Tíminn - 24.07.1987, Síða 9
Föstudagur 24. júlí 1987
Tíminn 9
VEIÐIMÁL
Veiðifélag stofnað
Árið 1972 var stofnað veiðifélag
uni Þjórsá að frumkvæði Ölvis
Karlssonar í Þjórsártúni og Har-
aldar Einarssonar, Urriðafossi.
Varð Ölvir fyrsti formaður félags-
ins og gegndi því starfi þar til á
aðalfundi þess í júní s.l. að hann
hætti að eigin ósk. Voru honum
þökkuð ötul störf fyrir félagið, sem
hann hefur sinnt af dugnaði og
þrautseigju.
Veiðifélagið um Þjórsá nær frá
ósi í sjó og að Þjófafossi við Búrfell
og fiskgengar ár og lækir, sem í ána
falla á þessu svæði. Að félaginu
eiga aðild allar jarðir, sem liggja að
svæðinu. Það er því býsna stór
hópur bænda og annarra landeig-
enda, sem hlut eiga að máli. Það
sem blasir við í veiðifélagi Þjórsár
er, hversu fáir eiga ríkra hagsmuna
að gæta um veiðihlunnindi vegna
þess að nær öllu laxveiðin kemur í
hlut tiltölulega fárra aðila í félags-
inu. Þetta hefur að nokkru leyti
sett mark sitt á félagsstarfið þar
sem gætt hefur kröfu þeirra sem
ofar búa við vatnakerfið um aukna
hlutdeild í laxinum. Þannig hafa
komið fram hugmyndir og tillögur
um að takmarka netaveiði umfram
það sem bein lagaákvæði kveða á
um og byrja veiðiskap síðar að
sumrinu venja hefur verið að gera.
Eldisstóð og
fiskvegagerð
I félagsstarfinu hefur frá hendi
forráðamanna þess verið lögð meg-
ináhersla á að gæta hagsmuna
veiðiréttareigenda gagnvart rösk-
un og tjóni á fiskstofni árinnar og
veiðinni frá hendi orkunýtingar og
aðgerða þeim tengdar við efri hluta
svæðisins. Þá hefur á vegum félags-
ins verið unnið að sleppingu laxa-
seiða og könnun á laxagengd auk
athugana og undirbúnings að gerð
fiskvegar um Urriðafoss, en land-
eigendur þar hafa verið jákvæðir
gagnvart slíkri framkvæmd. Menn
ætla að slík aðgerð myndi örva
fiskinn til göngu um fossinn, sbr.
það sem gert var með fiskvegi í
Laxfossi í Laxá í Kjós.
Landsvirkjun hefur sinnt bóta-
kröfu fyrir tjón og röskun í vatna-
kerfi Þjórsár og stöðuvatna á
Holtamanna- og Landmannaaf-
rétti. Samkomulag tókst milli hags-
munaaðila veiðiafnotanna og
Landsvirkjunar um byggingu fisk-
eldisstöðvar á Fellsmúla í Lands-
sveit. Þá hefur Landsvirkjun lofað
að byggja fiskveg unt Búðafoss og
hún hefur þegar gert umbætur sem
auðvelda eiga göngufiski för um
Árneskvísl Þjórsár hjá Hestafossi.
Með tilkomu eldisstöðvar í Fells-
múla hefur hagur fiskræktar m.a.
við Þjórsá vænkast svo mjög, að
Þjórsár
Alkunna er, að Þjórsá er lengsta
straumvatn landsins eða 230 km á
lengd. Vatnakerfi hennar er geysi-
víðáttumikið. Þessi sunnlenska
efla teygir sig jafnvel inn í Norður-
land eystra. En vatnasviðið í heild
nær yfir 7.530 ferkílómetra svæði.
Af þessu gætu menn dregið þá
ályktun, að laxveiði hlyti að vera
mjög mikil í Þjórsá. En svo er
ekki. Árleg meðalveiði á svæðinu
s.l. 5 ár hcfur verið urn 1.500 laxar.
Nokkur göngusilungsveiði er einn-
ig í ánni, auk selveiði sem er
reyndar önnur saga en fjalla skal
um.
