Tíminn - 24.07.1987, Side 20
VALSMENN og Víöis-
menn eru komnir í undanúrslit
bikarkeppninnar í knattspyrnu
eftir sigur í leikjum sínum í
gærkvöldi.
Víkingar töpuðu fyrir Blikum
í 2. deildinni í knattspyrnu.
isontc
Sjá íþróttir bls. 10
11. mrtiva
Tímiim
^.^i'ian^'Tíirrvr'TT''iyi....HT'lira*li ■ J jai
Flugslys við Blönduósflugvöll í gærdag:
Flugmaður og þrír far-
þegar fórust með TF-PRI
Fjórir létust þegar lítil einkaflug-
| vél flaug utan í Hnjúka, skömmu
æ eftir flugtak á flugvellinunt við
Blönduós, í gærdag. Flakið af vél-
inni var mjög illa farið og varla
flugvélarmynd á því. Flugvélin var
af gerðinni Piper PA-28 Cherokce
Arrow í eigu einkaaðila og bar
einkennisstafinaTF-PRT. Flugvél-
in var á leið til Reykjavíkur en
fórst laust eftir klukkan 13:15.
Pegar varð Ijóst að eitthvað bjátaði
á og um klukkan 14 var hafin leit
að vélinni. Fannst hún löskuð í
grennd við fiugvöllinn, um 600
metra norðan við bæinn Röðul, í
Hnjúkum. Flugmaður og farþegar
voru látnir þegar að var komið.
Poka var og skyggni innan við
einn kílómetra og ekki skilyrði til
sjónflugs þegar slysið varð. Flug
milli Blönduóss og Reykjavíkur lá
niðri mestan hluta gærdagsins
vegna erfiðra skilyrða.
Eins fljótt og við varð komið fór
Loftferðaeftirlit og Flugslysanefnd
á vettvang til að kanna aðstæður.
Tíminn hafði samband við þessa
aðila en í gær fengust engar upplýs-
ingar um möguleg tildrög slyssins.
Mennirnir fjórir sem létust voru
allir af Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Tveir úr Reykjavík, einn úr Mos-
fellssveit og einn úr Garðabæ. í
gærkvöldi var ekki búið að ná til
ættingja allra mannanna og sér
Tíminn sér því ekki fært að birta
nöfn hinna látnu að svo stöddu.
Fjórmenningarnir höfðu farið til
Ólafsfjarðar á miðvikudagskvöld
til að fylgjast með viðureign Fram
og Leifturs frá Ólafsfirði í Mjólkur-
bikarkeppninni.
Rannsókn rannsóknaraðila fór
fram í gær en viðbúið er að langan
tíma taki að fá niðurstöður um
hvað hafi gerst. - ES/ÞJ
TF-PRT á slysstað
Hnjúka í gærdag.
hlíðum
TF-PRT af gerðinni Piper Cherok-
ee Arrow.
Noröurlandakappingen í talvi:
Margeir Pétursson
Norðurlandameistari
Hver stórtíðindin í skákinni
reka nú önnur. Margeir Pétursson
varð Norðurlandameistari í skák í
gær þegar hann vann skák gegn
Östenstad frá Noregi í lokaumferð
norræna skákþingsins í Færeyjum.
Hann hlaut 8 vinninga af 11 mögu-
legum. íslendingar hafa ekki átt
Norðurlandameistara í skák í 16
ár, en Margeir sagði þá íslensku
þátttakendurna í mótinu hafa ver-
ið staðráðna í því, þegar þeir
héldu til Færeyja, að koma heim
með titilinn.
Helgi Ólafsson var jafn Margeiri
í 10. umferð mótsins og átti mögu-
leika á að skipta efsta sætinu með
því að sigra andstæðing sinn frá
Noregi einnig, Tisdall. Hann sótti
djarflega en laut þó í lægra haldi.
Helgi lenti því í 2.-4. sæti með 7
vinninga, ásamt Dönunum Hansen
og Mortensen. Jón L. Árnason
náði sér aldrei á strik í þessu
móti.
Margeir sótti reyndar seint í sig
veðrið, sem mun vera því að
kenna, að hann hafi teflt við flesta
sterkustu skákmenn mótsins í
fyrstu umferðum. Eftir fimm skák-
ir hafði hann 3 1/2 vinning og var
afar sáttur við þá stöðu. Hins
vegar átti Margeir í brösum við að
Ijúka unnum stöðum sér í vil í
tveimur skákum eftir það og sættist
á jafntefli. „Þetta vannst svo upp á
endasprettinum," sagði Margeir,
ánægður með titilinn í gær. þj
Suöurlandsvegi lokað:
BRÚIN YFIR
MÚLAKVÍSL
LASKADIST
Suðurlandsvegur var lokaður í
nótt, vegna skemmda á brúnni yfir
Múlakvísl, rétt austan Víkur í
Mýrdal. Vart varð við skemmdirn-
ar í gær en ekki var ljóst í gærkvöldi
hversu alvarlegar skemmdir um
var að ræða, en fyrirhugað var að
hefja viðgerð þegar.
Miklir vatnavextir hafa verið í
Múlakvísl í nokkra daga og laskað-
ist brúin vegna þessa. Eins og fram
kom í fréttum Tímans ekki fyrir
löngu voru vatnavextir í Múlakvísl
taldir standa í tengslum við Kötlu,
en hún virðist hafa bært lítillega á
sér fyrr í vikunni, án nokkurrar
alvarlegrar meiningar.
Eina færa leiðin í gær um Suður-
land var því Fjallabaksleið nyrðri,
en þó ekki fær nema jeppum og
stærri bílum.
Óvenjulega miklir vatnavextir
eru einnig við Kverkfjöll. Ný á eða
fljót hefur myndast rétt norðan við
ána Volgu sem rennur í gegn um
íshellinn í Kverkfjöllumogmyndar
hann. Hlaup var í Volgu af þessum
sömu sökum og víða ófært fólksbíl-
um um þessar slóðir og ekki hætt
nema jeppabifreiðum. - ES