Tíminn - 14.08.1987, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.08.1987, Blaðsíða 16
16 Tíminn Föstudagur 14. ágúst 1987 Framsóknarkonur Landssamband framsóknar-. kvenna heldur landsþing sitt aö Varmahlíð í Skagafiröi dag- ana 4.-6. sept. n.k. Allar fram- sóknarkonur hvattar til aö mæta og taka með sér gesti. Þeir sem vilja láta skrá sig á þingið hafi samband við fram- kvæmdastjóra L.F.K., Guð- rúnu Kristjánsdóttur á skrif- stofu flokksins, Nóatúni 21 í síma 91-24480. . Nánari upplýsingar síðar. Snyrtivöruverslun til sölu Til sölu snyrtivöruverslun í verslunarkjarna í Reykjavík mjög hentugt fyrir 1-2, hægt að skapa aðstöðu fyrir snyrtistofu. Rekstur á uppleið. Fæst á góðu verði ef samið er strax. Upplýsingar í síma 91-53521 eftirkl. 19.00. Framleiðslustjóri - Fiskvinnsla Framleiðslustjóri óskast í umfangsmikla fisk- vinnslustöð á Vestfjörðum. Reynsla æskileg. Góð laun og fríðindi í boði fyrir góðan mann. Upplýsingar í síma 685414 eða 685715. Framleiðni sf. Allt í stofuna Rodos sófasett 3+1+1, sófaborð'+ lítið borð og bókahilla, hár skenkur, borðstofuborð og sex háir stólar allt sami viður, askur. Er rúmlega 1 árs frá TM húsgögnum. Vandað og fæst á góðu verði. Upplýsingar í síma 91-53521, eftir kl. 19.00. , Kennsla Menntaskólann við Sund vantar kennara í efnafræði 12 stundir á viku. Upplýsingar veita deildarstjóri í efnafræði Hafþór Guðjónsson í síma21647 og rektor skólans í síma 33419 eða 35519. Rektor. Tilkynning til söiuskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir júlímánuð er 15. ágúst. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa vantar við sérdeildir Hlíðaskóla. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 25080 eða 656280. Hey til sölu Til sölu úrvalshey. Upplýsingar í síma 93-51283. , « Sýning Lars Emils Arnasonar 1 dag föstudaginn 14. ágúst klukkan 20.00 opnar Lars Emil Arnason mál- verkasýningu í Gallert Hallgerði (Langbrók) Bókhlöðustíg 2. Á sýningunni eru um 20 olíumálverk, auk teikninga og skúlptúra. Lars Emib hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum hér heima og erlendis, en þetta er fjórða einkasýning hans hér á landi. Lars Emil er 25 ára Reykvíkingur. Hann stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík, Myndlista- og Handíðaskóla Islands, auk þriggja ára framhaldsnáms í Hollandi. Sýningin er opin frá klukkan 16.00 til 20.00 alla virka daga, en frá klukkan 14.00 til 20.00 um helgar. Öll verkin á sýningunni eru til sölu. Sveinn Bjömsson sýnir í Gallerí Svart á hvítu Á morgun, laugardaginn 15. ágúst verður opnuð í Gallcrí Svart á hvítu við Úðinstorg sýning á verkum Sveins Björnssonar listmálara. Sveinn er fæddur að Skálum á Langa- nesi 1925. Hann byrjaði að mála samhiiða sjómennsku 1948. Fyrstu einkasýningu sína hélt hann í Hafnarfirði 1952. Síðan hefur hann tekið þátt í miklum fjölda samsýninga á íslandi og erlendis. Fyrsta einkasýningSveins í Rcykjavík var haldin í Listamannaskálanum 154. Sveinn er að mestu sjálfmenntaður, en hann var við nám við Listaakademíuna í Kaupmanna- höfn 1956-1957. Hann hefurhaldiðeinka- sýningar í Reykjavík og Kaupmannahöfn og tekiö þátt í samsýningum víða, svo sem í Rijcka í Júgóslavíu, Berlín og Lubeck Sýning Sveins Björnssonar stendur frá 15. ágúst til 1. scptember. Gallerí Svart