall af þeim skaðabót- um sem dómurinn úrskurðar. Eitt fyrirtæki t.d. sem auglýsir að það hafi reynslu í 12.000 málum vegna læknamistaka hefur þennan hátt- inn á. Mörg önnur fyrirtæki neita að taka við greiðslum á þessum Viðskiptafræðingar Fræðslustörf, stjórnun og umsjón starfsþjálfunar, skipulagsstörf o.þ.h. við Samvinnuskólann á Bifrösteru laustil umsóknar. Viðskiptafræðimennt- un eða önnur sambærileg menntun og reynsla áskilin. Mjög góð launakjör, mikil tengsl við atvinnulífið, atvinnumöguleikar fyrir maka og fjölskyldu íbúð á Bifröst fylgja starfi. Umsókn sendist skólastjóra Samvinnuskólans á Bifröst og hann veitir upplýsingar í síma 93-50001. Samvinnuskólinn f virtum lögfræðitímaritum í Banda- ríkjunum birtast nú unnvörpum slík- ar auglýsingar þar sem þjónusta „sérfróðra vitna“ er boðin gegn gjaldi. tæknileg atriði. í mörgum þeim málum sem jafnréttissamtök höfð- uðu fyrir hönd minnihlutahópa, var ómögulegt að færa fram rök málinu til stuðnings án aðstoðar sérfræðinga í talfræði. Sjúklingur sem kærði lækni fyrir mistök í starfi átti erfitt með að sýna fram á málstað sinn án vitnisburðar ann- ars læknis um hvernig hefði verið staðið rétt að læknisaðgerðinni. 1975 urðu tímamót í notkun framburðar sérfræðinga með laga- setningu þingsins. Skv. lögunum, sem viðurkenndu réttmæti þess að kalla fyrir sérfróð vitni ef það mætti verða til þess að „auðvelda“ kviðdómnum að átta sig á málinu, var nú hægt að kalla til vitnis fólk sem var vel að sér á viðkomandi sviði. Áður þurfti að hafa til þess próf á því sviði. expert witnesses engineers & scientists in more than 400 tcchnical calegories such as f AUTOMOTIVE ENGINEERING HUMAN FACTORS PROOUCT LIABILITY 8AFETY ENGINEERING STRUCTURAL FAILURES CONSTRUCTfON CLAIMS ACCIOENT ANALYSIS available thmugh onc organizalioti. . . EXPERT WITNESS NETWORK 1608 New Himpshtrc Avc.. N.W Suilc G-100 Waihíafton. D C 20009-2512 (202) 667-4961 (800) 345-5993 OtfmUfd w IIrw J M A-«r-»*aaat Imgrtn ( a dh iuim .4 Cimuilkilnn ' Nmtwli Innmpnmml nótum, segja þær geta gefið tilefni til ásakana í garð vitnisins fyrir hlutdrægni. Ráðunautur bandaríska lög- mannafélagsins segir það mikið vandamál í þeirra stétt hversu illa sé skilgreint hvaða siðferðileg vafa- mál geti blandast inn í launa- greiðslur til sérfróðra vitna. “Það að bera vitni er líkast því að tefla skák“ Mörg þessara sérfróðu vitna eru hins vegar ekki tengd þessum fyrir- tækjum. þau auglýsa sína þjónustu sjálf. Þar á meðal má nefna Paul Hogan, sérfræðing í barnaleikvöll- um. Hann hefur mikla ánægju af starfi sínu og segir: „Mér þykir ákaflega gaman að standa frammi fyrir hópi karla og kvenna, sem sum eru að reyna styrkja vitnis- burðinn minn og önnur leitast við að rífa hann niður. Þetta er líkt og að tefla skák, maður verður að vera viðbúinn 10 næstu leikjum lögfræðinganna!“ Fyrir aðeins aldarfjórðungi var starfsemi sérfróðra vitna, hvað þá heilla fyrirtækja sem miðla þjón- ustu þeirra, því sem næst óþekkt í Bandaríkjunum. Viðhorf dómstól- anna var að ekki bæri að leiða fram vitnisburð sérfræðings ef það var á færi leikmanna að skilja málið sem um var fjallað. En eftir því sem málaferli urðu flóknari varð æ augljósari þörfin fyrir þjónustu sérfræðinga til að skýra út ýms Framburður um vitlaust mataræði leiddi tii vægari dóms í framburði sérfróðra vitna hafa stundum komið fram upplýsingar sem hafa haft óvænt áhrif á úrskurð málsins. Eitt þekktasta dæmi um það er að finna í réttarhöldunum yfir Dan White, eftirlitsmanninum í San Francisco sem drap George Moscone borgarstjóra og Harvey Milk eftirlitsmann 1979. White var sakfelldur fyrir manndráp en ekki morð eins og ákæran hljóðaði upp á, að miklu leyti vegna sálfræðilegs vitnisburðar sem beindist að því að sýna fram á að hann hefði verið í uppnámi vegna andlegs álags, sem hefði færst í aukana vegna til- hneigingar hans til að leggja sér til munns „junk food“, lélega skyndi- fæðu. f vitnisburðinum varsérstak- lega tilgreint hátt sykurmagn í tilteknum kexkökum! En notkun svo langsóttra kenn- inga í vitnisburði og skortur á reglum um hvaða hæfni fólk skuli hafa til að bera til að geta kallað sig sérfrótt vitni hefur leitt til þess að nú finnst nokkrum dómstólum °g löggjafaþingum ríkjanna tími til kominn að stinga við fótum. Þar er nú komin á hreyfing til að setja lög um skilgreiningu á því hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að geta kallast „sérfrótt vitni“. Þá má fara að búast við því að hinn blómlegi atvinnuvegur sem hefur myndast um þessa „stétt“ fari að lognast út af.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.