Tíminn - 24.07.1987, Side 16

Tíminn - 24.07.1987, Side 16
16 Tíminn Föstudagur 24. júlí 1987 DAGBÓK Dagsferðir Ferðafélagsins Sunnudagur 26. júlí 1) Afmælisganga nr. 4 - Botnsdalur - Botnsheiði - Skorradalur. Missið ekki af afrnælisgöngunutTh Gangið með Ferða- félaginu í tilefni 60 ára afmælisins í áfóngum að Reykholti í Borgarfirði. Verð kr. 1.000. Brottför kl. 10. f.h. 2) Kl. 13 Fjöruferð í Hvalfjörð. Gengið um Hvalfjarðareyri. Verð kr. 600. Sunnudagur 26. júlí kl. 08 - Þórsmörk - dagsferð. Munið að tilkynna þátttöku í dagsferðina. Verð kr. 1000. Njótið sumarsins í Þórsmörk hjá Ferðafélagi fslands í Langadal. Miðvikudagur 29. júli: 1) kl.08 - Þúrsmörk - dagsferð. Verð kr. 1.000. 2) kl. 20 - Tröllafoss og nágrenni. Ekið að Hrafnhólum og gengið þaðan með Leirvogsá að Tröllafossi. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Far- miðar við bíl. Fritt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ferðafélag fslands Fararheillf^ ^5^ Startarar - Alternatorar fólksbíla - vinnuvélar og bátar 12 V og 24 Volta Delco Remy, Bosch Cav, Lucas og fl. fyrir Caterpillar, Perkings, Leister, Volvo, Scania, japanska og evrópska fólksbíla. Cav og Bosch 24 volta alternatorar fyrir báta og vinnuvélar. Spennustillar fyrir flestar gerðir alternatora. Varahlutir fyrir startara og alternatora. Viðgerðaþjónusta. Sendum í póstkröfu. ÞYRILLHF. Tangarhöfða 7 2. hæð 110 Reykjavík Sími 91-673040 Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins: 29. júIí-3. ágúst (6 dagar): Eldgjá - Strútslaug - Álftavatn. Gönguferð með viðleguútbúnað. Ekið i Eldgjá og gengið þaðan á fjórum dögum í Álftavatn. 29. júlí-2. ágúst (5 dagar): Landmanna- laugar - Þórsmörk. Gengið frá Landmannalaugum milli gönguhúsa F.f. til Þórsmerkur. 31. júlí-6. ágúst (7 dagar): Arnarfell hið mikla - Þjórsárver - Kerlingarfjöll. Gist í Þúfuveri í tjöldum fyrstu nóttina, farið á bát yfir Þjórsá á laugar- degi og gengið á Arnarfell hið mikla. Síðan er gengið um Þjórsárver, Illahraun og til Kerlingarfjalla. Þetta er gönguferð með viðleguútbúnað. 31. júlí-3. ágúst (4 dagar): Núpsstaðar- skógur. Ekið í tjaldstað við fossinn Þorleif míganda. Gönguferðir um nágrennið s.s. Súlutinda, Núpsstaðarskóg, að Núpsá, Hvítá og víðar. 7.-12. ágúst (6 dagar): Landmannalaugar - Þórsmörk. Gengið milli gönguhúsa með bakpoka og mat, frá Landmannalaugum til Þórs- merkur. 7.-16. ágúst (10 dagar): Hálendið norðan Vatnajökuls. Ekið norður Sprengisand um Gæsavatna- leið í Herðubreiðarlindir, þar næst í Kverkfjöll yfir nýju brúna við Upptypp- inga og í leiðinni komið við í Oskju. í Kverkfjöllum er dvalið í þrjá daga, þaðan farið að Snæfelli og dvalið í tvo daga. Heimleiðis er ekið sunnan jökla til Reykjávíkur. Pantið tímanlega í sumarleyfisferðirn- ar. Upplýsingar á skrifstofu F.Í., Öldu- götu 3. - Ferðafélag fslands. Dagsferðir sunnudaginn 26. júlí. Kl. 8.00 Þórsmörk, einsdagsferð. Dvalið 3 -4 klst. í Mörkinni. Verð kr. 1.000.-. Munið ódýra sumardvöl í Básum. Kl. 13.00 Skálafell v/Esju. Létt fjallganga. Gott útsýnisfjall. Gengið til baka um Svínaskarð að Stardal. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Sjáumst. - Útivist. Útivist Ferðir um verslunarmannahelgi 31. júlí - 3. ágúst. 