Tíminn - 24.07.1987, Síða 14
14 Tíminn
Föstudagur 24. júlí 1987
BÓKMENNTIR
Vandi íslenskrar tungu
Móðurmálið,
fjórtán erindi um vanda íslenskrar
tungu á vorum dögum, Ólafur Hall-
dórsson sá um útgáfuna, Vísindafélag
(slendinga, 1987.
Fyrir rúmu ári, í apríl 1986, gekkst
Vísindafélag íslendinga fyrir ráð-
stefnu um það sem nefnt var vandi
íslenskrar tungu á vorum dögum.
Þar fluttu erindi fyrirlesarar úr ýms-
um áttum, sem allir áttu það sameig-
inlegt að fást á einn eða annan hátt
við móðurmálið og meðferð þess.
Þarna töluðu m.a. allmargir mál-
fræðingar og vísindamenn úr nálæg-
um greinum sem fást við málfarsleg
efni, fóstra, kennarar af ýmsum
skólastigum, fréttamaður, fulltrúi
auglýsingafólks, skáld og ljóðaþýð-
andi. Öll erindin, fjórtán talsins,
hafa nú verið gefin út á bók - í nýrri
ritröð Vísindafélagsins sem nefnist
Ráðstefnurit - og sem vænta má
kennir þarna margra grasa. Það er
dr. Ólafur Halldórsson sem hefur
séð um útgáfuna, og ritar hann
formála að bókinni.
Vísindafélag fslendinga mætti
nafni stnu samkvæmt trúlega teljast
eiga að vera í fararbroddi að því er
varðar hvers kyns vísindaleg umsvif
hér á landi, og þó að kannski hafi
verið farið þar fram með minna
brambolti en á ýmsum öðrum
stöðum, a.m.k. hin seinni árin, verð-
ur ekki utan af því skafið að með
þessari ráðstefnu og útgáfu bókar-
innar í kjölfar hennar hefur verið
unnið býsna þarft verk. Spurningin
um viðhald og varðveislu íslensk-
unnar er í eðli sínu ekki annað en
spurningin um það hvort íslendingar
vilja heldur vera áfram sjálfstæð
þjóð í landi sínu eða renna hægt og
snyrtilega inn í hafsjó heimsþjóð-
anna. Ekki þarf að fara um það
mörgum orðum að öll viljum við
íslendingar vera áfram, en það inni-
felur vitaskuld að við verðum að
viðhalda máli okkar og menningu.
Ekki fer á milli mála við lestur
erindanna að allt það fólk, sem
þarna viðrar sjónarmið sín, vill veg
íslenskunnar sem mestan. Og flestir
virðast líka hafa verið nokkuð á einu
máli um það þarna að íslenskan væri
í vissri hættu og að hana þyrfti að
verja. Vona verður að þar sé um
eitthvað meira en stundarhrifni að
ræða, skapaða af andrúmsloftinu á
þessari virðulegu ráðstefnu. En ým-
islegt kemur auk þess upp á yfirborð-
ið við lestur bókarinnar sem vekur
til umhugsunar um ýmis efni sem
verndun íslenskunnar varða.
Þar á meðal má nefna það sem
Margrét Jónsdóttir upplýsir þarna í
erindi um menntun og málfar frétta-
manna. Hún segir að áður fyrr hafi
þótt sjálfsagt að gera þá kröfu til
fréttamanna að þeir væru vel máli
farnir. f>á hafi ekki þótt nóg að þeir
hefðu óbrigðult fréttanef, en nú sé
það látið gott heita. Síðan segir hún
orðrétt:
„Kapp er lagt á að kenna frétta-
mönnum nýjustu tækni í vinnu-
brögðum og að koma efninu á fram-
færi á nýstárlegan hátt. Umgjörðin
öll á að vera skrautleg og efnið
athyglisvert. Þá gerir lítið til þótt
málfar sé flatneskjulegt. Þetta er
ekki séríslenskt fyrirbrigði. Þvert á
móti. Það hefur verið apað eftir
útlendum fyrirmyndum."
Og ekki síður vekur athygli það,
sem hún segir sfðar í erindinu, að
eftir því sem næst verði komist sé.
móðurmálskennsla hvergi í erlend-
um háskólum verulegur hluti af
námi fréttamanna. Af því hljóti að
mega draga þá ályktun að gert sé ráð
fyrir að sá, sem ætli sér að stunda
nám í fjölmiðlafræðum, sé sæmilega
pennafær við upphaf námsins. A því
sé þó allur gangur, svo að trúlega
fækki þeim erlendis, ekki síður en
hér, sem leggi metnað sinn í að
vanda mál sitt.
Hér er komið að athyglisverðu
atriði, og efast væntanlega enginn,
sem til þekkir, um að í þessu er
töluvert alvarleg ábending fólgin.
