Tíminn - 24.07.1987, Side 1

Tíminn - 24.07.1987, Side 1
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987-159. TBL. 71. ÁRG. Fjórir fórust með TF-PRT við Blönduos Fjórir menn fórust þegar flugvélin TF-PRT flaug utan í Hnjúka í grennd við flugvöllinn á Blönduósi í gærdag. Mjög lágskýjað var þegar slysið varð og var flugvöllurinn lokaður umferð stærstan hluta dags vegna þess. Rannsóknaraðilar fóru þegar á vett- vang en ekki var kunnugt um mögu- leg tildrög slyssins í gærkvöldi. Sjá baksíðu Við höidum áfram að kynna ýmsa stólpa af hinu háa Aiþingi í helgarblaðinu á morgun og nú er röðin komin að Páli Péturssyni á Höllustöðum, sem ekki liggur á skoðunum sínum né skefur utan af hiutunum fremur en fyrri daginn. Frásagnir af kynlegum kvistum frá fyrri tíð hafa mælst vel fyrir og nú segir af sérkennilegum nirfli sem með tómri sparsemi og með því að svelta sjálfan sig varð fjárríkasti maður á íslandi um skeið á fyrri hluta síðustu aldar. Hann átti þrettán þúsund fjár eitt vorið! Þeim sem hafa mætur á spennandi sakamálasög- um er ekki gleymt og við segjum frá glaumgosanum sem greip til óyndisúrræða þegar eiginkonan vildi ekki láta honum eftir frelsi úr viðjum hjónabandsins. Síðast en ekki síst ber' svo að nefna viðtal við sendiherra Dana á íslandi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.