Tíminn - 14.08.1987, Síða 9

Tíminn - 14.08.1987, Síða 9
Föstudagur 14. ágúst 1987 Tíminn 9 I VETTVANGUR Sveinn H. Guðmundsson heilbrigðisfulltrúi, Norðurlands vestra: Salmonella og aðrir óvættir Er venjuleg hefðbundin kjöt- skoðunaraðferð mát þegar um er að ræða heilbrigðisskoðun á svína- og fuglakjöti? Góður hnífur, eftir- tekt, samviskusemi, skoðun í góðu Ijósi og menntun í kjötskoðun hefur reynst nokkuð drjúg aðferð við skoðun á nautgripum, kindum og hrossum. En svo virðist sem að ekki dugi minna en gerlaræktun við heilbrigðisskoðun á svínum og fuglum, auk hefðbundinnar skoðunar. Ástæðan er líklega sú hve auð- veldlega síðastnefndu dýrategund- irnar bera vissar gerlategundir án þess að veikjast. Eru með öðrum orðum það sem kallað er frískir smitberar. Þetta er ekkert séríslenskt fyrir- bæri. Víða erlendis er töluvert hátt hlutfall alifugla og jafnvel svína með Salmonellu í meltingarfærun- um. Hlutfall kringum 20% er ekk- ert óalgengt. Afbrigði sýkla Salmonelluvofan virðist vera yfirhangandi við neyslu svína- og þó aðallega fuglakjöts á íslandi. Norðmönnum hefur gengið hálfilla að koma í veg fyrir matarsýkingar af völdum Salmonella og fylgja þeir þó strangari reglum við kjöt- skoðun en íslendingar. Því er þó haldið fram að flestir Norðmenn sem veikist af Salmonellu, sýkist erlendis. Samkvæmt upplýsingum frá landlækni er talið að svo sé einnig hér á landi en tíðar matarsýkingar t.d. í Dalasýslu gætu breytt dæm- inu á þessu ári. Salmonella er það sjaldgæfur sýkill á íslandi að fólk flest nær ekki að byggja upp neitt ónæmi að ráði gegn veikinni. Ekki er heldur sama hvert afbrigðið af gerlinum er. Af sumum afbrigðum er talið að innan við 100 gerlar sé nægjan- legt til þess að sýkja fólk. Af þeim afbrigðum Salmonellu sem oftast hafa greinst hér á landi þarf mun meira. Mótstöðuafl fólks skiptir í þessu tilviki sem og mörgum öðrum, miklu niáli. Mig langar að geta þess að gert er ráð fyrir að fuglar, flugur og meindýr beri iðulega sýkla á borð við Salmonella á milli búa og dreifi sýklum víðar. Eitt afbrigði af Yersiniu er ekki óalgengur matarsýkingar- eða mat- areitrunarvaldur erlendis og teng- ist iðulega svínakjöti og tilbúnum afurðum af svínakjöti. Lítið er vitað um þennan sýkil hér á landi þar eð mjög fá tilfelli hafa greinst í fólki. Mér er ekki kunnugt um að nein athugun hafi farið fram á því, hvort hátt hlutfall af íslenskum svínum beri þessa sýkla en vonandi er svínastofninn okkar að mestu laus við þessa tegund. Aftur á móti er talið að meira en helmingur norskra aligrísa beri þennan sýkil. Svínakjöt getur verið varasamt, einnig þegar afurðir eru settar í lofttæmdar umbúðir og geymdar í kæli. Campylobacterafbrigði hafa valdið sýkingum í fólki hér á landi, enda algeng í afurðum fugla og líklega algeng í villtum fugli á íslandi s.s. máfum. Árið 1981 er talið að um 2000 manns hafi veikst af völdum Campylobacter í Narvík í Noregi vegna þess að klórblöndun drykkjarvatns brást. Máfar voru taldir hafa borið gerilinn í vatnsból Narvíkinga. Önnur húsdýr bera iðulega Campylobacterafbrigði í meltingarfærunum cn það er að- ferðin við að taka innyflin úr fiðurfé sem veldur því að Campyl- obacter, Salmonella og fleiri sýklar berast oft út á yfirborð skrokksins. Sýking af völdum Campylobacter er í nokkrum löndum talin valda fleiri iðrasýkingum en Salmonellan sem hefur þó víða vinninginn. Gallinn við Campylobacter er sá að þessir gerlar lifa ágætlega af venjulega kælingu við 4 gráður á C, í fleiri vikur, þótt gerillinn fjölgi sér ekki við svo lágt hitastig. Býöur núverandi kjöt- skoðunarkerfi á fugla- og svínakjöti upp