1. kl. 20.00 Núpsstaðarskógar. Tjöld. Einn skoðunarverðasti staður á Suður- landi. 2. kl. 20.00 Lakagígar - Leiðólfsfell. Gengið um Lakagíga. Ekið Línuveginn. Heimum EldgjáogLaugar. Húsogtjöld. 3. kl. 20.00 Kjölur - Drangey - Skaga- fjörður. M.a. farið um Laugafell, Vest- urdal (að Hraunþúfuklaustri), í Skagafj- örð og ógleymanlega Drangeyjarsiglingu. Svefnpokagisting. 4. kl. 20.00 Þórsmörk. Ódýr Þórsmerkur- ferð. Skálagisting í Básum Laugard. kl. 8.00. Skógar - Fimmvörðu- háls - Þórsmörk. Og Þórsmörk. Sumarleyfísferðir. 1. Eldgjá - Strútslaug - Þórsmörk. 27. júlí - 2. ágúst. Bakpokaferð. Fararstjóri: Rannveig Ólafsdóttir. 2. Hornstrandir - Hornvík. 31. júlí - 4. ágúst. Rúta eða flug til ísafjarðar, með skipi til Hornvíkur og tjaldbækistöð þar. Fararstjóri: Lovísa Christianscn. 3. Lónsöræfí. 5.-12. ágúst. Tjaldbækistöð við lllakamb. 4. Hálendishringur. 9.-16. ág. 8 dagar, stytt ferð. Gæsavatnaleið - Askja - Kverkfjöll - Mývatn. 5. Tröllaskagi 9.-15. ágúst. Ný ferð. Farin Tungnahrygg úr Barkardal, að Hólum og síðan ekið til Siglufjarðar, gengið þaðan Héðinsfjörð til Olafsfjarðar. Gist íhúsum og tjöldum. Uppl. og farm. á skrifst., Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Sjáumst. mi Sunnlendingar Héraðsmót framsóknarmanna í Vestur- Skaftafellssýslu verður haldið í félagsheimilinu Tunguseli í Skaftártungu laugardag 25. júlí n.k. og hefst kl. 22.30. Dagskrá: Guðni Ágústsson flytur ávarp Hjörtur Benediktsson fer með gamanmál Hljómsveit Stefáns P. leikur fyrir dansi. Allir velkomnir. Framsóknarfélögin. Sumarferð ’87 Sumarferð framsóknarfélaganna verður farin 8. ágúst. Farin verður Fjallabaksleið syðri. Skráning í síma 24480. Framsóknarfélögin í Reykjavík. BFÖ-BLAÐIÐ f elaijMÍt Hlndindislrlatjs ukunuinud 1 Wi1 IW rjórhjólin varasöm „Ég reynl aö sjá blrtuna i tilverunni" - %•** •ip.'Kj vmióut Umferöin a isafiröi BFÖ-blaðið Félagsrit Bindindisfélags ökumanna, 2. tbl. 1987 er komið út. Þar er m.a. rætt við Jónas Eyjólfsson yfirlögregluþjón um umferðina á Isafirði, en í síðasta tölublaði var rætt um umferðina á Akureyri. „Ég reyni að sjá birtuna í tilverunni" er yfirskrift á viðtali við Hreggvið Jónsson, nýkjörinn alþingismann og félaga í Bind- indisfélagi ökumanna. Frá Umferðarráði eru ýmsar leiðbeiningar til ökumanna og hvatningarorðin „Ökum af viti í sumar - og reyndar alltaf". Greint er frá Heilsu- skokki Ábyrgðar og lR, sem fer fram við Laugardalslaugina á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum og er Guðmundur Þórarinsson, þjálfari á staðnum þá kl. 16.30-18.30. Margt fleira efni er í blaðinu. Heilbrigðismál 2. tbl. 35. árg. eru komin út. Þar er margvíslegt efni að finna. M.a. er greint frá heilbrigðisstefnu stjórnmálaflokk- anna, sem flestir kjósa forvarnir. Rætt er við Gunnar Þór Jónsson yftrlækni um starfsemi slysadeildar Borgarspítalans þar sem t.d. kemur fram að þriðji hver Reykvíkingur kom á slysadeildina á síð- asta ári. Gerð er grein fyrir gildi göngu- ferða. Orsakir vöðvagigtar eru raktar. Krabbamein í skjaldkirtli er algengara á íslandi en í flcstum öðrum löndum nefnist ein greinin, í annarri er sagt frá því að nú séu á lífi um fjögur þúsund manns sem fengið hafa krabbamein og sagt er frá þróttmiklu starfi