Engu er líkara en að víða sé það í
tísku á fjölmiðlum, ekki síst á ýms-
um af ljósvakafjölmiðlunum ogdæg-
urtímaritunum, að láta umbúðir og
framsetningu hafa algjöran forgang
fram yfir vandað málfar, og gildir
þetta jafnt þó að til allrar hamingju
séu hér líka fjöldamargir blaða- og
fréttamenn starfandi sem kunna
mjög vel með málið að fara. En hitt
má telja hafið yfir efa að allt of
margir starfandi fjölmiðlamenn hér
á landi séu beinlínis þurfandi fyrir
strangt aðhald í þessum efnum, og á
nióti öllum tískusveiflum í gagn-
stæða átt verður að berjast. Það er
vitaskuld ekki nema sjálfsögð lág-
markskrafa að hver einasti blaða- og
fréttamaður kunni einföldustu regl-
ur um stafsetningu og málfræði, og
beiti þeim í starfi.
Fleira er þarna athyglisvert, svo
sem erindi Kristínar Þorkelsdóttur
um nýyrði og notkun hinna ýmsu
blæbrigða móðurmálsins í vöru-
kynningum og við auglýsingagerð.
Það er ánægjulegt að sjá ýmis þeirra
dærna sem hún nefnir þarna úr
Dr. Ólafur Halldórsson.
þessari átt og mega í einu orði sagt
teljast til fyrirmyndar. Við lestur á
erindi hennar kemur líka kannski
öðru fremur upp í hugann umhugsun
um það að í rauninni er oft býsna
stutt á milli samningar auglýsinga-
texta og ljóðagerðar; ef vel er að
verki staðið er í báðum tilvikum
verið að leika með þanþol móður-
málsins og teygja það í ýmsar áttir,
líkt og verið hefur siður ljóðskálda
hér um aldir.
í leiðinni er það svo kannski ekki
alveg út í loftið að varpa fram þeirri
spurningu hvort verið geti að sá
vaxandi áhugi á ljóðagerð, sem nú
virðist greinilega vera fyrir hendi hér
hjá okkur, sé hugsanlega í einhverj-
um tengslum við það sívaxandi aug-
lýsingaflóð sem í seinni tíð veltur
yfir fólk úr öllum áttum. Svar við
þessu verður ekki gefið hér, en hitt
virðist þó síður en svo án tilefnis að
benda auglýsingafólki á að kynna
sér nýjustu Ijóðabækur, og jafnvel
að reyna að fá skáldin í lið með sér,
ef færi gefst á.
Fjöldamargt fleira vekur til um-
hugsunar í þessum fjórtán erindum,
en sérstaklega er þó ástæða til að
nefna tvö þau síðustu í bókinni.
Annað er eftir Guðrúnu Kvaran og
fjallar um mannanöfn, en hitt eftir
Þórhall Vilmundarson og er um
nöfn á fyrirtækjum.
í erindi Guðrúnar er enn eina
ferðina minnt á það að samkvæmt
lögum um mannanöfn frá 1925 er sú
skylda lögð á herðar Stjórnarráðs
íslands og Heimspekideildar Há-
skólans að gefa út skrá um manna-
nöfn sem bönnuð skuli, fyrir þá sök
að þau séu ekki rétt að lögum
íslenskrar tungu. Þótt þessi nafnalög
hafi nú verið í gildi í 62 ár er enn
ekki farið að gera neitt í málinu, svo
að einhverjum má víst þykja að
kominn sé tími til að fara að taka þar
til hendinni. Eins og Guðrún bendir
réttilega á í erindi st'nu má þó vel
vera að farsælla yrði að stjórnvöld
gæfu heldur út skrá yfir þau nöfn
sem rétt þykir að mæla með að nota,
en hitt er þó meir en ljóst að hér þarf
að fara að gera eitthvað, hvor leiðin
sem fyrir valinu verður.
Þórhallur Vilmundarson gerir í
sínu erindi m.a. grein fyrir því
hvernig það hefur bersýnilega verið
vilji Alþingis á sínum tíma að koma
í veg fyrir að hér á landi væru rekin
innlend fyrirtæki með erlendum
nöfnum, þótt ekki hafi í öllum
tilvikum tekist að hindra slíkt.
Nokkur dæmi þessa nefnir Þórhall-
ur, en það sem stingur mest í augun
er þó trúlega fyrirtækið sem að því
er hann segir þarna er skráð sem
Veitingahúsið Álfabakki 8, en fæstir
þekkja þó undir því nafni, heldur
nafninu Broadway sem það starfar
undir. Að því er best verður séð af
erindi ÞóVhalls er þarna verið að fara
í kringum gildandi lög, sem vant er
að sjá hvers vegna á að láta viðgang-
ast.