á úr- val matarsýkinga í fólki, af vöidum sýkla sem erfitt er að varast án þess að beita gerla- ræktun? Þessir gerlar fjölga sér frekar ef súrefnismagnið hefur verið minnk- að s.s. í lofttæmdum umbúðum. Um mjög marga sýkla sem valda matareitrunum og matarsýkingum í fólki gildir að maturinn, sem veldur veikinni, getur verið mjög eðlilegur á bragðið og engin óeðli- leg lykt þarf að finnast. Matvæli geta hins vegar skemmst þannig að skynfærin greina að eitthvað er að og fólk fær þannig aðvörun. Hvað varðar Campylobacter má nefna það að frysting (t.d. á afurð- um fugla) í fjórar vikur að lágmarki hefur verið nefnt sem aðferð til þess að gera neyslu kjötsins örugg- ari. Það er einnig mikilvægt atriði varðandi þennan gcril hve fáa gerla þarf til þess að fólk veikist. Það er full ástæða fyrir heilbrigðisyfirvöld að fylgjast vel með Campylobacter og sérstaklega ber að fylgjast vel með neysluvatni sem hætt er við yfirborðsmcngun og er neytt án sótthreinsunar. Ekki verður við öllu séð Sameiginlegt nteð þessum þrern- ur gerlategundum sem hér hefur verið minnst á er að fuglar og svín eru oft frískir smitberar. Jafnframt má nefna að venjuleg eldun drepur þessa gerla. Afbrigði það af Yers- inia sem varasamt cr fólki getur myndað hitaþolið eiturefni en ekki er vitað hvort matareitrun af þess völdum er algeng. Sameiginlegt með Campylobacter og Yersinia er m.a. það að venjuleg kæling með eða án pökkunar í lofttæmdar umbúðir er engin trygging gegn matareitrun. Ekki er talið að Salm- onellan eigi mikla möguleika á að fjölga sér við eðlilega kælingu eða í lofttæmdum umbúðum. Það má þó ekki túlka það þannig að kæling á matvælum eða lofttæming umbúða sé gagnslaus, það gildir bara í þessu dæmi sem og t' svo mörgum öðrum að ekki verður við öllu séð. Hér hefur verið minnst á nokkur atriði varðandi fáeinar gerlateg- undir sem varasamar eru fólki. Spurningin er hvort þessar gerla- tegundir og þau vandamál sem þær skapa í drykkjarvatni og matvælum gera það knýjandi að taka eftirlit með svína- og alifuglabúum, við- komandi sláturhúsum svo og kjöt- afurðum frá þessum búum öðrum tökum en gert cr nú. Eftirlit með drykkjarvatni þéttbýlisstaða er að komast í reglubumiið horf hér á landi en það cr ákaflega mikill kostur að hafa nóg af góðu lindar- vatni. Salmonella til suðu Hvað varðar meðferð á kjötinu ber öllum sem fást við kjötvinnslu og matreiðslu að hafa það hugfast að láta aldrei neitt (s.s. áhöld, skurðbretti, hendur o.s.frv.), sem snert hefur hrátt fuglakjöt, svína- kjöt eða kjötsafann komast í snert- ingu við tilbúinn mat, án undan- gengins þvottar og e.t.v. sótt- hreinsunar. Allar þessar gerlateg- undir sem hér hefur verið minnst á, eiga m.a. það sameiginlegt að þær drepast auðveldlega við venju- lega eldun. Því hefur verið hvatt til þess að láta kjötið þiðna vel í gegn áður en það er cldað, til þess að gæta frekara öryggis. Og gefum okkur nú tíma til þess að elda. Það er skelfilegt að Islendingar skuli vera íarnir að apa þann ósið eftir mörgurn útlendingnum, að étakjöt hálfhrátt. En til áréttingar. Látið ekki smitcfnið sleppa fram hjá pottinuin. Hafa ber hugfast að fólk sem smitað er af Salmonellu eða öðrum sýklum skaðlegu fólki, má ekki vinna við matvælavinnslu eða matreiðslu. Sameiginlegt hagsmuna- mál neytenda og framleiðenda Neytendur hljóta að eiga kröfu á að þeir taki enga verulega aukna áhættu með því að kaupa fugla- eða svínakjöt frekar en aðrar kjöt- tegundir sem á boðstólum eru. Það hlýtur að vera sameiginlegt hagsmunamál neytenda og fram- lciðenda fugla- og svínakjöts að kjöt af þessum tegundum teljist jafnöruggt til