á hvítu er opið alla daga ,nema mánudaga, kl. 14:00- 18:00. Sýning Valtýs í Þrastalundi Sýningu Valtýs Péturssonar listmálara í Þrastalundi lýkur á sunnudag 16. ágúst. Þetta er 14. sýning hans þar - á jafn mörgum árum, og stendur ávallt um verslunarmannahelgi. Sýningin var mjög fjölsótt. Þetta var sölusýning. Næsta ár verður því 15. árið í röð, sem Valtýr Pétursson sýnir í Þrastalundi og mun hann mæta þá galvaskur með nýjar myndir. Gallerí Svart á hvítu: Sýningar hafnar á ný eftir sumarhlé 1 Gallerí Svarl á hvítu hefjast nú að nýju reglubundnar sýningar eftir sumar- hlé. Fyrsta sýningin verður opnuð á morgun, Iaugardag, en þá verður sýning á vcrkum Sveins Bjornssonar listmálara. Sigurður Örlygsson sýnir málverk 26. september-11. október. Georg Guðni sýnir olíumálverk, teikn- ingar og vatnslitamyndir 17. október-1. nóvember. Margrét Árnadóttir Auðuns sýnir mál- verk 7. nóvember-22. nóvember. Hálendisferð í 5 daga Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni ráðgerir 5 daga hálendisferð dagana 26.-30. ágúst. Farið verður norður Sprengisand, Gæsavatn og Öskju og í Herðubreiðar- lindir, en síðan til Mývatns og suður um Kjöl. Gisting verður í Nýjadal, Laugum í Reykjadal og í Þelamerkurskóla. Nánari upplýsingar verða gefnar á skrifstofu félagsins í síma 28812. Kaffisala í Ölveri Kaffisala verður í sumarbúðunum í Ölveri í Borgarfirði, sunnudaginn 16. ágúst. Messa verður á undan kaffisölunni og hefst hún kl. 14.30. (hálfþrjú). Allur ágóði af kaffisölunni rennur til uppbyggingarstarfsins. Nefndin Sumarleyfisferðir Útivistar 1. Ingjaldssandur o.fl. Margir áhuga- verðir staðir á skaganum milli Önundar- fjarðar og Dýrafjarðar verða skoðaðir, t.d. Nesdalur, Barði, Hrafnaskálanúpur o.s.frv. Gist í húsi. Enginn burður. Berja- land. 2,lsafjarðardjúp, berja- og skoðunar- ferð 20.-23. ágúst. Snæfjallaströnd, Kaldalón og fleiri staðir í Inndjúpi skoðaðir. Siglt verður í Æðey. Pantið strax. Gist í húsi. 3,Núpsstaöarskógar 27.-30. ágúst. Einn af athyglisverðustu stöðum á Suðurl- andi. Tjöld. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni Grófinni l.símar: 14606 og 23732. Útivist Meðlimir í Myndlistarklúbbi Hvassaleitis, sem um þessar mundir sýnir í EDEN í Hveragerði. Sýning í EDEN Hveragerði Myndlistarklúbbur Hvassaleitis heldur sýningar í Eden í Hveragerði vikurnar 11.-18. ágúst og 18.-25. ágúst. Fyrri vikuna (11.-18. ág.) sýna þau: Aðalbjörg Jónsdóttir, Ásgeir Valdemars- son, Hólmfríður Jóhannesdóttir, Jón Jónsson, Ólafur Páll Betúelsson, Ólöf Sigurðardóttir, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Sigurbjörg Sigurjónsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Seinni vikuna (18.-25. ág.) sýna: Aðal- björg Zophaníasdóttir, Ellen Bjarnadótt- ir, Franz Pálsson, Gestur Magnússon, Gísli Benjamínsson, Huida Höjdahl, Jó- hanna Daníelsdóttir, Rebekka Gunnars- dóttir og Þórey Jónsdóttir. Hljómleikar í Bústaðakirkju Hljómsveit unga tónlistarfólksins. Stjórnandinn Guðmundur Óli Gunnarsson er í öftustu röð t.v. Sunnudaginn 16. ágúst kl. 20.30 verða haldnir tónleikar í Bústaða- kirkju þar sem hljómsveit skipuð ungu tónlistarfólki leikur. Flutt verða þrjú verk: Oktett eftir Hróð- mar I. Sigurbjörnsson, fiðlukonsert nr. 5 í A-dúr, K-219 eftir Wolfgang Amadeus Mozart og balletttónlist