Tíminn - 24.07.1987, Qupperneq 6
6 Tíminn
Föstudagur 24. júlí 1987
Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar:
Ályktunin
ósanngjörn
Ályktun áhugahóps 21 líffræðings
hefur vakið talsverða athygli, bæði
fyrir hvað hún segir og ekki síður
fyrir það sem hún segir ekki, því þar
er ekki að finna vott af fræðilegum
rökum gegn hvalveiðunum. Þá þykir
tímasetning ályktunarinnar athygl-
isverð.
Tíminn leitaði álits Jakobs Jak-
obssonar forstjóra Hafrannsóknar-
stofnunar á þeim áfellisdóm sem
felst í ályktuninni þess efnis að
vísindaveiðarnar hafi ekkert með
vísindi að gera.
Jakob sagði að sér þætti ályktunin
ákaflega ósanngjörn, enda væru eng-
in rök færð fyrir skoðun þessara
aðila í ályktuninni.
„Þegar við sömdum okkar rann-
sóknaráætlun þá var það sjónarmið
ríkjandi að hér væri um svo erfitt
rannsóknarverkefni að ræða að til
þess að ná árangri yrði að beita
öllum tiltækum aðferðum. Við ger-
um okkur fulla grein fyrir að ekki er
nóg að rannsaka dauða hvali, rann-
sóknirnar verða einnig að taka til
lifandi dýra. Á sama hátt verður
einnig að rannsaka dauða hvali.
Gildi rannsóknanna verður fyrst
marktækt þegar liggja fyrir heildar-
niðurstöður athugana á bæði lifandi
og dauðum hvölum og þær hafa
verið tengdar saman.“
Jakob sagði að frekari yfirlýsingar
væri að vænta þegar hann hefði rætt
við Jóhann Sigurjónsson umsjón-
armann hvalarannsóknaráætlunar-
innar, sem rétt er ókominn frá
Bandaríkjunum. ÞÆÓ
Lada þjóðar
bíllinn?
<
Handagangur á Lækjartorgi
Fimleikafólk úr Ármanni efndi í gær til nokkuð nýstárlegrar áheitagöngu. Gengið var á höndum
ofan úr Sigtúni og sem leið lá niður Laugaveginn og að Útvegsbankanum á Lækjartorgi.
Tilgangurinn var að safna fé til ferðar fímleikadeildarinnar til Danmerkur í haust. Myndin var tekin
þegar fímleikafólkið lagði af stað en „gangan var erfíð og leiðin var löng“ eins og segir í einhverjum
söngtexta því mikill mótvindur gerði handgöngumönnum erfítt fyrir.
Bifreiðar og landbúnaðarvélar
hafa slegið öll sölumet í bílum á
íslandi, síðastliðið eitt og hálft ár.
Alls hafa þeir selt um 4500 bíla á
þessu tímabili. Er það hátt í árs-
skammtur af bílakaupum landans
hér á „árum áður“. Hlutur Bifreiða
og landbúnaðarvéla í sölunni fyrstu
sex mánuði ársins er yfirgnæfandi.
Af 1050 nýjum seldum bílum, seldu
þeir 1768. En af hverju Lada?
Hjá Bifreiðum og landbúnaðar-
vélum fengust þau svör hjá Hlyni
Árnasyni sölustjóra að um væri að
ræða ákveðna þróun í bílakaupum
íslendinga. Menn væru að kaupa
„milli dýra bíla“ í stað voldugri bíla
hér áður fyrr. „Þetta kemur einnig
fram í því að nú er sífellt að verða
algengara að fjölskyldur eigi tvo og
jafnvel upp í fjóra bíla. Það sem snýr
beint að fyrirtækinu er aðallega
tvennt. Við bjóðum svipuð kjör og
aðrir, þ.e. að borgaður sé helmingur
út og afgangur á skuldabréfi, og
bjóðum við upp á affallalaus
skuldabréf. í öðru lagi, þá er okkar
verð miðað við dollar og hefur því
haldist í stað. Sem dæmi get ég nefnt
að í fyrra buöum við Lada Samara á
sérstöku kynningarverði, 239 þús-
und krónur. Þetta verð hefur ekki
hækkað nema um tíu þúsund krónur
síðan," sagði Hlynur
Afskráningum stórf jölgar
En ekki er endalaust hægt að
hrúga inn bílum í landið, án þess að
einhverjir detti út. Þær upplýsingar
fengust hjá Bílgreinasambandinu
að fyrirsjáanlegt væri að miklu meira
yrði afskráð af bílum í ár en síðustu
ár. Árin 1983 til 1985 voru afskráðir
um fjögur þúsund bílar á ári. í fyrra
voru um sex þúsund bílar afskráðir
og búist er við að afskráningar í ár
verði tíu til tólf þúsund.
