Tíminn - 24.07.1987, Qupperneq 11
Föstudagur 24. júlí 1987
Tíminn 11
11111I1111II AÐUTAN ..................... ............... ....... ..... ......................",..................................................................-.....
um þetta, skuli skiptast alveg í tvo
hópa. Annar segir að þetta gæti
verið skemmtilegt og fellst á það,
hinn harðneitar og verður ekki
haggað.
Sjálfur er hann í seinni hópnum.
- Þegar maður lifir hálfopinberu
lífi, er ósköp notalegt að geta haft
eitthvað bara fyrir sjálfan sig, segir
hann. - Heimili okkar er eitt af því
sem við viljum ekki deila með
öðrum.
Það sem David Frost finnst eink-
um vanta í sjónvarpsdagskrár nú
orðið, er hið óvænta. - Þegar ég
var með Frost-þættina upp úr 1960,
vissi fólk aldrei hvern það ætlaði að
fara að horfa og hlusta á. Það gat
verið erkibiskupinn af Kantara-
borg, Sean Connery eða hring-
borðsumræður um fóstureyðingu.
Það góða við þá þætti var að þeir
voru raunverulegir umræðuþættir,
sem fjölluðu yfirleitt um annað en
einhverja grein skemmtiútvegsins.
David er sannfærður um að alltaf
verði rými innan sjónvarpsins fyrir
skarpan náunga, sem eigi auðvelt
með að spjalla við fólk, en harmar
að sjónvarp skuli ekki vera jafn
beitt og áður. - Stjórnmálin og
stjórnmálamenn hafa miklu meiri
áhrif á alla hluti nú orðið, segir
hann. - Ef ólík sjónarmið koma
fram í þætti, að ekki sé minnst á
deilur, þá þarf að rökræða fram og
aftur í marga daga um hvort rétt sé
að senda hann út.
Skrýtið, ekki satt? Við erum
opinskárri á mörgum öðrum
sviðum, en þegar um er að ræða
eitthvað, sem stjórnmál blandast
inn í, verða allir hræddir. Líklega
á upplýsingadeild ríkisstjórnarinn-
ar mikinn þátt í þessu. Auðvitað
kæra stjórnir sig ekki um að hafa
fréttamenn stöðugt vakandi yfir
öllum gerðum þeirra. En hversu
oft sem stjórnmálamenn segjast
fúsir til að berjast fyrir rétti fólks
til að gagnrýna þá, meina þeir það
í raun ekki. Þeim finnst innst inni
að öll gagnrýni á ríkisstjórn sé
nánast föðurlandssvik.
David Frost viðurkennir, að sér
líði best, þegar eitthvað mikið sé
að gerast og allt á hreyfingu. Hann
segir líka, að viðtalið við Nixon
forðum hafi einungis komið til
vegna þess að allir kepptust um að
fullvissa hann um að slíkt yrði
aldrei hægt.
Þó honum sé tamt að minnast á
einmitt það viðtal, lítur hann ekki
á það sem mesta og besta verk sitt.
- Robert Kennedy var sá mest
aðlaðandi maður, sem ég hef hitt,
segir hann og nefnir síðan nokkur
þekkt nöfn til viðbótar: Muham-
med Ali, Margaret Thatcher,
Enoch Powell, Arthur Scargill...
Ekki er að sjá á dagskrá Davids
Frost, að hann ætli að draga af sér
á næstunni. - Ég er búinn að
skipuleggja sex mánaða starf í
Bandaríkjunum og síðan fer ég að
tala við alla frámbjóðendur fyrir
næstu forsetakosningar þar.
Einhvernveginn tekst mér alltaf
að blanda þessu öllu hæfilega
saman, gamni, alvöru, starfi fólks
og einkalífi, áhugamálum og öllu.
Viðtölin mega ekki vera einhæf.
Hann dreypir á svörtu kaffinu og
fær sér svo stóran sopa af sóda-
vatni, tvinnar saman fingurna og
horfir hugsandi á þá. - Já, ég er
heppinn maður, að hafa starf seni
mér finnst skemmtilegt og gefandi.
Heppinn í ástum og elskar starf
sitt. Það er svo sem ekki að undra,
þó David Frost finnist hann þurfa
að klípa sig til að ganga úr skugga
um að líf hans sé ekki bara draum-
ur.
David Frost hefur verið í sviðsljósi sjónvarps í tvo áratugi og er enn önnum kafinn. Hann er svo ánægður með
líflð og tilveruna, að hann á bágt með að trúa, að þetta sé ekki allt draumur....
Ég er svo sæll, að
ég þarf að klípa
mig til að trúa því
David hefur allt -glæstan frama, hamingjuríkt hjónaband og fjölskyldulíf með lafði Carinu og börnunum.
David Frost holdi klæddur er
nákvæmlega eins og maður hefur
ímyndað sér hann: geislandi af
lífsfjöri, fyndinn og með einkar
lipran talanda. Þrátt fyrir allt geng-
ur honum illa að trúa, hvað gæfan
er honum hliðholl.
- Ég þarf bókstaflega að klípa
sjálfan mig, segir hann og kveikir
sér í sverum vindli. - Raunar þurfti
ég þess líka, þegar ég var að
undirbúa viðtalið við Nixon, fyrr-
um Bandaríkjaforseta árið 1977.