Appollon Musagéte eftir Igor Stra- vinskí. Einleikari á fiðlu verður Auður Hafsteinsdóttir en stjórnandi hljómsveitar Guðmundur ÓIi Gunn- arsson. Oktett Hróðmars fyrir 5 blásara og 3 strengjaleikara er skrifaður 1984-85 og er síðasta verkið sem hann skrifaði áður en hann hélt til framhaldsnáms í Hollandi en hann leggur stund á tónsmíðanám við tónlistarháskólann í Utrecht. Einleikari tónleikanna, Auður Hafsteinsdóttii' er ein úr hópi ungra efnilegra fiðluleikara sem verið hef- ur við nám erlendis síðustu ár. Hún hélt til náms vestur um haf eftir nám sitt við Tónlistarskólann í Reykjavík og hefur dvalið 4 ár í Boston. Síðasta verkið á tónleikunum á sunnudaginn ballettinn Appollon Musagéte, er skrifað fyrir strengja- sveit árið 1928 en kom út í endur- skoðaðri mynd 1947. Þaö er í hópi aðgengilegustu verka Stravinskí og var frumflutt í Washington í apríl 1928 en hefur ekki enn verið flutt opinberlega hérlendis. Hljómsveitin sem leikur á tón- leikunum er skipuð ungum hljóð- færaleikurum að stórum hluta fólki í sumarfríi frá námi erlendis. Stjórnandi tónleikanna, Guð- mundur Óli Gunnarsson stundar nám í hljómsveitarstjórn við tónlist- arháskólann í Utrecht í Hollandi. Alls taka 26 manns þátt í flutningn- um. Tónleikarnir verða sem fyrr segir í Bústaðakirkju á sunnudags- kvöldið 16. ágúst og hefjast kl. 20.30. , Háls- nef og eyrnalæknar: Á Austfjörðum og Suðurlandi Einar Sindrason háls-. nef-, og eyrna- læknir ásamt öðrum sérfræöingum Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands verða á ferð um Austfirði og Suðurland dagana S.ágúst til 14,ágúst n.k..segir í fréttatilkynnigu frá Heyrnar-ogtalnteina- stöð íslands. Rannsökuð verður heyrn og tal og útveguð heyrnartæki. Farið verður á eftirtalda staði: Fáskrúðsfjörður .............. S.ágúst Breiðdalsvík.................. 9.ágúst Djúpivogur ............... 10. ágúst Höfn í Hornafirði ........ 11. ágúst Kirkjubæjarkl............. 13. ágúst Vík ...........................14.ágúst Tekið á móti tímapöntunum á viðkom- andi heilsugæslustöð og er fólki bent á að panta tíma sem fyrst. Opna BRIDGE-MÓTIÐ á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum Hótel Valaskjálf og Bridge-samband Austurlands halda opið bridgemót í Hótel Valaskjálf 21.-22. ágúst n.k. Mótið hefst föstudagskvöldið 21. ágúst kl. 20:00 og er miðað við 30-36 pör. Mótinu lýkur á laugardagskvöldi með sameiginlcgu borðhaldi og dansleik. Vegleg peningaverðlaun eru fyrir sigur- vegara. (1. verðl.kr. 40.000) Þátttaka tilkynnist í gestamóttöku Hót- els Valaskjálfar í síma 97-1500. Allar nánari upplýsingar gefur Pálmi Kristmannsson í stma 97-1421, Kristinn Kristjánsson í sima 97-4221 og Steinþór Ólafsson í síma 7- 1500. Félag eldri borgara: Hálendisferð í 5 daga Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni ráðgerir 5 daga hálendisferð dagana 26.-30. ágúst. Farið verður norður Sprengisand. Gæsavatn og Öskju og í Herðubreiðarlindir, en síðan til Mývatns og suður um Kjöl. Gisting verður í Nýjadal, Laugum í Reykjadal og í Þela- merkurskóla. Nánari upplýsingar verða gefnar á skrifstofu félagsins í síma 28812. Sjóminjasafn íslands Vesturgótu 8, Hafnarfirði Opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Sími 52502.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.