Það er skoðun frammámanna í
bílainnflutningi að þyngdarskattur
sá sem lagður verður á bíla muni enn
frekar flýta fyrir afskráningum og
fjölga þeim strax í ár. Virðist það
vera almennt álitið að nú sé stór
hluti bílaflotans hreinlega úr sér
genginn. Þá ber að líta á að varahlut-
ir eru dýrir, þar sem tollar af þeim
hafa ekki verið lækkaðir. Sömu
menn segja að margir bílar í landinu
séu númerslausir, og þegar að því
komi að greiða skatt af þeim munu
margir þeirra verða afskráðir.
- ES
Náttúruverndarráð:
Hlynur Árnason sölustjóri við þjóðarbílinn.
Tímamynd Pjetur
Náttúruverndarráð sendi frá sér
fréttatilkynningu í gær þar sem,
rifjuð er upp afstaða ráðsins til
hvalveiða í vísindaskyni. f tilkynn-
ingunni kemur fram að ráðið telur
skorta rök fyrir stærð úrtaks hvala
sem veiddir eru í vísindaskyni. f
ályktuninni segir einnig: „Náttúru-
verndarráð telur að hvalveiðar nú í
vísindaskyni séu því aðeins rétt-
lætanlegar að þær séu örugglega
langt innan þeirra marka sem stofn-
arnir þola og þá einungis ef með
þeim fást upplýsingar sem ekki er
hægt að afla með öðrum hætti.“
Tíminn hafði samband við Elínu
Pálmadóttur varaformann Náttúru-
verndarráðs og spurði hana hvort
það væri með þessu að segja að
sandreyðar og langreyðar væru í
útrýmingarhættu, en þessar skepnur
eru ekki á lista Alþjóða hvalveiði-
ráðsins yfir hvali í útrýmingarhættu.
„Nei, það stendur ekki til. Við
höfum hins vegar alltaf haft efa-
semdir um að það þurfi að drepa
svona marga hvali í vísindaskyni og
ekki fengið þau rök fyrir þvt' sem
okkur finnst fullnægjandi."
í fréttatilkynningu Náttúruvernd-
arráðs segir einnig: „Bent skal á, að
þau gögn sem nú skortir einna mest
til að bæta mat á stofnstærð eru
upplýsingar um ferðir og hegðun
hvalastofnanna, og þau gögn fást
ekki nema að litlu leyti með veiðum.
Þá er ljóst að mjög mikilvægra
upplýsinga um stærð hvalastofnsins
er unnt að afla með hvalatalningum
á sjó og úr lofti. “ Þá kemur fram í
fréttatilkynningunni að Náttúru-
verndarráð telur að sá þáttur rann-
sóknaráætlunar Hafrannsóknar-
stofnunar sem byggir á veiðum geti
gert endurmat á hvalastofnunum á
vegum Alþjóða hvalveiðiráðsins erf-
iðari en ella ef veiðunum verður
ekki hætt. Telur ráðið að vísindaá-
ætlun Hafrannsóknarstofnunar eins
og nú er muni rýra „traust okkar sem
þjóðar með ábyrga afstöðu til nátt-
úruverndar“. - BG
Rök skortir fyrir
tölu veiddra hvala