Og sannast sagna er líka að sjálf-
sagt virðist að veita hérlendis tölu-
vert aðhald að því er varðar nöfn
fyrirtækja, því að reynslan sýnir að
þar vill enskan víða lauma sér inn. í
því gæti líka verið skammt út í
ógöngur, eða hvernig litist mönnum
til dæmis á ef hér væri farið að gefa
út dagblöð sem hétu nöfnum eins og
The Times, The Morning Paper,
The National Will eða The People‘s
Paper? Öfgar, segja sumir kannski,
en samt ekki fráleitara en ýmislegt
það sem verslana- og vertshúsaeig-
endur hafa leyft sér á liðnum árum
og komist upp með sumir hverjir. í
þessu er því full ástæða til að standa
vel á verðinum.
Hér hefur aðeins verið drepið á
örfá atriði af fjöldamörgum, en í
stuttu máli sagt fer ekki á milli mála
að þessi nýja bók kveikir margar
hugmyndir fyrir áhugamenn um
málrækt, enda er þar víða komið við
á yfirgripsmiklu sviði. Eins og ég gat
um fer ekki á milli mála að á þessari
ráðstefnu Vísindafélagsins hafa allir
haft góðan vilja til að gera enn betur
en hingað til í hverju því efni sem
snertir vanda og viðhald móðurmáls-
ins. Orð eru til alls fyrst, og fram-
haldið verður þá vonandi að fólk
bretti upp ermarnar og fari að taka
til höndum. -esig
Þim\
TÖLVUNOTENDUR
Við í Prentsmiðjunni Eddu
hönnum, setjum og prentum
allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvínnslu.
i PRENTSMIDIAN
PRENTSMIDJAN
[C^uuuj
Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000
Seiðaeldisstöðin í Fossatúni
Oft hefur á undanförnum árum
verið talað um fiskeldi sem auka-
búgrein í höndum einstakra
bænda, sem stunda hefðbundinn
búskap. Þrátt fyrir byltingarkennd
umsvif í fiskeldi á liðnum árum
hefur sáralítið gerst í þá veru, að
einstakir bændur tækj u upp fiskeldi
sem aukabúgrein á landi sínu. Það
er skiljanlegt þegar skoðað er
hversu umfangsmikil starfsemi
þessi er yfirleitt og frek á dýra
fjárfestingu í mörgu tilviki. Þá
gerir það kröfu um umsvif af því
tagi, sem einstakir bændur ráða
ekki við. Hins vegar hafa margir
bændur og samtök þeirra átt góðan
hlut að ýmsum stærri fiskeldis-
stöðvum í landinu og einnig komið
við sögu laxahafbeitar.
Við greindum á sínum tíma hér
í Tímanum frá fiskeldisstöðinni að
Seftjörn á Barðaströnd, sem þau
hjón Einar Guðmundsson og kona
hans hafa komið upp. Að þessu
sinni segjum við frá fiskeldisstöð,
sem Sturla Guðbjarnarson, bóndi
að Fossatúni í Andakílshreppi er
með.
Það mun hafa verið árið 1982, að
Sturla í Fossatúni réðst í það að
koma fyrir eldisaðstöðu í gömlu
Sturia í Fossatúni til hægri, afhendir laxaseiði í plastpoka Gunnari
Þorlákssyni, leigutaka veiðár. Ljósm: Einar Hannesson
sláturhúsi, sem reist hafði verið við
Grímsá af verslunarfélaginu Borg
á sínum tíma. Hús þetta hafði
Sturla keypt þegar starfseminni
var hætt og nötað við almennan
búrekstur sinn um skeið. Nú hafði
hann orðið að hætta fjárbúskap og
vildi freista þess með fiskeldinu að
bæta sér upp tekjutap af brott-
hvarfi sauðfjárins.
Aðstaða sú, sem Sturla Guð-
bjarnarson hefur til afnota er fólgin
í fyrrgreindu sláturhúsi, auk stokka
og eldiskerja fyrir laxaseiði. Þá
nýtir hann kaldavermsl úr landi
Fossatúns og síðast en ekki sfst
heitt vatn úr leiðslu Hitaveitu
Akraness og Borgarfjarðar. Kaup-
ir Sturla heita vatnið eins og aðrir
notendur hitaveitunnar á sérstök-
Seiðaeldisstöðin í Fossatúni á bökkum Grímsár í Borgarfirði
Ljósm: Eínar Hannesson
um taxta. Eldisrými fyrir lax er
sem svarar 100 þúsund sumaralin
seiði. Ljóst er þeim, sem skoða
laxaseiðin hjá Sturlu, að hann
hefur náð góðum tökum á seiðaeld-
inu.
Sturla hefur fyrst og fremst verið
með seiðaeldi fyrir vatnasvæði
Grímsár og Tunguár, enda fær
hann laxa úr ánni til undaneldis og
hefur haft mjög gott samstarf við
veiðifélagið, sem hann er aðili að.
Töluverðum fjölda seiða hefur ver-
ið sleppt í árnar ofan ófiskgengra
fossa í Grímsá og Tunguá á undan-
förnum árum. Er árangur af þessu
starfi að koma í ljós þessi árin.
eh.