Tíminn - 17.07.1987, Side 19

Tíminn - 17.07.1987, Side 19
Föstudagur 17. júlí 1987 Tíminn 19 SPENCER TRACY lifði tvöföldu lífi Ijós við dauða hans - sem kom í 10. júní 1967 var ráðskonu Georges Cukor, kvikmyndaleikstjórans fræga, nóg boðið. Hún hafði ekkert orðið vör við sjúka gestinn sem dvalist hafði langdvölum í garðhúsinu í nokkurn tíma og tók nú til sinna ráða. Hún gerði það sem henni hafði verið bannað, leitaði inngöngu í húsið og fann gestinn látinn. Spencer Tracy, leikari og Óskarsverðlaunahafi, sem var orðinn að goðsögn í Hollywood um sína daga en hafði kosið að eyða síðustu árunum út af fyrir sig sjúkur í lungum, hafði látist af hjartaslagi, 67 ára gamall. Auðvitað varð uppi fótur og fit og aðstandendur kallaðir á staðinn. Fyrstur mætti bróðir hins látna, síðan lögvígð eiginkona hans, Lo- uise Treadwell, og börn þeirra tvö. Og síðast kom Katherine Hepburn. Hún hafði leikið á móti Tracy í 9 kvikmyndum síðan 1942 og þau höfðu staðið í ástarsamb- andi allan þann tíma. Þetta var í fyrsta sinn sem konurnar tvær stóðu augliti til auglitis og þær heilsuðust virðulega með handa - bandi. Spencer Tracy og Katherine Hepb- urn stóðu í ástarsambandi í aldar- fjórðung, allt til dauðadags Spenc- ers Hjónabandið stóð frá 1923 til dauðadags Fundum þeirra Spencers Tracy og Louise Treadwell bar saman á járnbrautarstöðinni í White Plains í New York ríki 1923. Áfangastað- ur beggja var sá sami, sumar- leikhúsið á staðnum þar sem þau höfðu fengið vinnu. Fimm mánuð- um síðar voru þau gift og einu ári seinna fæddist þeim frumburður- inn, sonurinn John. Hann var dauf- dumbur og á þeim tíma voru Louise Treadwell Tracy var gift Spencer í 44 ár. Þau stofnuðu saman sjúkrahús fyrir heyrnarlaus börn sem ber nafn hennar. margir þeirrar skoðunar að dauf- dumbir hlytu að vera meira fatlaðir en svo að þeir ættu nokkurn tíma eftir að verða sjálfbjarga. For- eldrarnir ungu létu samt ekki deig- an síga og sinntu drengnum sínum vel. Louise gaf leikkonudrauminn upp á bátinn og helgaði sig heimil- inu og uppeldi sonarins og 1932 fæddist svo dóttirin Susie. Nú höfðu kvikmyndajöfrarnir í Hollywood fengið augastað á hin- um efnilega unga leikara Spencer Tracy og fjölskyldan fluttist búferl- hann með börnum sínum Susie og John. John fæddist heyrnarlaus og átti það áfall sinn þátt í því hver örlög fjölskyldunnar urðu. alsgáður, verð ég reiður sjálfum mér. Ég fór kannski í hádegismat sem stóð svo í tvo daga! En á þeim tíma var allur kvikmyndaheimur- inn undir áhrifum og engum þótti það athugavert." Hann þakkaði Katherine Hepburn að hann losn- aði úr áfengisviðjunum. Katherine Hepburn og Spencer Tracy léku fyrst saman í kvikmynd 1942 og urðu strax óaðskiljanleg. Það er langt í frá að hún hafi verið fyrsta ástkona Spencers, en eftir að þau tóku saman sýndu þau hvort öðru tryggð. Hún hefur aldrei gifst og er nú 78 ára gömul. En Tracy sýndi líka Louise konu sinni tryggð á sinn máta. Hann sá um að hún byggi við fjárhagslegt öryggi alla tíð og saman komu þau á fót sjúkrahúsi fyrir daufdumb börn. Spencer sá til þess að það bæri nafn Louise Tracy og þar er enn í dag rekið árangursríkt starf í þágu heyrnarlausra barna undir forstöðu dóttur þeirra, Susie. um til Kaliforníu. Frami hans varð skjótur og þar með voru örlög fjölskyldunnar ráðin. Louise hélt áfram að sinna búi og börnum en Spencer hafði öðrum hnöppum að hneppa. Þau lifðu hvort sínu lífi. Viðbrögð þrjóska írska kaþólikkans voru áfengisvíma - en þá kom Katherine Hepburn tilsógunnar En í augum kaþólikkans með írska þrjóskublóðið í æðum kom skilnaður ekki til greina. Vafalaust tók hann þó ekki síður nærri sér en kona hans hvernig komið var og mörgum árum síðar sagði hann nánum vini sínum hver viðbrögð hans hefðu orðið. „Þegar ég hugsa um öll þau ár sem ég var stöðugt undir áfengisáhrifum, aldrei Föstudagur 17. júlí 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin.Hjördís Finnbogadóttir og Óðinn Jónsson. Fróttir sagðar kl. 8.00 og veðurf regnir kl. 8.15. Fréttayfirlit kl. 7.30 en áður lesið úr forustugreinum dagblaðanna. Tilkynn- ingar eru lesnar kl. 7.25,7.55 og 8.25. Þórhallur Bragason talar um daglegt mál kl. 7.20. