Tíminn - 14.08.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.08.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 14. ágúst 1987 Ráðuneyti svarar alþingismanni: Ekki stefnt til höfuðs neinum ákveðnum aðila „Menn hafa sagt frá upphafi aö stjórnun fiskveiða væri til lítils, nema hægt væri aö hafa eftirlit með þeim, þannig aö menn gætu verið vissir um að allir virtu leikreglur. Frá upphafi hefur því verið lögö á það áhersla að þróa aðferðir til að fylgjast með því að þau kcrfi sem sett liafa verið á fót væru haldin. Ein þessara aðferða var að fara í framleiðslu sjávarafurða og bak- reikna hvaða fiskmagn þyrfti til að framleiða afurðamagnið. Fetta er aðferð sem við höfum beitt á mjög mörg fyrirtæki og það er fráleitt að halda því fram að þessari aðferð sé stcfnt til höfuðs einstökum manni og fullyrðingar þess efnis hljóta að teljast augljóslega fráleitar," sagði Árni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins, en eins og lesendum Tímans er kunnugt, hefur Skúli Alexandersson, þing- maður Alþýðubandalagsins á Vest- urlandi, sakað ráðuneytið um að hafa ráðist á fyrirtæki hans, Jökul hf. á Hellissandi og sig persónulega sem alþingismann. Árni sagði ráðuneytið hafa talið það réttast að birta ekki neinar upplýsingar varðandi nafngreind eða tiltekin fyrirtæki. Frá þeim lak hvorki eitt eða neitt. Allir aðilar sem voru í könnuninni vissu hvar þeir stóðu og þeim sem ekki gátu gefið fullnægjandi skýringar á at- hugasemdum ráðuneytisins, var skrifað fyrir nokkrum mánuðum og þeir beðnir um nánari skýringar, þannig að þetta átti ekki að geta komið neinum aðilum á óvart. „Almennt séð tel ég að það hafi verið vel að þessu staðið með skoðunina og það sé ekki ástæða til að ætla að hún gefi ranga mynd. Enda hefur það sýnt sig að aðferðin stemmir í langflestum tilfellum. Það er alveg á hreinu að þessu er ekki beint persónulega gegn Skúla Alexanderssyni. Við höfum ekki gefið upp nein nöfn í þessu sam- bandi og það er fráleitt að halda að þessu sé beint gegn einum eða neinum manni persónulega. Þetta er almennt eftirlit með kerfinu," sagði Árni að lokum. -SÓL Bograð yfír ökumanni Escortsins, sem slasaðist í slysinu, en búið er að ná þakinu af mcð atgeirnum. (Tíminn: Pjetur) Vörubíllinn ýtti þessari Mitsubishi bifreið á undan sér líka, sem varð eftir á miðjum gatnamótum. um leið þvert yfir gatnamótin og út af veginum. Bíllinn er gjörónýtur, svo sem sjá má á myndum, og með ólíkindum að maðurinn skykli bjargast. Ferðin hélt áfram með Escort bifreiðina framan á og lentu bílarn- ir aftan á Mitsubishi bifreið sem var framan við Escortinn. Vöru- bifreiðin ýtti þeint tveimur á undan sér um tíma út á mið gatnamótin. Enginn slasaðist í Mitsubishi bílnum, en bíllinn erónýtur. Hann losnaði fljótlega frá halarófunni, en Escortinn var enn kyrfilega fastur undir vörubílnum og ferð ökumannsins þar var ekki á enda. Næst varð á vegi þeirra Peugeot bifreið, sem var á leið suður Kringlumýrarbraut og kom úr gagnstæðri átt. í henni slasaðist ökumaður ekki heldur, þótt vöru- bíllinn plægði hægra frambrettið af Peugeotinum með Escortinum. Við þetta hrökk framrúðan í Esc- ort bifreiðinni úr í heilu lagi og ökumaður hennar hafði fleygt sér niður og lá fram á farþegasætið. Nú hentust Escortinn og Scanía bíllinn út af veginum og tóku um leið niður umferðarljós á gatna- mótunum. Vestan við Kringlumýr- arbraut er tilbúin hæð, sem kölluð er hljóðmúrinn. Þar loksinslosnaði Escort bifreiðin undan vörubíln- um, sem enn hélt áfram yfir hæðina í nokkurs konar U-beygju niður á veg aftur og staðnæmdist loks norðarlega á Kringlumýrarbraut. Líkur benda til að bensíngjöfinni hafi aldrei verið sleppt. Hjá slysa- rannsóknadeild fengust þó engar upplýsingar enn þá, þar sem ntál þetta er enn í rannsókn. þj Næst sneiddu vörubíllinn og Esc- ortinn, sem var fastur framan á honuin, hægra framhrettiö af Pe- ugeot bifreiö sem kom úr gagn- stæðri átt. Þar hrökk framrúðan úr Escortinum. Ótrúleg mildi aö fleiri skyldu ekki slasast: Escort sem plógur framan á vörubíl „Ætlar hann aldrci að stansa," hrópaði sjónarvottur að slysi á mótum Kringlumýrarbrautar, Laugavegar og Suðurlandsbrautar þegar að því cr virðist stjórnlaus Scania vörubíll ók á þrjár bifreiðir og sentist á annað hundrað metra niður eftir Kringlumýrarbrautinni jafnt á vegi sem utan hans. Þetta var skömmu fyrir hádcgi í gær. Mikil mildi var að ekki skyldi nema einn slasast í umferðar- óhappinu og ekki alvarlega. Hann var þó fastur í bílflakinu í rúman stundarfjórðung, því að sækja þurfti tækjabíl slökkviliðsins til að losa hann úr flakinu nteð svo- kölluðum atgcir, sem opnar bíla eins og dós er opnuð með dósaopn- ara, og tókst það meö mikilli fyrirhöfn. Maðurinn var allan tím- ann með meðvitund. Hann var fluttur á slysadcild um leið og hann náðist úr bílnunt, en var ekki talinn alvarlega slasaður þótt ótrúlegt mcgi virðast. Ekki er vitað hvað orsakaði slysiö, en svo sýnist sem aldrei hafi verið stigið á hemla vörubílsins. Enn er veriö að rannsaka aðdrag- anda slyssins. Vörubílnum var ekið norður Kringlumýrarbraut og aftan á hvít- an Ford Escort bíl sem var á undan. Escortinn festist framan á vörubílnum, scnt ruddi með hon- Vörubifreiöin. bar sem hún staönæmdist eftir á annaö hundraö metra för, eftir fyrsta árekstur við Escortinn Escortinn gjörónýtur eftir að vörubíllinn ýtti honum á undan sér þvert yfir gatnamótin á tvo aðra bíla og götuljós.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.