neyslu og kjöt af öðrum tegundum. Því telst, að mínu viti, eðlilegt að aðstaða til gerlaræktunar og gerlapróf verði stórefld hér á landi þannig að neytendur séu betur varðir gegn matarsýkingum en nú virðist vera raunin á. Sveinn H. Guömundsson Halldór Þórðarson, Laugalandi: SKESSULEIKUR í 11. tbl. Freys er grein sem ég nefndi Hráskinnaleik. í leiðara sama tölublaðs sá ritstjórinn ástæðu til að gera úttekt á henni og mínu hugarfari yfirleitt - sem sagt áður en nokkur hafði lesið hana. Það mun frekar óvenjulegt að ritstjóri vari lesendur við ólesnu efni í blaðinu. Hann stillir mér upp sem aðalmálsvara sérstakrar stefnu í landbúnaðar- og byggðamálum. Sem betur fer eigum við marga ,betri málsvara. Breytir þar engu þó hann telji mig talsmann fornald- arstefnu í búskap. Ritstjórinn tek- ur að sér að orða mína skoðun, enda er hann sjálfsagt mér færari í þeim efnum. Til að fyrirbyggja misskilning vil ég helst fá að orða mínar hugsanir sjálfur, enda þarf ekki langt mál til þess. Ég vií að sem flestir geti lifað af því að framleiða mjólk og kindakjöt, að því tilskildu að varan frá framleið- andanum verði ekki dýrari en frá stóru búunum sem nota mikið fjármagn og aðkeypt vinnuafl við framleiðsluna. Það er ekki á mínu færi að breyta því þó 2 af hverjum 3 dilkum týnist milli mín og neyt- andans. Svona einfaldar eru mínar skoðanir á þessum málum. Ritstjórinn segir að ég sé að bjóða sveitafólki uppá slæm lífskjör, það er fjarri sanni, ég er ekki í aðstöðu til að bjóða upp á eitt eða annað. Ég vil að fólkið sjálft fái að meta sín lífskjör og ég vil ekki að ritstjóri Freys, eða aðrir sem ekki eru aðilar að málinu, ráði því hvernig við metum lífskjör. Ritstjórinn nefnir þó sem launa- bót, litla áhættu á „stressi". Þá launabót metur hann ekki hátt. Mér skilst að þegar „stressfólkið" þurfi að leita sér lækninga kosti það þjóðfélagið 15-20 þús. kr. á sólarhring, sem er þó ookkuð á ársgrundvelli. Ég sé enga ástæðu til að við framleiðum með sem allra fæstum bændum, það liggur á borðinu að stór bú lækka ekki verð til neytenda, fjármagnskostnaður- inn sér um það. í varnaðarorðum sínum telur ritstjórinn mig mjög neikvæðan og hálfgerðan steinaldarmann í hugs- unarhætti. Dæmir hann það af áliti mínu á Hugmyndaskránni góðu. Því til sönnunar segir hann sögu um sprengju sem sprakk í Þýska- landi þegar hann var lítill. Gallinn á sögunni er sá að hún stenst ekki, eins og fullorðið fólk sér. Þetta um mín neikvæðu lífsviðhorf er mat ritstjórans á mér, um það deili ég ekki. Hann telur Hugmyndaskrána mjög góða fyrir þá jákvæðu sem hafa vilja og getu. Áf því tilefni langar mig til að bæta aðeins við grein mína um Hráskinnaleikinn. Ég stakk upp á að þrír ágætir menn sem ég tilgreindi reyndu nokkur atriði hennar, sér og öðrum til gagns og fordæmis. Nú vil ég bæta þeim fjórða við, manni sem bæði er jákvæður og hcfur vilja og getu. Ritstjóri Freys ætti að taka að sér þáttinn um þjóðlegar skemmtanir fyrir erlenda ferðamenn, þar sem þeir gætu verið þátttakendur eftir því sem þeim stæði vilji og geta til. Framleiðnisjóður getur bent hon- um á húsnæði. Hann hefur bæði hæfileika og getu til að vera bæði stjórnandi og þátttakandi í þeim hráskinnaleik sem þar yrði leikinn, ef til vill með þátttöku stórra túristakellinga frá framandi löndum. Hans áhætta yrði að þeim hitnaði um of í hamsi í spennandi leik. Ég er þess fullviss að svona jákvæður áhugamaður með vilja og getu stæði sig jafnvel og Jón Hreggviðsson, þegar hann lék mót. skessunni forðum, enda orðbragð túristakellinganna fágaðra en flagðsins. H.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.