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barnanna: „Berðu mig til blómanna“ eftir Waldemar Bonsel. Ingvar Brynjólfsson þýddi. Herdís Þorvaldsdóttir les (4). 9.20 Morguntrimm. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Mér eru fornu minnin kær. Umsjón: Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli og Steinunn S. Sigurðardóttir. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir og Erna Guðmundsdóttir. (Þátturinn verður endurtekinn að loknum fréttum á miðnætti). 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Franz Liszt, örlög hans og ástir“ eftir Zolt von Hársány. Jóhann Gunnar ólafsson þýddi. Ragnhildur Steingríms- dóttir les (24). 14.30 Þjóðleg tónlist. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Lesið úr forustugreinum landsmálablaða. 16.00 Fróttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Síðdegistónleikar: Úr óperum Verdis. a. Forleikur og aría úr „Grímudansleiknum". Margaret Price syngur með „National“-fílharm- óníuhjómsveitinni í Lundúnum. Georg Solti stjómar. b. Lokaatriði óperunnar „Rigoletto“. Renato Bruson, Neil Schioff, Edita Gruberova og Robert Lloyd syngja með Hljómsveit heilagr- ar Cecilíu í Róm;. iGiuseppe Sinopoli stjómar. c. „Di qual tetra luce", aría úr „II Trovadore". Luciano Pavarotti, Gildis Flossman og Peter Baille syngja með hljómsveit Ríkisóperunnar í Vínarborg; Nicola Rescigno stjómar. 17.40 Torgið. Umsjón: Þorgeir Ólafsson og Anna M. Sigurðardóttir. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tlkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Þórhallur Bragason flytur. Náttúruskoðun. 20.00 Bach og Paganini. a. Karl Richter leikur á orgel Tokkötu og fúgu í d-moll eftir Johann Sebastian Bach. b. Salvatore Accardo leikur á fiðlu Kaprísur eftir Niccolo Paganini. 20.40 Sumarvaka. a. Jón á Stapa. Þorsteinn Matthíasson flytur frumsamda frásögn. Fyrsti hluti. b. Póstferðir á fyrri öld. Rósa Gísladóttir les þátt um Níels Sigurðsson póst úr Söguþátt- um landpóstanna, riti sem Helgi Valtýsson tók saman. 21.30 Tifandi tónar. Haukur Ágústsson leikur létta tónlist af 78 snúninga plötum. (Frá Akureyri). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Gömlu danslögin. 23.00 Andvaka. Umsjón: Pálmi Matthíasson. (Frá Akureyri) 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir og Ema Guðmundsdóttir. (Endurtekinn þáttur frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. árr 00.10 Næturvakt útvarpsins. Gunnlaugur Sigfús- son stendur vaktina. 6.00 í bítið - Guðmundur Benediktsson. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.05 Morgunþáttur. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Svanbergsson. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Broddason og Erla B. Skúladóttir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Eftirlæti. Valtýr Björn Valtýsson flytur kveðj- ur milli hlustenda. 22.05 Snúningur. Umsjón: Vignir Sveinsson. 