Krabbameinsfélagsins. Ný menntamál 2. tbl. 5. árg. eru komin út. í þessu blaði eru tveir grcinarflokkar og óvenju margar greinar. Fyrri greinaflokkurinn fjallar um fólk sem hefur af einhvbrjum ástæðum lent utan við almenna skólakerf- ið en sá síðari fjallar um mál sem olli miklum deilum fyrir tveimur, þremur árum: friðarfræðslu. Fastir þættir eru í bla'inu en auk þeirra má nefna grein um þjóðfræði og skólastarf og viðbrögð úr Námsgagnastofnun við grein um stofnun- ina í síðasta tölublaði. Útgefandi Nýrra menntamála er Bandalag kennarafélaga og ritstjóri Hannes Ólafsson. Guðsþjónusta fyrir ferðafólk í Heydalakirkju Sunnudaginn 26. júlí verður guðs- þjónusta í Heydalakirkju í Breiðdal kl. 14. Ferðafólki á Austurlandi og nærsveit- ungum er sérstaldega boðið að heimskja Breiðdal og taka þátt í guðsþjónustunni. Sóknarprestur, sr. Gunnlaugur Stefáns- son, mun annast guðsþjónustuna og kirkjukór Heydalakirkju undir stjórn Árna ísleifssonar, organista, mun leiða safnaðarsönginn. Að lokinni guðsþjón- ustu er kaffi hlaðborð á Hótel Staðarborg, sem kirkjugestum gefst kostur á að njóta, er kostar kr. 370 fyrir fullorðna. í Breiðdal er gróskumikil ferðamanna- þjónusta. Hótel Bláfell á Breiðdalsvík veitir alhliða þjónustu við ferðafólk allan ársins hring og nýlega hlaut það alþjóð- lega viðurkenningu fyrir góða veitinga- þjónustu. Sumarhótel er einnig rekið á Staðarborg, þar sem veitt er öll almenn ferðamannaþjónusta. f byrjun sumars tók til starfa í Felli, Breiðdal, ferðaþjón- usta bænda, sem býður gistingu og morg- unverð á vægu verði. Það fer vel á því að sækja Breiðdal heim, taka þátt í guðsþjónustu í Hey- dalakirkju, upplifa náttúrufegurð sveitar- innar og njóta gestrisni heimafólks. Sóknarprcstur. Frístundahópurinn Hana nú Vikuleg laugardagsganga Frístunda- hópsins Hana nú í Kópavogi verður laugardaginn 25. júlí. Lagt er af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10.00. Markmið göngunnar er: Samvera, súr- efni, hreyfing. Takið þátt í einföldu og skemmtilegu frístundastarfi í góðum fé- lagsskap. Nýlagað molakaffi. Ókeypis helgarnámskeið í hugleiðslu í Tónabæ Dagana 24. til 26. júlí nk. standa Sri Chinmoy friðarsamtökin fyrir námskeiði í hugleiðslu sem leið.til sjálfsvitundar og verður námskeiðið haldið í Tónabæ. Leiðbeinandi verður Kangal Ben Spector. Hann er 38 ára og i'rá Montreal í Kanada. Spector hefur undanfarin 15 ár stundað hugleiðslu undir handleiðslu jóg- ans Sri Chinmoy sem er vel þekktur víða um heim og stjórnar m.a. friðar-hug- leiðslu hjá Sameinuðu þjóðunum. Sl. 7 ár hefur Ben Spector ferðast vítt og breitt um Bandaríki Norður-Ameríku, Kanada sem og Ástralíu og Vestur-Evrópu og leiðbeint á námskeiðum sem þessu. Hann hefur auk þess komið fram í fjölda viðtals- þátta bæði í útvarpi og sjónvarpi. Þetta er önnur heimsókn hans til íslands. Fyrir utan að kenna heimspeki og hugleiðsluað- ferðir Sri Chinmoy, starfar Spector sem ráðgjafi í tölvuforritun. Sýnt hefur verið fram á að hugleiðsla hjálpar við slökun og stuðlar að auknu sjálfstraustri auk þess sem hún getur bætt samskipti á milli fólks og aukið starfs- hæfni. Spector mun kenna margar hug- leiðslu- og slökunaræfingar svo hver finni eitthvað við sitt hæfi. Aðgangur að þessu námskeiði er ókeypis og þátttaka öllum opin. Nánari upplýsingar má fá í síma 13970. Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Gönguferð um Reykjavík í samvinnu við ýmsa aðila fer Nátt- úruverndarfélag Suðvesturlands um helg- ina gönguferð, að miklu leyti í náttúru- legu umhverfi, sem tengir saman helstu útivistarsvæði Reykjavíkur. Stansað verður á allmörgum stöðum á leiðinni og þar verða stuttar kynningar á náttúrufari eða sögu, rætt verður um umhverfis- og náttúruverndarmál og hvernig við getum nýtt útivistarsvæðin betur, okkur öllum til ánægju og fróðleiks. Um ferðina. 1 Reykjavík er enn að finna jarðfræði- leg fyrirbæri, mjög fjölbreytt lífríki og sögulegar minjar sem þátttakendum gefst kostur á að fræðast um í ferðinni. f þessari gönguferð verður einnig gerð tilraun til að brydda upp á nýjungum í umhverfisfræðslu og jafnframt að hvetja borgarana og borgaryfirvöld til að hjálpast að við að gera Reykjavík að verðugum vettvangi til útivistar s.s. til sam- komuhalds, til gönguferða, náttúru- skoðunar og söguferða eða til að njóta þess að vera úti á hlýlegum og fallegum stað. Borgarstarfsmenn eru að gera margt skemmtilegt á því sviði eins og kynnt verður á leiðinni. Gönguhraði verður við allra hæfi og hægt verður að koma í gönguna hvar sem er og vera með í henni lengri eða skemmri tíma. Gönguleiðin liggur víðast nálægt strætisvagnaleiðum. Þeim sem ekki hafa gengið þessa leið áður mun koma það skemmtilega á óvart hve margt fallegt og forvitnilegt er þar að sjá þegar náttúran er í fullum skrúða. Leiðin. Lagt verður af stað á laugardagsmorg- uninn kl. 9.00 frá Gamla bryggjuhúsinu Vesturgötu 2. Gengið verður eins og leið liggur suður Aðalstræti og áfram með Tjörninni að vestanverðu, um Hljóm- skálagarðinn að Umferðarmiðstöðinni. Þaðan verður farið kl. 11.00 suður í Öskjuhlíð og niður í Fossvog og áfram inn í Skógræktarstöðina og niður að Fossvogslæk. Þaðan verðurfariðkl. 15.30 og haldið inn Fossvogsdalinn upp í Elliða- árdal og göngu fyrri dagsins lýkur við Árbæ um kl. 19.00. Á sunnudagsmorgun verður haldið af stað kl. 9.00 frá Árbæ í skoðunarferð um Árbæjarsvæðið og síðan gengið niður í Elliðaárvog. Þaðan verður svo farið yfir í Laugardal. Úr grasagarðinum verður far- ið kl. 14.00 niður í Laugarnes. Kl. 16.00 hefst ganga úr Laugarnesi, sem farin gæti verið í ferskri hafgolu sjávarmegin við Sætún og Skúlagötu. Gönguferðinni lýkur á Árnarhóli kl. 18.00. Listasafn ASÍ: Áning ■ framlenging Sýningin Áning ’87 í Listasafni ASÍ hefur verið framlengd um eina viku. Á sýningunni tefla ellefu listamenn í ýmsum greinum fram verkum sýnum, sem eru um margt ólík, en mynda þó spennandi heild. Listamennirnir eru: Ása Olafsdóttir, Gestur Þorgrímsson, Guðný Magnúsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Halla Haraldsdóttir, Jens Guðjónsson, Ófeigur Björnsson, Sigrún Einarsdóttir, Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna), Sigrún Guðmundsdóttir og Sören Larsen. Sýningin er opin virka daga kl. 16-20, en laugardag og sunnudag kl. 14-22. Henni lýkur sunnudaginn 26. júlí. Helstu vextir við banka og sparisjóði (% á ári) 11. júlí 1987 (Ein * merkir breytingu vaxta frá síðustu skrá og þrjár *** vísa á banka og/eða sparisjóði