Skýringu þess að laxveiði er ekki
nteiri en raun ber vitni í Þjórsá,
rniðað við stærð svæðisins, liggur í
því fyrst og fremst, að áin er ekki
fiskgeng nema að Búðafossi, sem
er í 48 km fjarlægð frá ósi hennar
í sjó. Á þessu svæði er aðeins ein
þverá, sem í er lax, þ.e. Kálfá í
Eystrihrepp, sem fellur í ána um 4
km fyrir neðan Búðafoss. Hins
vegar er ljóst að miklir möguleikar
til aukinnar fiskgengdar eru fyrir
hendi á þessu öfluga vatnasvæði.
Búðafoss í Þjórsá.
var rúmlega 1.600 laxar, en þess
ber að geta, að árin 1977, 1978 og
1979 kom í ljós verulegur árangur
af seiðasleppingu í árnar í Þjórs-
árdal. Veiðimálastofnunin gerði
tilraun með sleppingu kviðpoka-
seiða og startfóðraðra laxaseiða í
árnar. Má hiklaust gera ráð fyrir að
þessi tilraunaslepping hafi skilað
um 7 þús. laxa umframveiði á
þessum þremur árum. Seinustu
fimm ár hefur árleg meðalveiði
verið um 1.500 laxar, sem fyrr
greinir.
Miklir
fiskræktarmöguleikar
Ljóst er af þeirri reynslu, sem
fékkst af sleppingu laxaseiða á
ófiskgengt svæði og þeirri vitneskju
um skilyrði fyrir lax á öðrum
ófiskgengum svæðum árinnar, að
miklir möguleikar til aukningar á
fiskgengd liggja í Þjórsársvæðinu.
Það, sem hefur tafið fyrst og fremst
framkvæmdir í þessa veru, er fjár-
skortur. Félagið hefur samþykkt
að leggja 5% gjald á laxveiðitekjur
á svæðinu og jafnvel þó að inn-
heimtist, er sýnt að það dugir
engan veginn til þess að unnt sé að
ráðast í meiriháttar sleppingar eða
aðrar fiskræktarframkvæmdir. Til
þess að það verði gert að góðu
gagni, þarf jafnframtönnurúrræði.
Þjórsá ein besta
stangaveiðiá landsins?
Eins þáttar um laxveiðimál
Þjórsár er ógetið. Það er sú breyt-
ing, sem orðið hefur á vatnsrennsli
árinnar. Vegna virkjunarfram-
kvæmda og orkuvinnslu, hefur
vetrarvatn árinnar aukist og áin
orðið tærari að sumrinu en hún var
áður. Menn sjá fyrir sér í náinni
framtíð vegna áframhaldandi
framkvæmda og uppistöðulóna á
svæðinu glæsilega stangaveiðiá.
Það verður vissulega spennandi
fyrir stangaveiðimenn að fá tæki-
færi til að spreyta sig við veiðiskap
í Þjórsá og víst er að á efri hluta
árinnar verða eftirsótt veiðisvæði.
Til þess að það geti orðið verður
að gera fiskveg um Búðafoss. Hve-
nær hann kemur liggur ekki Ijóst
fyrir núna. En það verður að opna
gönguleið fyrir lax og annan göngu-
fisk um Búðafoss sem allra fyrst.
eh
Myndin er tekin þegar aðalfundar-
menn í Þjórsárfélaginu skoðuðu
fískeldisstöðina í Fellsmúla. Frá
vinstri: Einar Einarsson, Urriða-
fossi, Sigurður Þórðarson, stöðvar-
stjóri, Ölvir Karlsson, Þjórsártúni
og séra Hannes Guðmundsson,
Fellsmúla. M\ndir Einar Hannesson.
Árneskvísl í Þjórsá, rétt neðan
Hestafoss. Sérkennilgur hraun-
hleri. Veiðimaður sést rétt neðan
við hlerann.
Unnið að lagfæringu gönguleiðar fyrir lax í Árneskvísl Þjórsár hjá Hestafossi.
ætla má að slepping laxaseiða muni
aukast verulega á næstunni.
Laxveiðin
Laxveiði á Þjórsársvæðinu er
nær eingöngu netaveiði og fæst
mestur hluti veiðinnar á neðri hluta
svæðisins. Á tímabilinu 1961 til
1970 var árleg meðalveiði á svæð-
inu um 1.000 laxar. Sama tala um
meðalveiði áranna 1971 til 1980
Laxveiðimál