00.10 Næturvakt útvarpsins. Óskar Páll Sveins- son stendur vaktina til morguns. Fréttir kl.: 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00,16.00,17.00,18.00,19.00,22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP 18.03-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5. Umsjón: Unnur Stefáns- dóttir. Föstudagur 17. júlí 7.00- 9.00 Pétur Steinn og morgunbylgjan. Pétur kemur okkur réttu megin framúr með tilheyrandi tónlist og lítur yfir blöðin. ísskápur dagsins? Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 9.00-12.00 Valdís Gunnarsdóttir á lóttum nótum. Sumarpoppið á sínum stað, afmælis- kveðjur og kveðjur til brúðhjóna. Fréttir kl. 10.00 og 11.00. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10-14.00 Þorsteinn J. Vilhjálmsson á hádegi. Þorsteinn ræðir við fólkið sem ekki er í fréttum og leikur létta hádegistónlist. Fréttir kl. 13.00. 14.00-17.00 Ásgeir Tómasson og föstudags- poppið. Ásgeir hitar upp fyrir helgina. Fréttir kl. 14.00,15.00,16.00. 17.00-19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykja- vík síðdegis. Leikin tónlist, litið yfir fréttirnar og spjallað við fólkið sem kemur við sögu. Isskápur dagsins endurtekinn. Fréttir kl. 17.00. 18.00-18.10 Fróttir. 19.00-22.00 Anna Björk Birgisdóttirá Flóamark- aði Bylgjunnar. Flóamarkaður milli kl. 19.03og 19.30. Tónlist til kl. 22.00. Fréttir kl. 19.00. 22.00-03.00 Þorsteinn Ásgeirsson nátthrafn Bylgjunnar kemur okkur í helgarstuð með góðri tónlist. 03.00-08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar - Óiafur Már Björnsson leikur tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem fara snemma á fætur. A Föstudagur 17. júlí ATH. Fréttirnar eru alia daga vikunnar, einnig um helgar og á almennum frídögum. 07.00-09.00 Þorgeir Ástvaldsson Snemma á fæt- ur með Þorgeiri Ástvalds. Laufléttar dægur- flugur frá því í gamladaga fá að njóta sín á sumarmorgni. Gestir teknir tali og mál dagsins í dag rædd ítarleqa. 08.30 STJÖRNUFRETTIR. (Fréttir einnig á hálfa tímanum) 09.00-12.00 Gunnlaugur Helgason. Jæja... Helgason mættur!!! Það er öruggt að góð tónlist er hans aðalsmerki. Gulli fer með gamanmál, gluggar í stjörnufræðin, og bregður á leik með hlustendum í hinum ýmsu get-leikjum. 11.55 STJÖRNUFRÉTTIR (fréttir einnig á hálfa tímanum). 12.00-13.00 Pia Hansson. Hádegisútvarpið hafið.... Pia athugar hvað er að gerast á hlustunarsvæði Stjörnunnar. Matur og vín. Kynning á mataruppskriftum, matreiðslu og víntegundum. 13.00-16.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Lagalistinn er fjölbreyttur á þessum bæ. Gamalt og gott leikið af fingrum fram, með hæfilegri blöndu af nýrri tónlist. Helgi fylgist vel með því sem er að gerast. 16.00-19.00 Bjarni Dagur Jónsson. Þessi hressi sveinn fer á kostum með kántrý tónlist og aðra þægilega tónlist, (þegar þið eruð á leiðinn heim). Spjall við hlustendur er hans fag og verðlaunagetraun er á sínum stað. Síminn er 681900. 17.30 STJÖRNUFRÉTTIR. 19.00-20.00 Stjömutíminn. The Shadows, Fats Domino, Buddy Holly, Brenda Lee, Little Eva, Connie Francis, Sam Cooke, Neil Sedaka, Paul Anka. Ókynntur klukkutími með því besta, sannkallaður Stjörnutími. 20.00-22.00 Árni Magnússon. Árni er kominn í helgarskap og kyndir upp fyrir kvöldið. 23.00 STJÖRNUFRÉTTIR. 22.00-02.00 Jón Axel ólafsson. Og hana nú... Það verður stanslaust fjör í fjóra tíma. Getraun sem enginn getur hafnað, kveðjur og óskalög á víxl. Hafðu kveikt á föstudagskvöldum. 02.00-08.00 Bjarni Haukur Þórsson. Þessi hressi tónhaukur vaktar stjörnurnar og gerir ykkur lífið létt með tónlist og fróðleiksmolum. Föstudagur 17. júlí 18.30 Nilli Hólmgeirsson. 24. þáttur. Sögumaður örn Árnason. Þýöandi Jóhanna Þráinsdóttir. 18.55 Litlu Prúðuleikararnir. Ellefti þáttur. Teikni- myndaflokkur í þrettán þáttum eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 19.15 Á döfinni Umsjón: Anna Hinriksdóttir. 