sem breyta vöxtum) I. Vextir ákveðnir af bönkum og sparisjóðum Lands- Útvegs- Búnaðar- Iftna&ar- Verslunar- Samvinnu- Alþýðu- Spari- Vegin banki banki banki banki banki banki banki sjóftir meðaltðl Dagsetning siðustubreytingar 11/7 11/7 11/7 11/7 11/7 21/6 1/7 11/7 Innlánsvextir: Hlaupareikningar 8.00* 6.00 6.00 8.00 6.00* 4J» 6.00 4.00" 6.40* Ávísanareikningar 8.00* 6.00 6.00 6.00 6.00* 7.00 12.00 4.00» 6.80* Alm.sparisj.bækur 15.00* 12.00 13.00 14.00 14.00* 10.00 12.00 15.00»’ 13.80* Annað óbundiðsparifó’1 7-24.50 12-23.90 7-22.00 14-20.00* 11-22.50 12-18.00 3.50 7-22.00 Uppsagnarr.,3mán. 16.00* 15.00 13.00 15.00* 15.00 16.00 16.00* 13.80 Uppsagnarr.,6mán. 17.00 14.00 20.00 20.00* 17.00 19.00 17.00* 16.80* Uppsagnarr.,12mán. 17.00* 19.00 20.00 26.50“" 17.70* Uppsagnarr., 18mán. 25.00,) 27.00 25.50“" 25.60 Verðtr.reikn3mán. 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00 Verðtr.reikn6mán. 3.50 4.00 3.50 3.00* 3.50 3.00 4.00 3.50 3.50* Ýmsirreikn. ’’ 9.00 5-6.50" Sérstakar verðbætur 14.0* 12.00 18.00 14.00 12.00 10.00 12.00 1229.3"»’ 15.90* Innl.gjaldeyrisreikn.: Bandarikjadollar 6.00 6.25* 6.00 6.25 6.50 6.00 6.50 6.50* 6.20* Sterlingspund 7.50 8.00 8.00 7.50 9.00 8.00 8.00 7.50 7.80 V-þyskmóík 2.50 2.75' 2.75 2.75 3.50 3.00 3.00 3.00 2.80 Danskarkrónur 8.50 8.75* 8.50 8.50 10.00 9.00 900 8.50 8 60* Útlánsvextir: Víxlar(forvextir) 27.00* 24.00* 24.00“ 28.50 28.50* 24.00“ 25.50 28.004' 26.30* Hlaupareikningar 28.50* 25.50* 25.00 30.00 30.00* 25.00 27.00 29.50* 27.70* þ.a.gmnnvextir 12.00 12.00 12.00 11.00 12.00 12.00 12.50 12.00 11.90 Alm.skuldabfólS) 28.00’ 25/25.5“* 28.00* 29.50 29.50* 25.00 26.50 29/29.5“* 27.90* þ.a.gmnnvextir 10.00 12.00 12.00 11.00 12.00 1Z00 12.00 12.00 11.20 Verðtr.$kbr. að 2.5 ár5) 8.00* 7.5/8.07’’ 7.50 9.00* 8.00 7.00 7.50 7.88.0“’ 7.90* Vefötr.skör.>2.5érsl 7.50 6.757.0'' 7.50 8.00 8.00 7.00 7.50 7.58.0“ 7.50 Afurðalán i krónum 23.00 21.00 23.00 23.00 23.00 24.00 23.00 Afurðalán i SDR 7.75 7.75 7.75 7.75 8.00 8.25 7.90 Afurðalán i USD 8.75 9.00 8.75 8.75 9.25 8.75 8.80 Afurðalán í GBD 10.00 10.50 10.00 10.00 10.75 11.50 10.40 Afurðalán í DEM 5.25 5.25 5.25 5.25 5.50 5.50 5.30 II. Vanskilavextir. ákveðnir af SedHabanka: Frá 1. júní 1987 2.8% (33.6% ár ári), 1. júlí 1987 3.0% (36.0% á ári). III. Meðalvextir 21.5.87 (geta gilt i júni 87): Alm. skbr. 22.9% (10.2+12.7). vtr. lán að 2,5 árum 6.8% og minnst 2.5 ár 7%. Meðalvextr 21.6.87 (geta giit i , júli 87): Alm. skbr. 24.6% (10.9+13.7), vtr. lán að Z5 árum 7.2% og minnst 2.5 ár 7.3%. 1) Sjá meðfylgjandi lýsingu. 2) Aðetns hjá Sp. Vólstj. 3) Aðeins hjá SPRON, Sp. Kóp., Hafnarij., Mýras., Akureyrar, Óiafsfj., Svarfd.. Siglufj.. Norðfj., Árstógsstr. & Eyrar i Keflavik. 4) Viðsk.vixlar keypúr m.v. 26.0% vexti hjá Bún.banka 25.0% hjá Samv.banka og 26.5% hjá nokkrum sparisj. 5) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, Verzi.b. beitir þessu ekki. 6) Aðeins hjá Sp. Bol, Mývetn., Reykd. og Akureyrar. 7) Lægn vextmir gilda ef um fasteignaveð er að ræða. 8) Lægn talan er vegna kmlána. 9) Undant. er Sp. i Keflavik: Tékkareikn. 3%, alm. sparibók og sérst. verðbætur 10% og Sp. V-Hún:Tékkareikn. 7%.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.