Þá hugsaði ég sem svo: Hvernig má
það vera að sonur meþódistaprests
frá Beecles, hafi samið um viðtal
við Bandaríkjaforseta, sem ekki
hefur talað við fjölmiðla í hálft
annað ár... en auðvitað var það
nauðsynlegt, ef ég ætlaði áð skara
fram úr. David hlær hjartanlega.
Lífið gæti varla brosað breiðar
við Cambridge-nemanum, sem
kvæntist miðdóttur hertogans af
Norfolk, lafði Carinu Fitzallan-
Haward árið 1983. Slarfið við sjón-
varpið er leikur og þau hjón eru
nýbúin að eignast þriðja barn sitt.
Ákafi og áhugi Davids Frost á
því sem hann er að gera, er smit-
andi. Nú er hann aldrei þessu vant
að svara spurningum, ekki spyrja
aðra. Hann er nákvæmlega jafn
aðlaðandi og í sjónvarpinu, en
Ijómar bókstaflega, þegar minnst
er á hann sem föður. Hann hefur
alltaf elskað börn, en að öðlast þá
reynslu að verða faðir á þessum
aldri, segir hann að sé töfrum
líkast.
Heppinn hefur hann verið og allt
gengur honum í haginn núna. -
Vissulega giftum við okkur fyrst og
fremst af því við vorum ástfangin,
en önnur ástæða var sú, að við
vorum reiðubúin að eignast börn,
segir David um hjónaband sitt...
Hann heldur áfram: - Vinur
minn, ekki mikið eldri en ég, á tvo
syni, 27 og 29 ára gamla. Þó
samband þeirra feðga sé' gott,
harmar faðirinn alltaf að þegar
synirnir voru litlir, var hann svo
upptekinn við að koma sér áfram,
að hann sá þá varla fyrstu 10 árin.
í mínum augum er slíkt mikill
missir.
David dáir börnin sín, Miles,
þriggja ára og Wilfred árs gamlan
en það yngsta er rétt ófætt, þegar
þetta er skrifað. Annað sem hon-
um finnst jákvætt við að eignast
böm nálægt fimmtugsaldrinum er
að hafa verið viðstaddur fæðing-
arnar. - Það eru forréttindi, sem
maður hefði ekki tekið sér fyrir 15
eða 20 árum, fólk hefði haldið
mann eitthvað öfugsnúinn, segir
hann. - Þá átti maður að fá sér
rækilega neðan í því á næstu krá á
meðan.
Áður en David kvæntist Carinu,
fór það orð af honum, að hann væri
glaumgosi og kvennamaður hinn
mesti. Hann var kvæntur ekkju
Peters Sellers í hálft annað ár,
Lynne Frederick og átti sambönd
við margar aðrar frægar og fagrar
konur, svo sem Diahann Carrol.
Hann heldur góðum kunningsskap
við margar þeirra enn, með hjar-
tanlegu samþykki konu sinnar. -
Það er gott að eiga vini, segir hann.
- Einkum þegar þeir vinir hafa
verið mikilvægur hluti af lífi
manns.
Við Lynne hittumst öðru hvoru
og eiginmaður hennar, Barry Un-
ger var vinur okkar áður en þau
giftust. Við hjónin hittum líka
Diahann og manninn hennar,
Damone - hún vill ekki kalla hann
Vic - reglulega í hvert sinn sem við
förum til Los Angeles. Þau koma
líka alltaf í mat til okkar.
Svona er það, þrátt fyrir að
Diahann hafi nánast svikið David
við altarið og leikkonan Janette
Scott og Karen Graham fyrirsæta
farið að dæmi hennar skömmu
seinna. Þá sagði einhver, að David
Frost vantaði barnfóstru, ekki eig-
inkonu.
Ekkert slíkt lá í loftinu, þegar
David hitti hertogadótturina. -Það
byrjar alltaf á því að fólk sést, segir
hann. - Síðan kemur hitt á eftir.
Ég heillaðist af skopskyni Carinu
og sjálfstæði. Við höfum bæði
gaman af að stefna ættingjunum
saman og halda fjölmennar veislur.
Hins vegar hættir David að brosa,
þegar minnst er á tengsl konu hans
við konungsfjölskylduna. - Slíkt er
enginn leikur, segir hann aðeins.
Eitt sinn var David Frost stofn-
félagi piparsveinasamtaka, ásamt
Warren Beatty og Burt Reynolds,
svo einhverjir séu nefndir. - Ef
einhvern okkar langaði til að
kvænast, skyldi hann hringja til
hinna og tala sig frá freistingunni.
Nú hlær David innilega.
- Sú var tíðin, að ég fór til
Bandaríkjanna í vinnu vikulega og
flaug þar um allt til að gera þætti
og taka viðtöl. Allar þessar flug-
ferðir voru prýðisafsökun, þegar
ég var ekki þar sem ég hefði
kannske átt að vera...
Nýjasti þáttur hans nefnist
Gegnum skráargatið.Efnið felst í
að David fer inn á heimili frægrar
manneskju, gengur þar um og
lætur öðru hvoru falla athugasemd
um húsráðanda. í sjónvárpssal er
síðan hópur fólks, sem á smám
saman að geta sér til um, hvern
David er að heimsækja. Þættinum
lýkur síðan með viðtali við gest-
gjafann, í léttum dúr, eftir að
nafnið er komið fram.
David taldi að hann yrði í vand-
ræðum með að finna fólk, sem
kærði sig um að láta grandskoða
heimili sitt svona, en finnst athygl-
isvert, að þeir sem hann ræðir við