19.25Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Rokkamir geta ekki þagnað. í þessum þætti kynna Hendrikka Waage og Stefán Hilm- arsson hljómsveitina Súellen. 20.00 Fréttir og veður 20.35 Auglýsingar og dagskrá ' 20.40 Meistari að eilífu Stutt mynd eftir Sigurbjöm J. Aðalsteinsson. Fjallað er um stúlku sem saknar liðinnar tíðar. 20.50 Á hljómleikum með Beny Rehman. Skemmtiþáttur með svissneska tónlistar- manninum Beny Rejiman og hljómsveit hans. Þeir kappar hafa m.a. skemmt á Brcadway í Reykjavík fyrr á þessu ári. 22.35 Derrick Níundi þáttur. Þýskur sakamála- myndaflokkur í fimmtán þáttum með Derrick lögregluforingja sem Horst Tappert leikur. Þýð- andi Veturliði Guðnason. 23.30 Auðna ræður öllum hag (La Mitad de Cielo). Ný, spænsk verðlaunamynd. Leikstjóri Manuel Gutierrez Aragon. Aðalhlutverk: Angela Molina, Margarita Lozano, Antonio Valero og Nacho Martinez. Rósa er eftirlæti föður síns en giftist gegn vilja hans og þrátt fyrir aðvörun skyggnrar ömmu sinnar. Hún verður fljótlega ekkja og flyst til stórborgarinnar ásamt dóttur sinni til þess að sjá sér farborða. Með dugnaði sínum tekst henni að koma ár sinni fyrir borð en brátt verður hún ástfangin á ný og enn reynast óvæntir meinbugir á ráðahagnum. Þýðandi sonja Diego. 00.40 Fréttir útvarps i dagskrárlok. VSTÖÐ2 Föstudagur 17. júli 16.45 Betra seint en aldrei (Long Time Gone). Bandarísk sjónvarpsmynd með Paul Le Mat, Will Wheaton og Anna Dusenberry í aðalhlut- verkum. Nick yfirgaf konu sína og tveggja ára son til þess að lifa hinu Ijúfa lífi. Þegar fyrrverandi eiginkonu hans býðst starf í miðaust- urlöndum, kemur það í hans hlut að sjá um soninn. Þeir lenda í ýmsum ævintýrum sem verða til að styrkja samband þeirra.____ 18.45 Knattspyrna - SL mótið-1. deild. Umsjón: Heimir Karlsson. 19.30 Fréttir. 20.00 Sagan af Harvey Moon (Shine On Harvey Moon). Nýr bandarískur framhaldsmyndaflokk- ur með Kenneth Cranham, Maggie Stedd, Elisabeth Spriggs, Linda Robson og Lee Whitl- ock í aðalhlutverkum. í lok seinni heimsstyrjald- ar snýr Harvey Moon heim frá Indlandi. En kemst að því að England eftirstríðsáranna er ekki samt og fyrr._________________________ 20.50 Hasarleikur (Moonlighting). Bandarískur framhaldsmyndaflokkur með Cybill Sheperd og Bruce Willis í aðalhlutverkum. 21.40 Einn á móti milljón (Chance In A Million). Breskur gamanþáttur með Simon Callow og Brenda Blethyn í aðalhlutverkum. 22.05 Greifynjan og gyðingarnir (Forbidden). Bandarísk kvikmynd frá 1985, sem gerist í Þýskalandi á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Nina Von Halder er af aðalsfólki komin, en kýs að lifa fábrotnu lífi og gerist meðlimur í neðan- jarðarhreyfingu, þrátt fyrir að fjölskylda hennar eru ákafir fylgjendur Hitlers. Myndin er byggð á sannri sögu og Nina Von Halder er nú lyfja- fræðingur í Berlín. Með aðalhlutverk fara Jacq- ueline Bisset og Jurgen Prochnow. Leikstjóri er Anthony Page. 23.55 Hefndin. (Act of Vengeance) Bandarísk sjónvarpsmynd með Charles Bronson og Ellen Burstyn í aðalhlutverkum. Þegar slys verður í kolanámum í Pennsylvaniu, tekur formaður samtaka námumanna málstað námueigend- anna. Námumenn hvetja Yablonski til þess að bjóða sig fram í lífshættulegan kosningaslag. Leikstjóri er John McKenzie. Myndin er bönn- uð bömum. 01.25 Hungrið. (Hunger). Hryllingsmynd frá árinu 1983 með Catherine Deneuve, David Bowie og Susan Sarandon í aðalhlutverkum. Catherine Deneuve leikur fagra blóðsugu, sem þaf á fersku blóði að halda, til þess að viðhalda æsku sinni og þrótti. Leikstjóri er Tony Scott. Myndin er stranglega bönnuð bömum. 02.55 Dagskráriok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.